Morgunblaðið - 15.01.2019, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þegar þú skipuleggur framtíðina verð-
ur þú að vera raunsæ/r og skilja í milli þess
sem er mögulegt og hins sem aldrei getur orð-
ið.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt fullt í fangi með að komast yfir allt
sem þú þarft að leysa af hendi. Ef þú leyfir
sjálfri/um þér að blómstra muntu undrast
hvað þú getur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ættir að láta það eftir þér að
kaupa eitthvað sem getur bætt heilsu þína til
lengri tíma litið. Gefðu þér tíma til að vera með
fjölskyldunni og rifja upp gamlar minningar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þetta er góður dagur til að tala við yf-
irmanninn. Þér finnst þú hafa skilað góðu verki
og því eigir þú umbun skilið. Gættu þess samt
í gleðinni að ganga ekki á rétt annarra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú finnur til þarfar til þess að hjálpa
náunganum í dag. Þú gætir fengið óvænta
peninga eða gjöf, annaðhvort beint eða í gegn-
um einhvern nákominn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú einbeitir þér að því að byggja upp
ánægjuleg, samúðarfull og djúp sambönd.
Skemmtilegt daður bíður þess að þú takir þátt
í leiknum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Í starfi þínu þarftu nú frekar að sýna sam-
starfsvilja en sjálfselsku. Viðræður við rétta
aðila geta leyst flókin vandamál í eitt skipti fyr-
ir öll.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að læra að notfæra þér
betur þá góðu strauma sem leika um þig. Fátt
er betra en góðir vinir svo leggðu þig fram um
að eiga með þeim ánægjulega stund.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekkert verða til þess að þú
standir ekki við áætlun þína varðandi fjárhag-
inn. Fáðu vin þinn í lið með þér því hann hefur
góða dómgreind í fjármálum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er svo góður félagsskapur af
þér að fólk er óvenju gjafmilt til að halda í þig.
Traust er það sem þú þarfnast – og alveg nóg
af því.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Varastu að dæma hlutina af fyrstu
kynnum því oft ber yfirborðið ekki með sér
hvað undir býr. Gakktu ótrauð/ur til verks við
nýtt verkefni, þótt þér sýnist ýmis ljón á veg-
inum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er hyggilegt að hafa augun opin
fyrir nýjum tækifærum. Mundu að það þarf tvo
til að deila og að hlýlegt bros getur breytt
heildarmyndinni.
Besta lesefnið í blöðum gærdags-ins voru minningargreinar um
listamanninn Tryggva Ólafsson.
Víkverji er í hópi aðdáenda, eins og
flestir, og naut þess að renna yfir
falleg skrif um þennan merka mann.
Ekki síst lýsingar á manninum sjálf-
um, djassunnanda og ástríðukokki,
fróðum og skemmtilegum. Víkverji
var ekki svo heppinn að kynnast
Tryggva meðan hann lifði, né heldur
að eignast mynd eftir hann. Verk
hans munu þó lifa áfram og hver
veit nema Víkverji klófesti eitt slíkt
síðar. Því miður mun Víkverji þó
aldrei fá að smakka kjötbollurnar
hans Tryggva.
x x x
Tryggvi bjó um áratugaskeið íDanmörku. Þar í landi er margt
gert öðruvísi en hér á landi, sumt
betur og annað verr eins og gengur.
Eitt af því sem Danir gera mun bet-
ur en Íslendingar er hvernig þeir
haga endurvinnslu á drykkjar-
umbúðum. Þar gengur fólk að end-
urvinnslumóttöku við flestar versl-
anir þannig að auðvelt er að kippa
með sér litlum poka þegar labbað er
út í búð. Og afraksturinn færðu í
formi inneignar í búðinni. Hér á
landi þarf hins vegar að keyra á sér-
stakar móttökustöðvar til að losa sig
við dósir og flöskur með tilheyrandi
fyrirhöfn.
x x x
Eftir að birgðir höfðu safnast uppum nokkurra mánaða skeið
mannaði Víkverji sig loksins upp í
að fara á Sorpu á dögunum. Skottið
á fjölskyldubílnum var fyllt af dós-
um og skundað af stað. Í fyrstu leit
út fyrir að lítið væri að gera en þeg-
ar að var komið reyndist skúrinn
fullur af fólki og Víkverji þurfti að
bíða í röð sem náði út á stétt. Auð-
vitað var aðeins önnur dósavélin
virk þennan daginn og nokkrir at-
vinnumenn voru á undan í röðinni.
Það eina sem gerði þessa rúmu hálf-
tímalöngu bið þolanlega var að
popparinn Herbert Guðmundsson
mætti á svæðið með tilheyrandi lát-
um. Er samt virkilega ekki hægt að
bjóða upp á þægilegri lausnir en
þetta? Er það eðlilegt að þurfa að
bíða í hálftíma eftir að skila af sér
dósum? vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að hvar sem tveir eða þrír eru
saman komnir í mínu nafni þar er ég
mitt á meðal þeirra.
(Matt: 18.20)
Pantaðumat frá yfir 100 veitingastöðum,
við sendum eða þú sækir
á ekki að
horfA á
bolTanN?
Helgi R. Einarsson sendi Vísna-horni tvær limrur með at-
hugasemdinni „gæti verið skárri
(tilefni til áramótaheita)“:
Í Mosfellssveitinni býr Ýr
bóndi hennar rýr fýr
hund- er-latur
hælismatur
halur dapur, kýrskýr.
Síðan er „Þolinmæði“:
Margskonar finnast oft meinin
og misjöfn í nefunum beinin,
samt Diddi spáði
í Dóru og náði,
því dropinn holaði steininn.
Á sunnudaginn hafði Ólafur Stef-
ánsson orð á því á Leirnum að farið
væri að snjóa:
Í dag hefur maldað í mó,
ég man ekki viðlíka snjó.
En minnið er svikið
ég man fyrir vikið,
margt fremur illa,- og þó !
Sama dag sendi Sigmundur
Benediktsson „kátar kveðjur“:
Blessuð og sæl á björtum degi!
Brosir nú hin bjarta vídd,
blikar glóð á sundum.
Fjöllin standa föli skrýdd,
frosið hrafl á grundum.
Fía á Sandi lýsti því sem fyrir
augu bar:
Forma hvíta fannamynd
frost og bylur
Iðan gerir abstraktmynd
sem enginn skilur.
Síðan kom Ingólfur Ómar:
Birtan glæðir hugans hnoss
hjartað fyllist blíðu.
Sólargeislar gullinn koss
gefa landi fríðu.
Og að lokum Fía á Sandi:
Í haust var landið fannafrítt.
Nú fellur snjórinn niður, blítt.
Allt er nú sem orðið nýtt
ósporað og mjallahvítt.
Þennan sama sunnudag sendi
Ingólfur Ómar mér vísu, – „og ekki
spillir að veðrið. Er með eindæmum
gott, bjartviðri og sú gula skín
glatt“:
Býður Glóey björt og hlý
brosin yndislegu.
Gulli ofin skarlatsský
skreyta himinvegu.
Þorsteinn í Gilhaga orti:
Margan hendir manninn hér
meðan lífs er taflið þreytt
að hampa því sem ekkert er
og aldrei hefur verið neitt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Úr Mosfellssveit og
abstraktmynd að norðan
Í klípu
„ÞETTA GETUR VERIÐ RUGLINGSLEGT
FYRIR MEÐALJÓNINN. ÉG SKAL SENDA ÞÉR
KYNNINGARBÆKLING – OG DULMÁLSHRING.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ BORGAR SIG EKKI AÐ KAUPA
ALMENNILEGT SETT FYRR EN ÉG VEIT
HVORT ÉG GET SPILAÐ. ”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann syngur
uppáhaldslagið þitt
fyrir þig.
BYRJUM VIKUNA MEÐ
INNBLÁSINNI HUGSUN DEYÐU, MÁNUDAGUR,
DEYÐU!!!
ERU ÞETTA
VALKOSTIRNIR?
OKKUR VANTAR LIÐSINNI! ÞÚ ÁTT AÐ HJÁ LPA OKKUR AÐ
FERJA BURT SKARTGRIPI KONUNNAR ÞINNAR, ANNARS
PÍNUM VIÐ ÞIG!
ÉG VEL! ÞÚ MÁTT PÍNA MIG!
FJÁRMÁLA-
RÁÐGJÖF