Morgunblaðið - 14.01.2019, Page 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
Fjölmennt var við opnun útskriftarsýningar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Myndarleg Ólafur Ómar, Henry Grens og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Sæt saman Hjördís Eyþórsdóttir, Hrafnhildur Sandholt og Ívar Helgason.
NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin
Opið virka daga kl. 10.00-18.00
Loðfóðraður skófatnaður
fyrir veturinn
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Eftir langa dvöl erlendis er Arn-
björg María Daníelsen komin aftur
til Íslands – allavega í bili – til að
starfa sem dagskrárstjóri og list-
rænn stjórnandi í Norræna húsinu.
Hún er með mörg járn í eldinum,
bæði á Íslandi og úti í heimi, og nú
síðast skapaði hún sýninguna Ís-
lendingasögur – sinfónísk sagna-
skemmtun sem sýnd var í Eldborg
á fullveldisafmæli Íslands og sjón-
varpað beint hjá RÚV.
Þeir sem fylgdust með sýning-
unni fengu að sjá mikið sjónarspil
sem blandaði saman mynd, söng,
texta og hljóðfæraleik, fléttaði nýj-
ustu rapplögum saman við popp-
slagara og Sálumessu Mozarts, og
veðurfréttunum saman við Eddu-
kvæðin. Arnbjörg lýsir verkinu sem
„performatívri og sjónrænni in-
stallasjón, á skurðpunkti músík-
dramatíkur, tónleika, tónlistar og
innsetningar“. Hún segir verk af
þessum toga með sinfóníuhljóm-
sveit fátíð en um leið mjög kröftug:
„Það eru ekki margir sem fást við
nákvæmlega þessa tegund sýninga
enda geta þær verið mjög flóknar á
ófyrirsjáanlegan hátt og krefjast
reynslu á mörgum ólíkum sviðum,“
segir hún og áréttar að hugsunin sé
ekki sú að t.d. einfaldlega búa til
myndskreytingu við tónverk heldur
einmitt frekar að draga fram nýjar
víddir:
„Það sem mér finnst áhugaverð-
ast er að vinna með það ófyrirsjáan-
lega í samspilinu á milli texta, tón-
listar og annarra miðla. Þar get ég
fundið listrænt svigrúm til að leyfa
hlutunum að standa í frekar óræðu
rými. Ég forðast að reyna að stýra
áhorfandanum og hvaða tilfinningar
kvikna hjá honum heldur vil ég
frekar leyfa hlutunum að liggja í
loftinu, jafnvel þannig að fólk með
ólík sjónarmið raði saman á ólíkan
hátt þeim táknum og hugmyndum
sem sýningin ber á borð.“
Hefur meira að gefa
á bak við tjöldin
Til að skilja betur hvað Arn-
björgu gengur til í listsköpun sinni
er ekki úr vegi að skoða hvernig
hún hefur þróast sem listamaður.
Ferill hennar er á margan hátt
óvenjulegur en hún lauk stúdents-
prófi frá fornmáladeild MR og hafði
látið sig dreyma um að verða forn-
leifafræðingur. „En síðan hellti ég
mér út í tónlistina og eftir stúdents-
próf flutti ég til Ítalíu til að læra
listasögu samhliða því að ég byrjaði
að leggja stund á óperusöng,“ segir
hún. „Ég elska óperuna og allt sem
það listform hefur upp á að bjóða –
sem er oft miklu meira en fólk gerir
sér almennt grein fyrir.“
Úr listasögunáminu lá leiðin í
nám í óperusöng við Mozarteum-
akademíuna í Salzburg, og var Arn-
björg komin á bólakaf í óperuheim-
inn þegar fóru að renna á hana tvær
grímur: „Ég stóð mig að því að vera
inni á bókasafni að sinna einhverju
allt öðru en söngnáminu og sökkva
mér ofan í aðrar listgreinar. Eins og
ég fæ mikið út úr því að standa uppi
á sviði í óperuuppfærslu áttaði ég
mig smám saman betur á því að
óperulífið væri ekki ætlað nema ör-
fáum útvöldum og ég hefði ef til vill
meira að gefa á bak við tjöldin.“
Arnbjörg lauk meistaranámi í
Salzburg og tók því næst stefnuna
til Zürich þar sem hún lauk meist-
aragráðu í list- og menningar-
stjórnun. Síðan þá hefur hún verið á
þeytingi um Evrópu en lengst af
með bækistöð í Berlín. Nú síðast
setti hún saman stóra músík-
dramatíska/sviðslista/innsetningar-
sýningu með Sinfóníuhljómsveit
Gautaborgar í tilefni af aldarafmæli
Ingmars Bergmans og eru tvær
aðrar álíka stórar sýningar í píp-
unum. Á síðasta þríæringnum Ruhr
var Arnbjörg síðan með tilrauna-
leikhús „Mér finnst gaman að vinna
með leikhúshópum og sveiflast á
milli þessara tvennra öfga; frá agn-
arsmáu tilraunaeldhúsi yfir í risa-
vaxnar sýningar með sinfóníu-
hljómsveit,“ útskýrir hún.
Menningar-Vatíkan
í Vatnsmýrinni
Þegar Arnbjörgu bauðst að taka
þátt í að stýra menningarstarfi
Norræna hússins gat hún ekki ann-
að en sagt já enda einlægur aðdá-
andi þessarar merkilegu menn-
ingarstofnunar. „Sem unglingur og
barn dvaldi ég löngum stundum á
bókasafninu og ég get varla hugsað
mér huggulegri vinnustað, sem er
eins og hálfgerð menningar-vin eða
Finnur listrænt svigrúm í
Arnbjörg ætlaði að verða fornleifa-
fræðingur en lærði óperusöng og varð
á endanum fjölhæfur listamaður – sem
nýtur sín samt best á bak við tjöldin
-Vatíkan úti í Vatnsmýrinni.“
Arnbjörg hóf störf með fráfar-
andi forstjóra en hlakkar til að
starfa með nýjum forstjóra, hinni
finnsku Sabinu Westerholm, sem
koma mun með nýjar listrænar
áherslur. Segist Arnbjörg hafa ver-
ið fengin til starfans sem mann-
eskja sem gæti bæði framkvæmt og
stýrt listrænum viðburðum og hef-
ur hún því verið virk í listsköpun-
inni í húsinu frá því hún fékk þar
skrifstofu.
Köllun „Eins og ég fæ mikið út úr því að
standa uppi á sviði í óperuuppfærslu átt-
aði ég mig smám saman betur á því að
óperulífið væri ekki ætlað nema örfáum
útvöldum og ég hefði ef til vill meira að
gefa á bak við tjöldin,“ segir Arnbjörg.