Morgunblaðið - 16.01.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
FYRIR BÍLINN
FJARLÆGIR
MENGUN
ÁHRIF
AUKA SKILVIRKNI HEMLUNAR
KREFST EKKI
AÐ TAKA Í SUNDUR
BREMSU
HREINSIEFNI
FYRIR BÍLA
Veður víða um heim 15.1., kl. 18.00
Reykjavík 0 skýjað
Hólar í Dýrafirði -5 snjókoma
Akureyri -4 alskýjað
Egilsstaðir -3 snjókoma
Vatnsskarðshólar 2 skýjað
Nuuk -4 snjókoma
Þórshöfn 2 skýjað
Ósló -2 snjókoma
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Stokkhólmur -5 heiðskírt
Helsinki -6 snjókoma
Lúxemborg 3 skýjað
Brussel 6 súld
Dublin 9 skýjað
Glasgow 8 skúrir
London 8 súld
París 7 alskýjað
Amsterdam 8 skýjað
Hamborg 7 súld
Berlín 5 súld
Vín 4 skýjað
Moskva -2 skýjað
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 14 heiðskírt
Barcelona 14 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 12 heiðskírt
Aþena 6 léttskýjað
Winnipeg -8 skýjað
Montreal -6 snjókoma
New York -1 heiðskírt
Chicago -2 þoka
Orlando 12 alskýjað
16. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:53 16:23
ÍSAFJÖRÐUR 11:24 16:01
SIGLUFJÖRÐUR 11:08 15:43
DJÚPIVOGUR 10:29 15:46
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Austan 5-10 m/s á sunnanverðu
landinu, snjókoma með köflum og vægt frost, en
slydda við ströndina og hiti um frostmark. Heldur
hægari vindur norðantil, stöku él og talsvert frost.
Norðan 10-20 m/s, hvassast suðaustantil en lægir smám saman. Bjartviðri sunnan- og vestan-
lands, annars él. Frost 2 til 10 stig, en kaldara í innsveitum á Norðurlandi í kvöld.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða í
Evrópu sem verja hlutfallslega
mestu af tekjum sínum í áfengi. Sam-
kvæmt nýbirtum tölum Eurostat,
hagstofu Evrópusambandsins, fyrir
árið 2017 fóru 2,5% af heildar-
útgjöldum Íslendinga í áfenga
drykki. Þessi tala nær eingöngu til
innkaupa fyrir heimilið, hún tekur
ekki til áfengra drykkja sem kunna
að vera keyptir á veitingastöðum og
hótelum.
Þetta er sama hlutfall af útgjöldum
íslenskra heimila og varið var til
áfengiskaupa árið 2016. Árið 2015 var
þetta hlutfall 2,3% af útgjöldum. Sé
horft lengra til baka má sjá að árið
2007 vörðu Íslendingar 2,4% útgjalda
sinna í áfengi.
Árið 2017 eyddu heimili í löndum
Evrópusambandsins að meðaltali
1,6% af heildartekjum sínum í áfenga
drykki. Samkvæmt útreikningum
Eurostat lætur nærri að hver íbúi í
löndum ESB hafi varið 42 þúsund
krónum í áfengi. Er þá ótalið það sem
þeir kunna að hafa drukkið á veit-
ingastöðum og hótelum.
Hæsta hlutfallið er að finna í
Eystrasaltslöndunum; í Eistlandi var
hlutfallið 5,2%, í Lettlandi 4,9% og í
Litháen var það 4%. Skammt undan
voru svo Pólland, 3,5%, Tékkland,
3,3%, og Ungverjaland, 3,0%.
Finnar verja 2,8% af heildar-
innkomu í áfengi og Íslendingar
koma þar á eftir með 2,5%, rétt eins
og Slóvakía, Lúxemborg og Serbía.
Írar verja 2,4% af sínum tekjum í
áfengi en frændur okkar í Svíþjóð að-
eins 2,0% og Danir enn minna, eða
1,4%. Tölur frá Noregi eru frá árinu
2016 og samkvæmt þeim fara 2,3% af
útgjöldum þeirra í áfengi.
Þær Evrópuþjóðir sem eyða
minnstu í áfengi eru Spánverjar,
0,8%, og Grikkland og Ítalía, 0,9%.
Mikil útgjöld í menningu
Í tölum Eurostat er áhugavert að
sjá í hvað Íslendingar verja peningum
sínum, samanborið við grannþjóðir.
Þar má til dæmis sjá að Íslendingar
eyða einna mest allra í það sem flokk-
að er sem „tómstundir og menning“.
Alls fóru 11% af heildarútgjöldum Ís-
lendinga í þennan flokk árið 2017. Það
er talsverð aukning á tíu ára tímabili,
árið 2007 var þetta hlutfall 10,2%.
Danir verja mest allra í tómstundir
og menningu, 11,5% útgjalda þeirra
alls. Þar næst koma Íslendingar og
Svíar með 11%. Finnar eru ekki langt
undan með 10,5%. Meðaltal í ríkjum
Evrópusambandsins er hins vegar
8,5% sem Eurostat reiknar sem 194
þúsund krónur árlega á hvern íbúa.
Grikkir eyða minnst Evrópuþjóða í
þessum flokki.
Útgjöld til tómstunda, menningar og áfengiskaupa í Evrópulöndum 2017
Hlutfall útgjalda sem fer í kaup á áfengi* Hlutfall útgjalda sem er varið í tómstundir og menningu
Eistland
Lettland
Litháen
Pólland
Tékkland
Ungverjaland
Finnland
Rúmenía
Ísland
Lúxemborg
Slóvakía
Írland
**Noregur
Svíþjóð
Frakkland
Kýpur
Danmörk
Búlgaría
Slóvenía
Belgía
Bretland
ESB
Austurríki
Þýskaland
Portúgal
Grikkland
Ítalía
Spánn
5,2%
4,9%
4,0%
3,5%
3,3%
3,0%
2,8%
2,7%
2,5%
2,5%
2,5%
2,4%
2,3%
2,0%
1,8%
1,8%
1,7%
1,7%
1,6%
1,6%
1,6%
1,6%
1,4%
1,4%
1,4%
0,9%
0,9%
0,8%
11,5%
11,4%
11,0%
11,0%
10,5%
10,4%
10,0%
9,9%
9,8%
9,2%
9,0%
9,0%
8,5%
8,5%
8,2%
8,2%
8,0%
8,0%
7,9%
7,4%
7,2%
6,7%
6,3%
6,0%
5,9%
5,9%
5,8%
4,6%
Danmörk
**Noregur
Svíþjóð
Ísland
Finnland
Slóvakía
Austurríki
Lettland
Bretland
Þýskaland
Slóvenía
Tékkland
ESB
Litháen
Belgía
Eistland
Frakkland
Pólland
Búlgaría
Spánn
Ungverjaland
Ítalía
Portúgal
Kýpur
Lúxemborg
Írland
Rúmenía
GrikklandHeimild: Eurostat
*Fyrir utan
áfenga drykki
keypta á
veitingastöðum
og hótelum.
**Tölur frá
2016.
ÖL &
BÚS
2,5% af heildarútgjöldum
Íslendinga fara í áfengi
Hærra hlutfall en árið 2007 Verjum miklu í tómstundir
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Sjúkrabíll gat ekki sótt Svein Sigur-
jónsson, tæplega áttræðan íbúa á
bænum Þverárkoti við rætur Esju í
Reykjavík, á föstudaginn þar sem
engin brú er yfir Þverá. Sveinn ók
sjálfur yfir ána á eigin bíl til móts við
sjúkrabílinn.
Sveinn veiktist skyndilega á föstu-
daginn. Dóttir Sveins hringdi í föður
sinn rétt eftir að hann hafði liðið út af
og náð að skríða inn í stofu og upp í
sófa.
„Ég heyrði að það var eitthvað
mikið að og hringdi í Neyðarlínuna.
Ég nefndi það ekki í fátinu að það
þyrfti að fara yfir óbrúaða á til að
komast að bænum. Ég hefði haldið
að slíkar upplýsingar lægju fyrir hjá
Neyðarlínunni,“ segir Kolbrún
Anna, dóttir Sveins.
Tómas Gíslason, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir
að eftir að bráðaliðar sem fylgdu
leiðbeiningum frá Neyðarlínunni
komu að óbrúaðri á hafi þeir hringt
þar sem þeir treystu sér ekki yfir. Á
loftmyndum megi ef vel er að gáð sjá
dökkan blett á leiðinni í Þverárkot en
það síðasta sem mönnum detti í hug
sé að það þurfi að fara yfir á til þess
að sækja sjúkling inn á heimili innan
borgarmarka Reykjavíkur.
„Það var hringt í Svein til þess eins
að fá upplýsingar um hvort óhætt
væri að fara yfir ána á venjulegum
sjúkrabíl og ef svo væri hvernig best
væri að haga því. Sveinn réð frá því
og vildi sjálfur koma yfir ána á sínum
bíl. Honum var sagt að hægt væri að
koma með stærri sjúkrabíl sem
kæmist yfir ána en Sveinn tók það
ekki í mál,“ segir Tómas og bætir við
að Neyðarlínan muni bregðast við og
kanna í samráði við Slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins hvort vitað sé um
fleiri heimili á höfuðborgarsvæðinu
þar sem ekki er hægt að komast alla
leið með sjúkrabíla.
Kolbrún Anna segir föður sinn enn
á sjúkrahúsi. Hann hafi verið fár-
veikur þegar þangað kom en sé nú á
batavegi. Hún segir að fram-
kvæmdaleyfi sé komið fyrir að leggja
ræsi yfir Þverá, sem geri það að
verkum að hægt verði að aka alla leið
að Þverárkoti.
Svanur Bjarnason, svæðistjóri hjá
Vegagerðinni, segir að hægt ætti að
vera að leggja ræsi yfir Þverá nú um
mánaðamótin ef veður setur ekki
strik í reikninginn.
Þverá Sveinn Sigurjónsson veður yfir Þverá fyrir nokkrum árum.
Gátu ekki sótt
sjúkling yfir á
Sjúklingurinn ók sjálfur fárveikur
yfir illfæra ána til móts við sjúkrabíl
Níu sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu en nýtt heil-
brigðisráðuneyti tók til starfa 1. janúar eftir að velferðarráðuneytinu var
skipt í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Heilbrigðisráðherra
skipar í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnis-
nefndar á umsækjendum. Segir á vef ráðuneytisins að niðurstaða nefnd-
arinnar skuli vera ráðgefandi fyrir heilbrigðisráðherra við skipun í emb-
ættið.
Umsækjendur um embættið eru Ásta Valdimarsdóttir, framkvæmda-
stjóri, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri, Guðrún Gísladótt-
ir, skrifstofustjóri, Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur, Hanna Lára Steins-
son, félagsráðgjafi, Ingunn Björnsdóttir, dósent, Kristlaug Helga
Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri, Lárus Bjarnason,
sýslumaður, og Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri.
Níu sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra