Morgunblaðið - 15.01.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 15.01.2019, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fjórða breiðskífa Jónasar Sig, Milda hjartað, kom út í nóvember í fyrra á vegum Öldu Music og þá í þrenns konar formi, á geisladiski, vínilplötu og á netinu. Jónas er fæddur árið 1974 og segist hafa tekið þá yfirveg- uðu ákvörðun að gera hljómplötu með gamla laginu, gefa hana út í föstu formi og skömmu fyrir jól eins og gert var í gamla daga. „Að koma með plötu og fara og spila, gera þetta eins og ég ólst upp við að menn gerðu þetta. Þó að tímarnir séu breyttir finnst mér eins og þetta sé hefð og ég kann vel við hana,“ seg- ir Jónas. Vinsældir vínilsins hafa aukist á síðustu árum og segir Jónas að sér hafa þótt gaman að gefa plötu út í ví- nil í fyrsta sinn. „Ég fann rosalega fyrir því hvað það var miklu, miklu skemmtilegra að fá vínileintakið, það voru jólin hérna heima þegar vínill- inn kom,“ segir Jónas og brosir. Karlinn á kassanum Milda hjartað var um tvö ár í smíðum en síðasta breiðskífa Jón- asar, Þar sem himin ber við haf, kom út árið 2012 og var því orðið tíma- bært að hann sendi nýja frá sér. „Í millitíðinni hef ég verið mjög virkur að spila með hljómsveitinni minni, Ritvélum framtíðarinnar og svo hef ég gert síngla, var að senda frá mér síngla eins og „Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá“ og „Vígin falla“ og var í miklum ham, bara karlinn á kass- anum með gjallarhornið alveg brjál- aður,“ segir Jónas sposkur. Löng- unin til að gera plötu hafi svo gripið hann, plötu sem hefði á sér ákveðið yfirbragð eða tilfinningu. – Þegar maður sér umslagið fær maður þá tilfinningu að þetta hljóti að vera mjög persónuleg plata. Á því er mjög blátt áfram portrett af þér, lífsreyndum manni sem farinn er að grána í vöngum … „Akkúrat, já, mig langaði að ná því fram, að tala beint maður til manns. Þegar þú setur plötuna á er það bara ég að tala, þú sérð mig á umslaginu og ég vildi ná þessari tengingu við hlustandann,“ svarar Jónas. Vinna með sjálfið Hann segir plötuna, lög og texta, sýna vel hvar hann sé staddur í líf- inu. En hvar er hann staddur? Jónas hlær að spurningunni. „Ég er búinn að vera að vinna með sjálfið í mínu lífi sem er svona innileiki, að hvíla í sínu lífi og sjálfum sér og vera ekki með neitt „fake“ í gangi, tala frá hjartanu af einlægni og hvíla í lífinu í ákveðinni sátt.“ – Mér skilst að vinur þinn og sam- starfsmaður, Ómar Guðjónsson gít- arleikari hafi átt stóran þátt í gerð þessarar plötu? „Já, mjög stóran þátt í henni,“ svarar Jónas. „Ég sem og legg niður lög og texta en svo tekur við heil- mikið ferðalag við að finna hverju lagi stað. Við erum búnir að vinna mikið saman að hinu og þessu og eig- um góða orku saman. Við vorum saman í Dröngum og höfum spilað mikið saman þannig að þetta var okkar tækifæri til að fara í sum- arbústað með kassagítarana,“ segir Jónas. Þeir hafi tekið heilmikið upp af plötunni í bústað og einnig í bíl- skúrnum hjá Ómari. „Þetta er mjög mikil vinaplata, að hóa í vini og búa til rosa gott „vibe“. Þetta er fyrsta platan sem ég nálgast mikið þannig því þær sem ég hef gert áður hafa verið meiri hljóðversframleiðsla, þar sem maður situr dögum saman og klippir í ProTools og svona. Á þess- ari vorum við alltaf að vinna að því að hittast, elda góðan mat og spila sam- an.“ – Finnst þér það heyrast á plöt- unni, ef þú berð hana saman við þín- ar fyrri? „Já, mér finnst það, mér finnst hún flæða miklu betur,“ svarar Jón- as. Margir hafi orðið hissa á því hversu róleg platan sé, fyrir utan hið eldhressa „Dansiði“ sem naut mikilla vinsælda í fyrra og hlaut mikla spil- un í útvarpi. Jónas segir meiri læti hafa verið á fyrri plötum hans og meira um sterkar smáskífur. Milda hjartað sé frekar þess eðlis að sækja í sig veðrið með tímanum, enda hlý og notaleg. Jónas segist vera lukkunnar pam- fíll hvað varðar samstarfsmenn, hann hafi verið umvafinn geggjuðum spilurum. „Og það kemur svo mikill galdur með hverjum og einum,“ seg- ir hann en af samstarfsmönnum hans á plötunni má nefna Arnar Gíslason, Guðna Finnsson, Árna Bergmann, Tómas Jónsson, Bjarna Frímann Bjarnason, Helga Svavar Helgason, Rósu Guðrúnu Sveins- dóttur og Guðmund Kristin Jónsson. Ákveðinn tónn sleginn Jónas hefur átt marga smelli á ferlinum, m.a. „Hamingjan er hér“, „Vígin falla“ og „Af ávöxtunum skul- uð þið þekkja þá“, grípandi og jafn- vel dansvæn rokklög og fyrrnefnt „Dansiði“ sem rataði í fréttaannál RÚV. Jónasi virðist lagið að semja smelli sem höfða jafnt til leikskólabarna og ellilífeyrisþega, fólks á öllum aldri. „Dansiði“ tengir gamla tímann inn á nýju plötunni, Milda hjartað, að sögn Jónasar og fagnar hann velgengni lagsins á nýliðnu ári. Blaðamaður nefnir að „Ham- ingjan er hér“ hafi átt álíka vinsæld- um að fagna á sínum tíma og náð til fólks á öllum aldri og að honum virð- ist hafa tekist þetta oftar en einu sinni, að búa til slíkan smell. „Það er dálítið skemmtilegt þegar maður hugsar út í það,“ segir Jónas kíminn og bendir á að „Rangur maður“, lag- ið sem hann gerði með Sólstrandar- gæjunum, hafi líka slegið í gegn og virðist ætla að lifa endalaust. „Þar er einhver tónn sleginn sem virðist óma gegnum áratugina,“ segir Jónas. Sem fyrr segir samdi Jónas öll lög plötunnar sjálfur en Ómar á þó í þeim öllum sem upptökustjóri og út- setjari þó Jónas leggi alltaf niður grunninn, eins og hann orðar það. Jónas samdi alla texta einnig nema einn sem er eftir Hrafnkel Lárusson, í laginu „Ég leitaði einskis og fann“. Jónas segist í sínum textum hafa fórnað dálítið fagurfræði til að geta talað beinna til fólks. „Auðvitað er það stórkostlegt þegar tekst að gera hvort tveggja, eins og hjá Hrafn- keli,“ segir hann. Á þynnri ís „Þegar maður er að semja tónlist eða texta er það ótrúlegt „comfort zone“, að mínu mati og á ákveðinn hátt, að fara að gagnrýna samfélagið eins og í „Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá“ sem ég gerði árið 2015. Ég hef gert svolítið af því að stíga fram og vera á ákveðinn hátt gagn- rýnandi í tónlist. Það er þó á ákveð- inn hátt meira hættusvæði að fjalla um hlýju, einlægni og sátt. Þá er maður kominn á miklu þynnri ís og það er svo auðvelt að sökkva í væmni,“ segir Jónas og hlær, „og mig langaði rosalega að gera plötu með þann útgangspunkt, reyna að feta þá slóð.“ – Þú ert hæstánægður með þessa plötu? „Já, ég er rosalega ánægður með hana,“ svarar Jónas og bætir við að Milda hjartað sé einmitt sú hljóm- plata sem hann hafi langað til að gera. Hlýja, einlægni og sátt  Jónas Sig. er á einlægum nótum á nýjustu hljómplötu sinni, Milda hjartað  Hlý og notaleg plata, segir hann og mjög mikil vinaplata  Samstarf þeirra Ómars Guðjónssonar gítarleikara náið Morgunblaðið/Hari Lukkulegur Jónas Sigurðsson segist vera lukkunnar pamfíll hvað varðar samstarfsmenn í tónlistinni. Þegar útbreiddasta dagblað Maine- ríkis í Bandaríkjunum, The Portland Press Herald, tilkynnti eftir áramót að það yrði að leggja af bókagagnrýni í blaðinu vegna sparnaðar, þá deildu margir á ákvörðunina, jafnt lesendur sem rithöfundar, enda hefur verið fjallað í blaðinu um bækur sem bæði gerast í Maine og eru skrifaðar af höfundum sem þar búa. Mesta athygli vakti þegar þekkt- asti rithöfundurinn frá Bangor í Maine, hryllingssagnahöfundurinn Stephen King, tjáði sig á Twitter. Sagði hann að dagblaðið væri að hætta kyningu sem höfundar þar „treystu á til að geta keypt sér brauð og mjólk“ og hvatti hann aðdáendur sína til að bregðast við. Samkvæmt The New York Times brugðust stjórnendur blaðsins hins vegar strax við og skoruðu á King að safna fyrir þá áskrifendum; ef hann næði í 100 þá myndu þeir halda áfram að birta gagnrýni um bæk- ur um og frá Maine. King svaraði áskoruninni með tísti og spurði hvort um sölu- herferð eða kúgun væri að ræða, en bætti við að hann væri þegar kom- inn með 71 áskrif- anda og vantaði nokkra til. Og þeim fjölgaði, urðu á tveimur sólarhringum um 200 að vefútgáfu blaðsins . „Þetta er Stephen King-saga með góðum endi,“ er haft eftir talsmanni útgáfufélags dagblaðsins. En sam- kvæmt The New York Times birtir sagan líka veruleika dagblaðaútgáfu víða, blöð berjist í bökkum, áskrif- endum fækkar og blaðamönnum í Bandaríkjunum hafi fækkað um helming á einum áratug. Stephen King bjarg- aði gagnrýninni Stephen King Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum GLUGGATJÖLD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.