Morgunblaðið - 16.01.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.01.2019, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Theresa Mayvarð undir íatkvæða- greiðslu um samn- ing forsætis- ráðherrans við Evrópusambandið um útgöngu lands- ins úr því. May forsætisráð- herra ætlaði sér að leggja samninginn fyrir þingið í síð- asta mánuði. Eftir umræður í ríkisstjórn og þingflokki Íhaldsflokksins ákvað hún að fresta þeirri atkvæðagreiðslu þar sem líklegast þótti að mál- ið yrði fellt. May hafði margsagt að samningur hennar væri ekki aðeins „eini samningurinn“ sem fáanlegur væri heldur jafnframt „besti samning- urinn“. Hún lagði engu að síð- ur enn lönd undir fót og gekk braut beiningamannsins til Brussel. Sagðist hún þurfa eft- irgjöf sem dygði þinginu. Er- indið var auðmýkjandi og við- tökurnar sýnu verri. Það eina sem forsætisráðherrann hafði upp úr því krafsi var blað þar sem búrókratarnir útlistuðu hvernig bæri að skilja einstök atriði fyrirliggjandi samnings! Tekið var fram að sú túlkun væri þó ekki bindandi fyrir ESB né dómstóla þess. Nú, mánuði síðar, gat May ekki dregið atkvæðagreiðsluna lengur og hún fór fram í gær- kvöldi. Ekkert vantaði upp á að hún yrði söguleg. Helstu spekingar höfðu spáð því um hríð að málið væri tapað og spurningin stæði um það hversu illa laskaður forsætis- ráðherrann yrði. Fyrripart dagsins örlaga- ríka töldu helstu innanbúðar- menn að ósigur hennar yrði meiri en áður hafði verið ætlað og hugsanlegt að samning- urinn félli með 150 atkvæðum og að mati hinna svartsýnustu jafnvel allt að 200 atkvæðum. Það yrði þá miklu verri útkoma en stefndi í fyrir jól þegar at- kvæðagreiðslunni var frestað svo May gæti fengið lagfær- ingar sem dygðu. Enginn spáði því að tillaga forsætisráð- herrans yrði felld með 230 at- kvæðum. Breskir fréttaskýrendur sögðu að ósigur forsætisráð- herrans af þessu tagi væri sá mesti í sögunni, frá árinu 1924. En þá var bent á að þar átti í hlut minnihlutastjórn Ram- seys Macdonalds en ekki rík- isstjórn með meirihlutastuðn- ing í þinginu og forsætis- ráðherra úr röðum lang- stærsta þingflokksins. Þessi ósigur yrði því að teljast eins- dæmi. Strax eftir að þetta þinglega áfall forsætisráðherrans lá fyr- ir kvaddi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamanna- flokksins og stjórnarandstöð- unnar, sér hljóðs og bar fram van- trauststillögu á ríkisstjórn May. Umræða og atkvæðagreiðsla um þá tillögu verður í dag. Skilja mátti orð forsætisráð- herrans svo í þinginu að hún teldi ástæðu til að ætla að rík- isstjórn hennar gæti staðið af sér vantraustið. Það gæti þó a.m.k. orðið tæpt. Fram hefur komið að 118 þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn for- sætisráðherranum í þessari sögulegu atkvæðagreiðslu, sem er alvarlegt áfall fyrir leiðtoga flokksins. Því fer þó fjarri að þar sé einsleitur hóp- ur á ferðinni. Þeir sem eru ákafastir stuðningsmenn út- göngunnar sem þjóðin sam- þykkti voru hluti af hópnum. En þar voru jafnframt þeir sem eru hvað ákafastir áhuga- menn um ESB innan hans og hallmæltu samningi May úr þeirri átt. Fyrir fáum dögum leyfði þingforsetinn sér, gegn and- mælum helstu sérfræðinga sinna og margra í salnum, að taka til atkvæða viðaukatillögu um að ekki væri lengur heimilt að ganga úr ESB nema til stað- ar væri samþykktur útgöngu- samningur. Slíkt viðhorf, svo ekki sé talað um lagafyrirmæli, gerir búrókrata í Brussel alls- ráðandi í samningagerðinni. Eftir atkvæðagreiðsluna í gær tók forsætisráðherrann af öll tvímæli um að sú samþykkt væri alls ekki bindandi, þótt hún virti vilja flutningsmanna hennar. Fréttaskýrendur töldu margir að með nokkrum ólík- indum væri að May forsætis- ráðherra sæti áfram eftir að stærsta mál þingferils hennar hefði verið fellt og það með svo afgerandi hætti og þar með af 118 þingmönnum úr hennar eigin flokki. Fáeinar vikur eru síðan reynt var að fá samþykkt inn- an þingflokks íhaldsmanna að nýtt leiðtogakjör færi fram í flokknum. Sú tillaga var felld með nokkrum yfirburðum og reglur flokksins segja að þar með verði bið á að slík tillaga komi fram aftur. Ef til vill hefðu andstæð- ingar flokksleiðtogans gert betur í því að geyma sér til- löguflutninginn þar til upp væri komið það ástand í bresk- um stjórnmálum og Íhalds- flokknum sérstaklega sem er þar nú. Ástandið í breskum stjórnmálum er með nokkrum ólíkindum nú og snúið að segja fyrir um þróunina} Dramatískt ástand E itt af þeim grundvallarmálum sem Alþingi mun takast á við á næstu vikum og mánuðum er hvort leggja eigi sérstakan skatt á alla þá vegfarendur sem aka um vegi landsins. Veggjöld er nýjasta tillaga ríkis- stjórnarflokkanna um skattheimtu og leggst hún jafnt á alla sem aka óháð tekjum. Veggjöld eru langt í frá óþekkt fyrirbæri á heimsvísu, en hugmynd stjórnarflokkanna er þó harla óþekkt því töluvert skortir á nákvæma útfærsla á hug- myndum þeirra þó að taka þurfi ákvörðun um fjármögnun í samgöngum á næstu vikum. Ýms- ar hugmyndir stjórnarflokkanna um veggjöld hafa birst að undanförnu en endanleg útfærsla er óljós. Þessi tillaga stjórnarflokkanna um veggjöld er uppi þrátt fyrir að flokkarnir hafi talað gegn veggjöldum fyrir kosningarnar 2017 og þrátt fyrir að ekki sé stafkrók að finna um veggjöld í stjórnarsáttmála. Rík- isstjórnin guggnaði á fyrri ákvörðun um þá grænu skatta sem boðaðir höfðu verið af fyrri ríkisstjórn en veggjöld voru þó ekki í umræðunni þrátt fyrir að öllum hafi verið ljós hin vonda staða vegakerfisins. Eignir okkar í vegum landsins hafa fengið að drabbast svo niður í tíð stjórnvalda undanfarin ár að það verður að bregðast við. Einhverra hluta vegna láta stjórnvöld í dag eins og þetta sé óvænt staða sem upp er komin þegar raunin er að hvort tveggja samgöngukerfi höfuðborg- arsvæðisins sem og samgöngukerfið um allt land hefur ár- um saman verið vanrækt. Samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins er sprungið. Mengun frá einkabílum um landið þannig að ef stjórn- völd meina eitthvað með átaki í loftslags- málum verður að bregðast við með auknum al- menningssamgöngum um allt land og fækkun einkabíla. Vegir eru svo illa farnir og á köflum svo langt frá lágmarkskröfum um nútímaveg- lagningu að öryggi vegfarenda er í húfi. Þá er ónefnt að samgöngur þurfa að vera greiðar innan landshluta sem og milli þeirra. Það vant- ar því miður töluvert upp á að svo sé og hefur það hamlandi áhrif á uppbyggingu samfélags og atvinnulífs víða um land. Það er pólitísk ákvörðun að standa þannig að rekstri þjóðarbúsins á uppgangstímum, eins og þeim sem hafa verið frá því þjóðinni var bjargað frá gjaldþroti eftir hrun, að inn- viðir eru sveltir. Þeir flokkar sem stjórnað hafa landinu að undanförnu hafa ekki sinnt þessum grundvallarskyldum sínum að tryggja innviði okkar og þess vegna þarf að bregðast við. Eftir stendur spurningin um hvort við viljum að uppbygging vegakerfis sé greidd með almennri skatt- heimtu í formi tekju- og eignaskatts, auðlindagjaldi, sölu eigna eða viljum við fara í sérstaka skattheimtu á hvern vegfaranda óháð efnahag? Um þetta snýst hin mikilvæga spurning sem landsmenn þurfa að spyrja sig og við á þinginu þurfum að hlusta á svörin. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Innviðasvelti er pólitísk ákvörðun Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrátt fyrir að kjararáð hafiverið lagt niður í fyrra ogfrumvarp fjármála- ogefnahagsráðherra um breytt fyrirkomulag við ákvarðanir launa þeirra sem heyrðu undir úr- skurði ráðsins, byggist í meg- inatriðum á tillögum starfshóps rík- isins og aðila vinnumarkaðarins, eru enn uppi deilur um málið. Laun- þegahreyfingin er ekki sátt við til- tekin atriði í frumvarpinu og vill með engu móti fallast á þau í nýjum um- sögnum til Alþingis. Samtök launþega sem sent hafa umsagnir gagnrýna annars vegar að hækka eigi laun þeirra sem heyrðu undir úrskurðarvald kjararáðs strax 1. júlí næstkomandi og hins vegar þá tillögu að ráðherra sem fer með starfsmannamál sé heimilt að hækka laun þeirra 1. janúar ár hvert. Í umsögn BSRB segir að bandalagið geri ekki athugasemdir við útfærslu á því hvernig umrædd laun verða framvegis ákveðin, þ.e. með fastri krónutölufjárhæð í lög- um, en gerir kröfu um að hækkanir þeirra komi ekki til fyrr en í fyrsta lagi árið 2020. BSRB leggst gegn efni frumvarpsins þar sem það virð- ist gera ráð fyrir því að umrædd laun muni hækka þann 1. júlí nk. „Í þessu sambandi bendir BSRB á að laun æðstu stjórnenda ríkisins hafa hækkað töluvert um- fram almenna launaþróun á und- anförnum árum sem hefur valdið miklum titringi og óánægju á meðal almennings í landinu.“ Meginreglan sem ekki virðist vera ágreiningur um er sú að laun þessara hópa verði fest við ákveðna krónutölufjárhæð og hún verði end- urákvörðuð ár hvert miðað við hlut- fallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna rík- isins eins og þær birtast í tölum Hagstofu Íslands fyrir umliðið ár. Gert er ráð fyrir að þetta verði gert í júlí ár hvert. Í frumvarpinu er hins vegar líka lagt til að launin geti hækkað tvisvar á ári þ.e. líka um áramót eins og fyrr segir og rökstuddi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra það svo þegar hann mælti fyrir frum- varpinu að með því móti yrðu launa- hækkanir þessara aðila jafnari og nær almennri þróun kjaramála í tíma en ef hækkunin yrði aðeins einu sinni á ári. „Við gætum þá séð fyrir okkur í því samhengi t.d. að samið hefði verið við opinbera starfsmenn upp úr miðju ári og það lægi fyrir hvað kjarasamningar geymdu í þeim efnum fyrir komandi ár. Þá gætu verið gild rök fyrir því að tekin væri ákvörðun um að áætluð hækkun kæmi til framkvæmda strax 1. jan- úar þannig að menn þyrftu þá ekki að bíða eftir hækkuninni fram til 1. júlí,“ sagði Bjarni. Þetta mælist ekki vel fyrir í verkalýðshreyfingunni. ASÍ gerir t.d. alvarlegar athugasemdir við að til standi að hækka laun allra þeirra ráða- og embættismanna sem breyt- ingin nær til 1. júlí nk. „Þrátt fyrir að fyrir liggi að laun æðstu stjórn- enda ríkisins hafi hækkað langt um- fram almenna launaþróun,“ eins og segir í umsögn ASÍ. Sambandið leggst sömuleiðis gegn því að ráðherra fái heimild til þess að hækka laun umrædds hóps hinn 1. janúar ár hvert. Kennarasamband Íslands telur að tryggja verði að frysting launa standi a.m.k. út árið 2019. Bráða- birgðaákvæði um að heimild ráð- herra til að hækka launin í janúar verði ekki beitt fyrr en fyrsta lagi 1. janúar 2020 sé tilgangslítið og tryggi ekki þá frystingu sem lagt var upp með. Vilja frysta laun kjararáðshóps til 2020 Morgunblaðið/Þorkell Launakjör hjá ríkinu Með stjórnarfrumvarpinu á að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana fyrir þá sem féllu undir kjararáð. Hækkanir kjararáðs brenna enn á forystu verkalýðshreyfingar- innar. Í nýrri umsögn ASÍ um frumvarp fjármálaráðherra er því haldið fram að ,,framúr- keyrsla kjararáðs umfram við- mið rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá árinu 2015 [hafi kostað] skattgreið- endur um 1,3 milljarða króna í launahækkunum til þjóðkjör- inna fulltrúa og æðstu embætt- ismanna sem eru meðal hæst launuðu hópa hér á landi.“ Á sama tíma og regluleg heildarlaun verkafólks hjá ríki hafi hækkað um 25% milli 2014 og 2017 hafi laun stjórnenda hjá ríkinu hækkað um 33%. Stjórn- völd eigi að gera grein fyrir launastefnu sinni og mark- miðum um launasetningu og launabil milli hópa. „Þannig má t.a.m. spyrja hvort það sé með- vituð stefna stjórnvalda að for- seti lýðveldisins sé með nærri tífalda lágmarkstekjutryggingu í mánaðarlaun?“ Kostaði 1,3 milljarða GAGNRÝNI ASÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.