Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18
Fjölskyldufyrirtæki
frá 1953
Þú kemur með
fjórar flíkur en
greiðir fyrir þrjár
(ódýrasta flíkin frítt)
4 3fyrir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Morgunblaðið/Rax
Brottkast Eftirlit með brottkasti er
sagt veikburða og ómarkvisst.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Eftirlit Fiskistofu með brottkasti er
veikburða og ómarkvisst. Þá er eft-
irlit stofnunarinnar með vigtun sjáv-
arafla takmarkað og efast má um að
það skili tilætluðum árangri.
Þetta kemur meðal annars fram í
stjórnsýsluúttekt á eftirliti Fiski-
stofu sem unnin var af Ríkisend-
urskoðun að beiðni Alþingis.
Segir einnig í skýrslunni að sam-
þjöppun aflaheimilda styðji ekki
með viðunandi hætti við markmið
laga um stjórn fiskveiða og um-
gengni um nytjastofna sjávar.
Ríkisendurskoðun vísar á bug
mati atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytisins um að brottkast sé
„óverulegt“ á Íslandi. Vísað er til
þess að innan fiskveiðikerfisins sé
mikill hagrænn hvati til þess að
stunda brottkast. Vegna veikleika
eftirlitsins sé í raun engin forsenda
til þess að fullyrða um umfang
brottkasts hér við land.
Þá er sagt að Fiskistofu sé í raun
ómögulegt að sinna öllu því eftirliti
sem henni ber að sinna, meðal ann-
ars vegna skorts á úrræðum og við-
urlögum. Þá tekur Ríkisendurskoð-
andi fram að hvorki liggi fyrir skýr
árangursmarkmið né árangursmæl-
ingar í eftirliti með brottkasti og að
auka þurfi viðveru eftirlitsmanna
um borð í fiskiskipum og horfa til
tækninýjunga við eftirlit. Þá er lagt
til að gerðar verði skýrar kröfur um
aðstöðu til vigtunar og eftirlit hafn-
aryfirvalda.
Styrkja samstarf við Gæsluna
Ríkisendurskoðandi mælist til að
kannað verði hvort auka megi sam-
starf Fiskistofu og Landhelgisgæslu
Íslands við eftirlit með brottkasti.
„Líkt og fram kemur [í skýrsl-
unni] þá vantar meiri mannskap og
það þarf að skoða regluverkið. Það
er svona uppistaðan,“ segir Eyþór
Björnsson fiskistofustjóri við Morg-
unblaðið. Hann segir öll atriði
skýrslunnar verða skoðuð þar inn-
andyra.
„Það kemur náttúrulega fram í
skýrslunni að Fiskistofa tekur undir
þessar tillögur,“ segir Eyþór.
Þá segir Eyþór nú þegar unnið að
því að efla starfsemi hafnanna og
fylgir Landhelgisgæslan því eftir.
„En eins og stendur í skýrslunni
þá þarf að auka viðveru eftirlits-
manna um borð en það gerist ekki
nema með meiri mannskap,“ segir
Eyþór, en lagt er til í skýrslunni að
fjöldi starfsmanna sem sinna eftirliti
verði endurskoðaður.
Fiskistofa getur ekki sinnt eftirliti
Skortur er á mannskap, úrræðum og viðurlögum, að sögn Ríkisendurskoðunar Veikleiki eftirlits
gerir það ómögulegt að meta umfang brottkasts Samþjöppun aflaheimilda styður ekki markmið laga
Reykjavíkurborg og hæstaréttarlög-
maðurinn Ástráður Haraldsson hafa
komist að samkomulagi um að
Reykjavíkurborg greiði Ástráði
þrjár milljónir króna eftir að borgin
braut jafnréttislög við skipun borg-
arlögmanns.
Ástráður var meðal þeirra sem
sóttu um starfið og taldi kærunefnd
jafnréttismála hann hafa verið hæf-
ari en Ebba Schram, sem skipuð var
í embættið í ágúst á síðasta ári. Jafn-
réttislög voru brotin við ráðningu
Ebbu. Ástráður og Ebba, sem einnig
er hæstaréttarlögmaður, sóttu bæði
um starfið og taldi Ástráður brotið á
sér vegna kynferðis síns þegar Ebba
var ráðin og staðfesti kærunefndin
það í fyrra. Í samkomulagi Reykja-
víkurborgar og Ástráðs kemur fram
að borgin skuli greiða honum þrjár
milljónir eigi síðar en 21. janúar nk.
Viðurkenna ekki bætur
Tekið er sérstaklega fram í sam-
komulaginu að ekki sé um að ræða
viðurkenningu borgarinnar á skaða-
eða miskabótaskyldu en þar segir:
„Samkomulag þetta felur ekki í
sér viðurkenningu af hálfu Reykja-
víkurborgar á sérstakri skaða- eða
miskabótaskyldu vegna þeirra at-
vika sem um ræðir. Í samkomulagi
þessu felst þó að niðurstaða kæru-
nefndar jafnréttismála verður ekki
undir dómstóla borin.“ mhj@mbl.is
Borgin greiðir
Ástráði 3 milljónir
Brutu lög við skipun borgarlögmanns
Leggst yfir
hvala-
skýrslu HÍ
„Menn telja að
finna megi fleiri
stofna sem þola
sjálfbærar veið-
ar, en ég hef
svarað þessu á
þann veg að við
höfum ekki neina
úttekt Hafrann-
sóknastofnunar á
því máli og þar til
slíkt mat liggur fyrir er þetta ekki
mál sem er að koma til ákvörðunar,“
segir Kristján Þór Júlíusson, sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra, í
samtali við Morgunblaðið, en reglu-
gerðarákvæði um leyfi til veiða á
stórhvölum rann út í árslok 2018.
„Ef hefja á hvalveiðar aftur þá
þarf að gefa út nýja reglugerð. Ég
þarf hins vegar að renna yfir skýrsl-
una áður og kynna mér efni hennar
vel,“ segir Kristján Þór og vísar til
nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands um þjóðhagsleg
áhrif hvalveiða, sem unnin var fyrir
atvinnuvegaráðuneytið, og kynnt
var í fyrradag. Þar kemur meðal
annars fram að fullyrðingar um nei-
kvæð áhrif hvalveiða á íslenskt
efnahagslíf eiga ekki við rök að
styðjast.
Þá segist ráðherrann ekki finna
fyrir þrýstingi frá útgerðum um að
hefja veiðar á ný.
Kristján Þór
Júlíusson
Finnur ekki fyrir
þrýstingi um veiðar
Landhelgisgæslan fékk í vikunni afhentan nýj-
an léttabát fyrir varðskipið Tý. Báturinn, sem
er 8,5 metrar á lengd, nefnist Flengur 850 og
var smíðaður af Rafnari ehf., en hönnun hans
var unnin í samvinnu við Landhelgisgæsluna,
að undangengnu útboði árið 2017.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri
aðgerðasviðs, segir að löng hefð sé fyrir létta-
bátum um borð í íslensku varðskipunum, en
Flengur er hugsaður sem endurnýjun á svoköll-
uðum Springerbátum, sem voru keyptir um
aldamótin, en þeir eru nú úr sér gengnir.
Bátar eins og Flengur eru nýttir við ýmis
störf sem þarf að vinna út frá varðskipunum.
„Það er til dæmis að fara á milli skipa, fiski-
skipa og annarra, þegar farið er í eftirlit,“ seg-
ir Ásgrímur. Þá séu léttabátar oft notaðir við
leitar- og björgunarstörf. „Það getur til dæmis
komið til að fiskiskip sé að reka upp á land, og
þar sem varðskip kemst ekki þetta grunnt fara
þessir bátar og koma dráttartaug á milli þann-
ig að hægt sé að draga skipið frá landi,“ segir
Ásgrímur og bendir á að oft sé erfitt að at-
hafna sig á hafinu kringum landið og því þurfi
öfluga báta í þessi verkefni. Hann segir að-
spurður að ekki séu áform eins og er um að fá
fleiri báta á borð við Fleng en bendir á að bún-
aður af þessu tagi sé það dýr að það sé alltaf
háð útboði þegar þarf að endurnýja léttabát-
ana. Hins vegar byggist hönnun Flengs á sömu
hönnun og notuð var fyrir varðbátinn Óðin, en
Óðinn er notaður við ýmis verkefni Landhelgis-
gæslunnar. „Þetta er skrokklag og bátsgerð
sem reynist mjög vel við íslenskar aðstæður og
við erum ánægðir með þessa báta,“ segir Ás-
grímur að lokum. sgs@mbl.is
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Flengur nýttur í alls kyns verkefni
Morgunblaðið hafði samband við al-
þingismennina Karl Gauta Hjalta-
son og Ólaf Ísleifsson og spurði
hvort þeir vildu tjá sig um ummæli
Ingu Sæland, formanns Flokks
fólksins, í aðsendri grein „Karlar
sem hatast við konur“ sem birtist í
Morgunblaðinu gær.
Ólafur kvaðst ekki sjá neina
ástæðu til að bregðast við greininni.
„Ég ætla ekki að fara í leðjuslag við
formann Flokks fólksins,“ sagði
Karl Gauti.
Í aðsendri grein, sem birt er í
Morgunblaðinu í dag, segir Halldór
Gunnarsson, fyrrverandi stjórnar-
maður í Flokki fólksins, Ingu Sæ-
land hafa kastað „illmælgi að þrem-
ur mönnum sem vildu hjálpa henni“
og að uppistaða greinar Ingu sé rétt-
læting hennar fyrir að hafa rekið „þá
þingmenn sem báru uppi málefna-
starf þingflokksins“.
»21
Tjá sig ekki um
ummæli Ingu