Morgunblaðið - 14.01.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.01.2019, Blaðsíða 31
ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hann var í níu ár formaður eða varaformaður Lífeyrissjóðs versl- unarmanna og sat áður í stjórn Líf- eyrissjóðsins Framsýnar og Ís- lenska lífeyrissjóðsins. Meðal annarra stjórna sem Helgi hefur átt sæti í eru Verslunarráð Íslands, Þróunarfélag Íslands hf., Stúdenta- ráð HÍ, Landssamband lífeyris- sjóða, Valsmenn hf., Knattspyrnu- deild Vals, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Íslenskur markaður, Harpa hf., Harpa Sjöfn hf., Flüg- ger á Íslandi, Síminn hf. og N1 hf. Helgi er nú í forsvari fyrir þrjú fjárfestingafélög, Hofgarða, Varð- berg og Eignarhaldsfélag Hörpu. Hann er meðstjórnandi í Hreyf- ingu, Íþrótta- og sýningahöllinni, Íslenskum heilsulindum og Marel hf. frá 2005. Hann er einnig for- maður Húsasmiðjunnar hf. frá 2012 og formaður stjórnar Bláa lónsins þar sem hann hefur verið stjórnar- maður og hluthafi frá árinu 2005. Eftir Helga liggja bækurnar Hafskip – gjörningar og gæslu- varðhald sem kom út árið 1986 og Hvað sagði ég? frá árinu 2013. Helgi hefur verið sæmdur heiðursorðu Vals úr gulli. Fjölskylda Helgi kvæntist 9.11. 1985 Örnu Borg Einarsdóttur, f. 7.5. 1960, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingi. Hún er dóttir Einars Arnar Gunn- arssonar, f. 2.12. 1938, d. 19.12. 2015, skrifstofumanns á Akureyri, og k.h. Maríu Jóhannsdóttur, f. 25.5. 1940, húsfreyju á Akureyri. Börn Helga og Örnu eru: 1) Hlín, f. 21.10. 1987, d. 27.8. 1988; 2) Magnús Örn, f. 25.2. 1989, íþrótta- fræðingur og knattspyrnuþjálfari; 3) Sunna María, f. 8.9. 1991, hjúkr- unarfræðingur og nemi í ljósmóð- urfræðum; 4) Arnar Þór, f. 9.7. 1996, nemi við HR og leikmaður í meistaraflokki Gróttu í knatt- spyrnu. Bróðir Helga er Sigurður Gylfi, f. 29.8. 1957, prófessor í menning- arsögu við HÍ. Kona hans er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við HÍ. Sonur hennar og uppeldissonur Sigurðar Gylfa er Pétur Bjarni, nemandi í Kvenna- skólanum. Foreldrar Helga: Magnús Helga- son, f. 24.11. 1916, d. 5.10. 2000, framkvæmdastjóri Helga Magnús- sonar & Co. og síðar Hörpu hf., og k.h. Katrín Sigurðardóttir, f. 4.2. 1921, húsfreyja í Reykjavík. Helgi Magnússon Katrín Sigurðardóttir húsfreyja í Rvík Sigurður Guðbrandsson skipstjóri á Snorra goða Katrín Einarsdóttir húsfreyja, frá Gafli Guðbrandur Guðbrandsson bóndi á Gafli og ferjumaður á Brúnastöðum í Flóa Valgerður Helgadóttir yfirhjúkrunarkona á Reykjalundi Katrín Helgadóttir skólastj. Húsmæðraskólans í Rvík ddbjörg Sigurðardóttir húsfr. og verslunarm. í Rvík OÁslaug Björg Viggósdóttir fv. formaður Hringsins Einar Stefánsson læknaprófessor Stefán Pétursson hrl. og aðst.- bankastjóri ón Magnússon bóndi í Krýsuvík JMagnús G. Jónsson yfirkennari í MR Magnús S. Magnússon prófessor í HÍ Jón Ingólfur Magnússon prófessor í HÍ Hermann Sigurðsson skrifstofumaður Guðmundur Hermannsson fv. bæjarstj. í Þorlákshöfn Oddbjörg Pálsdóttir húsfreyja í Starkaðarhúsum Árni Þórðarson bóndi í Starkaðarhúsum í Flóa Eyríður Árnadóttir húsfreyja í Rvík aldimar Árnason yfirvélstjóri, fórst með Leifi heppna VKristín Valdimarsdóttir húsfreyja í Rvík Magnús Gunnarsson fv. frkvstj. SÍF Sigurjón Árni Sigurðsson frkvstj. í Rvík Bryndís Sigurjónsdóttir fv. skólameistari Borgarholtsskóla Kjartan Sigurjónsson fv. organisti í Digraneskirkju Valgerður Þorgrímsdóttir húsfreyja í Gröf Sigurður Oddsson járnsmiður í Gröf þar sem nú er Grafarholtshverfi Oddrún Sigurðardóttir húsfreyja í Rvík Helgi Magnússon járnsmíða- og pípulagningameistari og kaupmaður í Rvík Katrín Jónsdóttir húsfreyja í Syðra-Langholti í Hrunamannahr., Árn. Úr frændgarði Helga Magnússonar Magnús Helgason framkvæmdastjóri í Rvík étur Pétursson forstjóri Lýsis PKatrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis Andrés Magnús- son hreppstj. í Syðra- Langholti Magnús Andrésson prófastur og alþm. á Gilsbakka í Borgarfirði Pétur Magnús- son mál- flutnings- maður og ráðherra Magnús Magnússon bóndi í Syðra-Langholti, sonur Magnúsar Andréssonar hreppstj. og alþm. Ingunn Magnúsdóttir húsfr. í Götu,Hrunamannahr. Árni Þórarinsson prófastur í Miklaholti á Snæfellsnesi Ágúst Helgason alþm. í Birtingaholti Helgi Magnússon b. í Birtingaholti Oddur Helgason athafna- maður í Rvík Oddur Helgi Oddsson bygginga- meistari Davíð Freyr Oddsson frkvstj.mann- auðsmála hjá Marel Ólafur Björnsson fæddist 14.janúar 1884 í Reykjavík ogólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jónsson, alþingis- maður og ráðherra, f. 1846, d. 1912, og Elísabet Guðný Sveinsdóttir, f. 1839, d. 1922, húsfreyja. Systkini Ólafs voru Guðrún, Sigríður og Sveinn, fyrsti forseti Íslands. Ólafur fór í Reykjavíkurskólann (MR) 1896 og útskrifaðist þaðan 1902. Hann sigldi sama ár til Kaup- mannahafnar og lærði hagfræði í há- skólanum þar og útskrifaðist 1909. Björn, faðir Ólafs, hafði stofnað tímaritið Ísafold árið 1874 en þegar hann varð ráðherra 1909 keypti Ólaf- ur af honum blaðið og gerðist rit- stjóri. Ólafur stofnaði síðan Morgun- blaðið ásamt Vilhjálmi Finsen árið 1913. Útgáfufélag Morgunblaðsins, síðar Árvakur, keypti síðan Ísafold af Ólafi 1919 og eftir það eftir það var blaðið gefið út sem mánudagsútgáfa Morgunblaðsins og sérstakt síðdeg- isblað. Eiginkona Ólafs var Borghildur Pétursdóttir, 13.12. 1885, d. 9.11. 1967, húsfreyja, dóttir hjónanna Péturs Thorsteinssonar útgerðar- manns og Ásthildar Jóhönnu Guð- mundsdóttur. Börn Ólafs og Borg- hildar voru Björn fiðluleikari, Pétur, hagfræðingur og blaðamaður, Elísa- bet, eiginkona Hilmars Thors, og Katrín, skrifstofustjóri og rithöf- undur. Ólafur hafði um nokkurra ára skeið átt við vanheilsu að stríða. Sigldi hann í febrúar 1919 til Kaupmannahafnar að leita sér lækninga. Kom hann heim 9. júní sama ár „heilbrigður að því er honum fannst. En lést skyndilega kvöldið eftir“, segir í minningargrein í Ísafold. Þar segir einnig: „Með hon- um hefir þessi fámenna þjóð misst einn sinn ágætasta dreng og þessi bær þann mann, sem flestum öðrum fremur gerði hann bjartan og hlýjan.“ Í annarri grein segir um Ólaf: „Hann var að eðlisfari friðarmaður, sannkall- aður friðarhöfðingi, er sökum stöðu sinnar og aðstöðu rataði í stjórnmála- ófrið og blaðadeilur.“ Ólafur lést 10.6. 1919. Merkir Íslendingar Ólafur Björnsson 85 ára Ingibjörg Guðmundsdóttir 80 ára Gígja Friðgeirsdóttir Jón Helgason Steinn Erlingsson Vilborg Sigurðardóttir 75 ára Erla Einarsdóttir Gunnfríður Ingólfsdóttir Ingunn Þóra Erlendsdóttir Ólöf Marín Einarsdóttir Páll Guðmundsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Trausti Guðjónsson Örn Jónsson 70 ára Björgvin Bjarnason Gísli Sigurgeirsson Helgi Magnússon Jónas Sveinsson Jón B. Björgvinsson Símon Páll Steinsson Snæbjörn Kristjánsson Svanhvít Ásta Jósefsdóttir Valdimar Lárusson 60 ára Björgvin Þórðarson Björn Bragi Mikkaelsson Guðmundur Bárðarson Guðríður Blanche Rail Hafdís Sigrún Roysdóttir Hrefna Sigurjónsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir Sigurður Karl Linnet Sveinn Kragh 50 ára Aðalbjörg Þórólfsdóttir Bjarni Gunnarsson Bryndís Ingvarsdóttir Danguole Vilimiene Hata Mesetovic Helga Eyja Hrafnkelsdóttir Hrafn Aðalsteinn Ágústsson Jónheiður Gunnbjörnsdóttir Kári Steinar Lúthersson Kjartan Viðar Arnbjörnsson Linda Angelique Elizondo Miles Maurice Border Rakel Jónsdóttir Rósa Jósefsdóttir 40 ára Afrim Haxholli Aldís Bjarnadóttir Dzintars Dzerkalis Elísabet Esther Sveinsd. Emelía Ósk Sveinsdóttir Guðlaug Birna Steinarsd. Haraldur Már Pétursson Jón Auðunn Sigurbergsson Karlotta Ósk Jónsdóttir Makhmura Khaligova Marcin Swiderski Milena Sylwia Tkaczyk 30 ára Adam Piotr Morawski Anna Birna Ívarsdóttir Anna Rut Tryggvadóttir Birkir Blær Ingólfsson Brynjar Rafn Ómarsson Danielle Elodie Pollet Edgaras Klepsys Guðrún Heiður Ísaksdóttir Halla Kristín Jónsdóttir Joanna Magdalena Banas Jóhann Eggertsson Jurate Strazdauskaite Kamil Klimko Kjartan Sigurðsson Magnús Blöndal Marcin Lukasz Pabisiak Sorelle Warzecha Unnur Jónasdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Emelía býr á Egilsstöðum, er fædd þar og uppalin. Hún er heima- vinnandi. Maki: Helgi Þórður Jóhannsson, f. 1973, vinnur hjá Alcoa. Börn: Belinda Amy, f. 2001, Birgitta Ísól, f. 2002, og Kristófer Máni, f. 2008. Foreldrar: Sveinn Vil- hjálmsson, f. 1938, og Kristín Jónsdóttir, f. 1940, bús. á Egilsstöðum. Emelía Ósk Sveinsdóttir 40 ára Karlotta er Kópa- vogsbúi og rannsóknar- lögreglumaður á Suður- nesjum. Maki: Gunnar Ingi Bjarna- son, f. 1987, byggingafr. og rekur eigið fyrirtæki. Börn: Birta Rós, f. 1997, Kristófer Emil, f. 1999, Aþena Lily, f. 2005, Emma Lovísa, f. 2009, og Auður Sunna, f. 2013. Foreldrar: Jón Emil Krist- insson, f. 1956, og Soffía Guðbjört Ólafsdóttir, f. 1956. Karlotta Ósk Jónsdóttir 30 ára Birkir er Reykvík- ingur og rithöfundur og er að skrifa handrit fyrir Sagafilm. Hann er einnig saxófónleikari. og er með BA gráðu í lögfræði frá HÍ. Maki: Vala Kristín Eiríks- dóttir, f. 1991, leikkona hjá Borgarleikhúsinu. Foreldrar: Ingólfur Björn Sigurðsson, f. 1950, leik- ari, dansari og kennari í Brúarskóla, og Bjarnveig Guðbjörnsdóttir, f. 1993, kennari í Hlíðaskóla. Birkir Blær Ingólfsson DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík Flott hönnun, vandaður frágangur Stórar lóðir Frábært útsýni Með eða án bílskúrs Tilbúin hús fullbúin húsgögnum eða Hús í byggingu Einkaklúbbur á strönd Frítt golf í 2-5 ár Eign fyrir þá sem vilja það besta Verð frá 74.700.000 Ikr. (545.000 evrur, gengi 1evra/137Ikr.) Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 GLÆSILEG EINBÝLISHÚS Las Colinas margverðlaunað sem eitt besta golfsvæðið á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.