Morgunblaðið - 16.01.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Skjánotkun barna verður sí-fellt meiri, enda alast börnnúorðið upp við það að veravið skjá, því þessi tæki eru
ágætis barnapíur og fólk réttir oft
krökkum spjaldtölvur og síma til að
hafa ofan af fyrir þeim. Það er í raun
orðið norm í samfélaginu að börn
séu mikið við skjái, og það getur
vissulega orðið vandamál ef fólk
stýrir ekki skjánotkun barna sinna.
Foreldrar þurfa að setja reglur og
vera vakandi fyrir því að jafnvægi sé
á milli þess hjá börnunum að vera í
tölvunni, læra heima, stunda íþróttir
og njóta samverustunda með fjöl-
skyldunni. Með öðrum orðum, að
passa upp á að tölvan taki ekki yfir í
lífi barnanna,“ segir Lovísa María
Emilsdóttir félagsráðgjafi hjá ráð-
gjafar- og fræðslufyrirtækinu Þitt
virði, en hún og Guðrún Katrín Jó-
hannesdóttir félagsfræðingur bjóða
upp á námskeið fyrir krakka í 5.-7.
bekk, þar sem markmiðið er að
virkja krakkana á annan hátt en við
tölvur og skjái og að þeir velji að
dvelja minna við slík tæki. Í lýsingu
á námskeiðinu kemur fram að
krökkunum verði m.a. kennd betri
samskiptafærni og að horfast í augu
við eigin tilfinningar, enda getur
aukin skjánotkun haft áhrif á tilfinn-
ingalíf barna.
„Það er þekkt að með aukinni
skjánotkun barna eykst oft fé-
lagsleg einangrun, en ég tek fram að
þeir krakkar sem koma á námskeið
til okkar eru ekki endilega með ein-
hver vandamál, við hugsum þetta
fyrst og fremst sem forvörn og
sjálfsstyrkingu. Okkur finnst það
vera mikilvægir þættir í lífi allra
barna að læra að horfast í augu við
eigin tilfinningar og að vera ekki
hrædd við þær. Börnin þurfa að vita
að það er eðlilegt að finna fyrir hin-
um ólíkustu tilfinningum, okkur get-
ur liðið illa og við getum verið
hrædd eða kvíðin. Við erum að
kenna krökkunum á þessu nám-
skeiði að það sé allt í lagi að finna
fyrir slíkum tilfinningum, að allar
tilfinningar séu í lagi og eigi rétt á
sér. Það er líka gott fyrir foreldra að
hafa í huga að ala upp í börnum sín-
um meðvitund um að það sé allt í
lagi að finna fyrir allskonar og mis-
þægilegum tilfinningum.“
„Læk“ segir ekkert um virði
Lovísa segir að þær Guðrún
leggi á námskeiðinu áherslu á að
kenna krökkunum að vera stjórn-
endur í eigin lífi. „Ekki láta til dæm-
is samfélagsmiðla hafa áhrif á
hvernig þau meta sig, sem við
þekkjum sérstaklega hjá unglingum
sem eru mikið á snappinu og In-
stagram. Við komum inn á að það
„læk“ sem skiptir mestu máli er
þeirra eigin „læk“, en ekki hvort
þau fá 300 „læk“ á einhverja mynd.
Mestu máli skiptir að þeim líki vel
við sjálf sig. Að ræða þetta og kenna
er góð forvörn fyrir unga krakka.
Að benda þeim á að þau eigi ekki að
nota mælitæki samfélagsmiðla til að
finna út hvers virði þau eru. Það
hversu mörg „læk“ þau fá á in-
stagram eða hvort þau eru vinsæl á
snapchat segir ekkert um það
hversu mikils virði þau eru.“
Lovísa segir að á námskeiðinu
verði einnig farið yfir mörkin sem
þarf að virða í netheimum. „Það þarf
að ræða að það skiptir máli hvað við
segjum á netinu, þetta eru öðruvísi
samskipti heldur en maður á mann.
Þau verða að gera sér grein fyrir að
þegar þau eru leiðinleg við einhvern
á netinu, þá særir það alveg jafn
mikið og að segja það beint við
manneskjuna í eigin persónu.“
Finnst asnalegt að hringja
Lovísa segir að Einar Carl
þjálfari frá Primal ætli líka að kenna
á námskeiðinu, hann ætli að fara í
leiki og gera æfingar með krökk-
unum, kenna þeim að leika sér án
snjalltækja. „Við ætlum að örva
ímyndunaraflið, en það gerum við til
dæmis með leiddri hugleiðslu í lok
hvers tíma og krökkunum hefur
fundist það rosa skemmtilegt. Til að
styrkja sjálfsmyndina fáum við þau
m. a. til að finna út hvað er jákvætt í
þeirra eigin fari,“ segir Lovísa og
bætir við að nauðsynlegt sé að
styrkja sjálfsmynd krakka og fé-
lagsfærni á meðan þau eru ung.
„Unglingar hafi talað um að þau eigi
auðveldara með að hafa samskipti í
netheimum heldur en augliti til aug-
litis, enda fara samskipti í nútíma
vestrænum samfélögum mest fram
á instagram, snapchat, í tölvu-
póstum og á messenger. Krökkum
sem eru rúmlega tvítug núna, finnst
mörgum asnalegt að hringjast á. Öll
þeirra samskipti fara fram í texta-
formi og með tjáknum eða myndum.
Einmitt þess vegna er svona nám-
skeið forvörn fyrir framtíðina hjá
krökkum sem eru aðeins tíu til tólf
ára. Í unglingaafmælum er til dæm-
is mjög algengt að allir sitji og stari
í sinn síma og tali ekkert saman. Við
bendum foreldrum hiklaust á að
hafa körfu eða kassa við innganginn
þegar afmælisgestir koma í barna-
og unglingaafmæli, og þar ofan í
fara allir símar. Foreldrar barnanna
eru auðvitað látnir vita af þessu og
bent á að hringja í heimilisráðanda
ef nauðsynlega þarf að ná í barnið.
Allskonar svona atriði getum við
foreldrar haft í huga til að vinna
gegn þessari þróun, við getum skap-
að aðstæður þar sem börnin okkar
og unglingarnir verða að tala sam-
an, en geta ekki alltaf flúið í símann.
Við ætlum á þessu námskeiði að
reyna að æfa krakkana í því að þora
að tala um tilfinningar og gera eitt-
hvað saman, án þess að það sé tæki
á milli þeirra, sími, ipad eða tölva.“
Lovísa segir að þær Guðrún
ætli fljótlega að fara af stað með
stuðningshópa fyrir foreldra þar
sem foreldrar geta komið einu sinni
í viku og fengið ráð í tengslum við
skjánotkun barna. Nánar á heima-
síðunni www.thittvirdi.is
Að þora að tala um tilfinningar
Samskipti barna og ung-
linga fara mikið fram í
textaformi og með tjákn-
um eða myndum. Á nám-
skeiði hjá Lovísu og Guð-
rúnu æfa krakkar sig
m.a. í því að gera eitt-
hvað saman án þess að
það sé tæki á milli þeirra,
sími, ipad eða tölva.
Morgunblaðið/Hari
Í gættinni Guðrún (t.v) og Lovísa María ætla meðal annars að örva ímyndunarafl krakkanna á námskeiðinu.
„Fólk réttir oft krökk-
um spjaldtölvur og síma
til að hafa ofan af fyrir
þeim. Það er í raun orð-
ið norm í samfélaginu
að börn séu mikið við
skjái, og það getur
vissulega orðið vanda-
mál ef fólk stýrir ekki
skjánotkun barna
sinna.“
Þitt virði: Ráðgjöf og fræðsla, býður
upp á námskeið undir heitinu Frjálsir
krakkar - 5.-7. bekkur, þann 17. febr-
úar n.k. Þetta er fjögurra vikna nám-
skeið fyrir alla krakka í 5.-7. bekk.
Markmiðið er að virkja krakkana á
annan hátt en við tölvur og skjái og
að þeir velji að dvelja minna við slík
tæki. Krakkarnir læra þetta: Heil-
brigða tölvu- og skjánotkun, að örva
ímyndunaraflið, betri samskipta-
færni, að þora að horfast í augu við
eigin tilfinningar og óttast þær ekki,
að þora að gera mistök, að vera
stjórnandinn í eigin lífi, að takast á
við erfiðleika, að styrkja eigin sjálfs-
mynd, tilfinningastjórn, hugleiðslu
og öndun. Leiðbeinendur námskeiðs-
ins eru Guðrún Katrín Jóhannes-
dóttir félagsfræðingur og Lovísa
María Emilsdóttir félagsráðgjafi.
Námskeiðið er kennt í gegnum fyr-
irlestra, leiki og ýmsar æfingar. Ein-
ar Carl, þjálfari hjá Primal, mun
kenna krökkunum skemmtilegar og
nytsamar æfingar. Í lok námskeiðs
gefst foreldrum kostur á að hitta
fyrirlesara námskeiðsins og fá ráð til
að rækta áfram með börnum sínum
það sem þau hafa lært á námskeið-
inu. Skráning fer fram á: thitt-
virdi@thittvirdi.is
Námskeiðið Frjálsir krakkar fyrir þau sem eru í 5. - 7. bekk
Kennt með fyrirlestrum,
leikjum og ýmsum æfingum
Thinkstock
Skjátími Foreldrar þurfa að hafa stjórn á skjátíma barna sinna.