Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 40

Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 40
Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðinga- félags Íslands hefjast á ný á morg- un kl. 12.05 í samvinnu við Þjóð- minjasafn Íslands þar sem þeir eru haldnir. Sagnfræðingurinn Arnór Gunnar Gunnarsson mun fjalla um deilur íslenskra og bandarískra fyrirtækja um vöruflutninga fyrir Bandaríkjaher á Íslandi sem end- uðu fyrir bandarískum dómstólum og mun hann einblína á dómsmálin en einnig reyna að setja Rainbow Navigation-málið í samhengi við stöðu Íslands í kalda stríðinu á níunda áratugnum. Deilur í Þjóðminjasafni MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 14. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Ég er mjög ánægð með þann stað sem liðið er á í dag. Við erum búnar að spila mjög vel og höfum verið að finna taktinn, hægt og rólega, í undanförnum leikjum,“ segir Sandra Dís Erlingsdóttir hand- knattleikskona frá Vestmanna- eyjum sem nú er í stóru hlutverki hjá Val og lék mjög vel gegn ÍBV í 11. umferð Olísdeildarinnar. »6 Við höfum fundið takt- inn hægt og rólega ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Marcus Rashford tryggði Man- chester United góðan útisigur á Tottenham, 1:0, í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu á Wem- bley-leikvanginum í London í gær og þar með hefur United unnið alla sex leiki sína undir stjórn Oles Gunnars Sol- skjærs. Tottenham missti af dýrmætum stigum í baráttunni um enska meistaratit- ilinn þar sem Liverpool er nú með sjö stiga forystu. »2 Rashford með sigur- markið á Wembley 15% AFSLÁTTUR af sérpöntunum til 27. janúar Ármúla 10 ) 568 9950 duxiana.comHáþróaður svefnbúnaður Náttúruleg efni, einstakt handverk og PASCAL gormakerfið gera rúmin okkar að athvarfi fyrir stöðugan gæðasvefn. FRUMKVÖÐLAR SÍÐAN 1926 Klæðskerasniðin þægindi Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Rafíþróttasamtök Íslands í sam- starfi við Íþróttabandalag Reykja- víkur ætla að halda stærsta raf- íþróttaviðburð Íslands á Reykjavíkurleikunum í ár. Þetta er í fyrsta skipti sem rafíþróttir verða hluti af Reykjavíkurleikunum (RIG). Keppt verður í tölvuleikjunum Fort- nite, Counter-Strike og League of Legends. „Þetta er fyrsta skrefið og er gert í tilraunaskyni. Við eigum eftir að sjá að þetta á heima innan um þess- ar íþróttargreinar,“ segir Ólafur Steinarsson, formaður Rafíþrótta- samtaka Íslands (RÍSÍ). Raf- íþróttum hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum og er Ísland þar engin undantekning. Ísland á sem dæmi Fortnite spil- ara á heimsvísu, að sögn Ólafs, en það er einn stærsti tölvuleikur í heimi um þessar mundir. „Þar má nefna strák sem heitir Tómas Bern- höft. Hann tók nýlega þátt í inntöku- móti fyrir Fortnite keppni sem 20 milljón manns tóku þátt í og lenti í 206. sæti. Þannig að það má með fullri vissu segja að hann sé með betri spilurum heims í dag,“ segir Ólafur. Ekki er enn búið að staðfesta erlenda keppendur á rafíþróttamót- ið en unnið er að því, enda er þetta fyrsti viðburðurinn af þessari stærð- argráðu hérlendis. Þessi viðburður gæti þá auðveldað Íslandi að halda stærri erlend mót í framtíðinni. „Við erum líka að sýna erlendum aðilum hvers þeir mega vænta af okkur. Ef þeir koma og fara í samstarf við okk- ur um að halda viðburð eða móts- hluta með erlendum keppendum, þá erum við að sýna hvað við getum gert.“ Aksturshermar og stjörnustríð Nóg verður um að vera á mótsstað yfir keppnishelgina 26.-27. janúar fyrir áhorfendur og aðra gesti. Auk rafíþróttamótanna verður hægt að prófa akstursherma og fræðast um hvernig má nota þá til að þjálfa akst- ursíþróttamenn framtíðarinnar. Stjórnarmenn Rafíþróttasamtak- anna munu einnig sjá um fræðslu í rafíþróttum og þá geta áhorfendur unnið tækifæri til að spila Fortnite á stóra sviðinu. Á sunnudeginum verð- ur svokallað Stjörnustríð í Fortnite þar sem þjóðþekktir einstaklingar keppa samhliða bestu spilurum landsins og komast að því hver er besta stjarna Íslands í Fortnite. „Án þess að segja of mikið þá erum við komin með einn þekktan grínleik- ara, samfélagsmiðlastjörnu, alþjóð- legan íþróttamann og tónlistarmann sem eru að fara að sýna taktana sína samhliða bestu spilurum landsins í Fortnite. Það verður mikil stemning í kringum þetta og það ætti enginn Fortnite-aðdáandi landsins að láta þetta framhjá sér fara.“ Viðburðinum verður streymt beint og verða fimm myndavélar á svæðinu. Í útsendingarteyminu eru m.a. Kristján Einar Kristjánsson akstursíþróttamaður, Arnmundur Ernst Backman leikari og Arnar Tómas Valgeirsson blaðamaður. Miðasala fer fram á Tix.is. Stærsti rafíþrótta- viðburður landsins AFP Fortnite keppni Hér má sjá tvo bandaríska háskóla keppa í Fortnite í Atl- anta. Svipað fyrirkomulag verður á RIG í ár þegar keppt verður í Fortnite.  Keppt í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í fyrsta sinn í ár Morgunblaðið/Hari Rafíþróttir Ólafur Hrafn, formaður RÍSÍ, lofar góðri skemmtun á RIG.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.