Morgunblaðið - 16.01.2019, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir félögin sem vísað hafa
kjaradeilu til ríkissáttasemjara vera
sammála um að ráðast þurfi í gagn-
gera endurskoðun á sjóðsöfnunar-
kerfi lífeyrissjóða á Íslandi. Kerfið
sé dýrt og komi bæði niður á afkomu
hjá atvinnurekendum og kaupgjaldi
launþega.
Umrædd félög eru VR, Efling og
Verkalýðsfélag
Akraness.
Ragnar Þór
rifjar upp að mót-
framlag atvinnu-
rekenda hafi
hækkað um 3,5%
síðustu ár í
11,5%. Iðgjald
launamanns sé nú
4% og framlagið í
lífeyrissjóð því
alls 15,5%.
Með þessari hækkun eigi lífeyris-
réttindi að vera komin í 72-76% af
meðallaunum miðað við 40 ára inn-
greiðslutíma. Hlutfallið hafi áður
verið 56%.
„Hins vegar verður þessi breyting
ekki komin fram að fullu fyrr en
eftir 40 ár. Eftir þessa hækkun
getur iðgjald til söfnunar lífeyris-
réttinda orðið allt að 21,5%, að teknu
tilliti til framlags í séreignarsjóði,
sem getur verið allt að 6%, eða 2-4%
frá launþegum og 2% frá atvinnu-
rekendum,“ segir Ragnar Þór. Þessi
viðbót gefi um 18,6%-28% réttindi sé
reiknað á sama grunni og gert sé
með samtryggingarkerfi lífeyris-
sjóðanna.
Allt að 104% af meðallaunum
„Félagsmaður sem greiðir í
skyldubundið iðgjald og í séreignar-
sjóð ætti því að vinna sér inn 94,6%
til 104% af meðallaunum miðað við
40 ára inngreiðslutíma,“ segir
Ragnar Þór og bendir svo á að ís-
lenskt launafólk sé lengur en 40 ár á
vinnumarkaði, eða 48,8 ár að jafnaði.
Þá séu margir lífeyrissjóðir með
hærri réttindi en umsamið lágmark.
„Miðað við 15,5% framlag og inn-
greiðslur frá 16 til 67 ára aldurs
vinnur sjóðfélagi í Lífeyrissjóði
verslunarmanna sér inn 105,1% líf-
eyrisréttindi af meðalævitekjum. Að
viðbættri 6% séreign er ávinnslan
160,6% af meðalævitekjum,“ segir
Ragnar Þór og rökstyður mál sitt.
„Það má spyrja hvort iðgjöldin í
lífeyrissjóðakerfið séu orðin of há ef
lífeyrisréttindin eru komin yfir
100% af meðalævitekjum að meðal-
tali. Sé hinn raunverulegi iðgreiðslu-
tími, sem er nær 50 árum en 40,
hafður til hliðsjónar og séreignar-
sparnaði bætt við fást miklu hærri
niðurstöður en 100%.
Það má því færa rök fyrir að
kerfið sé bæði offjármagnað og
spyrja hvort launatengd gjöld og ið-
gjaldahluti lífeyrissjóðanna séu
hugsanlega farin að hafa neikvæð
áhrif á lífskjör almennings til lengri
tíma. Það er margt sem bendir til að
kerfið sé orðið of íþyngjandi fyrir
hagkerfið og fyrir lífskjör almennt.“
Óraunhæf ávöxtunarkrafa
Þessi neikvæðu áhrif birtist meðal
annars í „óraunhæfri ávöxtunar-
kröfu“ lífeyrissjóðanna.
„Sé litið á ávöxtunarkröfuna á
hagkerfið út frá innlendum eignum
lífeyrissjóðanna eru þær á fimmta
þúsund milljarðar og hærri en
landsframleiðslan. Lífeyrissjóðirnir
taka því bróðurpartinn af hagvext-
inum til sín í kröfu á ávöxtun sjóða-
kerfisins. Það er meðal annars gert
með því að halda uppi vaxtakostnaði
almennings af húsnæðislánum og
með því að halda uppi álagningu í
smásölufyrirtækjum sem lífeyris-
sjóðirnir eiga. Þetta gerist líka með
því að lækka kaupgjaldið. Það er
krafa um lægri vinnukostnað og
hærri álagningu til að standa undir
þessari kröfu. Þetta getur því haft
neikvæð áhrif á kaupgjaldskröfuna.“
Margt kallar á breytingar
Ragnar Þór segir aðspurður að
verkalýðsfélögin séu tilbúin að skoða
lækkun á iðgjaldi í lífeyrissjóðina
gegn hækkun launa.
„Það er fyrst og fremst kominn
tími til að endurskoða þetta sjóð-
söfnunarkerfi og þetta fyrirkomu-
lag. Það er svo margt sem kallar á
slíkar breytingar. Kerfið er orðið
íþyngjandi fyrir almenning og fé-
lagsmenn okkar og sjóðfélaga.
Það má til dæmis rekja veikingu
krónunnar að undanförnu til þess að
lífeyrissjóðirnir eru að flytja fjár-
magn úr landi. Þeir eru að færa
meira af sínum fjárfestingum sínum
utan, sem er að mörgu leyti gott.
Það þarf hins vegar að fara varlega í
sakirnar. Ef þetta skerðir lífskjör
með því að rýra kaupmátt fólks með
veikingu krónunnar eru sjóðirnir
enda farnir að vinna í mótsögn við
sjálfa sig,“ segir Ragnar Þór.
Vilja stokka upp
lífeyrissjóðakerfið
Formaður VR segir kerfið vera orðið „offjármagnað“
Morgunblaðið/Golli
Áhrifamiklir Íslenskir lífeyrissjóðir fjárfesta árlega fyrir háar fjárhæðir.
Ragnar Þór
Ingólfsson Um 4.300 milljarðar
» Samkvæmt vef Seðlabank-
ans voru eignir lífeyrissjóð-
anna 4.324 milljarðar í lok
nóvember í fyrra.
» Þær voru til samanburðar
3.943 milljarðar í árslok 2017.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
Samsung QLED is Quantum dot based TV
Beint 65" 499.900,-
Samsung Q9F
Áður: 419.900,-
Samsung Q7F
Beint 65" 349.900,-
April 2018
SamsungQE65Q9FNssssssQsmartQ styleQ picture
Opnunartímar:
Virka daga kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-15 ormsson
Netverslun
lágmúla 8 | Sími 530 2800
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent
í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands,
hefur rannsakað stöðu eldri kvenna
á íslenskum vinnumarkaði.
Fyrir tveimur árum gerði hún
eigindlega rannsókn og tók viðtöl við
íslenskar konur sem voru á aldrinum
55-75 ára og höfðu reynslu á vinnu-
markaði eftir að þær urðu 40 ára.
Leiddu viðtölin í ljós að konurnar
mættu hindrunum í umsóknum um
störf og á vinnu-
markaði.
„Þær fundu
fyrir ákveðnum
fordómum á
vinnumarkaði.
Þeim fannst að ef
þær sóttu um
vinnu og vinnu-
veitendur sáu
kennitöluna væru
þær jafnvel ekki
boðaðar í viðtöl.
Þær voru kannski látnar kenna
yngra fólki störfin og svo var þeim
ýtt til hliðar og áttu ekki nokkra
möguleika á að fá til dæmis fram-
gang í starfi. Þær töldu að það væri
vegna þess að þær væru eldri og
væru konur. Það var þeirra upp-
lifun,“ segir Sigurveig.
Tölvukunnátta ekki vandamál
Hún kveðst aðspurð ekki telja að
skortur á tölvukunnáttu sé ástæðan.
Það hafi hins vegar átt við eldri kyn-
slóðir kvenna á undan.
„Það hefur hvarflað að manni
hvort rétt sé að vera með kennitölur
og hvort það þurfi að sjást á um-
sóknum að viðkomandi sé þetta
gamall. Ég veit ekki hvernig hægt er
að komast hjá því. Samt sem áður
hvarflar að manni að þannig hafi
þær jafna möguleika og yngra fólk.“
Sigurveig rifjar upp rannsókn
sem hún vann árið 2006 með mark-
hópum. Þar hafi komið fram mikil-
vægi þess að hvetja fyrirtæki til að
hafa fólk á ólíkum aldri en ekki að-
eins kvóta fyrir konur og karla. Það
sé hluti af samfélagslegri ábyrgð og
hvetji til þess að þekkingu sé miðlað
á milli kynslóða.
Geta ekki skipt um vinnu
Hún segir það kunna að eiga þátt í
erfiðri stöðu eldri kvenna á vinnu-
markaði að þær hafi horfið af vinnu-
markaði vegna barneigna.
„Það á við um sumar hverjar en
þetta á líka jafnvel við eldri konur
sem vilja skipta um vinnu en sjá sér
ekki fært að gera það. Það er vegna
þess að þær hafa reynslu af því að
vera ekki einu sinni kallaðar í viðtöl.
Manni finnst það byggt á miklum
misskilningi vegna þess að konur á
þessum aldri eru t.d. hættar barn-
eignum og eru kannski traustari
vinnukraftur en yngri konur. Þær
eru samviskusamar upp til hópa,“
segir Sigurveig H. Sigurðardóttir,
dósent í félagsráðgjöf við HÍ.
Eldri konum oft
neitað um viðtal
Dósent segir reynsluna dýrmæta
Morgunblaðið/Eggert
Á öllum aldri Dósent segir verðmæti fólgin í reynslu eldri kvenna.
Sigurveig H.
Sigurðardóttir
Fjölgar hratt á öldinni
» Alls voru 36.305 konur 50
ára og eldri á Íslandi um alda-
mótin, skv. tölum á mann-
fjöldavef Hagstofu Íslands.
» Þær voru orðnar 47.356 árið
2010 og 57.066 í fyrra og hef-
ur því fjölgað um 20 þúsund.