Morgunblaðið - 15.01.2019, Side 14

Morgunblaðið - 15.01.2019, Side 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnuvikan hjá körlum á Íslandi hefur styst um tæp 15% frá aldamót- um. Á sama tímabili hefur vinnu- vikan hjá konum lengst um 0,6%. Þetta er meðal þess sem má lesa úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Gögnin fyrir tímabilið 1991 til 2002 byggjast á könnunum sem gerðar voru tvisvar á ári. Frá 2003 hafa þessar kannanir verið gerðar allt árið um kring. Spurt er hversu lengi svarendur vinna á viku að meðaltali í venjulegri vinnuviku. Ólafur Már Sigurðsson, sérfræð- ingur á Hagstofu Íslands, segir Hag- stofuna ekki hafa rannsakað hvers vegna vinnuvikan hafi styst hjá körl- um á tímabilinu en lengst hjá konum. Hitt sé ljóst að vinnutími karla hér hafi færst nær því sem þekkist á öðrum Norðurlöndum. Bilið milli at- vinnuþátttöku karla og kvenna sé að minnka. Atvinnuþátttaka kvenna sé hvergi jafn hlutfallslega mikil og á Íslandi. Að jafnaði séu Ísland og Sviss í efstu sætum hvað varðar at- vinnuþátttöku karla og kvenna. Minnkar um 8 stundir á viku Þrátt fyrir að bilið milli kynjanna sé að minnka munar enn um 8 klukkustundum á viku á körlum og konum sem er nokkurn veginn sá fjöldi stunda sem vinnuvikan hefur styst hjá körlum frá 1991. Skal tekið fram að hér er miðað við vinnuframlag á vinnustöðum. Heimilisstörf eru undanskilin. Samkvæmt tölum Evrópsku hag- stofunnar, Eurostat, var meðal- vinnuvikan á Íslandi rúmar 39 stund- ir árið 2017. Til samanburðar var hún að meðaltali 35,9 stundir á Norð- urlöndunum sama ár, að Íslandi meðtöldu. Hún var styst í Danmörku eða 33,2 stundir. Munaði því tæplega 6 stundum á Íslandi og Danmörku. Til samanburðar var vinnuvikan að meðaltali 37 stundir í þessum fimm löndum árið 1995 en 41 stund á Íslandi. Með því var vinnuvikan 4 stundum lengri á Íslandi að meðal- tali en á öðrum Norðurlöndum árið 1995 en 3,2 stundum lengri 2017. Ólafur segir aðspurður ekki rétt að margfalda vikur ársins með þess- um tölum. Réttur til að taka frí sé til dæmis misjafn milli landanna. Heild- arfjölda vinnustunda á ári þurfi að reikna með öðrum hætti. Heilt yfir hafi Íslendingar þó unnið lengri vinnuviku að meðaltali síðustu ára- tugi en til dæmis Danir. Loks bendir Ólafur á að íslensku gögnin byggist á minni svarenda en ekki stimpil- klukku. Eilítill munur sé á samlagn- ingu Hagstofunnar og Eurostat. 43 42 41 40 39 38 37 36 35 34 33 32 Ísland Evrópusambandið* Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur Heimild: Eurostat 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 39,1 37,1 36,7 36,4 33,9 33,2 Klukkustundir á viku 41,0 38,4 38,1 36,2 35,8 34,0 *Löndum ESB fjölgaði á tímabilinu Samanburður á vinnutíma á Norðurlöndunum og í Evrópusambandinu 1995-2017 Breyting 1995-2017 Ísland -5,5% Svíþjóð +0,6% Evrópusambandið -7,3% Danmörk -4,6% Finnland -3,7% Noregur -0,3% Vinnuvikan hjá körlum að styttast  Könnun Hagstofunnar bendir til að karlar á Íslandi vinni að jafnaði 8 stundum skemur á viku en 1991  Vinnuvikan hjá konum hefur lengst  Vinnuvikan er lengri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum Vinnutími karla og kvenna 1991-2017 Klst. á viku samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar 55 50 45 40 35 30 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2017 Karlar Karlar og konur samtals Konur Breyting 1991-2017: -15,6% Breyting 2000-2017: -14,9% 2010-’17: -0,9% 43,3 51,3 Breyting 1991-2017: -8,9% Breyting 1991-2017: +3,5% Breyting 2000-2017: +0,6% 2010-’17: +2,3% 35,7 34,5 39,9 43,8 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu – félagi um sjálfbærni og lýðræði, hélt erindi á málþingi félags- ins um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu sl. laug- ardag. Efnt var til málþingsins með stuðningi ASÍ, BSRB, BHM og Eflingar stéttarfélags. Hafa fulltrúar stéttarfélaganna talað fyrir stytt- ingu vinnuvikunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Rætt er um hækk- un dagvinnulauna á kostnað yfir- vinnu í þeim viðræðum. Breyting í lykilgreinum Guðmundur segir aðspurður að ein skýringin á því að vinnuvikan hafi styst hjá körlum á Íslandi kunni að vera breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Vinnustundirnar hafa verið margar í þessum greinum en þeim hefur sennilega verið að fækka. Þá hefur starfsfólki í þessum grein- um fækkað sem hlutfall af heildar- fjölda vinnandi fólks,“ segir hann. Fram kom í erindi hans að vinnu- vikan á Íslandi hefur verið lengri en á öðrum Norðurlöndum síðustu ára- tugi. Jafnframt sé starfsævin hjá körlum mun lengri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Hún sé þann- ig 48,8 ár á Íslandi en 38,7 ár í Finn- landi, 40,4 ár í Noregi, 41,2 ár í Dan- mörku og 42,6 ár í Svíþjóð. Þá sé hún 45,2 ár hjá konum á Íslandi en 37,4 ár í Finnlandi, 38 ár í Danmörku og Noregi og 40,7 ár í Svíþjóð. Almennt sé starfsævin hjá körlum á Íslandi 10,5 árum lengri en í ríkjum ESB og 11,8 árum lengri hjá konum. Tölurnar miðast við 2017. Hefur áhrif á andlega líðan Guðmundur segir alþjóðlegar rannsóknir benda til að því fylgi margvíslegur ávinningur að stytta vinnuvikuna. Til dæmis geti mikil vinna bitnað á andlegri heilsu starfs- manna og því fylgt mikill kostnaður fyrir samfélagið vegna meðferða og vinnutaps. Þá sé framleiðni jafnan hærri í löndum þar sem vinnuvikan er styttri en í löndum þar sem vinnu- stundirnar eru fleiri. Það sé trúlega vegna þess að líðan sé betri, fólk nái að hvílast betur og fyrir vikið eigi fólk auðveldara með að sinna vinnu. Starfsævin mun lengri á Íslandi  Fulltrúi Öldu vísar til hagtalna Guðmundur D. Haraldsson SMÁRALIND www.skornirthinir.is Útsalan er hafin Loðfóðraður. Reimaður að framan, rennilás að innanverðu. Gúmmísóli. Herrakuldaskór verð 98 r 8.995 41-46 30-70% afsláttu r Útsölu 4.4 Verð áðu Stærðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.