Morgunblaðið - 18.01.2019, Side 4

Morgunblaðið - 18.01.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 MANDUCA BURÐARPOKINN Manduca burðarpokinn er hannaður með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Veður víða um heim 17.1., kl. 18.00 Reykjavík 0 alskýjað Hólar í Dýrafirði -7 léttskýjað Akureyri -6 snjókoma Egilsstaðir -5 snjókoma Vatnsskarðshólar 2 alskýjað Nuuk -8 skýjað Þórshöfn -2 skýjað Ósló -4 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 snjókoma Stokkhólmur -5 léttskýjað Helsinki -7 skýjað Lúxemborg 3 slydduél Brussel 2 rigning Dublin 2 skýjað Glasgow 1 heiðskírt London 3 heiðskírt París 4 skúrir Amsterdam 2 skúrir Hamborg 4 skýjað Berlín 5 léttskýjað Vín 5 heiðskírt Moskva -3 snjóél Algarve 16 léttskýjað Madríd 5 þoka Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 rigning Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -18 snjókoma Montreal -18 léttskýjað New York -2 heiðskírt Chicago 0 þoka Orlando 17 léttskýjað  18. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:48 16:29 ÍSAFJÖRÐUR 11:18 16:09 SIGLUFJÖRÐUR 11:02 15:51 DJÚPIVOGUR 10:24 15:52 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Suðaustan 13-20 m/s, rigning eða slydda og hiti 0 til 5 stig, en þurrt NA-til. Á sunnudag Suðvestan 10-18 m/s og él, en létt- skýjað á N- og A-landi, hvassast við SV-ströndina. Víða skúrir eða él, en hægviðri og birtir til NA-lands. Hiti 0 til 5 stig syðst, en frost annars 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum nyrðra. Í nýrri könnun verðlagseftirlits Al- þýðusambands Íslands (ASÍ), á breytingum á gjaldskrá fyrir vistun og fæði í leikskólum 16 stærstu sveit- arfélaganna 2018 til 2019 kom fram að níundi tíminn í vistun væri dýrastur í Kópavogi. Þar hækka leikskólagjöld um 44% á mánuði ef barn er í leik- skóla níu tíma á dag í stað átta. Sigríður Björg Tómasdóttir, al- mannatengill Kópavogsbæjar, segir að eftir hrun hafi ýmsar hugmyndir verið ræddar í hagræðingarskyni í rekstri sveitarfélaga. Þar með talið í rekstri leikskóla. Allar leiðir hafi ver- ið skoðaðar, t.d. að draga úr þjónustu, hækka gjaldskrár og fleira. Kópavogsbær tók þá ákvörðun 2009 að hækka kostnað vegna vistun- ar umfram átta klukkkustundir á dag í byrjun árs 2010 í stað þess að draga úr þjónustu með styttri opnunartíma eða heimila ekki lengri vistun en átta tíma. Sigríður segir að síðan þá hafi engar róttækar gjaldskrárbreytingar orðið aðrar en prósentuhækkanir á gjaldskrá. Hún segir að sú hækkun hafi verið lægri en hækkun á verðlagi almennt eða launakostnaði. Sem þýði að þegar allt sé skoðað hafi hlutur for- eldra í rekstrarkostnaði leikskóla lækkað. Sigríður segir að að meðaltali greiði foreldrar í Kópavogi um 13,4% af raunkostnaði rekstrar leikskóla í dag. 100 af 2000 nýta níu tíma vistun Eftir að gjald fyrir níunda tímann í leikskólum Kópavogs hækkaði um 44%, fækkaði börnum sem nýttu sér vistun úr rúmum 200 í 100 að sögn Sigríðar. Hún segir að í leikskólum Kópavogs séu 2000 börn, af þeim séu 100 í vistun í níu tíma og einhver hluti í átta og hálfa tíma. Sigríður segir enga umræðu hafa farið fram um lækkun á verði níunda tímans. Það stafi m.a. af því að lítlar eða engar fyrirspurnir hafa borist um breytingar á gjaldskrá vegna hans. Tíðarandinn sé á þann veg í dag að al- mennt sé talið að átta tíma vistun sé nóg fyrir börn í leikskóla. Undir þau sjónarmið taki leikskólakennarar með faglegum rökum. Sigríður segir að Kópavogsbær hafi boðið upp á níu og hálfs tíma vist- un en það hafi verið lítið notað og sé ekki í boði lengur. „Í leikskólum sem bjóða upp á níu tíma vistun mæta börn sem nýta sér hana fyrr á morgnana og eru sótt kl. 16.30,“ segir Sigríður sem bendir á að frá 1. febrúar loki allir leikskólar í Kópavogi kl. 16.30 enda sé lítil eft- irspurn eftir lengri tíma. Níu tíma vistun barna 44% dýrari  Var hækkað eftir efnahagshrunið Þistilfinka, sjaldgæfur flækingsfugl, hefur haldið til á Faskrúðsfirði að undanförnu. Hún er þar í slagtogi með auðnutittlingum, sem eru henni náskyldir. Snjór hefur verið yfir öllu en þessir litlu fuglar hafa ekki látið það á sig fá. Þistilfinka er smávaxin og hennar helstu heimkynni eru í Evrópu, Norður-Afríku og Vestur- og Mið-Asíu. Hún heldur sig einkum í skóglendi en hefur ekki sést hér á landi nema í innan við 20 skipti frá upphafi skrán- inga. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson Sjaldgæfur flækingsfugl á ferðinni Þistilfinka sást í slagtogi með auðnutittlingum á Fáskrúðsfirði Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Erindi Elínar Bjargar Ragnarsdótt- ur lögmanns til siðanefndar RÚV gæti orðið fyrsta málið sem siða- nefndin tekur fyrir. Til hennar var stofnað haustið 2016 en nefndin hef- ur enn ekki tekið eitt einasta mál til umfjöllunar, að sögn formannsins, Gunnars Inga Jóhannssonar hæsta- réttarlögmanns. Einu máli hefur verið vísað til nefndarinnar en það féll ekki undir starfssvið hennar. Gunnar hafði ekki fengið erindi El- ínar í gærdag en það var sent til RÚV á þriðjudag. Elín Björg ritaði grein í Morgun- blaðið í gær þar sem hún fordæmdi vinnubrögð Kastljóssins varðandi viðtal sem tekið var við hana árið 2012. Segist hún hafa verið boðuð í viðtal þar sem hún ræddi almennt um samkeppnislega mismunun í inn- lendri fiskvinnslu og nauðsyn að- skilnaðar veiða og vinnslu. Elín var á þessum tíma framkvæmdastjóri Samtaka fiskframleiðenda og út- flytjenda. Viðtalið birtist aldrei en hluti þess birtist síðar í umfjöllun Kastljóssins um húsleit hjá Sam- herja. Vill Elín meina að látið hafi verið að því liggja að hún hafi verið að tjá sig um málefni Samherja þeg- ar ummælin voru í raun almenns eðlis og viðtalið tekið löngu fyrr. Reyndu að ná í Elínu Sigmari Guðmundssyni, sem var ritstjóri Kastljóssins á þessum tíma, hafði ekki gefist tími til að rifja mál- ið upp að fullu þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Hann vill þó koma því á framfæri að skýrt hafi verið tekið fram í umfjöllun þáttar- ins að viðtalið við Elínu Björgu hafi verið tekið áður en mál Samherja kom upp. Í grein sinni sagði Elín Björg að ómögulegt væri annað en „að draga þá ályktun að ég hafi verið að lýsa meintu ólöglegu athæfi Sam- herja“. „Hún talar eins og við höfum látið líta svo út að hún sé að tala með beinum hætti um rannsóknina sjálfa. Það kemur hins vegar skýrt fram í inngangi umfjöllunarinnar að viðtölin sem birtast í innslaginu voru tekin áður en rannsóknin hófst. Þar fer ekkert á milli mála að hún er að tala almennt,“ segir Sigmar og bendir á að umfjöllun þessa megi finna á Youtube. Hvað athugasemdir Elínar Bjarg- ar til útvarpsstjóra, fréttastofu RÚV og Kastljóss varðar segir Sig- mar að reynt hafi verið að bregðast við þeim. „Það var ekki ljóst hvort þetta var athugasemd eða hvort hún vildi fá leiðréttingu. Ef við fáum nótu frá einhverjum er ekki sjálfgefið að við birtum hana. Við reyndum ítrekað að hringja í hana til að fá skýringar en hún svaraði okkur aldrei. Þetta er það sem við getum sagt um málið í bili,“ sagði Sigmar. Páll Magnússon alþingismaður, sem var útvarpsstjóri þegar málið kom upp, hafði ekki haft tök á að kynna sér málið þegar Morgunblað- ið ræddi við hann í gær. Gæti orðið fyrsta mál siðanefndar RÚV  Fyrrverandi ritstjóri Kastljóss neitar því að óeðlilegum vinnubrögðum hafi verið beitt við viðtal við Elínu Björgu Ragnarsdóttur árið 2012  Siðanefnd RÚV hefur starfað síðan 2016 en ekki enn fjallað um mál Morgunblaðið/Eggert RÚV Vinnubrögð Kastljóss voru ekki boðleg, að mati Elínar Bjargar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.