Morgunblaðið - 15.01.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
Veður víða um heim 14.1., kl. 18.00
Reykjavík -3 skýjað
Hólar í Dýrafirði -5 alskýjað
Akureyri -7 léttskýjað
Egilsstaðir -10 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 0 alskýjað
Nuuk -9 léttskýjað
Þórshöfn -1 snjóél
Ósló 1 heiðskírt
Kaupmannahöfn 0 heiðskírt
Stokkhólmur -3 heiðskírt
Helsinki -4 heiðskírt
Lúxemborg 3 skúrir
Brussel 5 léttskýjað
Dublin 8 skýjað
Glasgow 6 skúrir
London 8 alskýjað
París 8 skýjað
Amsterdam 4 skúrir
Hamborg 1 léttskýjað
Berlín 1 heiðskírt
Vín 3 snjóél
Moskva -2 alskýjað
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 15 heiðskírt
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 14 heiðskírt
Aþena 9 skýjað
Winnipeg -11 snjókoma
Montreal -14 þoka
New York -3 heiðskírt
Chicago -3 snjókoma
Orlando 15 alskýjað
15. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:56 16:20
ÍSAFJÖRÐUR 11:27 15:58
SIGLUFJÖRÐUR 11:11 15:39
DJÚPIVOGUR 10:32 15:43
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Norðlæg átt 3-13 og stöku él,
hvassast austast fyrripartinn, en bjartviðri
um landið sunnanvert. Frost 3 til 18 stig,
kaldast inn til landsins.
Norðaustan 15-23 m/s nyrðra, en 5-13 syðra og eystra. Víða él og frost 1 til 7 stig, en sums stað-
ar frostlaust við suðurströndina. Norðan 10-18 í kvöld og kólnar, él nyrðra, en léttir til syðra.
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Guðni Einarsson
Baldur Arnarson
Anna Sigríður Einarsdóttir
„Við munum eiga næsta fund með SA
hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag,“
sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness (VLFA)
og 1. varaforseti ASÍ. Þar verða einn-
ig Efling, VR og Verkalýðsfélag
Grindavíkur.
„Áður en við vísuðum mátum við
viðræðurnar þannig að það yrði ekki
lengra komist nema að vísa. Við feng-
um ekki upplýsingar um hvernig SA
ætluðu að mæta okkar kröfum,“ sagði
Vilhjálmur.
„Okkar markmið er að auka ráð-
stöfunartekjur, sérstaklega þeirra
sem standa höllustum fæti. Við erum
tilbúin að gera það með öllum tiltæk-
um ráðum,“ sagði Vilhjálmur. Hann
sagði að ábyrgðin á að samningar
næðust hvíldu ekki bara á verkalýðs-
hreyfingunni heldur líka SA og
stjórnvöldum. Miklu skipti hvað
stjórnvöld ætluðu að gera. Húsnæðis-
mál, skattamál og vextir og verð-
trygging vægju mjög þungt í rekstri
íslenskra heimila. „Niðurstaða um
þessi mál getur spilað stórt hlutverk í
að ná sátt á íslenskum vinnumarkaði.
Við höfum horft upp á leigumarkað-
inn stökkbreytast á síðustu tíu árum
og vísitölu leiguverðs hækka um
95%,“ sagði Vilhjálmur.
Margir fundir haldnir
Samtök atvinnulífsins funduðu í
gær með iðnaðarmannafélögunum
innan ASÍ. Þau eru Samiðn, Rafiðn-
aðarsambandið, MATVÍS, Grafía –
stéttarfélag í prent- og miðlunar-
greinum, VM – Félag vélstjóra og
málmtæknimanna og Félag hársnyrt-
isveina.
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins (SA), segir þetta vera „alvöru-
viðræður“. Dagurinn í dag muni fara í
heimavinnu hjá viðsemjendum varð-
andi vinnutilhögun. Hann geti að öðru
leyti ekki tjáð sig um efnisatriði við-
ræðna. Það sé samkomulag um slíkt
meðal viðsemjenda. SA muni aftur
funda með iðnaðarmönnum í síðari
hluta vikunnar. SA munu funda með
Landssambandi íslenskra verslunar-
manna (LÍV) á morgun. SA funduðu
með iðnaðarmannafélögunum og
Starfsgreinasambandinu sl. laugar-
dag. SA funduðu svo með LÍV og aft-
ur með iðnaðarmönnum í gær.
Engir fundir voru hjá aðildar-
félögum Starfsgreinasambandsins
(SGS) við viðsemjendur sína í gær að
sögn Flosa Eiríkssonar, fram-
kvæmdastjóra SGS. Hann sagði
menn þó nota daginn vel til vinnu í
undirhópum.
Kjaraviðræður á öllum vígstöðvum
Ábyrgðin á lausn er ekki bara hjá verkalýðshreyfingunni, segir formaður VLFA Heimavinna hjá
SA og viðsemjendum um vinnutilhögun í dag Kjaraviðræður hjá ríkissáttasemjara á morgun
nýtti þau sem drenlag undir sorp-
haugnum. Ekki var ljóst í gær hvað
mikið hafði brunnið af dekkjakurli
enda hafði slökkvistarfið forgang.
Eldsupptök voru ekki heldur ljós
en Björn sagði að þeim dytti helst í
hug að þau mætti rekja til flugelda-
leifa eða liþíumrafhlaða. Það væru
helstu ástæður sjálfsíkveikja á urð-
unarstöðum. Þótt farga ætti rafhlöð-
um sérstaklega þá gleymdist það
stundum.
Eldurinn kviknaði líklega nálægt
akleið sem lögð var yfir dekkjakurlið
til að fara með sorp í baggastæðuna.
Ekki kviknaði í aðalstæðunni heldur
einungis í undirlaginu.
„Við munum fara í gegnum verk-
lag okkar og sjá hvort við getum
breytt einhverju til að lágmarka
Guðni Einarsson
Hjörtur J. Guðmundsson
Guðrún Hálfdánardóttir
Eldurinn sem logaði í gúmmíkurli á
urðunarstað Sorpu bs. í Álfsnesi var
slökktur síðdegis í gær. Slökkviliðs-
menn vöktuðu brunastaðinn til
klukkan 21.00 í gærkvöld.
Björn H. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, sagði að urðun-
arstaðurinn hefði verið lokaður í gær
vegna eldsvoðans. Hann kvaðst ekki
eiga von á að þetta myndi hafa áhrif á
urðun í Álfsnesi til lengri tíma litið.
„Tjónið felst í þeirri vinnu sem
lögð hefur verið í dekkjakurlið en það
skemmdist enginn búnaður eða ann-
að,“ sagði Björn. Hann sagði að
Sorpa tæki við kurluðum dekkjum og
möguleikann á að svona komi upp
aftur,“ sagði Björn.
Eldurinn kviknaði á laugardaginn
var og taldi slökkviliðið að tekist
hefði að ráða niðurlögum hans þá.
Rokið í gærmorgun blés í glæður
sem þarna leyndust og magnaðist
upp mikið bál sem náði yfir nokkur
hundruð fermetra svæði þegar mest
var. Slökkviliðið var aftur kallað í
Álfsnes á sjötta tímanum í gærmorg-
un. Jarðvegi var mokað yfir brenn-
andi dekkjakurlið til að kæfa eldinn
og eins var sprautað á hrúguna.
Mikinn svartan mökk lagði frá eld-
inum en vindáttin var hagstæð svo
mökkinn bar af landi og út yfir Kolla-
fjörð. Lagt var kapp á að kæfa eldinn
áður en vindáttin breyttist síðdegis í
gær og reykurinn bærist yfir land.
Eldurinn var slökktur
Rokið í gær blés í gamlar glæður í dekkjakurli á urðunar-
stað Sorpu í Álfsnesi Slökkvistarf stóð allan daginn
Álfsnes Mikinn og dökkan reykjarmökk lagði frá eldinum. Vindátt var hagstæð og barst reykurinn út á haf.
Morgunblaðið/Hari
Eldsmatur Á tímabili logaði í nokkur hundruð fermetrum af dekkjakurlinu.
Vatni var dælt á eldinn og einnig var jarðvegi mokað yfir til að kæfa hann.