Morgunblaðið - 15.01.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
✝ Jón Sigurðs-son fæddist 22.
september 1947 í
Reykjavík. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítal-
ans við Hringbraut
29. desember 2018.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Ólafsson, f. 7.3.
1916, lyfsali í
Reykjavík, d. 14.8.
1993, og Þorbjörg Jónsdóttir, f.
1.5. 1918, d. 20.3. 2002. For-
eldrar Sigurðar voru Ólafur
Bjarnason, f. 10.4. 1889, og
Kristólína Kristjánsdóttir, f.
4.8. 1885. Foreldrar Þorbjargar
voru Jón Kristjánsson, f. 14.6.
1881, og Emilía Sighvatsdóttir,
f. 12.10. 1887.
Bróðir Jóns er Ólafur, f.
18.6. 1946, verkfræðingur á
Seltjarnarnesi; maki Helga
Kjaran kennari, f. 20.5. 1947.
Jón kvæntist 6.9. 1969 Ásdísi
Magnúsdóttur, f. 5.11. 1947 á
Ísafirði, lyfjatækni í Garðabæ.
Foreldrar hennar voru Magnús
D. Hjartarson, f. 7.12. 1923, og
Kristjana S. Markúsdóttir, f.
27.7. 1926. Fósturforeldrar Ás-
dísar voru Hermann B. Hálf-
dánarson, f. 30.5. 1918, og Guð-
ríður Þ. Markúsdóttir, f. 11.5.
1920. Börn Jóns og Ásdísar: 1)
Sigurður Örn, f. 13.6. 1970,
frá Sahlgrenska sjúkrahúsinu í
Gautaborg 1981. Hann fékk þá
sérfræðiviðurkenningu og vann
á svæfinga- og gjörgæsludeild
Landspítalans frá 1981 og var
einn af stofnendum Læknahúss-
ins. Jón tók þátt í kennslu
læknanema frá 1981 og var
ráðinn aðjúnkt við læknadeild
HÍ 1998. Eftir alvarlegt um-
ferðarslys 1998 starfaði hann í
hlutastarfi sem trygginga-
læknir hjá TR.
Jón tók virkan þátt í félags-
störfum og norrænu samstarfi,
átti sæti í stjórn félags ís-
lenskra svæfinga- og gjör-
gæslulækna og var í stjórn nor-
ræna svæfingalæknafélagsins.
Hann var í stjórn SEM um ára-
bil. Jón var forseti reglunnar
Bergelmis og virkur þátttak-
andi í starfi hennar í yfir 50 ár.
Jón spilaði brids allt frá
unglingsárum og var mikill
áhugamaður um landafræði og
náttúru Íslands og ferðaðist
víða um byggðir og óbyggðir
landsins alla tíð.
Jón var kjörinn heiðursfélagi
Svæfinga- og gjörgæslulækna-
félags Íslands árið 2000 og val-
inn heiðursfélagi í Læknafélagi
Íslands 2018. Jón skrifaði
greinar í íslensk og erlend fag-
tímarit og gaf árið 2010 út bók
sem hann skrifaði um sögu
svæfinga, Svæfingar á Íslandi í
150 ár.
Útför Jóns fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 15. janúar
2019, klukkan 15.
verkfræðingur í
Ósló; maki Sigríður
O. Guðjónsdóttir, f.
2.2. 1971, iðjuþjálfi.
Börn þeirra: a)
Árni Friðrik, f. 7.5.
1989; maki Anna G.
Baldursdóttir, f.
22.7. 1988; barn:
Laufey Elísabet, f.
10.1. 2018, b) Jó-
hanna Guðrún, f.
19.10. 1991; maki
Kristján Harðarson, f. 7.12.
1993, c) Jökull Andri, f. 17.9.
1994; maki Lovísa Jóhanns-
dóttir, f. 2.10. 1991, d) Signý
Stella, f. 24.5. 1999, og e) Logi
Arnar Jón, f. 4.10. 2002. 2) Þor-
björg, f. 9.8. 1974, viðskipta-
fræðingur og flugfreyja í
Garðabæ; maki Sæþór Ólafs-
son, f. 22.4. 1975, landfræð-
ingur og kennari. Börn þeirra:
a) Katla Brá, f. 30.4. 2002, b)
Jón, f. 6.8. 2009, og c) Ásdís
Dóra, f. 26.7. 2011. 3) Hermann
Páll, f. 19.1. 1977, læknir í
Garðabæ; maki Éva Margit
Tóth, f. 21.1. 1979, læknanemi í
Debrecen.
Jón ólst upp í Reykjavík,
gekk í Breiðagerðisskóla og
Réttarholtsskóla og lauk stúd-
entsprófi frá MR 1967. Jón lauk
læknaprófi frá Háskóla Íslands
1974 og framhaldsnámi í svæf-
inga- og gjörgæslulækningum
Elsku pabbi minn, ég sakna
þín. Lífið hefur upp á svo margt
að bjóða, þú kenndir mér að sjá
tækifærin og sýndir mér að valið
er okkar, það erum við sjálf sem
veljum hamingjuríkt líf. Lífið er
samsett af tímabilum sem hvert
hefur sinn sjarma, sagðir þú svo
oft.
Ég fékk mörg dásamleg ár
með þér, miklu fleiri en ég þorði
eitt sinn að vona, fram undan eru
mörg öðruvísi dásamleg ár þar
sem ég minnist þín og hugsa til
þín. Ég er þakklát fyrir að börn-
in mín fengu að kynnast þér og
búa til skemmtilegar minningar
með þér.
Njóttu þess að hlaupa á vit
nýrra ævintýra. Takk fyrir að
sýna mér og kenna mér hvað það
er sem virkilega skiptir máli. Ég
hlakka til að hitta þig aftur en
það verður ekki strax, það er svo
margt sem ég þarf að gera fyrst.
Láttu þér líða vel, elsku pabbi
minn.
Þorbjörg Jónsdóttir.
Jón bróðir minn er fallinn frá
eftir hetjulega baráttu. Að sögn
mömmu var Jonni frekar uppá-
tækjasamur í bernsku, það þurfti
stundum að setja á hann spotta
til að halda aftur af honum en ég
sem var sagður rólegri vor-
kenndi honum og leysti eitt sinn
hnútana, stakk hann þá af út úr
garðinum og fannst fyrst eftir
mikla leit. 1953 fluttum við inn í
Teigagerði, þar sem sem við slit-
um barnsskónum. Við deildum
herbergi en sjaldan slóst upp á
vinskapinn en auðvitað var
stundum slegist eins og stráka er
siður.
Í risinu var mikið spilað bob
og veltipétur og úti var hjólað,
farið í hark og í hverfaslagi.
Fram á unglingsár vorum við
snoðaðir og sendir í sveit á vorin
til afa, ömmu og Böggu á
Brimilsvöllum ásamt frænd-
systkinum okkar. Þetta var okk-
ar annað heimili og alla tíð síðan
var mikið rætt um Velli.
Á milli okkar var rúmt ár og
æxluðust mál þannig að ég
tengdist nokkrum bekkjar-
bræðrum Jonna betur en mínum.
Á unglingsárum vorum við í
mælingum á sumrin og litlu var
eytt á fjöllum og því keyptum við
saman Landrover sem í voru
sæti fyrir sjö. Jonni stakk upp á
að koma á samkeppni við Strætó
og fylltum við bílinn daglega af
bekkjarbræðrum hans sem voru
á leið niður í MR. Það var aðeins
lengra á milli okkar á náms-
árunum enda vorum við til skipt-
is erlendis. Jonni gifti sig, lauk
læknanámi, eignaðist börn og
lauk sérfræðinámi í Svíþjóð,
vann á Landspítalanum og víðar,
kom sér upp húsi, barnabörnin
komin til sögunnar og lífið lék við
hann og fjölskylduna.
Fyrir 20 árum kom reiðar-
slagið þegar ekið var aftan á bíl
hans sem valt. Jonni hlaut við
það alvarlegan mænuskaða sem
markaði líf hans og fjölskyldunn-
ar síðan.
Fljótlega kom í ljós að hann
ætlaði ekkert að gefast upp. Þau
Ásdís keyptu sér fjallabíl og felli-
hýsi, Jónshús, og nú héldu hon-
um engin bönd frekar en fyrri
daginn.
Hann fór m.a. með mér inn í
Þórsmörk og eitt sinn var hringt
ofan af Sprengisandi og spurt
hvað tappa mætti mikið úr
dekkjum til að létta för. Það var
haldið til útlanda, á ráðstefnur
og félagslífinu sinnt. Að sjálf-
sögðu var þetta og annað sem
hann tók sér fyrir hendur
ómögulegt án hjálpar Ásdísar
sem leiddi hann í gegnum þessa
þrautagöngu af þvílíkum krafti
og þrautseigju að aðdáun vekur.
Jonni átti ekki gott með að
vinna á tölvu, til þess notaði hann
pinna og pikkaði með honum staf
fyrir staf en með ótrúlegri þol-
inmæði samdi hann heila bók um
sögu svæfingalækninga. Hann
var grúskari og var iðinn við að
leita að gömlum greinum og
myndum tengdum forfeðrum
okkar og leitaði oft eftir aðstoð
minni og frændfólks við lausn
ráðgátna eins og „af hverju dó
hún langamma Gróa á Greni-
vík?“
Fyrsta nóvember síðastliðinn
voru 100 ár síðan móðir okkar
fæddist og haldið var fjölskyldu-
hóf af því tilefni. Jonni hélt
ræðustúf og sagði frá atburðum
frá 1918, m.a. að amma okkar
hefði verið smituð af spænsku
veikinni þegar hún átti mömmu
og að hún hefði verið sú fyrsta
sem fæddi barn og báðar lifðu
veikina af. Skömmu síðar veiktist
hann alvarlega en nú héldu
böndin. Hans verður sárt saknað
og megi Guð varðveita hann.
Ólafur Sigurðsson.
Við minnumst í dag föður-
bróður okkar, Jóns Sigurðssonar
læknis. Jonni frændi var eini
bróðir pabba og aðeins ár á milli
þeirra og tengslin náin í sam-
ræmi við það.
Það var ávallt líf og fjör í
kringum fjölskyldu Jonna
frænda og alltaf jafnspennandi
að heimsækja þau Ásdísi og
krakkana í Brekkubyggð. Fyrir
okkur Vesturbæingana var það
alltaf bíltúr og ævintýri þegar
haldið var í Garðabæinn. Sama
átti við þegar þau komu við hjá
okkur á Ásvallagötunni eða þeg-
ar fjölskyldan hittist öll hjá afa
og ömmu í Teigagerði og síðar á
Grandaveginum. Þá gekk oft
talsvert meira á en ætla mætti
miðað við fjöldann sem var á
staðnum, enda voru flestir við-
staddra meira en tilbúnir að láta
í sér heyra, leggja eitthvað til
málanna eða láta ljós sitt skína
með öðrum hætti. Jonni lét auð-
vitað ekki sitt eftir liggja í þeim
efnum.
Jonni frændi var alltaf léttur í
lund, hlýr og góður. Hann var að
upplagi glaðlyndur en um leið
ábyrgur fjölskyldufaðir og vand-
aður læknir.
Við eigum öll minningar um
heimsóknir frá Jonna með
læknatösku, á ýmsum tímum sól-
arhringsins, t.d þegar einhver
var með eyrnabólgu á Ásvalla-
götunni eða leita þurfti álits
læknis af öðrum ástæðum.
Það var okkur sem öðrum
mikið áfall þegar Jonni slasaðist
alvarlega fyrir tuttugu árum.
Hann tókst á við hlutskipti sitt af
æðruleysi og auðmýkt. Alltaf
höfum við dáðst að því hvernig
þau hjónin héldu áfram með lífið,
bæði í leik og starfi, þrátt fyrir
þessar gjörbreyttu aðstæður.
Jonni sýndi því sem við systkinin
tókum okkur fyrir hendur alltaf
mikinn áhuga, hvort sem það
sneri að námi okkar eða starfi,
lögfræði, læknisfræði eða líf-
fræði. Hann hafði auðvitað mikla
þekkingu á sínum sérsviðum en
um leið voru áhugasviðin mörg
og þekking hans fjölbreytt.
Hann hvatti okkur áfram og gaf
góð ráð. Við erfið veikindi lítils
frænda síns veitti Jonni ómet-
anlegan stuðning og var mikið í
mun að gera það sem hann gat til
að styrkja fjölskylduna á erfiðum
tímum og létta áhyggjurnar. Í
nóvember fagnaði stórfjölskyld-
an 100 ára fæðingarafmæli
ömmu Obbu. Þeir bræður og af-
komendur komu saman. Við er-
um öll þakklát fyrir það að Jonni
gat komið á þetta seinasta ætt-
armót og að hann hélt fróðlega
ræðu um spænsku veikina,
frostaveturinn mikla og heims-
styrjöldina fyrri.
Við minnumst Jonna frænda
með miklum hlýhug, þökkum
honum samfylgdina og við systk-
inin sendum Ásdísi, börnum
Jonna og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Birgir Ármannsson,
Björg Ólafsdóttir,
Ólöf Ólafsdóttir.
Ég kveð nú með söknuði minn
gamla, góða vin Jonna. Við vor-
um jafnaldrar, hann tveimur
dögum eldri en ég og því alltaf sá
eldri og reyndari eins og hann
minnti mig stundum á. Foreldrar
okkar voru góðvinir og við Jonni
kynntumst því snemma og úr
varð vinátta sem hélst síðan alla
tíð.
Við fylgdumst svo að gegnum
allt skólakerfið og upp í háskóla.
Á háskólaárunum stofnuðum við
báðir fjölskyldur og bjuggum í
sömu blokkinni í Breiðholtinu.
Enn styrktust því vinabönd fjöl-
skyldna okkar.
Síðan var haldið til Svíþjóðar í
framhaldsnám. Jonni og fjöl-
skylda í Gautaborg en ég og fjöl-
skylda norður í Falun. Þótt langt
væri þá á milli okkar var oft farið
í heimsóknir.
Svo var flutt aftur heim til Ís-
lands og við urðum nágrannar í
Garðabæ. Eiginkonur okkar
stofnuðu Flaggskipafélagið og
buðu nokkrum öðrum fjölskyld-
um nýheimfluttra að vera með.
Með þessum hópi tókst mikil vin-
átta. Fjölskyldur okkar hafa hist
reglulega. Þegar börnin okkar
voru ung, ferðuðumst við saman
innanlands og oft upp í óbyggðir
með allan skarann okkar. Á vet-
urna var farið í bústaði LÍ í
Brekkuskógi. Haldnar voru
kvöldvökur og mikið sprellað og
skemmt sér og allir muna þegar
Jonni eitt sinn dansaði ballett í
þar til passandi klæðnaði við
mikinn fögnuð áhorfenda.
En þegar minnst varði breytt-
ist allt á augabragði fyrir u.þ.b.
20 árum. Jonni lenti í bílslysi og
hlaut mænuskaða og var bund-
inn við hjólastól eftir það.
En Jonni lét ekki bugast.
Staðráðinn í að lifa áfram sigr-
aðist hann á hverri þrautinni af
annarri og aðlagaði sig nýjum
aðstæðum, með hjálp Ásdísar og
fjölskyldunnar. Hann hélt líka
áfram að ferðast, bæði innan
lands og utan og lét fátt stoppa
sig. Eitt sinn leigðum við bíl
saman í Danmörku og ferðuð-
umst um. Þetta var á svipuðum
tíma og íslenskir fjallagarpar
voru að klífa Everest. Jonni
stakk upp á að við tækjum þá til
fyrirmyndar og klifum hæsta
fjall Danmerkur; Himmel-
bjerget. Við gerðum það og tók-
um myndir af okkur með ís-
lenska fánann.
Öll þessi ár hef ég aldrei heyrt
Jonna kvarta. Hann sagði mér
eitt sinn að hann teldi sig hafa
verið heppinn. Hann lifði af slys-
ið og fyrst höfuð og hugsun hefði
ekki skaðast þá ætlaði hann sér
að lifa áfram og reyna að verða
til gagns. Hann stóð við þetta öll
þessi 20 ár, með óbifandi stuðn-
ingi Ásdísar sem hefur staðið
með honum og stutt hann eins og
klettur alla tíð af aðdáunarverðri
umhyggju og þrautseigju.
Jón vann eftir slysið í allmörg
ár sem tryggingalæknir í hluta-
starfi hjá TR, þar sem þekking
hans og reynsla kom að góðum
notum. Hann hélt einnig áfram
að sinna kennslustörfum við
læknadeild HÍ. Þegar hann slas-
aðist var hann kominn áleiðis
með að skrifa sögu svæfinga á
Íslandi í 150 ár. Honum tókst að
ljúka þessu verki og bókin kom
út 2010 og er mikilvægt innlegg í
sögu læknisfræði á Íslandi.
Auk ýmissa annarra fé-
lagsstarfa tók Jonni virkan þátt í
starfsemi bekkjarfélags okkar úr
MR, Bergelmis, sem stofnað var
á gamlársdag 1967. Hann var
forseti Bergelmis lengst af og
gegndi embættinu síðustu árin
til hinstu stundar. Eitt af síðustu
verkefnum hans, þrátt fyrir
veikindin, var að skipuleggja
með myndarbrag Hámessu Ber-
gelmis á gamlársdag.
Við Sigga og fjölskylda okkar
kveðjum nú góðan vin með sökn-
uði og sendum innilegar samúð-
arkveðjur til Ásdísar og fjöl-
skyldu.
Björn Már Ólafsson.
Haustið 1967 innritaðist stór
hópur stúdenta í læknadeild HÍ
og mættu vonglaðir í fyrsta tíma
í vefjafræði hjá Jóni Steffensen,
stórt hundrað fornt, sæti fyrir
um fjörutíu en meirihlutinn sat í
tröppum til hliðar og þrefaldur
mannhringur stóð aftast.
Steffensen leit yfir salinn og
sagði góðlátlega: Það eru margir
mættir í dag en það verða nú nóg
sæti fyrir alla að vori.
Af þessum fjölda komust 36
áfram og mynda kjarnann í þeim
hópi sem kennir sig við út-
skriftarárið 1974. Sláttumaður-
inn slyngi hefur nú kallað til sín
níu, nokkrir töfðust í námi en
aðrir bættust við hópinn síðar.
Jonni var í þessum hópi, frá-
bær námsmaður og félagi, bros-
mildur og húmoristi með þann
meðfædda eiginleika að setja
punktinn ávallt á réttum tíma og
geta gert létt grín að sjálfum sér
jafnt og öðrum.
Á þessum fyrstu árum greip
ástin margan unglinginn og
Jonni og Ásdís bundu þá hnúta
sem mannlegur máttur náði aldr-
ei að slíta.
Ekki er ætlunin að rekja hér
starfsferilinn, en við þekktum
læknanemann, aðstoðarlækninn,
svæfingalækninn og vísinda-
manninn sem var alls staðar virt-
ur og elskaður. Best þekktum við
þó sjálfan manninn sem eftir
hörmulegt slys fyrir tuttugu ár-
um var sviptur svo miklu af
líkamlegri getu en hélt sinni and-
legu reisn, lífsvilja og náði með
þrautseigju meiri færni en nokk-
urn hefði grunað.
Jonni var mikil félagsvera og
átti það gjarnan til að lenda í
stjórn sinna félaga bæði fyrir og
eftir slysið og hafði gott minni á
menn og málefni. Hann tók sam-
an sögu svæfinga á Íslandi í 150
ár, sem kom út 2010 og er ótrú-
legt þrekvirki af hans hálfu. Í
okkar hópi var hann maður
minninga, hafði alltaf tekið mikið
af ljósmyndum og gat brugðið
upp leiftursýn til liðinna ára,
jafnvel allt aftur í barnaskóla
sumra okkar.
Hann mætti nær alltaf á ár-
legt samsæti árgangsins fyrir
árshátíðir lækna og á árshátíðina
sjálfa og þeir sem ekki mættu
máttu hafa sig alla við til að finna
frambærilega afsökun. Ekki var
alltaf gott aðgengi að heimilum
sumra okkar og mátti stundum
sjá vissan efa í svip barna hans
sem fylgdu honum á vettvang,
þegar lagt var af stað upp bratta
og snúna stiga með hjólastólinn,
en Ásdís lét á engu bera. Frá-
bærar minningarnar eigum við
frá ferð hópsins til Sikileyjar og
dvölinni á töfraeyjunni Ustica
þar sem allt gekk upp, þó ekki
nákvæmlega eftir bókinni.
Fyrst og fremst var Jonni var
mikill fjölskyldumaður og höfum
við kynnst samheldni hans nán-
ustu og á Ásdís ómælda aðdáun
okkar og virðingu, hún fær okkar
riddarakross í ár.
Jonna er sárt saknað í okkar
hópi en við erum lánsöm að hafa
fengið að vera með í för nokkurn
spöl á lífsleiðinni og sendum Ás-
dísi, Sigurði, Þorbjörgu og Her-
manni, tengdabörnum og barna-
börnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd útskriftarhópsins
74+,
Magni Jónsson.
Góður vinur, félagi og fyrrver-
andi samstarfsmaður, Jón
Sigurðsson, er látinn.
Hann lærði svæfinga- og gjör-
gæslulækningar í Gautaborg og
kom heim til starfa á Landspít-
alanum árið 1981. Þar var kom-
inn öflugur fulltrúi nýrrar kyn-
slóðar innan þessarar greinar
læknisfræðinnar sem var að taka
miklum breytingum og var ört
vaxandi á þessum tíma. Það var
einstaklega gaman að starfa með
Jóni. Hann lét til sín taka, hafði
ákveðnar skoðanir og vildi gera
ýmsar breytingar þar sem hags-
munir og öryggi sjúklinganna
voru ávallt í fyrirrúmi. Hann var
mikill og vinsæll kennari í sínu
fagi, enda var kennslan honum
mjög eðlislæg. Í minningunni var
Jón alltaf á fleygiferð að sinna
hinum ýmsu verkefnum, það átti
illa við hann að sitja auðum
höndum. Þá var hann einstak-
lega léttur í lundu og skemmti-
legur maður sem setti svip sinn á
vinnustaðinn.
Hann lét einnig til sín taka við
félagsstörf og tók virkan þátt í
stjórnum ýmissa fagfélaga bæði
á Íslandi, í Svíþjóð og í norrænu
samstarfi svæfingalækna.
Alvarlegt umferðarslys fyrir
20 árum varð til þess að Jón lam-
aðist að miklu leyti og hafði að-
eins takmarkaða hreyfigetu í efri
úlimum. Í kjölfarið varð hann að
hætta störfum á Landspítalan-
um. Við tók mikil endurhæfing
þar sem Jón sýndi einstaka að-
lögunarhæfileika í nýjum og
erfiðum aðstæðum. Síðar tók
hann til starfa á nýjum vettvangi
hjá Tryggingastofnun ríkisins og
lét mikla fötlun sína ekki aftra
sér. Þar kom þekking hans og
innsæi að góðum notum.
Jón var aldrei aðgerðalaus.
Hann lagði m.a. á sig mikla vinnu
við gagnasöfnun og útgáfu
bókarinnar „Svæfingar á Íslandi
í 150 ár“, mikið þrekvirki sem
kom út árið 2010. Glæsilegt og
mikilvægt verk.
Það má segja að Jón hafi
kennt okkur margt á lífsleiðinni.
Hann sýndi það í verki ásamt
fjölskyldu sinni og vinum hvern-
ig það er farsællega hægt að tak-
ast á við jafn alvarlegt áfall og
hann varð fyrir í slysinu fyrir 20
árum. Tengsl hans við svæfinga-
og gjörgæsludeild Landspítalans
héldu áfram að vera mikil, m.a.
hélt hann áfram kennslu í faginu
við HÍ sem aðjunkt ásamt því að
koma að kennslu norrænna
lækna í gjörgæslunámi svo eitt-
hvað sé nefnt. Hann var ávallt
mættur á læknaráðstefnur þegar
þess gafst kostur og hélt miklu
sambandi við samstarfsfélaga
sína.
Vinskapurinn var mikill og
traustur og félagslífið gott. Mörg
árin var farið í „jeppaferð
Nonna“, þar sem vinahópurinn
naut samveru úti í náttúrunni.
Jón var jafnan hrókur alls fagn-
aðar og lifði innihaldsríku lífi
ásamt Ásdísi konu sinni og fjöl-
skyldu. Ásdís var kletturinn hans
eftir slysið. Það var hún sem
gerði Jóni mögulegt að lifa gæfu-
ríku lífi, var alltaf til staðar, sá
um alla hluti og umgekkst hann
af þeirri nærgætni sem þurfti.
Óhætt er að segja að styrkur
hennar ásamt dugnaði barna og
stórfjölskyldunnar hafi skapað
Jóni hamingjuríkt líf þar til yfir
lauk.
Við sendum að lokum Ásdísi
og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Oddur og Magnús.
Ég kynntist Jonna fyrst í
landsprófi í Vonarstræti haustið
1962. Þá vorum við reyndar ekki
í sama bekk en í sama kunn-
ingjahópi. Það fyrsta sem maður
kynntist hjá Jonna var húmorinn
Jón Sigurðsson HINSTA KVEÐJA
Við elskum þig afi, þú
varst alltaf svo góður við
okkur, við söknum þín.
Kveðja
Ásdís Dóra og Jón.