Morgunblaðið - 16.01.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019
1988-1989, Undir forystu hans
gaf stjórn klúbbsins út ársrit
klúbbsins árin 1992-1998. Sig-
urður var formaður ritstjórnar
og ábyrgðarmaður ritsins fyrstu
fimm árin. Þetta rit var glæsi-
legt í alla staði, birti annála
klúbbstarfsins, erindi fé-
lagsmanna og gesta. Í einu tölu-
blaði ritaði Sigurður grein, sem
hann nefndi: „og hennar líf er ei-
líft kraftaverk. Hugleiðingar á
fimmtugsafmæli lýðveldisins“.
Þarna rekur höfundur lán Ís-
lendinga, að búa á eyju, eiga lýð-
ræðisþjóðir að nágrönnum aust-
an hafs og vestan, ennfremur
mikilvægi þess að gæta þess að
búa við vandaða og örugga hag-
stjórn, en ekki sízt að vernda ís-
lenzka tungu, sem geymir sjálfs-
vitund og menningararf
þjóðarinnar.
Þegar Sigurður fór á eftirlaun
skráði hann sig í nám í sagn-
fræði við Háskóla Íslands. Hann
lauk BA- og MA-prófi í sagn-
fræði og stefndi að doktorsprófi.
Ritgerð hans fjallar um þróun
velferðar á Íslandi og ber heitið:
„Öryggi þjóðar frá vöggu til
grafar. Þættir úr sögu velferðar
þjóðar.“
Á löngum og fjölbreyttum
starfsferli naut Sigurður stuðn-
ings fjölskyldu sinnar, en konu
sína Aldísi P. Benediktsdóttur
missti hann árið 2007.
Síðast er við hittumst vonað-
ist hann til að geta lokið við frá-
gang ritgerðar sinnar fyrir út-
gáfu. Þegar við kvöddumst, bað
hann mig að bera félögunum
kveðju sína. Fráfall Sigurðar er
öllum þeim, sem hann þekktu
mikill missir. Um hann geymum
við minningar um góðan dreng.
Veri hann Guði falinn. Við þökk-
um honum farsæla samfylgd.
Börnum hans og fjölskyldu allri
vottum við okkar innilegu sam-
úð.
Kristján Búason.
Sigurð E. hitti ég fyrst fyrir
tæpri hálfri öld á fjölmennu
þingi Sambands ungra jafnaðar-
manna, sem haldið var í Kefla-
vík. Þar fékkst hann við verk-
efni, sem átti hug hans alla tíð;
að tala fyrir samfélagsjöfnuði og
bættum hag launafólks. Öll hans
orðræða var hófsöm, hann var
maður sátta og þjónaði mann-
hyggjunni.
Sigurður lagði mikið af mörk-
um fyrir Alþýðuflokkinn. Um
tíma var hann framkvæmda-
stjóri hans og starfaði jafnframt
drjúga stund á Alþýðublaðinu,
og gekk þá ekki alltaf að laun-
unum vísum. Ásamt nokkrum fé-
lögum gaf hann út tímaritið
Áfanga, þar sem fram fór
vönduð umræða um stjórnmál.
Lengstan hluta starfsævinnar, í
27 ár, var hann framkvæmda-
stjóri Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins.
Sigurður hafði ávallt mikinn
áhuga á sögu verkalýðshreyfing-
arinnar og jafnaðarstefnunnar,
þróun almannatrygginga og
ýmsum réttarbótum, sem Al-
þýðuflokkurinn og verkalýðs-
samtökin börðust fyrir. Kominn
á eftirlaun hóf hann nám í sagn-
fræði við HÍ, lauk mastersnámi
og bjó sig undir doktorspróf með
ritgerð, sem hann nefndi „Ör-
yggi þjóðar frá vöggu til grafar“.
Þar dró hann upp mynd af bar-
áttu íslenskrar alþýðu fyrir rétt-
indamálum sínum allt frá alda-
mótunum 1900. Ritgerðin er
efnismikil og markvert framlag
til þróunarsögu þjóðmála á síð-
ustu öld.
Það var Sigurði mikið metn-
aðarmál að ljúka ritgerðinni og
leggja hana fram til doktors-
varnar. Ég hygg að ekki hafi
einn einasti dagur fallið úr hin
síðari ár í atlögu hans að verk-
efninu. En lífið er ekki alltaf
sanngjarnt og hann lést áður en
endapunkturinn var sleginn á
lyklaborðið. Lífið var heldur
ekki sanngjarnt þegar hann
missti yndislega eiginkonu, Al-
dísi Benediktsdóttur, árið 2007
eftir löng veikindi. Dauði hennar
var honum gríðarlegt áfall, sem
honum tókst að milda með því að
sökkva sér í ritgerðarskrifin,
sem Aldís hafði hvatt hann ein-
dregið til að halda ótrauður
áfram að sér látinni.
Sigurður gegndi margvísleg-
um störfum fyrir Alþýðuflokk-
inn. Á efri árum var hann tíður
gestur á fundum Alþýðuflokks
og Samfylkingar og lagði gott til
mála. Öll hans orð drógu dám af
einlægri trú á mikilvægi jafn-
aðar og réttlætis. Það var sú
pólitíska stefna, sem hann las úr
sinni helgu bók.
Ég er þakklátur fyrir þær
stundir og samræður, sem við
áttum. Ég lærði vel að meta
þennan sómakæra og fágaða
heiðursmann, sem hafði það
helst að markmiði að vera góður
fulltrúi húmanismans. – Fólki
hans öllu sendi ég samúðar-
kveðjur.
Árni Gunnarsson.
Rökfastur, yfirvegaður,
ákveðinn, fróður – fylginn mál-
um sem hann talaði fyrir. Þannig
var hann, fólk lagði við hlustir
þegar Sigurður E. tók til máls.
Fundum okkar bar fyrst saman
þegar ég, ungur blankur hús-
byggjandi, leitaði til hans á
Laugaveg 77. Viðtökur vinsam-
legar, lánareglur og fjárhæð í
föstum skorðum, punktur og
basta. Næsti, gjörðu svo vel. Ég
átti svo sem ekki von á öðru, en
kunni að meta öruggt fas hans
og framkomu. Það var því engin
tilviljun að ég leitaði til hans
rúmlega tveimur áratugum síðar
og bað hann að ganga til liðs við
okkur sem sátum í stjórn ný-
stofnaðs Félags forstöðumanna
ríkisstofnana. Málaleitan vel
tekið og þar störfuðum við afar
ljúft saman frá árinu 1992-99, og
gegndi Sigurður formennsku í
félaginu frá 1997 til 1999. Stjórn-
arstörfum sinnti hann með þeim
hætti sem ég lýsti í upphafi
þessarar stuttu greinar, for-
mennskunni auðvitað með glæsi-
brag.
Eftir „starfslok“ okkar,
tveggja dellukarla sem gátu ekki
með nokkru móti slitið sig frá
grúski og fræðistörfum, hitt-
umst við oft á óformlegum vett-
vangi fyrrverandi forstöðu-
manna, og enn lögðu menn við
hlustir þegar Sigurður talaði.
Blessuð sé minning góðs vinar,
samhryggðarkveðjur sendi ég
öllu hans fólki.
Óli H. Þórðarson.
„Þú heldur áfram þegar ég er
farinn“. Þetta sagði Aldís Pála,
kona Sigurðar, við mann sinn
skömmu áður en hún lést árið
2007. Hún var að vísa til magn-
um opus Sigurðar, kórónunnar á
ævistarfi hans; Öryggi þjóðar –
frá vöggu til grafar. Þetta er
heitið á stórvirki, um uppruna
og sögu velferðarþjónustu á Ís-
landi frá lokum 19du aldar til
loka seinni heimsstyrjaldar, sem
Sigurður hefur unnið sleitulaust
að sl. áratug.
Sigurður stóð við þetta áheit
konu sinnar. Skömmu eftir að
hann lét af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnun-
ar ríkisins, eftir tæplega 30 ára
starfsferil þar, bjó hann um sig á
Þjóðarbókhlöðunni. Þar sat hann
löngum stundum umkringdur
stöflum af þingmálum, laga-
bálkum, skýrslum og greina-
gerðum um það, hvernig fátækt
fólk var smám saman leyst úr
fjötrum örbirgðar og öryggis-
leysis, fyrir tilverknað vaknandi
verkalýðshreyfingar og hins
pólitíska arms hennar, flokks ís-
lenskra jafnaðarmanna.
Þetta var mikið þolinmæðis-
verk. En Sigurður var drifinn
áfram af hugsjón, sem hann
hafði heillast af á ungum aldri og
átti hug hans allan til æviloka.
Fyrri hluta þessarar sögu þekkj-
um við einna helst af bók Gylfa
Gröndal, Fólk í fjötrum, sem
kom út árið 2003. En um seinni
hluta tímabilsins má lesa í hinu
mikla riti Guðjóns Friðrikssonar
sagnfræðings Úr fjötrum – Saga
Alþýðuflokksins, sem kom út ár-
ið 2016 á aldarafmæli Alþýðu-
sambands og Alþýðuflokks.
Á síðum þessara bóka lesum
við stjórnmálasöguna; um það
hvernig fátækt fólk reis upp og
hristi af sér hlekki fortíðar.
Hvernig því tókst, þrátt fyrir
allt, að leggja grunninn að því
velferðarríki sem við þekkjum í
dag. Þetta er saga pólitískra
átaka því að ekkert ávannst bar-
áttulaust Þetta er líka sagan um
það hvernig sundurlyndisfjand-
inn dró máttinn úr hreyfingunni
og tvístraði kröftunum.
En Sigurður vildi kafa dýpra.
Hann leitar svara við spurning-
um eins og þessum: Hvers vegna
er íslenska velferðarríkið ekki
nema svipur hjá sjón borið sam-
an við Norræna módelið, sem í
upphafi átti að vera okkar fyrir-
mynd? Hvers vegna eru lífeyris-
greiðslur skilgreindar sem ölm-
usur handa þurfalingum fremur
en áunnin laun í krafti mannrétt-
inda? Hvers vegna er Trygg-
ingastofnun á köflum eitthvert
óvinsælasta rukkara-apparat
landsins, sem treður jafnvel ill-
sakir við skjólstæðinga sína,
fremur en að rétta þeim skiln-
ingsríka hjálparhönd?
Svörin við þessum spurning-
um eiga brýnt erindi inn í þjóð-
félagsumræðu dagsins í dag.
Spurningin er: Hver á að halda
áfram þessu verki og leiða það
til lykta, nú þegar Sigurður E.
hefur verið kvaddur brott? Hver
meðal yngri sagnfræðinga
treystir sér til að taka upp merki
hins fallna brautryðjanda? Verk-
efnið er brýnt. Það er mikið í
húfi að því verði lokið sem fyrst.
Baráttan mun halda áfram. En
ef vegvísirinn er vandaður er
síður hætta á að þeir sem um
veginn fara villist af leið.
Að leiðarlokum vil ég, fyrir
hönd okkar íslenskra jafnaðar-
manna, þakka Sigurði samfylgd-
ina og fyrir allt hans fórnfúsa
starf í þágu sameiginlegrar hug-
sjónar.
Jón Baldvin
Hannibalsson, fv. formaður
Alþýðuflokksins.
Sigurður E. Guðmundsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar ríkisins og
fyrrverandi borgarfulltrúi Al-
þýðuflokksins, er látinn á 87.
aldursári. Við Sigurður vorum
nánir vinir frá unga aldri, allt frá
því við vorum í barnaskóla í
Reykjavík. Við fermdumst báðir
í Fríkirkjunni og störfuðum í
kirkjunni um skeið eftir ferm-
ingu. En stjórnmálin áttu fljót-
lega hug okkar allan. Við höfð-
um brennandi áhuga á því að
bæta þjóðfélagið, vildum bæta
kjör verkalýðsins. Jafnaðar-
stefnan var okkar leiðarljós. Við
gengum samtímis í Alþýðuflokk-
inn, í Félag ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík, 16 ára
gamlir.
Sigurður var einlægur jafnað-
armaður alla tíð og mikill bar-
áttumaður jafnaðarstefnunnar
og þeirra flokka sem unnu að
framgangi hennar; Alþýðu-
flokksins og Samfylkingarinnar.
Hann var réttsýnn og bar mjög
fyrir brjósti hag allra sem stóðu
höllum fæti í lífsbaráttunni.
Hann var einlægur verkalýðs-
sinni og vildi bæta kjör verka-
fólks og launþega. Einnig vildi
hann efla hag aldraðra. Hann
hafði kynnt sér sögu lífeyrissjóð-
anna mjög vel og honum rann til
rifja að eldri borgarar skyldu
ekki njóta þeirra að fullu á eftir-
launaaldri. Var eindregið þeirrar
skoðunar að svo ætti að vera.
Sigurður starfaði mikið í Al-
þýðuflokknum og naut þar
margvíslegra trúnaðarstarfa.
Hann var formaður Félags
ungra jafnaðarmanna, formaður
Sambands ungra jafnaðar-
manna, formaður Alþýðuflokks-
félags Reykjavíkur, formaður
Fulltrúaráðs alþýðuflokksfélag-
anna í Reykjavík, átti sæti í
flokksstjórn Alþýðuflokksins um
langt skeið, var borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins í Reykjavík,
varaþingmaður Alþýðuflokksins
og framkvæmdastjóri Alþýðu-
flokksins frá 1959. Um skeið var
Sigurður blaðamaður á Alþýðu-
blaðinu. Hann var forstjóri Hús-
næðisstofnunar ríkisins um
langt skeið. Sigurður hafði mik-
inn áhuga á trúmálum. Hann var
formaður safnaðarfélags Frí-
kirkjunnar í Reykjavík.
Sigurður var stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík. Á
efri árum hóf hann nám í sagn-
fræði við Háskólann og tók MA-
próf í þeirri grein. Þegar hann
féll frá var hann nær búinn að
semja doktorsritgerð í sagn-
fræði.
Það var aðdáunarvert hvað
Sigurður sýndi mikinn dugnað
við námið í Háskólanum og gerð
doktorsritgerðarinnar. Það verð-
ur fengur í ritgerðinni.
Það er mikil eftirsjá að Sig-
urði E. Guðmundssyni. Hann
var mjög vandaður maður; vann
vel að öllu sem hann tók sér fyr-
ir hendur, hvort sem það var á
sviði stjórnmála eða við embætt-
isfærslu. Hann var einnig mikil
fjölskyldumaður.
Börn Sigurðar og Aldísar, eig-
inkonu hans, eru Guðrún Helga,
Kjartan Emil og Benedikt. Ég
votta þeim innilega samúð mína
vegna fráfalls pabba þeirra. Guð
blessi minningu Sigurðar E.
Guðmundssonar.
Björgvin Guðmundsson.
Fljótlega eftir að ég kom til
viðveru í Reykjavík 19 ára gam-
all hóf ég þátttöku í starfi Félags
ungra jafnaðarmanna. Þar
kynntist ég Sigurði E. Guð-
mundssyni. Hann var formaður
Sambands ungra jafnaðarmanna
og framkvæmdastjóri Alþýðu-
flokksins. Til hans lágu leiðir
mínar ansi oft. Við áttum marga
samfundi og bundumst vináttu-
böndum sem síðan hafa haldið.
Margt brölluðum við saman og
oft reyndist hann mér bæði holl-
ráður og hjálpsamur. Síðar átt-
um við þó eftir að takast á – og
þá um þriðja sætið á framboðs-
lista Alþýðuflokksins í Reykja-
vík árið 1971. Þar hafði Sigurður
betur og var varaþingmaður Al-
þýðuflokksins næstu fjögur árin.
Sá ágreiningur skaðaði þó aldrei
vinskap okkar né hafði nokkur
eftirköst. Borgarmálin urðu svo
meginviðfangsefni Sigurðar auk
þess mikla verkefnis að veita
Húsnæðismálastofnun ríkisins
forstöðu. Viðfangsefni hans þar
voru margfalt víðtækari en ein-
vörðungu að hafa umsjón með
lánveitingum stofnunarinnar.
Sigurður beitti sér einnig fyrir
miklu víðtækari afskiptum af fé-
lagslegum lausnum í húsnæðis-
málum, m.a. með hönnunarvinnu
við íbúðarhúsnæði þar sem al-
menningi var gefinn kostur á að
fá fullunnar hönnunarteikning-
ar, sem í senn voru mjög hag-
kvæmar og haganlegar. Þannig
gegndi Húsnæðisstofnun ríkisins
margþættu félagslegu hlutverki,
sem sárt er saknað nú þegar
nær allar hinar félagslegu lausn-
ir á þörfum íslensks almennings
fyrir húsnæði hafa verið af-
numdar í sameiginlegu átaki
Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks. Þar var gengið
gegn öllu því, sem einkennt hafði
afskipti og áhrif Sigurðar E.
Guðmundssonar á íslenskan
íbúðamarkað.
Sigurður var einstaklega fé-
lagslyndur maður. Þó að hann
hefði eftir veruna sem fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins
haslað sér völl á öðrum vett-
vangi sótti hann allar samkomur
á vegum flokksins, var þar bæði
virkur og áhugasamur og ávallt
reiðubúinn til þess að taka að
sér verkefni eða veita aðstoð og
ráðgjöf. Áhugasvið hans var það
hið sama og starfssviðið – réttar-
staða og þarfir íslenskrar al-
þýðu.
Því lá það beint við þegar Sig-
urður lauk störfum að hann tæki
stefnuna áfram í sömu átt. 66
ára gamall hóf hann háskólanám
í sagnfræði. Viðfangsefnið, sem
hann valdi sér, snerist um
réttarstöðu og þarfir alþýðu-
fólks. Hann rannsakaði sögu og
áhrif almannatrygginga og
hvaða félagslegum úrlausnum
hefði verið beitt, hvernig fram-
vindan hefði verið, hverjir
áhrifavaldarnir hefðu verið – og
hvaða ávinningur hefði af því
langa og mikla starfi hlotist. Við,
gamlir félagar, áttum þess kost
að hlýða á hann segja frá og er
okkur það mjög minnisstætt.
Síðustu árin vann hann að dokt-
orsritgerð um þessi sömu við-
fangsefni og var að leggja síð-
ustu höndina þar á þegar ævinni
lauk. Þannig fylgdi hann fram
sinni æskuhugsjón allt til hinsta
dags.
Sigurður E. Guðmundsson
var traustur liðsmaður íslenskr-
ar jafnaðarstefnu. Gamlir fé-
lagar hans úr Alþýðuflokknum
sem og allir íslenskir jafnaðar-
menn kveðja þennan gamla fé-
laga og vin hinstu kveðju og
færa börnum hans og öðrum af-
komendum einlægar samúðar-
kveðjur.
Sighvatur Björgvinsson,
fyrrv, formaður Alþýðu-
flokksins.
Ég hóf störf hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins í apríl 1973 þar
sem Sigurður var framkvæmda-
stjóri. Hann var yfirmaður minn
í tæp 26 ár eða þangað til stofn-
unin var lögð niður í árslok 1998,
en þá létum við báðir af störfum.
Eftir því sem árin liðu varð ég
náinn samstarfsmaður hans.
Þegar ég kom fyrst til starfa
tók hann mér með mikilli ljúf-
mennsku og reyndist hann mér
vel alla tíð. Margs er að minnast
frá þessum tíma en það sem
stendur upp úr er hversu vel
Sigurði tókst að takast á við þær
sífelldu lagabreytingar sem
dundu á stofnuninni. Hver ein-
asti félagsmálaráðherra virtist
hafa haft það á stefnuskrá sinni
að gera breytingar á húsnæðis-
löggjöfinni, stundum í andstöðu
við verkalýðshreyfinguna í land-
inu. Þó að við Sigurður værum
ekki alltaf sammála þeim breyt-
ingum sem gerðar voru, þá kom-
um við þeim til framkvæmda af
heiðarleika. Ýmsir félagsmála-
ráðherrar litu Sigurð hornauga
vegna stjórnmálaskoðana hans
og treystu honum ekki. Ég sem
nánasti samstarfsmaður hans
vissi að það voru óþarfa áhyggj-
ur. Sigurður var fyrst og fremst
opinber starfsmaður sem fór eft-
ir því sem stjórnvöld ákváðu um
húsnæðismál hverju sinni.
Við Sigurður fórum á margar
norrænar húsnæðisráðstefnur,
þar sem Sigurður var hrókur
alls fagnaðar og talaði sína
skýru skandinavísku sem allir
skildu. Vildu Finnarnir gjarnan
að hann fengi alltaf að tala sem
mest! Eina ferð fórum við, ásamt
konum okkar, til Japans á al-
þjóðlega hús-næðisráðstefnu.
Það var ógleymanleg ferð.
Sigurður var mikill jafnaðar-
maður og þeir sem minna máttu
sín í þjóðfélaginu áttu svo
sannarlega hauk í horni þar sem
Sigurður var.
Þegar Sigurður lauk störfum
skellti hann sér í sagnfræði í Há-
skóla Íslands. Sótti hann námið
af miklum áhuga og kappi og
þegar hann andaðist var hann að
leggja síðustu hönd á doktors-
ritgerð sína um sögu velferðar á
Íslandi frá 1889 til 1946, en það
efni var honum mjög hugleikið.
Síðustu tuttugu árin hittumst
við Sigurður ekki oft en þó
borðuðum við saman einu sinni á
ári þar sem við ræddum málin
og sögðum fréttir hvor af öðrum.
Hann sagði mér sérstaklega frá
því hvernig gengi í háskólanum
og sýndi mér þær ritgerðir sem
hann vann að hverju sinni.
Að lokum vil ég þakka Sigurði
fyrir hversu vel hann reyndist
syni mínum sem vann hjá Hús-
næðisstofnuninni á mennta-
skólaárum sínum. Þeir kynntust
síðar enn betur í Þjóðarbókhlöð-
unni en þar las sonur minn
námsefnið í sínu háskólanámi og
Sigurður vann þar alla daga að
ritgerðum sínum. Nú er þessi
höfðingi allur, hann var drengur
góður.
Ég, kona mín og sonur send-
um börnum hans, tengdasyni,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðar-
kveðjur. Megi góður guð styrkja
ykkur.
Hilmar Þórisson.
Í kjarasamningum aðila
vinnumarkaðarins árið 1986 var
gert samkomulag um húsnæðis-
mál sem hafði í för með sér
verulega hækkun á lánum hjá
Húsnæðisstofnun ríkisins. Sam-
komulagið byggðist á stóraukn-
um kaupum lífeyrissjóðanna á
skuldabréfum stofnunarinnar.
Það hafði í för með sér að allt að
55% af ráðstöfunarfé sjóðanna
fór til skuldabréfakaupanna.
Við tóku flóknir samningar á
milli lífeyrissjóðanna og ríkisins.
Við undirritun samninganna
greindi Sigurður svo frá að um
væri að ræða stærstu innlendu
lánasamninga ríkisins sem nokk-
urn tímann hefðu verið gerðir.
Það voru orð að sönnu. Þetta
voru skemmtilegir en krefjandi
tímar og var upphaf að langvar-
andi vináttu milli okkar Sigurðar
sem aldrei bar skugga á.
Þegar Sigurður lauk störfum
hjá Húsnæðisstofnun héldu
flestir að hann myndi setjast í
helgan stein en það var öðru
nær. Sigurður lauk BA-prófi í
sagnfræði og prófritgerðin
fjallaði um félagsmálapakka við-
reisnarstjórnarinnar sem sat
samfellt á árunum 1959-1971.
Þetta var létt verk fyrir Sigurð
enda hafði hann sjálfsagt komið
að undirbúningi þeirra mála. En
Sigurður lét þar ekki staðar
numið. Hann vildi gjarnan auka
við sig í námi og hóf undirbúning
að meistararitgerð sinni.
Ég man þann dag þegar Sig-
urður kom að máli við mig og
tjáði mér að hann vildi skrifa
sagnfræðilega ritgerð um líf-
eyrissjóðina. Hann hófst þegar
handa og lauk því verki með
miklum glæsibrag. Ritgerð hans
um lífeyrissjóðina er tímamóta-
verk sem þyrfti að gefa út. Á
þeim tíma var Sigurður nánast
daglegur gestur á skrifstofu
Landssamtaka lífeyrissjóða enda
fékk hann aðgang að öllum þeim
gögnum sem hann óskaði eftir.
Hann lét ekki þar við sitja. Að
loknu meistaranáminu ákvað
Sigurður að vinna að doktors-
ritgerð um íslenska velferðar-
kerfið. Sérstaklega um almanna-
tryggingar. Þetta var mikil
rannsóknarvinna sem þar fór
fram og reyndar kapphlaup við
tímann því Sigurður var kominn
vel á aldur þegar hann hóf
doktorsnámið. Það gekk því mið-
ur ekki eftir en eftir Sigurð ligg-
ur nær fullbúin doktorsritgerð.
Við Sigurður áttum vel skap
saman og höfðum við báðir
brennandi áhuga fyrir að Ísland
væri ekki eftirbátur annarra
Norðurlandaþjóða í velferðar-
málum. Sigurður átti sér margar
hliðar. Hann var stjórnmálamað-
ur og vann ötullega fyrir Al-
þýðuflokkinn. Hann var fram-
kvæmdastjóri Húsnæðis-
stofnunar ríkisins um langt
árabil og gerðist síðan fræði-
maður á sviði velferðarmála. Allt
var þetta þó samofið í einum
þræði hugsjóna Sigurðar um
jafnaðarmennsku og betra þjóð-
félag.
Ég er þakklátur að hafa
kynnst Sigurði E. Guðmunds-
syni og sendi fjölskyldu hans
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hrafn Magnússon.