Morgunblaðið - 15.01.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Allt frá því aðDonaldTrump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann hygðist uppfylla kosninga- loforð sitt um brottför banda- rísks herliðs frá Sýrlandi hefur sú ákvörðun hans verið mjög til umræðu. Ein ástæðan er sú að bandamenn Bandaríkjanna eru ekki á eitt sáttir um það hvort markmiðið með hernaðaríhlut- uninni, það er að útrýma hryðju- verkasamtökunum Ríki íslams, hafi náðst að fullu þannig að mögulegt sé að draga úr herlið- inu. Sýnist sitt hverjum um það, en þó má ljóst vera að ítök sam- takanna nú eru hverfandi miðað við það sem var þegar Vestur- veldin blönduðu sér í málin, hvað sem svo gerist ef Banda- ríkin hverfa á braut. Hitt sem rætt er um er enn flóknara, en það snýr að örlög- um Kúrda í Sýrlandi og YPG- samtaka þeirra. Þau samtök voru meðal þeirra virkustu í baráttunni gegn Ríki íslams, og það þrátt fyrir að Tyrkir hafi sett sig mjög á móti því að Kúrd- arnir yrðu virkjaðir til slíkra átaka. Þá hjálpar ekki til, að Re- cep Tayyib Erdogan Tyrklands- forseti hefur á síðustu árum hert mjög á baráttu tyrkneskra stjórnvalda gegn Kúrdum í Tyrklandi og nýtt sér átök á milli Tyrkja og Kúrda til þess að auka við stuðning sinn heima fyrir. Mátti jafnvel skilja á Erdog- an, að Tyrkir myndu láta til skarar skríða gegn „hryðjuverkamönn- unum“ í Sýrlandi um leið og Banda- ríkjaher væri far- inn. Þær heitstrengingar hafa þó mælst illa fyrir í Bandaríkj- unum, þar sem það þætti ekki gott fordæmi ef þeir, sem helst stóðu sig sem bandamenn í bar- áttunni gegn Ríki íslams, myndu fá að kenna á því um leið og stuðnings Bandaríkjamanna nyti ekki við. Þá væri það alveg einstaklega vandræðalegt í því ljósi að Tyrk- ir eru nú formlegir bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atl- antshafsbandalagið. Spennan í samskiptum Bandaríkjanna og Tyrklands er hins vegar ekki ný af nálinni og leiddi hún meðal annars til þess að líran féll síð- astliðið haust með skakkaföllum fyrir efnahag Tyrklands. Óvíst er hvort efnahagur landsins þol- ir frekari áföll af því tagi án þess að mjög illa fari. Trump ítrekaði um helgina á twitter-síðu sinni, að það væri óviðunandi ef Tyrkir réðust á Kúrda, og hótaði raunar „al- gjörri eyðileggingu“ tyrknesks efnahags ef svo færi, þó að óvíst sé hvort Bandaríkin hafi bol- magn til þess að standa við hót- unina. Hitt er víst að því yrði illa tekið í Washington létu Tyrkir til skarar skríða gegn Kúrdum í Sýrlandi og Bandaríkin gætu án efa valdið Tyrklandi óþægindum í framhaldinu. Hvort það dugi til að fæla Erdogan frá slíkum að- gerðum er annað mál. Staðan í Sýrlandi er flókin úrlausnar}Bandamannasaga Bandaríkjamenntöldu sig þvingaða til að gera að sínu máli atvik í Tyrklandi þegar Sádi-Arabar notuðu sendiskrifstofu sína í Istanbúl til að pína og svo lífláta landa sinn, sem reynst hafði þeim óþægur ljár í pólitískum þúfum. Í frétt mbl.is sagði frá því að Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði á ferðum sínum í Mið-Austurlöndum átt fund með sádiarabískum emb- ættismönnum. Á fundi með blaðamönnum í Katar hafði Pom- peo fjallað sérstaklega um Khas- hoggi-málið þótt ferð ráðherrans hefði snúist um þá ákvörðun Trumps forseta að kalla herlið sitt hið fyrsta burt úr Sýrlandi. Pompeo sagði við það tækifæri: „Við munum halda áfram samtali okkar við krónprinsinn og Sáda um að tryggt verði að einhver verði látinn sæta ábyrgð.“ Slík yfirlýsing ráðherrans er vand- ræðaleg. Forystumaður vest- ræns ríkis getur ekki gert kröfu um að „einhver“ verði látinn sæta ábyrgð á þessu morði og borið hana upp við krónprinsinn og önnur tign- armenn í Riyadh. Pompeo var yfir- maður bandarísku leyniþjónustunnar CIA sem nýlega sagði nær öruggt að krónprinsinn hefði sjálfur tekið ákvörð- un um aðförina að Khashoggi. Trump forseti hefur þegar gefið til kynna að krónprinsinn hefði fullyrt við sig að hann hefði hvergi komið nærri og að þeim yfirlýsingum yrði að trúa. Í framhaldinu vitnaði forsetinn til þess hve landið væri mikilvægur bandamaður í Mið-Austur- löndum og gat nýlegra stórbrot- inna viðskipta þess við Banda- ríkin sem væru þeim mjög svo hagstæð. Þau eru mörg dæmin, gömul og ný, um það að stórríki setji kíkinn fyrir blinda augað fyrir minni „rök“ en þessi, ekki síst þegar um er að ræða mál sem naumast koma stórríkinu beint við. En að krefjast þess að undir- sátum, sem gerðu það sem þeim var sagt, verði fórnað á þessu friðþægingaraltari viðskipta og hernaðarbandalaga bætir ekki úr. Klukkan gengur á fréttagildi Khas- hoggi-málsins og umræðan dregur dám af því } Fáránleg friðþæging E in stærsta áskorun mennta- kerfisins er ekki bara að standast kröfur nútímans heldur að búa nemendur á öllum aldri undir framtíðina. Það er verkefni sem er sífellt í þróun og því er stöðnun líklega versti óvinur menntakerfisins – og þá um leið atvinnu- lífsins, nýsköpunar, rannsókna og þannig mætti áfram telja. Ein leið, af mörgum, til að stuðla að framþró- un er að rýmka það svigrúm sem áður var veitt til að hefja háskólanám. Í síðustu viku kynnti ég breytingar sem ég hyggst leggja fram með frumvarpi nú á vorþingi um inntökuskilyrði í há- skóla. Breytingarnar snúa að því að gera inn- tökuskilyrðin sveigjanlegri og gefa háskólum aukið vald til að líta til annarra þátta en próf- gráða, m.a. verði þekkingu og reynslu gefið auk- ið vægi þegar nemendur eru metnir. Áður hef ég lagt fram frumvarp sem gefur sveinsprófi aukið vægi við inntöku í háskólanám. Hvoru tveggja grundvallast í því að háskólinn geti haft meiri sveigjanleika og lagt heildstætt mat á nemendur, við mismunandi prófgráður, metið reynslu úr starfi og að það skipti ekki höfuðmáli hvaðan þekkingin kemur hafi nemandi næga þekkingu til að hefja há- skólanám. Með frumvarpinu er ekki verið að slá af kröfum til há- skólamenntunar, heldur er verið að koma til móts við fram- tíðina og breyttan veruleika. Kröfur síðustu áratuga mega vel þróast í takt við tímann. Einstaklingar með listmenntun sem hafa starfað lengi á leikskóla eiga ekki kost á að ná sér í leikskólakennaramenntun nema með stúdentsprófi eða sérstökum undanþágum, svo tekið sé dæmi. Það er kominn tími til að meta raunverulega reynslu einstaklinga úr at- vinnulífinu og koma meiri sveigjanleika á kerfin okkar svo að þau svari kalli tímans. Með tækniframförum og breytingum á vinnumarkaði hefur atvinnulífið tekið stakka- skiptum og sú þróun heldur hratt áfram. Menntakerfið má þar ekki vera eftirbátur. Ef menntakerfið ætlar að fylgja þarf nauðsynlega að laga þá skekkju sem er milli eftirspurnar eft- ir vinnuafli og námsvali. Það er ekki ásættan- legt að vöntun sé á iðnmenntuðu fólki í stærst- um hluta iðnfyrirtækja og að brottfall úr bóknámi sé mikið vegna rangrar áherslu okkar og gamaldags viðhorfa. Viðhorf til iðnmenntunar hefur lengi verið slæmt, flestir líta á stúdentspróf sem nauðsynlega gráðu til að halda öllum möguleikum opnum til framtíðar. Því skulum við breyta. Það á ekki að loka á tækifæri framtíðarinnar þó að þú hafir náð í þekkinguna með öðrum hætti. Leyfum fólki að finna það starf sem hentar hverjum og einum og hættum að setja alla í sama form. Stærsti ávinningurinn af þessum breytingum og meiri sveigjanleika er breytt viðhorf til náms, þá sér í lagi iðnnáms. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Tryggjum fleiri leiðir Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ásíðustu tveimur árumhafa um 300 aldraðir ein-staklingar, sem komnirvoru með færni- og heilsumat fyrir hjúkrunarrými, lát- ist áður en þeir komust á hjúkrunarheimili. Þetta mátti lesa út úr svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi, og birt var skömmu fyrir jól. Frá árinu 2014 hafa ríflega 700 aldraðir ein- staklingar með þetta mat látist áður þeir fengu hjúkrunarrými. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspít- alanum, ritaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem m.a. kom fram að á hverjum tíma væru nærri 300 ein- staklingar með færni- og heilsumat fyrir hjúkrunarrými. Þar af væru um 50 manns á sérhæfðum deildum Landspítala, um 70 manns á Vífils- stöðum og Vesturlandi en aðrir byggju heima með stuðningi ætt- ingja, heimahjúkrunar eða væru í dagþjálfun. „Úr þessum viðjum þarf að brjótast með nokkurri aukningu hjúkrunarrýma en til þess að þetta verði ekki sagan endalausa þarf að beita hugviti og þróa fjölbreyttar lausnir til að mæta þörfum eldra fólks og tryggja því sjálfstæði sem lengst á eigin vegum,“ ritar Pálmi. Hann segir flesta aldraða deyja á fyrstu 12 vikunum eftir að þeir eru komnir með færni- og heilsu- mat frá heilbrigðisyfirvöldum. Meg- inskýringin á svona háum dánar- tölum sé skortur á líknarrýmum. Bendir Pálmi á að 10 rúma líknar- deild á Landakoti fyrir eldra fólk hafi verið lokað í kjölfar hrunsins 2008. Sú deild hafi þjónað 100 manns á ári með meðallifun í einn mánuð. Með því að fjölga líknar- rýmum um 10-15 megi stórbæta þjónustu við þetta fólk. Lokun á Landakoti hafði áhrif í Kópavogi Valgerður Sigurðardóttir, yfir- læknir líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, segir rúmum hafa verið fjölgað í Kópavogi þegar líknar- deildinni á Landakoti var lokað árið 2011. Eftir það hafi meðalaldur þeirra sem lögðust inn í Kópavogi hækkað. Í framhaldinu hafi verið þreifingar um aukið samstarf milli líknarþjónustu Landspítalans og hjúkrunarheimila, en það hafi ekki borið árangur. Sér vitanlega séu engin áform af hálfu yfirvalda um að endurvekja líknardeild fyrir aldraða. Nóg komið af skýrslum Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, seg- ist geta tekið undir flest af því sem fram kom í grein Pálma. Löngu sé orðið ljóst að stjórnvöldum hafi ekki tekist að fjölga hjúkrunar- rýmum í takt við fjölgun aldraðra. Nóg sé komið af fundum og skýrslugerð og tímabært að hefjast handa. Pétur segir ýmis teikn á lofti um að metnaðarfull áætlun stjórn- valda, um að fjölga hjúkrunarrým- um um 550 til ársins 2023, muni ganga hægt og erfiðlega fyrir sig. Í dag eru um 2.700 hjúkrunarrými fyrir aldraða og frá árinu 2008 hef- ur hlutfall aldraðra stöðugt lækkað sem dvelja á hjúkrunarheimili. Pét- ur segir að gera þurfi meira en að fjölga rýmum, m.a. efla heimaþjón- ustu, dagdvöl og endurhæfingu þannig að fólk geti búið lengur heima hjá sér. Pétur segir það að sjálfsögðu alvarlegt að aldraðir falli frá áður en þeir komist í viðeigandi hjúkrunarrými. „Ef hugsað er um lífsgæði þá er það ekki gott að fólk bíði vikum og mánuðum saman á spítala eft- ir hentugu úrræði, það er dýrara fyrir samfélagið og skerðir lífsgæði fólks.“ Skortur á líknar- rýmum fyrir aldraða Eitt af því sem kom fram í grein Pálma V. Jónssonar yfir- læknis í Morgunblaðinu í gær var að hann vill endurvekja lífsskrána svonefndu. Verkefnið var á vegum Emb- ættis landlæknis en því var hætt í ársbyrjun 2015. Þar gat fólk fyllt út eyðublað með yfir- lýsingu um óskir sínar varð- andi meðferð í aðdraganda lífsloka. Hætti embættið með verkefnið m.a. vegna þess að það taldi óskir fólks geta breyst með tímanum, vilja- yfirlýsing á einum tímapunkti hefði ekki endilega sama vægi síðar. Pálmi segir verkefnið hafa verið komið á góðan rekspöl innan Embættis landlæknis. En það hafi dregist úr hömlu að rafvæða þessar óskir fólks þannig að upplýsingarnar yrðu aðgengilegar heil- brigðisstarfs- mönnum allan sól- arhringinn árið um kring. Með því að endurvekja verk- efnið og rafvæða lífsskrána væri verið að auka hagkvæmni heilbrigðis- þjónustunnar. Endurvekja þarf lífsskrá PÁLMI YFIRLÆKNIR Pálmi V. Jónsson Deyja á biðlista eftir hjúkrunarrými Aldraðir með færni- og heilsumat fyrir hjúkrunarrými 175 150 125 100 75 50 25 0 2014 2015 2016 2017 2018 *Jan. til nóv. 2018. Heimild: Svar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi, des. 2018. 114 141 178 183 110*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.