Morgunblaðið - 16.01.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 16.01.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 Tómas Ingi Olrich hefur uppivarnaðarorð í blaðinu sl. mánudag:    Nú hefur skotiðupp kollinum sú hugmynd að sníða stjórnarskrá Íslands sérstaklega að því regluverki sem veitir okkur aðgang að fjórfrels- inu.    Regluverkið hefur með tím-anum breikkað þennan að- gang og ríður með hverju árinu þéttara net um það svigrúm sem við höfum til að ráða málum okkar sjálf.    Þessi nýja hugmynd um stjórn-arskrárbreytingu er annarleg og ekki beinlínis til merkis um að grundvöllur lýðræðisins sé að styrkjast.    Uppruni regluverks EES geturekki með góðu móti flokkast undir alþjóðasamstarf, eins og þeir sem enn styðja aðild að ESB gjarn- an leggja áherslu á.    Evrópusambandið er ekki al-þjóðastofnun frekar en Sov- étríkin á sínum tíma.    ESB er fjölþjóðlegt, pólitískttollabandalag, sem dregur í síauknum mæli til sín fullveldi þeirra þjóða, sem sambandið mynda.    Þessa valdaafsals hefur gætt hérá landi fyrir tilverknað EES- samningsins. Hann hefur reynst vera ásælinn. Þau svið, sem talin voru skýrt afmörkuð við samn- ingsgerðina, hafa þanist út.“ Tómas Ingi Olrich Undarleg alþjóða- stofnun það STAKSTEINAR Starfsmenn Veðurstofu Íslands fara austur að Múlakvísl í dag og skoða ána vegna hlaups sem kom í hana í gær. „Vatnshæðin virðist heldur á leið niður og rafleiðnin er svipuð. Við fylgjumst að sjálfsögðu áfram með þessu. Eins og er þá er þetta lítið hlaup,“ sagði Sigþrúður Ármanns- dóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, síðdegis í gær um hlaupið. „Þetta er vissulega at- burður en hann er ekki stór. „Þetta verður alltaf annað slagið.“ Mælar Veðurstofunnar sýndu vaxandi vatnshæð í Múlakvísl í gær- morgun og náði hún hámarki um há- degið. Rafleiðni hélst nokkuð stöð- ug. Jónas Erlendsson bóndi í Fagra- dal og fréttaritari Morgunblaðsins, sagði að yfirleitt væri ekki mikið vatn í Múlakvísl á þessum árstíma. Í gær var hins vegar margfalt vatn í ánni miðað við það sem venjulega er. „Bæði er þetta hlaupvatn og svo er megn brennisteinslykt af henni,“ sagði Jónas. Hlaupvatnið náði ekki að renna yfir þjóðveginn. gudni@mbl.is, johann@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Múlakvísl Hlaup kom í ána í gær en það rénaði fljótt aftur. Starfsmenn Veðurstofunnar ætla að fara austur og skoða aðstæður í dag. Hlaup í Múlakvísl  Hlaupið var lítið og rénaði fljótt  Vatnið rann ekki yfir þjóðveginn Ákveðið hefur verið að kosnir verði viðbótavaraforsetar í forsætisnefnd Alþingis sem hafa það verkefni að fjalla um Klausturmálið svonefnda og koma því í viðeigandi farveg. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sig- fússon, forseti Alþingis. „Eftir umfjöllun forsætisnefndar [í fyrradag] og fund formanna þing- flokka [í gær] er yfirgnæfandi sam- staða um það hvaða leið verði farin,“ sagði Steingrímur í samtali við mbl.is. „Þetta er hefðbundin leið þegar verið er að leysa úr hæfis- vanda,“ bætti hann við, en Stein- grímur er, líkt og allir varaforsetar þingsins, sjálfur vanhæfur til að fjalla um Klausturmálið. Hafa ekki talað um málið sjálfir „Viðbótarvaraforsetarnir verða kosnir úr röðum þeirra þingmanna sem óumdeilanlega eru hæfir til um- fjöllunar um málið og hafa hvorki tjáð sig um það í ræðu né riti þannig að það orki tvímælis,“ sagði Stein- grímur og hélt áfram: „Þeim verður þá bætt við þannig að þeir myndi eins konar undirforsætisnefnd og verður þetta gert með afbrigðum frá þingsköpum. Þessi aðferð nýtur yfir- gnæfandi stuðnings og verður því væntanlega fyrir valinu.“ Þeir verða að líkindum kosnir fljótlega eftir að þing kemur saman. Viðbótarvaraforsetar verði kosnir  Eiga að fjalla um Klausturmálið svonefnda þar sem aðrir eru sagðir vanhæfir Morgunblaðið/Eggert Alþingi Kosnir verða varamenn. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 ÚTSALA! 20-50% AFSLÁTTUR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.