Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 8. J A N Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 15. tölublað 107. árgangur
NÆLA GUÐRÍÐAR
LJÓSMÓÐUR
ER FUNDIN
ALLT UM
ÞORRA, MAT
OG BLÓT
HEFUR ÁHUGA Á
FORMFRÆÐI OG
GÖMLUM MUNUM
SÉRBLAÐ 12 SÍÐUR RÓSA GÍSLADÓTTIR 34BJÖRGUNARAFREK 15
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tryggði sér í gær-
kvöld sæti meðal tólf bestu liða heims með því að sigra Make-
dóníu, 24:22, í hreinum úrslitaleik í lokaumferð B-riðils
heimsmeistaramótsins í München. Ísland endaði því í þriðja
sæti riðilsins, á eftir Króötum og Spánverjum, Arnór Þór
Gunnarsson skoraði tíu mörk í sínum 100. landsleik og Björg-
vin Páll Gústavsson átti stórleik í markinu og þeir fögnuðu vel
í leikslok.
Íslenska liðið flýgur í dag til Kölnar þar sem það mætir
Þjóðverjum annað kvöld klukkan 19.30 og Frökkum á sunnu-
dagskvöldið, einnig klukkan 19.30, en þriðji og síðasti leikur-
inn er gegn Brasilíu á miðvikudaginn kemur. » Íþróttir
Stórþjóðirnar bíða strákanna okkar um helgina
AFP
Almyrkvi á tungli verður aðfara-
nótt mánudagsins kemur og ef vel
viðrar sést hann allur hér á landi.
Almyrkvinn hefst klukkan 4.41 að
íslenskum tíma og stendur í rúma
klukkustund. Þegar tunglið er inni í
alskugga jarðar fær það á sig blóð-
rauðan blæ og almyrkvinn er því oft
kallaður blóðmáni. „Rauða ljósið er
nógu mikið til að lýsa tunglið upp,
þannig að við sjáum það,“ segir
Walter Freeman, aðstoðarprófess-
or við Syracuse-háskóla. „Í stað
þess að vera bjart og hvítt verður
tunglið mjög dökkt og rautt, um
10.000 dimmara en venjulega.“ »19
Tunglið mun taka á
sig blóðrauðan blæ
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blóðtungl Almyrkvi sást frá Íslandi 2001.
Eiríkur G.
Guðmundsson
þjóðskjalavörður
segir að Þjóð-
skjalasafn Ís-
lands þyrfti að
hafa fleiri starfs-
menn en það hef-
ur, að mati ráð-
gjafa. Safnið
vantar einnig
meira geymslu-
rými og í heilt ár hafa ekki verið
samþykktar nýjar afhendingar
pappírsskjala.
Í lögum um opinber skjalasöfn
(77/2014) segir að mikilvægustu
skjöl safnanna skuli vera til á film-
um, í rafrænu afriti eða á öðrum
vörslumiðli og eintak afritanna
varðveitt á öruggum stað utan höf-
uðstöðva þeirra. Niðurstöður eftir-
litskönnunar Þjóðskjalasafns á
meðal héraðsskjalasafna sýna að
söfnin hafa ekki brugðist við þess-
um kröfum laganna nema að hluta.
Þjóðskjalavörður segir helstu skýr-
inguna vera þá að staða héraðs-
skjalasafnanna sé veik. »6
Héraðsskjalasöfn veik
Eiríkur G.
Guðmundsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018
í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að
ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, fram-
kvæmdastjóri RR Hótela.
Hann segir hrakspár um niðursveiflu í ferðaþjónustu
ekki hafa ræst. Þvert á móti líti árið vel út.
„Bókunarstaðan er að minnsta kosti jafn góð og í fyrra
… Maður óttaðist hvernig staðan yrði á árinu 2018. Þær
áhyggjur reyndust óþarfar,“ segir Þórður Birgir. Verð á
gistingu sé orðið „eðlilegra“.
RR Hótel hafa vaxið hratt á síðustu árum. Félagið tók
m.a. yfir rekstur Turnsvítanna í Höfðatorgsturninum í
fyrra en þær eru lúxushótel. Þá áformar félagið að opna
nýtt hótel á Hverfisgötu í lok næsta mánaðar.
Þórður Birgir segir mikla samkeppni á markaðnum.
Það komi sér vel fyrir ferðamenn. Þá hafi stóraukið fram-
boð á þjónustu í miðborginni á síðustu árum styrkt borgina
sem áfangastað. Það sé aftur líklegt til að örva eftir-
spurnina. Hátt þjónustustig yfir hátíðarnar hafi skilað sér.
Ráðstafanir vegna verkfalla
Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hót-
el- og gistiþjónustu, segir hótelrekendur uggandi vegna
mögulegra verkfalla.
„Maður hugsar það ekki til enda ef skæruverkföllum
verður beitt og reynt að loka fullbókuðum hótelum. Það er
mikill ábyrgðarhluti. Því ef gestirnir ná að koma til lands-
ins geta þeir aldrei komið að lokuðum hótelum … Það
verður mikill skaði fyrir orðspor okkar og framtíðaraf-
komu í greininni ef allt fer á versta veg og endar í hörðum
átökum,“ segir Kristófer.
Sjálfsagt séu hótelrekendur að undirbúa ráðstafanir ef
til verkfalla skyldi koma.
Árið 2019 verði enn eitt
metárið í ferðaþjónustu
Framkvæmdastjóri RR Hótela segir bókanir líta vel út
MSpáir metári í ferðaþjónustu »14