Morgunblaðið - 15.01.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 15.01.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ég var sjómaður um borð íDanska Pétri VE, þegarég lenti í slysi við Eldeyfyrir rúmum 20 árum. Mín fyrsta hugsun var að finna hjálminn sem ég missti af mér. Ég fann ekki fyrir neinu en sá að handleggurinn var komin í gegnum blökk. Adrenalínið fór á fullt, ég vildi losna sem fyrst úr klemmunni en á sama tíma sá ég lífshlaup mitt á örskots stundu,“ segir Örn Hilm- isson sem nú er starfsmaður Sæ- heima í Vestmannaeyjum. „Ég gerði mér grein fyrir því að ástandið væri alvarlegt og var með fulla meðvitund alveg þangað til ég fór í aðgerð á Landspítalanum. Ég bað lækninn sem tók á móti mér að gera allt til þess að ég héldi hand- leggnum en ég vissi samt einhvern veginn að það yrði ekki. Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina og sá að handleggurinn var farinn tók ég þá ákvörðun að láta það ekki brjóta mig niður og við það hef ég staðið. Ég hélt axlarliðnum sem gerir mér kleift með aðstoð stoðtækja að gera ýmislegt þrátt fyrir einn hand- legg.“ Örn telur að vegna góðra gena, uppeldis og húmors hafi hann náð að lifa góðu lífi þrátt fyrir missi handleggsins. Öllu máli hafi skipt stuðningur fjölskyldunnar og nefn- ir hann sérstaklega eiginkonuna Anniku og börn þeirra tvö. Þrátt fyrir að handleggur Arnar sé farinn finnur hann fyrir því sem kallað er draugaverkir. „Ég finn mest fyrir draugaverkj- um í handleggnum ef ég fæ hita eða ef lægðir eru á leiðinni. Oftast fæ ég eins og raflost eða finnst úln- liðurinn vera að brotna, handlegg- urinn að brenna eða neglurnar að brettast upp,“ segir Örn og bætir við hlæjandi að hann hafi fyrst reynt að nýta sér draugahandlegg- inn á mikilvægum leik KR og ÍBV ellefu dögum eftir slysið. „Þegar Gummi Ben var að taka víti lét ég draugahandlegginn grípa í rassinn á honum þannig að hann skaut upp á svalir í næstu blokk í stað þess að hitta markið og ÍBV vann tvöfaldan titil,“ segir Örn sem á gott með að sjá spaugilegar hlið- ar tilverunnar. Hann segir ýmis fyndin atvik hafa komið upp eftir slysið. „Á þessum leik KR og ÍBV kom frændi minn til mín og eldri bróður míns og byrjaði að ræða við okkur um hversu miður sín hann væri vegna slyssins hjá Erni,“ segir Örn og hlær. Hann segir að frændinn hafi ekki reiknað með því að hann yrði mættur á leik svo fljótt, en frændinn hélt sig vera að tala við Óðin sem er eineggja tvíburabróðir Arnar. Örn segir þeim oft ruglað saman. Þeir eigi margar góðar sögur af fólki sem skilur ekkert í því þegar það sér Örn ýmist með eina eða tvær hendur. Hann segir Óðin ekki leiðrétta misskilninginn og hafa gaman af. Örn segist hafa þurft að endur- skipuleggja allt frá grunni með einn handlegg. Breytingin á jafn- vægi líkamans hafi verði erfiðust. „Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir röskuninni sem verður á jafn- vægi við útlimamissi,“ segir Örn og segist nú þurfa að gæta sín betur í fjallaklifri og í allri hæð. Miklu máli skipti að vera í góðu líkamlegu formi. Þolinmæði og útsjónarsemi „Með einn handlegg hef ég þurft að tileinka mér þolinmæði. Ef ég finn að ég er farinn að pirrast í ein- hverju verkefni af því að það geng- ur ekki nógu hratt fyrir sig þá hætti ég verkinu. Hugsa hvort ég geti gert hlutina á annan hátt eða þurfi að biðja um hjálp,“ segir Örn sem komst fljótlega að því hann gæti ekki klappað á tónleikum. Hann segir Árna Johnsen vin sinn hafi átt ráð við því. „Á tónleikum ættu sköllóttir að sitja á fyrsta bekk og einhentir á öðrum bekk. Þannig gætu einhentir notað kollinn á sköllóttum til þess að sýna ánægju sína með klappi,“ segir Örn sem tekið hefur útlima- missinum með æðruleysi, húmor og þolinmæði. Harðjaxl sem lætur ekkert stoppa sig Þrautseigur Örn Hilmisson lætur missi handleggjar ekki stoppa sig. Með aðstoð stoðtækja veiðir hann í háf og á stöng, skýtur gæs, stundar fjallaklifur, fót- og körfubolta, blak, golf og snóker svo eitthvað sé nefnt. Örn segir að þar sem jafnvægi raskist við útlimamissi sé nauðsynlegt að halda sér í góðu fomi. Örn Hilmisson sem missti handlegg við öxl í slysi á sjó 33 ára ákvað að láta útlimamissi ekki brjóta sig niður. Hann segir góð gen, uppeldi og húmor hafa hjálpað sér. Samhent Fv. Annika Morit Guðnadóttir eiginkona, dóttirin Sólveig Alda, Snæfríður Jóhönnudóttir tengdadóttir, sonurinn Þorsteinn Ingi og Örn. Að sögn Arnar hefur húmor hjálpað honum að takast á við breytingarnar sem fylgdu því að missa vinstri handlegg. Hann segir fólk iðulega ruglast á hon- um og Óðni eineggja tvíbura- bróður hans. „Nokkrum árum eftir að ég missti handlegginn fékk ég mér nýja eldhúsinnréttingu. Ég kíkti aðeins heim til sjá hvernig gengi hjá smiðnum að setja upp inn- réttinguna, ég var sáttur við gang mála og fór aftur út og í vinnu. Stuttu síðar kom Óðinn bróðir að kíkja á framkvæmd- irnar. Hann labbaði um eldhúsið og spjallaði við smiðinn. Þegar smiðurinn sá, að því að hann taldi, mig labba inn með tvo handleggi en hafði séð mig stuttu áður með einn, lagði hann niður störf og fór heim. Hann sagði mér frá því mörgum árum seinna að hann hefði ekki þorað annað en að fara heim því hann hefði haldið að hann væri orðinn vitlaus og sæi ofsjónir,“ segir Örn. Bræðrunum oft ruglað saman SMIÐURINN HÉLT AÐ HANN SÆI OFSJÓNIR OG FÓR HEIM Veiðar Örn með sérstakt belti sem Stoð hannaði fyrir hann til að nota í stangveiði. Berum ábyrgð á eigin heilsu www.heilsustofnun.is KROSSGÖTUR AUKUM LÍFSGLEÐINA 10.-16. febrúar 2019 Þetta námskeið er fyrir fólk á öllum aldri. Langar þig að fá meira út úr lífinu? Finnst þér þig vanta breytingu eða stefnu? Vantar þig kjark til að stíga skrefið? Á námskeiðinu fá þátttakendur leiðsögn og hvatningu til að skilgreina það sem skiptir þá máli, setja sér markmið og koma þeim í framkvæmd. Lögð verður áhersla á að draga fram eigin styrkleika og nýta þá til þess að láta drauma rætast. Einnig verður hugað að mataræði, hreyfingu, slökun og hugleiðslu og leiðum til að auka gleðina í lífinu. Umsjón: Matti Ósvald – markþjálfi og heilsuráðgjafi Margrét Grímsdóttir – hjúkrunarfræðingur Geir Gunnar Markússon – næringarfræðingur Þóra Sif Sigurðardóttir – íþróttafræðingur Verð 165.000 kr. 20 % afsláttur fyrir félagsmenn NLFR og NLFA Innifalið: Gisting, ljúffengur og hollur matur, fræðsla og hóptímar, núvitund, jóga og göngur, leikfimi eða vatnsþrek, aðgangur að baðhúsi, sundlaugum og líkamsræktarsal. Sex daga námskeið frá sunnudegi til laugardags á Heilsustofnun í Hveragerði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.