Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 ✝ Konráð StefánKonráðsson var fæddur í Reykjavík 19. desember 1956. Hann lést á gjör- gæsludeild LSH 11. janúar 2019. Foreldrar hans voru Konráð Óskar Sævaldsson, f. 21.6. 1924, d. 5.4. 2012, og Alice Dalmar Sævaldsson, f. 12.7. 1919, d. 12.10. 1992. Systkini Konráðs Stefáns eru Linda Louise Konráðsdóttir, f. Páll á Sævar Briesemeister úr fyrra hjónabandi. Konráð Stefán var kvæntur Aldísi Ágústsdóttur, f. 4.8. 1948, d. 5.3. 2009, þau gengu í hjóna- band 1987. Konráð Stefán bjó í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Hann ólst upp í Vogunum og í Fellsmúl- anum í Reykjavík, en áður en Stefán hleypti heimdraganum bjó hann á Unnarbraut á Sel- tjarnarnesi. Konráð Stefán vann sjálfstætt sem sendill og hjá styrktarfélaginu Ási, starfs- maður Landsamtaka Þroska- hjálpar var hann fram á síðasta dag. Heiðursfélagi Áss styrktar- félags síðastliðin tíu ár. Hann var sæmdur gullmerki félagsins á 50 ára afmæli þess. Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 18. janúar 2019, klukkan 15. 17. 8. 1950, og Páll Dalmar Konráðs- son, f. 30.6. 1952. Hálfsystir Kon- ráðs Stefáns var Anna Karólína Konráðsdóttir, f. 18.4. 1946, d. 27.2. 2017. Móðir henn- ar var Magnea Vil- borg Þórðardóttir. Eiginkona Páls Dalmars er Alice Bjerrgård Konráðsson. Þau eru búsett í Danmörku. Þeirra sonur er Hans Christian Dalm- ar. Stefán frændi okkar systra er fallinn frá. Við Stefán vorum bræðrabörn, en feður okkur voru hálfbræður. Stefán var ættrækinn og duglegur að hafa samband við okkur systur og hringdi oft. Stundum kom hann í heimsókn og stoppaði þá dágóða stund, drakk ófáa kaffibolla og sagði sögur, af sjálfum sér og öðrum. Það var húmor í Stebba og hafði hann gaman af frásögum af samferðamönnum og sagði vel frá. Hann fylgdist vel með stór- fjölskyldunni og var ávallt með nýjar fréttir af fólki sem tengd- ist okkur á einhvern hátt. Þá hafði hann áhuga á þjóðmálum og stjórnmálaumræðu. Stefán var alltaf fínn í tauinu, í jakkafötum, með bindi, í frakka og með hatt og lagði mikið upp úr því að koma vel fyrir. Stefán var skapgóður, vin- margur, þekkti marga og vildi umgangast fólk. Hann ferðaðist víða um bæinn, þó dregið hafi úr því fyrir ári síðan, þegar hann hætti að aka um á vesp- unni. Hann lifði alla tíð sjálf- stæðu lífi og sá um sig sjálfur, með aðstoð góðs fólks. Það voru margir sem stóðu að Stef- áni og aðstoðuðu hann á ýmsa lund, stuðningsfulltrúar hans, félagsráðgjafar, starfsfólk hjá Styrktarfélaginu Ási, Þroska- hjálp, félagar í AA-samtökun- um og fleiri, þeim er öllum færðar þakkir fyrir óeigin- gjarnt starf í þágu Stefáns. Hvíl í friði, frændi Hjördís, Friðrika, Hildur og Helga Harðardætur. Háaleitisbraut 13 er ekki söm eftir fráfall okkar góða samstarfsmanns og vinar, hans Stebba. Elsku kallinn okkar sem var einstaklega bóngóður og ljúfur. Það var aðdáunarvert að sjá hversu frábærlega Stebbi gat leyst úr sínum málum ef eitt- hvað var ekki eins og það átti að vera. Ekki má gleyma öllum gullkornunum sem hann lét falla, þau munu lifa í minning- unni. Honum Stebba þótti mjög gaman að láta konurnar í hús- inu vita ef honum fannst þær líta vel út og hrósaði þeim óspart. Við sjáum hann fyrir okkur núna glaðan í lund, að hitta allt fólkið sitt og ekki síst alla þá sem hann skrifaði minningar- greinar um. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ókunnur.) Umhyggja, Ragna K. Marinósdóttir. Stefán Konráðsson eða Stebbi sendill eins og við þekktum hann öll ár er fallinn frá. Stebbi hefur starfað fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra síðustu fimmtán ár sem póstsendill, en hann kom í hús- ið þegar Þroskahjálp flutti á Háaleitisbraut árið 2004. Stebbi lést úr hjartaáfalli síðastliðinn föstudag og hryggir það okkur öll að missa góðan vin og sam- starfsmann. Stebbi var skemmtilegur og litríkur einstaklingur, hann hafði lag á því að láta fólki líða vel í kringum sig, var jákvæður og óspar á hrósið á hverjum degi. Mættu margir tileinka sér sömu bjartsýni og velhug. Hann sat oft löngum stund- um á biðstofunni á spjalli við þá sem þar sátu, en Stebbi var fé- lagslyndur og herramaður mik- ill í fasi og í klæðaburði. Við til- tektir vildi hann sjá um að panta bíl og oftar en ekki fór hann með bílstjóranum á Sorpu til að sjá til þess að verkið yrði vel unnið. Hann var hjálp- samur, trygglyndur og með gott skopskyn. Eitt sinn titlaði hann sjálfan sig sem sérlegan aðstoðarmann framkvæmda- stjóra og sinnti hann því starfi ávallt af miklum sóma. Eftir stendur minning um einstaklega hjartahlýjan og skemmtilegan mann. Innilegar þakkir fyrir allt, kæri Stebbi. Hvíl í friði. Fyrir hönd starfsfólks Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra, Vilmundur Gíslason. Að skrifa grein til minningar um Stefán Konráðsson er vandasamt verk. Stefáni fannst sjálfum minningargreinar mjög mikilvægar og skrifaði þær margar um sína daga. Það sem einkenndi minningargreinar Stebba Konn, eins og hann var alltaf kallaður, var mikil ein- lægni og væntumþykja. Fundum okkar Stebba bar fyrst saman þegar ég hóf störf á sambýlinu í Auðarstræti árið 1984. Þar bjó Stebbi ásamt sinni heittelskuðu Aldísi í lítilli íbúð í kjallara. Stebbi var þá 27 ára gamall og þurfti eflaust að- berjast fyrir eðlislægu sjálf- stæði sínu, m.a. gegn for- ræðishyggju okkar starfs- manna. Stebbi átti það til að skipta skapi ef honum fannst að skoðanir sínar og vilji væru ekki virtar. Það brást hins veg- ar ekki að hann kom síðar og bað forláts á því sem hann hafði sagt ef honum sjálfum þótti það ekki hafa verið viðeig- andi. Þetta einkenndi Stebba, gegnheill sómamaður sem gerði ríkar kröfur til sjálfs sín hvað varðar alla framkomu. Í Auðarstræti var líka oft glatt á hjalla og ég minnist sér- staklega skemmtilegrar helgar- ferðar okkar Stebba og Aldísar til Akureyrar. Síðar giftu þau Aldís og Stebbi sig og fluttu í sína eigin íbúð í Hlíðunum þar sem þau lifðu góðu lífi um tíma. Þegar fór að halla undir fæti hjá Al- dísi reyndi mikið á Stebba. Hann axlaði þá ábyrgð sem á hann var lögð af mikilli reisn allt þar til yfir lauk. Eins var með samskipti hans við Lindu systur sína, sem hann bar ávallt mikla umhyggju fyrir og taldi ekki eftir sér að gera henni lífið ánægjulegt með heimsóknum og ekki síður heimboðum m.a. um jól og á öðrum stórhátíðum. Þegar sá er þetta skrifar tók við starfi framkvæmdastjóra Landssamtakanna Þroskahjálp- ar árið 1994 var Stebbi starfs- maður samtakanna. Þar sinnti hann sendlastörfum og fleiri viðvikum. Þarna kynntist ég ýmsum sérgáfum Stebba, m.a. ótrúlegri ratvísi og þekkingu á umhverfinu svo og hæfileikan- um að nálgast upplýsingar. Það var hægt að senda Stebba með hvað sem er hvert sem er og þrátt fyrir takamark- aðan lesskilning kom hann allt- af öllu til skila. Eins var það ef hann vantaði upplýsingar um hin ýmsu mál, þá gat hann allt- af aflað sér þeirra m.a. með símtölum sem oft á tíðum virt- ust tilviljanakennd en leiddu oftar en ekki til þess að Stebbi fékk þær upplýsingar sem hann var að leita eftir. Stefán Konráðsson var lif- andi dæmi um það að gagnsemi greindar fer ekki eftir magni heldur eftir nýtingu þess sem maður hefur. Þannig var það einnig með peningamálin. Stebbi stóð stundum í viðskipt- um sem manni þótti áhættusöm miðað við hans efnahag en allt- af kom hann út úr þeim án þess að valda sjálfum sér eða öðrum vandræðum. Óneitanlega verður tómlegra hér á skrifstofu Þroskahjálpar við brotthvarf Stebba. Hann heilsaði á hverjum morgni kumpánlega og spurði um frétt- ir og líðan. Síðan velti hann fyr- ir sér veðri og horfum enda vanur því að það skipti máli þegar hann vann við að sendast um bæinn gangandi, hjólandi eða á vespunni sinni. Eftir að hafa komið þessum málum á hreint var gjarnan spurst fyrir um skoðun manns á einhverju dægurmáli eða viðraðar eigin skoðanir. Oft urðu í framhaldi líflegar umræður enda Stebbi skoðanaríkur maður. Alltaf var samt passað upp á að ekkert væri skilið eftir sem gæti valdið sárindum. Þannig skilur Stefán Konráðsson við gagnvart guði og mönnum. Far þú í friði, þín verður sárt saknað. Friðrik Sigurðsson. Konráð Stefán Konráðsson (Stebbi sendill) lést 11. janúar eftir skammvinn veikindi. Vinir og samstarfsfólk hjá Ási styrkt- arfélagi minnast hans með kær- leika og þökk. Lífssaga Stefáns hefur verið samofin sögu fé- lagsins um áratugaskeið. Hann Konráð Stefán Konráðsson Undur og stór- merki! Vegna aukins kvíða, þunglyndis og vanlíðanar meðal ungs fólks, (sannanlegar, rannsakaðar upplýsingar) hafa sálfræð- ingar þessa lands ákveðið að gefa ungu fólki helmingsafslátt af verðskrá sinni, gefið kost á einstaklings- og hópviðtals- tímum, allt það sem hentar hverjum og einum! Hugsið ykkur, nú mun tíminn ekki kosta um 15 þúsund heldur bara 7.500. Hver getur sleppt svona kostaboði? Enda hafa sálfræðingar sýnt fram á að meðferð á þeirra vegum er áhrifarík og skilar sér svo margfalt til baka til sam- félagsins, sjálfsvígum fækkar og mun fækka enn meira með tilkomu þessa kostaboðs. Eða nei, kannski ekki. Það er ekki um neitt kostaboð að ræða. Hinn almenni einstaklingur hefur ekki efni á að mæta til sálfræðings. Sálfræðings sem kannski, og bara kannski, gæti hjálpað honum við að kljást við kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir. Því sál- fræðingurinn gefur sér sjald- an tíma til að hlusta á það sem sjúklingurinn hefur að segja, talar yfir hann, kemur með ráð en sjaldan eftirfylgni. Allt þetta og meira til kom upp í huga minn þegar ég hlustaði á RÚV í kvöld þar sem Alda Karen Hjaltalín svarar sálfræðingnum Haf- rúnu Kristjánsdóttur, sem telur það siðferðilega rangt að selja fólki ákveðna hug- mynd og taka fyrir það pen- ing. Ekki veit ég, nema það sé akkúrat það sem Hafrún ger- ir í sínu starfi, selur skjól- stæðingum ákveðna hugmynd og fær greitt fyrir það um að bil, eða minnsta kosti 15 þús- und krónur. Á tímann. Hafrún kom í þáttinn full af eldmóði og (réttlátri?) reiði í garð þessarar stelpuskjátu sem ætlaði sko að segja ein- hverjum, já, allt í lagi, fullum sal af fólki, hver hennar upp- lifun væri! Hvernig vogaði hún, Alda Karen, sér að gera það! Hún gæti mögulega komið af stað einhverjum hugrenningum hjá hlust- endum, svei mér þá, jafnvel að „þeim fynd- ist þeir vera nóg“. Þvílíkt og annað eins! Og algerlega án ábyrgðar. Hafrún hefur líklega gleymt því að þegar upp er staðið ber hún, sem og aðrir sálfræðingar og geð- læknar, enga ábyrgð ef og þegar illa fer. Þegar sjúkling- ur á þeirra vegum sviptir sig lífi. Það þekki ég af eigin raun. Teymi geðlækna og sál- fræðinga föður míns vissu í hvað stefndi. Og hvað gerðu þau til að koma í veg fyrir harmleikinn. Ekkert. Akk- úrat ekki neitt. Nú nema segja okkur, aðstandendum og syrgjendum eftir á, að þetta hefðu þau vitað að væri að fara að gerast. Af því að þau eru svo klár, með svo mikla reynslu, svo mikla menntun. Vita svo miklu bet- ur en við, almúginn. Enda kom þetta okkur ekkert við. Við þurfum bara að lifa með sorginni og söknuðinum. Við vitum svo sannarlega að sjálfsvíg er alvarlegt og ber að taka alvarlega. Alltaf. Af einhverjum ástæðum nær Alda Karen til ungs fólks, hún er heiðarleg, opin, ófullkomin, viðurkennir mis- tök, talar við fólk, ekki yfir það. Viðurkennir vanmátt sinn en bendir á leiðir sem hafa hjálpað henni. Hún kem- ur fram eins og hún er klædd. Ekki meira og ekki minna. Hún leggur sig fram við að taka við ráðleggingum og leiðbeina, vísa og benda á úr- ræði sem eru í boði. Það eru engir fingur sem benda, þetta snýst um samtal. Og almenna skynsemi, ég geri mér grein fyrir að með gríni má nálgast sannleikann, ég hef vit og gáf- ur til að greina á milli. Al- mennt er almúginn bara nokkuð skynsamar hugsana- verur. Svona í heild. Rannsóknir hafa sannan- lega sýnt að áhrif sterkrar og góðrar sjálfsmyndar auka lík- ur á bata. Hver sem sjúkdóm- urinn er. Hvort sem von er um bata eða ekki. Ég hef sótt tíma hjá ýmsum sálfræð- ingum og sérfræðingum. Þeir sem hafa hjálpað mér eru hjúkrunarfræðingur, fjöl- skylduráðgjafi, geðlæknir (gamall í hettunni, sem gaf sér tíma fyrir mig, var mann- eskjulegur) og prestur. Sál- fræðingar hafa akkúrat ekk- ert gert til að aðstoða mig í glímu minni við þunglyndi og kvíða. Ef ég ætti að velja á milli þess að hitta Öldu Karen eða sálfræðing, þá væri það val ekki erfitt. Alda Karen yrði alltaf fyrir valinu. En hvað veit ég, ég er bara not- andi þjónustu (þegar ég hef efni og aðstæður til) og ekki er ég með heilbrigðismenntun að baki. Samt með meistara- próf og stefnir nú í nokkrar diplómur innan kennslufræð- innar og geðheilbrigðisfræða. Þessar umræður sem sál- fræðingar hafa komið af stað vegna námskeiðs Öldu Kar- enar hafa lítið gert fyrir mig, nema að styrkja mig í þeirri trú, að þeir viti lítið um mann- lega hegðun og þarfir. Tími sé kominn fyrir þá að líta örlítið upp úr fræðunum, koma sér niður af sjálfskipuðum stalli og horfast í augu við almenn- ing. Því þegar upp er staðið erum við öll einstaklingar með margvíslegar þarfir, það sem hentar einum, hentar ef til vill ekki öðrum. Setningin „ég er nóg“ á rétt á sér. Ávallt. Ég er móðir, eiginkona, amma, hunda- og kattaeig- andi, syrgjandi, þunglyndis- og kvíðasjúklingur, með meistaragráðu í menntunar- fræðum, nemi í háskóla sem lýkur á vordögum með (lík- lega) tveimur diplóma- gráðum, jafnvel þeirri þriðju í haust … Sem sagt bara al- múgi sem hefur ýmislegt til málanna að leggja og tekur fulla ábyrgð á því sem ritað hefur verið hér að framan. Snákaolía eða kannski bara almenn skynsemi? Eftir Sonju Dröfn Helgadóttur Sonja Dröfn Helgadóttir »Hugleiðingar vegna (óvæg- innar) gagnrýni á námskeið Öldu Karenar Hjaltalín af hendi „sérfræð- inga“. Höfundur er grunnskóla- kennari og nemi. Morgunblaðinu barst bréf frá 14 ára bandarískri stúlku, Louella Horning, sem langar að eignast íslenska penna- vini á svipuðum aldri. Bréfasamskiptin myndu fara fram á ensku þar sem hún talar ekki íslensku. Póstfang Louella er: Louella Horning 3620 Rosetow Rd. Pembroke, KY 42266 USA. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is 14 ára stúlka óskar eftir pennavinum Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgun- blaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðsló- góinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn „Senda inn grein“ er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgun- blaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.