Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Epicurean skurðarbretti
Verð frá 2.690 kr.
Ný sending
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber
einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur
smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér
vel á skrifstofunni.
Dímon
Hönnuður:
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Flex skrifstofuhúsgögn
Hönnuðir:
Guðrún Margrét Ólafsdóttir
og Oddgeir Þórðarson
18. janúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.15 121.73 121.44
Sterlingspund 155.8 156.56 156.18
Kanadadalur 91.25 91.79 91.52
Dönsk króna 18.5 18.608 18.554
Norsk króna 14.191 14.275 14.233
Sænsk króna 13.513 13.593 13.553
Svissn. franki 122.53 123.21 122.87
Japanskt jen 1.1132 1.1198 1.1165
SDR 168.79 169.79 169.29
Evra 138.11 138.89 138.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.5226
Hrávöruverð
Gull 1290.5 ($/únsa)
Ál 1810.0 ($/tonn) LME
Hráolía 60.42 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnandi
Bónuss, hefur á síðustu dögum átt
fundi með stórum hluthöfum í Högum
og kynnt hugmyndir sínar um framtíð
smásölurisans. Hann hefur boðið sig
fram til stjórnar félagsins en í dag
verður kosin stjórn í kjölfar þess að
Samherji, sem er kominn í hóp
stærstu hluthafa félagsins, kallaði eftir
hluthafafundi.
Jón Ásgeir er ekki í hópi þeirra
fimm einstaklinga sem tilnefningar-
nefnd Haga leggur til að verði kosnir í
stjórnina að þessu sinni. Þrátt fyrir
niðurstöðu nefndarinnar stendur hann
við framboð sitt en ásamt honum
bjóða sjö manns sig fram til stjórnar-
setunnar.
Viðmælendur Morgunblaðsins, sem
þekkja vel til félagsins, töldu yfirgnæf-
andi líkur á að tillaga tilnefningar-
nefndar yrði samþykkt óbreytt. Þá er
talið ósennilegt að lífeyrissjóðir, sem
eru í hópi stærstu hluthafa, muni ljá
Jóni Ásgeiri stuðning sinn.
Hefur kynnt hugmyndir
sínar fyrir hluthöfum
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Á innan við einu ári hefur trygginga-
miðlunin Tryggingar og ráðgjöf selt
um 3.600 söfnunarlíftryggingar frá
slóvakíska tryggingafélaginu NOVIS
Insurance Comp-
any Inc. Vegna
þeirra eiginleika
trygginganna að
margir aðilar geta
verið um hvern
tryggingasamn-
ing, þá njóta um
4.500 manns hér á
landi trygginga-
verndar frá Novis.
Fjármálaeftir-
litið, FME, hvatti
neytendur á dögunum til að kynna sér
vandlega afleiðingar þess að segja
upp samningi um sparnað eða líf-
tryggingar hjá einu vátrygginga-
félagi til að flytja sig til annars. Þá
ítrekaði FME fyrri ábendingar þar
sem vísað var til söfnunarlíftrygginga
Novis og vakin athygli á því að fjár-
málaeftirlit Ungverjalands (Seðla-
banki) hafi tímabundið stöðvað þann
4. júlí sl. nýsölu á tryggingunum.
Komu hratt inn á markaðinn
„Við komum hratt inn á markaðinn
og höfum selt mikið á stuttum tíma.
Þetta veldur auðvitað núningi við þau
félög sem fyrir eru á markaðinum, en
ég fagna því að FME sé vakandi fyrir
hag neytenda. Novis er ungt félag, en
það er í góðum rekstri og hefur þol til
að standa við sínar skuldbindingar.
Þá má bæta því við að þegar ung-
verski seðlabankinn stöðvaði sölu á
vöru Novis, þá brást Novis fljótt við
og breytti vörunni að ósk bankans,“
segir Hákon Hákonarson, fram-
kvæmdastjóri Tryggingar og ráðgjaf-
ar, í samtali við Morgunblaðið.
Hákon segir að ein helsta ástæðan
fyrir velgengni Novis hér á landi sé að
nær engin nýsköpun hafi átt sér stað
hjá íslensku tryggingafélögunum á
sviði líf- og sjúkdómatrygginga und-
anfarin ár. Novis bjóði hinsvegar
ýmsar nýjungar sem falli fólki vel í
geð. „Þessi vara er einfaldlega sú
besta af þessu tagi sem ég hef nokkru
sinni séð,“ segir Hákon. Hann segir
að varan sé t.d. frábrugðin flestum
öðrum vörum á þann hátt að tryggt sé
fyrir 30 mismunandi sjúkdómum, og
ef viðskiptavinur fær einn af sjúk-
dómunum 30, sé hann áfram tryggður
fyrir hinum 29. Algengt sé hjá öðrum
tryggingafélögum að tryggingasamn-
ingur falli alfarið niður, séu greiddar
út bætur vegna sjúkdóms. „Þá er það
nýjung að ef til dæmis fimm manns
sameinast um einn samning, og einn
veikist alvarlega, þá halda hinir áfram
að vera tryggðir.“
Alvarlegir sjúkdómar
Til útskýringar segir Hákon að
sjúkdómatryggingar tryggi fyrir al-
varlegum sjúkdómum sem leitt geta
til dauða. Almenna reglan sé sú að
sjúklingur þurfi að lifa í 30 daga þegar
keyptar eru stakar sjúkdómatrygg-
ingar, og tryggingin á þá að hjálpa til í
eftirleiknum. Ef menn látist innan 30
daga taki líftryggingin við. „Novis
býður meira en þetta, því ef viðskipta-
vinur veikist af sjúkdómi sem er ekki
einn af þessum 30, og þarf að fara í að-
gerð, þá greiðir NOVIS bætur.“
Ennfremur segir Hákon að ís-
lensku tryggingafélögin búi gjarnan
til flokka af tryggingum. „Það þýðir
að ef þú veikist af krabbameini, þá
dettur út öll vernd fyrir krabbameini
hjá viðkomandi. Hjá Novis ertu áfram
tryggður fyrir öðrum tegundum
krabbameins.“
Hafa selt þúsundir söfnun-
arlíftrygginga á einu ári
Morgunblaðið/Þórður
Stuðningur Novis er fimm ára gamalt tryggingafélag með starfsemi í 11 Evrópulöndum og stefnir næst til Noregs.
Tryggingar
» Novis söfnunarlíftryggingin
er dýrari en aðrar tryggingar.
» Tryggingafélagið er tilbúið
að laga vöruna að aðstæðum í
hverju landi.
» Novis hefur höfuðstöðvar í
Bratislava í Slóvakíu.
» Sparnaður myndast í evrum.
» Stækkun á markaði fylgir
núningur við þau félög sem
fyrir eru.
Ýmsar nýjungar FME hefur varað við tryggingafélaginu Ungt á markaði
Hákon
Hákonarson
● Skráðir bílaleigubílar hér á landi nú í
janúar eru 21.544 talsins skv. nýbirtum
tölum frá Hagstofu Íslands. Eru þeir 7%
fleiri en bílarnir sem skráðir voru á göt-
urnar í janúar 2018. Hefur stöðugt
fjölgað þeim bílum sem bílaleigur hafa
á götunum í janúarmánuði. Þannig má
nefna að í janúar 2013 voru þeir aðeins
7.280 og hefur því fjölgað um 14.264
eða nærri 200% á sex árum. Í tölum
Hagstofunnar er einnig að finna tölur
yfir bílaleigubíla sem skilgreindir eru
„úr umferð“ en þar er átt við bíla sem
númerin hafa verið tekin af og lögð inn
og þeir ekki í notkun á meðan. Fjöldi
slíkra nemur 2.993 í ár og eru það tölu-
vert færri ökutæki en á sama tíma í
fyrra þegar þau voru 3.458 talsins.
Raunar verður að leita aftur til ársins
2015 til að finna færri bílaleigubíla í jan-
úarmánuði sem númerin hafa verið tek-
in af en það ár voru þeir 2.879.
Fleiri bílaleigubílar á götunum í janúar en fyrir ári