Morgunblaðið - 14.01.2019, Page 33

Morgunblaðið - 14.01.2019, Page 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu þér ekki til hugar koma að grípa til einhverra aðgerða bara til þess að svekkja aðra. Ástin leitar þig uppi. 20. apríl - 20. maí  Naut Viðkvæmt mál ber á góma og þótt þér sé mikil raun að ræða álit þitt á því verðurðu að gera það. Farðu á staði sem þú hefur áhuga á. Hjálpaðu öðrum að ná markmiðum sínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það ætti ekki að vefjast fyrir þér að ráða fram úr erfiðum málum þessa dagana. Sýndu þolinmæði. Litskrúðugt fólk verður á vegi þínum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Undarlegar tilfinningar bærast hugs- anlega innra með þér í dag. Vertu þér meðvit- andi um að allt hefur sinn tíma og haltu ró þinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki sérkennilega framkomu manna slá þig út af laginu. Þér finnst þú hafa unnið í lottói lífsins þegar þú hittir vissa manneskju. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er upplagt að fegra og snurfusa í kringum sig. Þú hefur of miklar áhyggjur af hlutunum svona almennt. Vinur kemur þér á óvart með heimboði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er hætt við að þú sért niðurdregin/n og gagnrýnin/n á aðra í dag. Taktu því með þolinmæði og brosi á vör. Það birtir til aftur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki hugfallast því erf- iðleikar eru til þess að sigrast á þeim. Þér gengur vel að vinna í hópi þessar vikurnar. Líttu á hrós sem þú færð sem ávísun á eitt- hvað meira. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft ekki að hlaupa til þótt fólkið í kringum þig sé með einhver látalæti. Gerðu tímabundið samkomulag varanlegt. Þú ert hrókur alls fagnaðar þessa daga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er nauðsynlegt að þú und- irbúir mál þitt vel áður en þú reynir að vinna aðra á þitt band. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ástamál, skemmtanir, ferðalög og leikir munu setja svip sinn á næsta mánuðinn hjá þér. Ekki hafa áhyggjur af framtíðinni, hún sér um sig sjálf. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að temja þér þakklæti fyrir það sem þú hefur og láta aðra finna að þér þyki vænt um þá. Hreint loft gerir þér gott. Sáluhjálparar halda nú um stundirþví sjónarmiði fram að fólk sem lendir í lífsháska og er á tæpu vaði eigi ekki að greina opinberlega frá reynslu sinni. Þess eru sömuleiðis dæmi að rannsakendur slysa geri sér erindi að sjúkrabeð fólks og óski þess að viðkomandi ræði ekki við blaða- menn. Aldrei hefur þó verið tiltekið með rökstuddum dæmum hvað geri frásagnir af erfiðri lífsreynslu skað- legar né að sögumenn hafi beðið miska af. x x x Sú var raunar tíðin að sjálfsagtþótti að fólk sem lifði af skip- skaða, flugslys og fleira slíkt kæmi fram í viðtölum, til dæmis hér í Morg- unblaðinu, og það voru frásagnir sem svo sannarlega munaði um. Í fyrsta lagi vöktu þær almenning jafnt sem áhrifafólk til umhugsunar um for- varnir og úrbætur í öryggisátt. Í ann- an stað voru þessi viðtöl líka nauðsyn- leg því þau vitnuðu um þrautseigju og hve magnaður lífsviljinn getur verið. Eða hefðum við til dæmis viljað að lífsreynsla fólks sem lifði af snjóflóðin á Vestfjörðum árið 1995 lægi í þagn- argildi? Átti kraftaverk Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land langt utan af hafi um hánótt þegar Hellisey VE sökk að verða leyndarmál en ekki helgisaga heillar þjóðar? Og það er bókstaflega bráðnauðsynlegt að fólk sem kemst á beina braut eftir að hafa verið í óreglu gefi okkur hinum inn- sýn í líf sitt þannig að reynsla þess geti orðið öðrum fordæmi. x x x Á borði Víkverja liggja nú bækurútgefnar árið 1983 og 1985: Ég vil lifa – líf á bláþræði og Horfst í augu við dauðann eftir Guðmund Árna Stefánsson nú sendiherra á Indlandi og séra Önund Björnsson sem er sóknarprestur í Rangár- vallasýslu. Þarna er að finna greinar- góð viðtöl við fólk sem sem svo sann- arlega þurfti fjöruna að súpa, svo sem systkinin sem velktust í gúmmíbát úti á reginhafi eftir að faðir þeirra fórst þegar ólag reið yfir bát þeirra. Einnig konan sem aftur fann lífsgleðina þrátt fyrir að hafa misst eiginmann sinn og son í hræðilegu slysi. Við þurfum við- töl sem gefa von! vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína. (Sálm: 66.20) Jónína Guðmundsdóttir sendimér gott bréf, segist hafa lært eftirfarandi hestavísu örsmár krakki norður í Húnaþingi og skildi ekkert í þriðju línunni: Jóhanns Dreyri dável rann dreifði leir og sandi. Runnur geira góðhest þann Gils á eyrum þandi. Og bætti síðan við: „Ég skil vís- una núna en er alls ófróð um upp- runa hennar. Rámar þó í að hafa heyrt (eða hugsað sjálf) einhverja tengingu við Vatnsdal. Í bókinni „Fátækt fólk“ eftir Tryggva Emilsson (1976: s. 251) er þessi vísa tilgreind og tengd við Gilseyrar, eyrarnar fyrir neðan Gil í Öxnadal. Hann getur engra heim- ilda, en örnefnið mun vera til. Vísan hjá Tryggva er orðrétt eins og ég lærði hana. Gaman væri að vita hvort þú þekkir þessa vel kveðnu vísu. Hún minnir eitthvað á Sigurð Breið- fjörð, en ég er illa lesin í rímum hans.“ Ég þekki ekki stökuna en vísa til lesenda Vísnahorns. Tómas Hallgrímsson læknir gaf séra Matthíasi hestinn Jarp og þakkaði skáldið fyrir með ljóða- bréfi upp á 21 vísu og byrjar svo: Verður ertu víst að fá vísu gamli Jarpur, aldrei hefur fallið frá frækilegri garpur. Margan fórstu frægðarsprett fákurinn ítur-slyngi; því er skylt að skarpt og létt skáldin um þig syngi. Síðar segir: Hugði máske herra þinn hér sé krafta-tungan, sá er getur gæðing sinn gjört að nýju ungan. Nei, nei, kosta-klárinn minn, kraft minn spottar Elli; klár og skáld sú kerlingin keyrir jafnt að velli. Og lýkur svo: Og á baki Edenlunds oss þú berð sem áður; – (milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður). Komdu þar á blómsturblett, bak við heljarváðir; á þér skeiða skarpan sprett skulum við Tómas báðir! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Jóhanns Dreyri og gamli Jarpur Í klípu „HVERSU BERSKJÖLDUÐ ERUM VIÐ þegar öllu er á botninn hvolft?” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „PASSAÐU PABBA.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einstök nánd. ÉG BEIT Í TUNGUNA Á MÉR Í DAG HANN VILDI VITA HVERNIG HÚN BRAGÐAÐIST Ó? EKKI VILJANDI, ER ÞAÐ? EEER ÞAÐ? NÆSTA ORRUSTA VERÐUR SÚ ERFIÐASTA HINGAÐ TIL! LIÐIÐ VERÐUR AÐ UNDIRBÚA SIG VEL! ENGAR ÁHYGGJUR, STJÓRI! ÉG PANTAÐI TYLFT AF HVÍTUM FLÖGGUM! Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 He 1 1lluhraun 6- 8 Fiskislóð 1 Við eru í þínu hverfi m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.