Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 37
Glass Þriðja myndin í þríleika leikstjór- ans M. Night Shyamalan sem hófst með Unbreakable. Kevin Crumb, David Dunn og Elijah Prince, öðru nafni Hr. Glass eða Hr. Gler, eru á geðsjúkrahúsi ásamt öðru fólki sem trúir því að það sé ofurhetjur. Með aðalhlutverk fara Bruce Will- is, Samuel L. Jackson og James McAvoy. Metacritic: 41/100 Ótrúleg saga um risastóra peru Teiknimynd byggð á samnefndri barnabók Jakob Martin Strid. Vin- irnir Mítsó og Bastían finna flöskuskeyti sem í er örlítið fræ og bréf frá borgarstjóranum sem hefur verið týndur í meira en ár. Af fræinu vex risastór pera sem þeir sigla til dularfullrar eyju. Leikstjórar eru Jørgen Lerdam, Amalie Næsby Fick og Philip Ein- stein. The Upside Bandarísk endurgerð frönsku kvikmyndarinnar Untouchables. Í henni segir af Philippe, frönskum auðmanni sem er lamaður eftir slys. Ungur maður með vafasaman feril að baki, Driss, er ráðinn sem aðstoðarmaður hans en hefur enga reynslu af umönnun fatlaðra. Á milli mannanna myndast einstök vinátta. Leikstjóri er Neil Burger og með aðalhlutverk fara Bryan Cranston og Kevin Hart. Metacritic: 45/100 Underdog Pólsk kvikmynd sem er sýnd með enskum texta. Boris Kos Kosinski er keppandi í MMA, blönduðum bardagalistum, og einn sá allra besti í þeirri íþrótt. Hann gerir af- drifarík mistök í keppni gegn sín- um helsta andstæðingi sem eyði- leggja fyrir honum ferilinn. Þarf hann að yfirstíga miklar hindranir til að endurheimta virðingu sína á ný. Myndin er byggð á sönnum at- burðum og er leikstýrt af Maciej Kawulski. Í aðalhlutverkum eru Eryk Lubos og Mamed Chalidow. Bíófrumsýningar Hetjuórar, pera, vinátta og barátta Vinasaga Úr The Upside. MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 ICQC 2018-20 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Morgunblaðið/Eggert Styrkveiting Frá úthlutun styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefningu Listhóps Reykjavíkur 2019 í Iðnó í gær. Styrkjum menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning List- hóps Reykjavíkur 2019 fór fram í Iðnó í gær og var það formaður ráðsins, Pawel Bartoszek, sem gerði grein fyrir úthlutuninni og öðrum framlögum Reykjavíkur- borgar til menningarmála. Faghópi skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands var falið að fara yfir styrkumsóknir og leggja til styrki til menningar og lista, að því er fram kemur í til- kynningu. Umsóknir voru 161 talsins og heildarupphæðin sem sótt var um rúmar 209 milljónir. Ráðið gat út- hlutað styrkjum að heildaruppæð 60.888.000 kr. til menningarmála fyrir árið 2019 og veitti það vilyrði fyrir 75 styrkjum og samstarfs- samningum fyrir þá upphæð. Fyrir eru 23 hópar með eldri samninga í gildi, skv. tilkynningu. Reykjavíkurborg hefur nú í fyrsta sinn gert samstarfssamning við Myndhöggvarafélag Reykjavík- ur og segir í tilkynningu að mikil gróska sé í félaginu og að undan- farin ár hafi hlutur ungs fólks auk- ist sem og hlutur kvenna og að fé- lagsmenn séu á þriðja hundrað. Félagið hafi staðið fyrir virku sýn- ingarhaldi bæði innan dyra sem ut- an og bæði í Reykjavík og úti á landi. Myndhöggvarafélagið og Reykjavíkurborg gera með sér samstarfssamning til tveggja ára um tvær milljónir króna á ári og fé- lagið var einnig í gær útnefnt List- hópur Reykjavíkur árið 2019. Samningar endurnýjaðir Einnig var gerður nýr tveggja ára samningur við danshátíðina Reykjavik Dance Festival og fram- lag til hennar hækkað úr þremur milljónum í fjórar á ári hverju. Þá var samstarfssamningur borgar- innar við djassklúbbinn Múlann líka framlengdur til tveggja ára og framlagið hækkað úr einni milljón króna í eina og hálfa árlega og samningar við Harbinger- sýningarrýmið og ASSITEJ, Ís- landsdeild alþjóðasamtaka um barnaleikhús, voru einnig endurnýj- aðir. Leiklistarhátíðin Lókal hlýtur þriggja milljóna króna styrk, Pera óperukollektív og sýningin Hjólið II, sem Myndhöggvarafélag Reykjavíkur stendur fyrir, hljóta tveggja milljóna króna styrk og fé- lagið Íslensk grafík hlýtur eina og hálfa milljón króna. Aðrir styrkir eru hæstir ein milljón króna en lægsta styrkupphæðin 158 þúsund krónum. Hæstu framlög til menningarlífs- ins í borginni, fyrir utan rekstur menningarstofnana hennar, fara til Leikfélags Reykjavíkur í Borgar- leikhúsi, Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og Tónlistar- og ráðstefnu- hússins Hörpu, segir í tilkynningu og að jafnframt hljóti Listahátíð í Reykjavík, Sviðslistamiðstöð í Tjarnarbíói, Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum, Bíó Paradís, Hönnunarmiðstöð og fleiri sjálf- stæðir aðilar húsnæðis- og/eða rekstrarstyrki. Af styrkþegum sem ekki hafa verið nefndir má nefna Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit verka- lýðsins sem hljóta eina milljón hvor, ljósmyndagalleríið Ramskram og kvennakórinn Vox Feminae sem hljóta sömu upphæð. Heildarlista styrkþega má finna á vef Reykja- víkurborgar og á mbl.is. Myndhöggvarafélagið útnefnt Listhópur Reykjavíkur 2019  Úthlutun styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs fór fram í gær Kvikmyndavefurinn Variety grein- ir frá því að 16 verk í vinnslu verði kynnt á Norræna kvikmyndamark- aðnum sem haldinn veðrur í Gauta- borg í 20. sinn 31. janúar til 3. febr- úar og að á meðal þeirra séu kvik- myndir Hlyns Pálmasonar og Gríms Hákonarsonar. Kvikmynd Hlyns heitir upp á ensku A White, White Day og kvikmynd Gríms, Héraðið, heitir The County á ensku. Í fréttinni segir að Ísland eigi góða fulltrúa að þessu sinni, þá Hlyn, Grím og Rúnar Rúnarsson sem muni allir kynna verk sín líkt og Benedikt Erlingsson gerði í fyrra þegar hann kynnti Kona fer í stríð. Kvikmyndavefurinn Screen International birti svo í vikunni lista yfir 25 evrópskar kvikmyndir sem líklegar væru til að freista stjórnenda kvikmyndahátíða á árinu og er Héraðið þeirra á meðal og ein af fimm norrænum kvik- myndum sem rata á listann. Kynna kvikmyndir sínar í Gautaborg Í Héraði Grímur Hákonarson vinnur nú að kvikmyndinni Héraðið og kynnir hana. Kvikmyndir sem innihalda atriði sem sýna nauðgun eða kynferðisof- beldi verða héðan í frá bannaðar börnum undir 15 ára aldri í Bret- landi. Breska kvikmyndaeftirlitið, BBFC, hefur breytt reglum sínum og hert hvað þetta varðar og einnig þegar kemur að klámfengnu mynd- efni, samkvæmt frétt dagblaðsins Guardian. Aldursmörkin hækkuð í 15 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.