Morgunblaðið - 15.01.2019, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
„Árið 2018 var mjög gott fyrir íslensk
kvikmyndahús og var tekjuaukning
um 6,4% frá árinu áður en samtals
voru seldir miðar í kvikmyndahús
fyrir kr. 1.688.453.577 á árinu 2018,“
segir í tilkynningu frá FRÍSK, Fé-
lagi rétthafa í sjónvarpi og kvik-
myndum. Tæplega 74.000 fleiri gest-
ir sóttu kvikmyndahús á árinu 2018
en 2017 og er það um 5,4% fjölgun. Í
heildina sóttu 1.445.445 gestir kvik-
myndahús landsins í fyrra.
Kvikmyndin Mamma Mia! Here
we go again var tekjuhæsta kvik-
mynd ársins með tæpar 96,3 millj-
ónir í tekjur og sáu hana 79.861
manns. Þess má geta að fyrri kvik-
myndin, Mamma Mia!, var fjölsótt-
asta mynd ársins 2008 og sáu hana
119.000 manns. Næstvinsælasta
mynd ársins var Lof mér að falla,
hana sáu 53.000 gestir og hefur ís-
lensk kvikmynd ekki notið jafn-
góðrar aðsóknar frá því Svartur á
leik var í bíó árið 2012. Þriðja vinsæl-
asta mynd ársins 2018 var Avengers
– Infinity War sem skilaði tæpum
74,6 milljónum króna í miðasölu og
sáu hana 57.000 manns.
Þrjár af sex með tónlistarþema
Í tilkynningunni er bent á að af sex
tekjuhæstu kvikmyndum ársins í
fyrra eru þrjár með tónlistarþema
eða tónlistartengdar, þ.e. framhald
Mamma Mia, A Star is Born og Bo-
hemian Rhapsody.
„Íslenska bíóárið var mjög gott og
höluðu íslenskar kvikmyndir inn 240
milljónum á árinu 2018 með rúmlega
164.000 gestum. Hlutfall íslenskra
kvikmynda var 13,3% af tekjum kvik-
myndahúsanna, sem er besti árangur
íslenskra kvikmynda síðan árið 2014
(sem þá var einnig 13,3%),“ segir í til-
kynningunni. Fjórar íslenskar kvik-
myndir voru á meðal þeirra tuttugu
fjölsóttustu á árinu, auk Lof mér að
falla voru það Víti í Vestmanna-
eyjum, Lói – þú flýgur aldrei einn og
Kona fer í stríð.
Alls voru 16 íslenskar kvikmyndir
og heimildarmyndir sýndar í kvik-
myndahúsum og er það einni mynd
færra en árið 2017.
Hlutur bandarískra kvikmynda á
markaðnum var um 84,3% af tekjum
og að undanskildum bandarískum og
íslenskum kvikmyndum voru það
pólskar myndir sem nutu mestrar
aðsóknar því um 10.000 gestir sáu
kvikmyndir frá Póllandi.
Í tilkynningunni kemur einnig
fram að meðalverð bíómiða í íslensk-
um kvikmyndahúsum stóð nánast í
stað á milli ára, var 1.242 kr. á síðasta
ári en 1.231 árið á undan og að alls
hafi 169 kvikmyndir verið teknar til
almennra sýninga í kvikmynda-
húsum, þremur færri en árið 2017.
Gríðarvinsæl Úr Mamma Mia! Here We Go Again sem skilaði 96,3 millj-
ónum króna í miðasölu og voru seldir aðgöngumiðar 79.861 talsins.
Auknar tekjur
og bíóaðsókn
80.000 sáu framhald Mamma Mia!
Teiknimyndin um Köngulóarmann-
inn og hinar ýmsu útgáfur hans í
öðrum víddum, Spider-Man: Into
the Spider-Verse, sótti í sig veðrið
um helgina og felldi Aquaman úr
toppsæti listans yfir tekjuhæstu
kvikmyndir bíóhúsanna. 2.232 sáu
Köngulóarmanninn en 1.863 hetj-
una sem kennd er við vatn. Bohemi-
an Rhapsody sótti líka í sig veðrið
og stökk upp um fjögur sæti, úr 7. í
4. og má vera að Golden Globe-
verðlaunin sem hún hlaut hafi leitt
til aukinnar aðsóknar.
Bíóaðsókn helgarinnar
Köngulóin upp á topp
Spider-man: Into the Spider-verse 2 5
Aquaman 1 4
Bohemian Rhapsody 7 11
Escape Room Ný Ný
Mary Poppins Returns 3 3
Green Book Ný Ný
Robin Hood (2018) 5 2
Ralph Breaks the Internet 9 7
Bumblebee 6 3
Holmes and Watson 4 2
Bíólistinn 11.–13. janúar 2019
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Afbragð Teiknimyndin Spider-Man:
Into the Spider-Verse, hefur hlotið
mikið lof gagnrýnenda.
First Reformed
Metacritic 85/100
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 17.40
Shoplifters
Metacritic 93/100
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 17.40, 20.00
Kalt stríð
Metacritic 91/100
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 22.20
Roma
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 95/100
IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 19.30
Suspiria
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 64/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 22.00
Nár í nærmynd
Bíó Paradís 17.30, 22.10
Green Book 12
Metacritic 70/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 16.40,
17.00, 19.20, 19.30, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00,
20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 16.40,
21.40
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.00
Sambíóin Keflavík 22.00
Escape Room 16
Sex ókunnugir einstaklingar
lenda í aðstæðum sem þau
ráða ekki við, eftir að þeim
er boðið að taka þátt í leik
sem krefst þess að flýja úr
lokuðum rýmum.
Metacritic 50/100
IMDb 6,4/10
Smárabíó 17.20, 19.30,
20.00, 22.00, 22.20
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 19.30,
21.30
Holmes og Watson 12
Metacritic 24/100
IMDb 3,4/10
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 19.40, 21.50
Háskólabíó 18.20, 21.10
Borgarbíó Akureyri 21.30
Ben Is Back Metacritic 68/100
IMDb 6,9/10
Laugarásbíó 19.50, 22.00
Háskólabíó 18.10, 20.50
Borgarbíó Akureyri 19.30
Second Act IMDb 5,8/10
Laugarásbíó 17.30, 19.50,
22.00
Sambíóin Keflavík 19.45
Borgarbíó Akureyri 17.30
Bumblebee 12
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.00,
19.20
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Sambíóin Akureyri 17.00
Smárabíó 17.00
Mortal Engines 12
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 48/100
IMDb 6,6/10
Smárabíó 19.30, 22.20
Fantastic Beasts:
The Crimes of
Grindelwald
Bönnuð börnum yngri en 9
ára.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 57/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Álfabakka 19.30,
22.20
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Háskólabíó 20.30
A Star Is Born 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Kringlunni 16.20,
19.15, 22.00
Spider-Man: Into the
Spider-Verse Miles Morales telur sig hinn
eina og sanna köngulóar-
mann. Hann rangt fyrir sér
því hann er bara einn af
nokkrum sem geta kallað sig
því nafni.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 87/100
IMDb 8,8/10
Laugarásbíó 17.20
Sambíóin Keflavík 17.30
Smárabíó 15.00, 16.40,
17.10, 19.50, 22.30
Háskólabíó 18.00
Borgarbíó Akureyri 17.15
Halaprúðar hetjur IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.30
Sambíóin Keflavík 17.30
Nonni norðursins 2 Smárabíó 15.00, 17.40
Ralf rústar
internetinu Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.00
The Grinch Smárabíó 15.10
Mary snýr aftur til Banks-fjölskyldunnar í
London á tímum kreppunnar miklu.
Metacritic 66/100
IMDb 7,6/10
Laugarásbíó 17.20
Sambíóin Álfabakka 17.50
Sambíóin Egilshöll 17.00
Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.00
Sambíóin Akureyri 17.00
Mary Poppins Returns 12
Robin Hood 12
Robin af Loxley, sem hefur
marga fjöruna sopið í kross-
ferðum, og Márinn félagi hans,
gera uppreisn gegn spilltum
enskum yfirvöldum.
Metacritic 32/100
IMDb 5,4/10
Sambíóin Álfabakka 19.50,
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00
Sambíóin Akureyri 19.30
Sambíóin Keflavík 22.00
Aquaman 12
Arthur Curry kemst að því að hann
er erfingi neðansjávarríkisins Atl-
antis, og þarf að verða leiðtogi
þjóðar sinnar.
Metacritic 53/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.30,
21.50, 22.00
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 19.20, 22.20
Sambíóin Akureyri 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna