Morgunblaðið - 15.01.2019, Page 36

Morgunblaðið - 15.01.2019, Page 36
Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið AMC hefur tryggt sér sýningarrétt- inn á sjónvarpsþáttaröðinni Stellu Blómkvist í Norður-Ameríku og verður þáttaröðin tekin til sýningar 31. janúar næstkomandi á streym- isveitu fyrirtækisins, Sundance Now, og verður einnig aðgengileg á Amazon Prime, streymisveitu net- verslunarinnar Amazon. AMC tryggir sér sýn- ingarréttinn á Stellu ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 15. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi skipað leikmönnum 20 ára og yngri fór vel af stað í 3. deild heims- meistaramótsins í Laugardalnum í gær. Íslenska liðið bar þá sigurorð af Ástralíu, 5:4, í framlengdum leik. Axel Snær Orongan skoraði sigur- mark Íslands snemma í framleng- ingunni. Ísland mætir Taívan í öðr- um leik sínum kl. 17 í dag. »4 Axel hetjan í fyrsta leik Íslands á HM ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Ég bannaði mönnum að skiptast á skoðunum við leikmenn Bareins. Það þýðir ekkert að ræða við and- stæðinginn um eitthvað sem gerist inni á leikvellinum meðan leikið er. Slíkt leiðir yfirleitt ekki gott af sér. Menn hlustuðu á mig og einbeittu sér að handboltanum í síðari hálf- leik og gerðu það frábærlega að mínu mati,“ sagði Guð- mundur Þ. Guðmunds- son landsliðsþjálfari meðal annars við Morgunblaðið eftir sigurinn á Barein á HM í gær. Mönn- um var heitt í hamsi þótt Ís- land ynni stór- sigur. »1 Bannaði mönnum að skiptast á skoðunum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íbúar í Fornhagablokkinni í Vest- urbæ Reykjavíkur láta umhverfis- mál sig varða og stofnuðu umhverf- isnefnd í fyrra. Hún stefnir að því að leggja umhverfisstefnu fyrir blokk- ina á aðalfundi íbúanna í vor. Sólrún Harðardóttir kynnti hug- myndina um að stofna umhverfis- nefnd á aðalfundi íbúanna sl. vor. Hún segir viðbrögðin hafa verið góð og nefnd hafi verið skipuð en auk Sólrúnar eru í henni Birna Dís Björnsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Katrín Ólafsdóttir og Theodór Ingi Ólafsson. Í kjölfarið hafi verið sett niður markmið og opnuð vefsíða (fornhagablokkin.wordpress.com). Á sérstakri síðu íbúanna á fésbókinni er vakin athygli á hvernig bregðast megi við vandanum og varpað ljósi á það góða sem aðrir geri og læra megi af. „Með þessu átaki viljum við hjálpa fólki til þess að stíga skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl,“ segir Sólrún. Fyrsta verkefnið var að taka á flokkun sorps og birtar voru leið- beiningar þar að lútandi auk þess sem bent var á hvað mætti fara í safnhaug í garðinum og hvað ekki. Sólrún segir að sumir hafi ekki flokkað ruslið, en flokkunin hafi auk- ist til muna og nú séu bláar, gráar og grænar tunnur í öllum stigagöngum. „Við hvetjum fólk líka til þess að setja lífræna úrganginn í safnhaug- inn og æ fleiri eru byrjaðir á því.“ Eitt skref í einu Sólrún segir að að mörgu sé að hyggja í umhverfismálum og þau taki eitt skref í einu. Þau bendi fólki á að vera á varðbergi í innkaupum, kaupa mátulega mikið, hugsa um umbúðir og að það sem keypt er sé sem vistvænst. Nefndin vinni með stjórn húsfélagsins og eitt af mark- miðunum sé að viðhald og fram- kvæmdir séu unnin á sem umhverfisvænstan hátt og tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða við val á efni. „Við látum hugann reika og leggjum saman í safnið með það að leiðarljósi að koma þessari hugsun á dagskrá svo fólk verði meðvitaðra um umhverfismál. Við gætum þess samt að vera ekki uppáþrengjandi heldur reynum að þræða milliveg- inn.“ Sólrún segir ljóst að fólk standi frammi fyrir miklum ógnum verði ekkert að gert. Einstaklingurinn megi sín lítils, en allir íbúar blokk- arinnar komi meiru í verk saman og hafi meiri áhrif. „Verkefnið hefur gengið vel,“ seg- ir hún og segir íbúana almennt áhugasama um það. „Smátt og smátt skapast stemning fyrir almennri umhverfisvernd og um leið verður erfiðara að vera ekki með.“ Hún leggur áherslu á að umhverfismál séu hagsmunamál allra. „Við viljum vera fyrirmynd og hvatning annarra húsfélaga.“ Ljósmyndir/Skúli Skúlason Umhverfissinnar Frá vinstri: Guðrún, Katrín, Sólrún og Birna Dís í garðinum við Fornhagablokkina. Íbúar til fyrirmyndar  Stuðla að umhverfisvænum lífsstíl í Fornhagablokkinni Fornhagablokkin Katrín losar lífrænan úrgang í safntunnu. Góð þjónusta í tæpa öld Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 1-4 manneskjur 15.500 kr. 5-8manneskjur 19.500 kr. Verð aðra leið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.