Morgunblaðið - 14.01.2019, Page 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
» Sýningin Ó, hvehljótt var opnuð í
Gerðarsafni í fyrradag.
Á henni má sjá verk eft-
ir þekkta erlenda lista-
menn, þá Doug Aitken,
Charles de Meaux,
Dominique Gonzalez-
Foerster, Pierre
Huyghe, Ange Leccia,
Romain Kronenberg og
Lornu Simpson. Verkin
eru úr safneign CNAP,
miðstöðvar myndlistar í
Frakklandi, og bera
vitni um auðgi og marg-
breytileika franskrar
kvikmyndasköpunar,
eins og segir á vef safns-
ins, og kallast á við verk
eftir þrjá af fremstu
vídeólistamönnum Ís-
lands, þau Steinu Vas-
ulka, Doddu Maggý og
Sigurð Guðjónsson.
Ó, hve hljótt, sýning á verkum úr safneign CNAP, var opnuð í Gerðarsafni í fyrradag
Ó hve hljótt Listaverkum er varpað á veggi safnsins á sýningunni sem var opnuð um helgina.
Glaðar Elín Signý Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Einarsdóttir.
Listamenn Kristján Steingrímur Jónsson og Curver Thoroddsen.
Dagur í Gerðarsafni Hulda Stefánsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Dagur
Sigurðsson og Margrét Áskelsdóttir mættu á opnun sýningarinnar.
Rabbað saman Páll Ásgeir
Ásgeirsson, Gunnar V.
Andrésson og Anna K.
Ágústsdóttir spjalla saman
við opnun sýningarinnar í
Gerðarsafni í Kópavogi á
laugardaginn var.
Morgunblaðið/Hari
Hjálmar Vestergaard Guðmunds-
son opnaði í fyrradag mál-
verkasýninguna Éttu eða vertu ét-
inn í Gallery Porti á Laugavegi
23b. „Hjálmar skapar litríkan og
lífrænan myndheim með vísanir
og tengingar við ýmis vísindi og
fræði, náttúruna, mannkynssöguna
og listsöguleg fyrirbæri og hug-
myndir. Hjálmar hefur þróað sér-
staka tækni þar sem hann beitir
ýmsum efnum og aðferðum til að
hafa áhrif á ásýnd málning-
arinnar,“ segir um sýninguna á
Facebook-síðu hennar. Hjálmar út-
skrifaðist með BA-gráðu í mynd-
list frá Listaháskóla Íslands árið
2016 og hefur tekið þátt í fjölda
listviðburða og samsýninga. Éttu
eða vertu étinn er fyrsta einkasýn-
ingin þar sem hann sýnir ein-
göngu málverk og er hún einnig
fyrsta einkasýning hans eftir út-
skrift.
Þeir sem vilja kynna sér Hjálm-
ar og list hans geta gert það á
vefsíðu hans, hjalmargudmunds-
son.com.
Litríkt Eitt af verkum Hjálmars sem skapar litríkan og lífrænan myndheim.
Éttu eða vertu étinn
opnuð í Gallery Porti
–– Meira fyrir lesendur
Þorrinn
Þann 18. janúar gefur
Morgunblaðið út sérblað
tileinkað þorranum
PÖNTUN AUGLÝSINGA
ER TIL 14. JANÚAR
Nánari upplýsingar gefur:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
ICQC 2018-20