Morgunblaðið - 15.01.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  12. tölublað  107. árgangur  KAGGI FYRIR KEISARA HLÝ OG NOTALEG VINAPLATA RAPPHÁTÍÐ Í FYRSTA SINN Í SALNUM MILDA HJARTA 30 RAPP Í KÓPAVOGI 11BÍLAR 16 SÍÐUR Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Embætti landlæknis hefur uppi áform um að endurvekja lífsskrá, þar sem fólk getur skráð óskir sínar um læknismeðferð eða líknandi meðferð við lífslok. Verkefninu var hætt fyrir fjórum árum en nú stendur til að endurvekja lífsskrána með rafrænum hætti. Alma D. Möller hefur átt fundi um þetta með öldrunarlæknum og miðstöð rafrænnar sjúkraskrár. Sér Alma fyrir sér að lífsskráin verði inni á vefnum heilsuvera.is, en þar er hægt að skrá sig sem líffæragjafa, endurnýja lyf og fræðast um margt er snýr að heilsu og heilbrigðisþjónustu. Með því að hafa lífsskrána rafræna bendir Alma á að fólk geti breytt skráningu ef aðstæður og óskir breyt- ast. „Meðferð við lífslok fólks er stórt mál, sem þarf að undirbúa víða og umræðan þarf að eiga sér stað í sam- félaginu. Ég hef sérstakan áhuga á þessu vegna fyrri starfa minna sem gjör- gæslulæknir. Það er mikil- vægt að virða vilja sjúklinga en einnig skiptir lífsskráin máli þannig að heilbrigðiskerfið sé ekki að leggja út í óþarfa meðferð eða í óþökk fólks,“ segir Alma. »18 Fólk geti skráð óskir um meðferð rafrænt  Landlæknir hyggst endurvekja lífsskrána Alma D. Möller Ísland vann stórsigur á Barein á HM karla í handknattleik í München í gær, 36:18. Fyrir vik- ið á Ísland enn möguleika á að ná þriðja sæti í riðlinum og komast þar með í milliriðil. Í dag fær íslenska liðið hvíld en mætir Japan á morgun og Makedóníu á fimmtudag. Vinni Ísland báða leik- ina er ljóst að liðið kemst áfram. Á myndinni má sjá hinn 19 ára gamla Hafnfirðing Gísla Þorgeir Kristjánsson sækja að marki Bareins í gær. Gísli hefur verið sprækur í síðustu tveimur leikjum Ís- lands á mótinu en hann er á sínu fyrsta stórmóti með A-landsliði. kris@mbl.is » íþróttir AFP Fyrsti sigurinn í höfn í München Stórsigur gegn Barein á HM  Örn Hilmisson missti vinstri handlegg við axlarlið í slysi á sjó fyrir 20 árum. Hann lætur það ekki trufla daglegt líf. Með útsjónar- semi, þrautseigju og slatta af húm- or gerir hann sömu hluti einhentur og hann gerði fyrir slysið. Þegar ljóst var að ekki væri unnt að bjarga handleggnum ákvað Örn að láta það ekki brjóta sig niður og er hann nú daglega spurður af ferða- mönnum út í útlimamissinn. Hann segir einlægustu spurninguna hafa komið frá ungum dreng sem spurði hvort hann gæti lesið. Drengurinn gat ekki ímyndað sér hvernig Örn færi að því að fletta bók. Þá er Örn eineggja tvíburi og veldur það oft misskilningi þegar fólk ruglast á þeim bræðrum. »12 Einhentur þúsund- þjalasmiður í Eyjum Elja Örn gerir það sem hann ætlar sér.  „Staðan er þannig bara að það er ekki hægt að hafa stígana opna að vetri til þegar það er frost og þíða til skiptis. Þeir eru bara ekki til þess gerðir að vera með vetrar- umferð,“ segir Hákon Ásgeirsson, teymisstjóri Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, og vísar í máli sínu til Fjaðrárgljúfurs, en óvíst er hvenær opnað verður fyrir umferð fólks þar að nýju eftir að svæðinu var lokað í síðustu viku. »6 Stígarnir ekki gerðir fyrir vetrarumferð Vinnuvikan á Íslandi árið 2017 var um tveimur stundum lengri en að meðaltali í ríkjum ESB. Þá er hún 2,4 stundum lengri en í Finnlandi og 2,7 stundum lengri en í Svíþjóð, skv. tölum Eurostat, hagstofu ESB. Hefur vinnuvika ís- lenskra karla styst mikið á öldinni. Það skýrir hvers vegna Ísland nálgast hin löndin. Ólafur Már Sigurðsson, sérfræðingur á Hagstofunni, segir ýtarlegri rannsókn á vinnu- tíma í undirbúningi. Rétt sé að fara varlega í fullyrðingar og samanburð milli landa. Vinnuvikan er styst í Danmörku og Noregi. Hún er farin að lengjast hjá Dönum og í Nor- egi hefur Erna Solberg forsætisráðherra rætt um að lengja vinnuvikuna. Meðal annars til að standa undir velferð eldri borgara. »14 Vinnuvikan er að styttast á Íslandi  Var tveimur tímum lengri 2017 en í ríkjum ESB Vinnutími á Norðurlöndunum og í Evrópusambandinu árið 2017 Klukkustundir á viku Danmörk Noreg ur Svíþjóð Finnland ESB Ísland 33,2 33,9 36,4 36,7 37,1 39,1 Heimild: Eurostat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.