Morgunblaðið - 18.01.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033
30-50%
afsláttur
ÚTSALA
karlmenn
Flottir í fötum
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að
fella niður fjölda norðurljósaferða í
vetur eða þá að ferðir hafa reynst ár-
angurslitlar þegar horft er til himins
að kvöldlagi. Virknin á norðurhveli
hefur ekki verið mikil í vetur og tíðar-
farið verið óhagstætt. Þó sást til norð-
urljósa víða um land í fyrrakvöld en
spár næstu daga gera ráð fyrir mjög
lítilli virkni.
Sævar Helgi Bragason, ritstjóri
Stjörnufræðivefsins, segir desember
og janúar almennt ekki virkasta tíma-
bilið. Virkni norðurljósa sé háð sveifl-
um frá hausti og til vors, þegar dag
tekur að lengja á ný. Síðasta haust
hafi verið ágætt.
„Annars erum við að sigla inn í ró-
legan tíma í virkni sólarinnar. Þetta
ár, 2020 og 2021 ættu að vera frekar
róleg, það verður minna um öfluga,
litríka norðurljósastorma sem allir
hafa glaðst yfir undanfarin ár. Það er
náttúruleg og eðlileg sveifla. Norður-
ljósin hverfa ekkert en þau verða bara
aðeins veikari,“ segir Sævar Helgi.
Hann segir upplifun fólks undan-
farnar vikur, eða frá byrjun desem-
ber, vera hefðbundna fyrir lágmarks-
virkni norðurljósa.
„Síðan hefur viðrað illa og sett strik
í reikninginn. Skýin að undanförnu
hafa verið ansi þykk.“
Sævar Helgi segir spána fram-
undan ekki gefa góð tækifæri til að sjá
norðurljós. Núna sé ekkert svæði á
sólinni að dæla til okkar hraðfleygum
sólvindi en það ætti að breytast í lok
janúar.
„Þá kemur svokölluð kórónugeil,
sem er op í kórónu sólarinnar. Út úr
þessari geil streymir hraðfleygur sól-
vindur. Þegar slíkir vindar leika um
jörðina fáum við góð norðurljós,“ seg-
ir Sævar Helgi og reiknar með að
þessir kórónugeil geti varað í tvær til
þrjár nætur. Hann vonast til að mars
og apríl verði góðir norðurljósamán-
uðir, líkt og oft áður.
„Við þurfum ekkert að örvænta en
undirbúa okkur fyrir aðeins minni
virkni næstu tvö árin á þeim ljósum
sem kallast seljanleg,“ segir Sævar
Helgi og minnir á að þá sé gott að
þekkja margt annað en norðurljósin á
stjörnuhimninum.
Vita um happdrættið
Norðurljósaferðir hafa verið eitt
helsta verkefni rútufyrirtækja yfir
veturinn. Þórir Garðarsson hjá Gray
Line segir vertíðina hingað til hafa
verið heldur lélega. Búið sé að afbóka
margar ferðir í vetur en það hafi verið
kærkomið að sjá loksins einhverja
ljósasýningu á himni í fyrrakvöld.
Á góðu kvöldi eru dæmi um að rút-
urnar hafi flutt allt að 2.000 ferða-
menn í norðurljósaferðir. Algengustu
„sýningarstaðir“ eru Þingvellir og
Hellisheiði en annars er farið þangað
sem helst er eitthvert útsýni til him-
ins. Ef norðurljós sjást ekki geta
ferðamenn fengið að koma í aðra ferð
án þess að borga.
„Ferðamenn vita að þetta er happ-
drætti, það er búið að upplýsa þá um
að norðurljósin eru ekki sjálfgefin.“
Morgunblaðið/Eggert
Norðurljós Spáð er minni virkni norðurljósa næstu tvö árin. Hér dansa ljósin á himni yfir Skorradalsvatni.
Lítið um norðurljós í vetur
og mörgum ferðum aflýst
Spáð er mun minni virkni sólarinnar næstu tvö árin
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Aðeins 30% héraðsskjalasafna (sex
söfn) hafa afritað mikilvæg skjöl í
safnkosti sínum með tilliti til hamfara
en 70% (14 söfn)
hafa ekki gert
það. Fimm hér-
aðsskjalasöfn sem
afritað höfðu mik-
ilvæg skjöl voru
með afritin á raf-
rænu formi en eitt
var einnig með
þau á pappír. Ör-
yggisafritin voru
vistuð utan allra
safnanna, eins og
kveðið er á um í lögum, en þrjú höfðu
einnig afrit innan safnanna. Þetta
kemur fram í skýrslunni Starfsemi
héraðsskjalasafna, en í henni eru
birtar niðurstöður eftirlitskönnunar
Þjóðskjalasafns Íslands 2017.
Kröfur voru hertar 2014
Í lögum um opinber skjalasöfn (77/
2014) segir að mikilvægustu skjöl
safnanna skuli vera til á filmum, í raf-
rænu afriti eða á öðrum vörslumiðli
og eintak afritanna varðveitt á örugg-
um stað utan höfuðstöðva þeirra. Í
eftirlitskönnuninni er einnig spurt
hvort mat á skjölum með tilliti til
hamfara hafi farið fram, það er hvaða
skjöl þurfi að flytja og þá hvert komi
til hamfara. Þrjú héraðsskjalasöfn
(15%) höfðu gert slíkt mat en 17
(85%) höfðu ekki gert það. Fram
kemur í skýrslunni að brýnt sé að
héraðsskjalasöfn láti gera slíkt mat í
ljósi þess hve líklegt er að náttúru-
hamfarir geti valdi miklu tjóni.
Sex héraðsskjalasöfn (30%) voru
með neyðaráætlun um hvernig skuli
bregðast við ef hamfarir verða en 14
(70%) voru það ekki.
Eiríkur G. Guðmundsson þjóð-
skjalavörður segir að helsta skýring-
in sé sú að staða héraðsskjalasafn-
anna sé veik. „Þau hafa lítið bolmagn
og þurfa að forgangsraða því að halda
opnu og sinna nauðsynlegustu verk-
efnum. Þetta hefur ekki fengið þann
forgang sem gott væri.“
Hann bendir á að þessar kröfur
hafi verið gerðar í lögum sem sett
voru árið 2014. Með lögunum hafi al-
mennt komið ný sýn á skjalamál hjá
hinu opinbera. „Við erum ekki búin að
uppfylla kröfur þessara nýju laga. Ég
tel ekki að þar sé um meðvitaða
vangá að ræða heldur er þetta til
marks um að þessi málaflokkur
stendur ekki mjög sterkt,“ segir Ei-
ríkur. Í skýrslunni kemur einnig fram
að héraðsskjalasöfnin hafi samtals
talið að þörf væri á 26 stöðugildum í
viðbót við þau 36,3 sem þegar eru á
söfnum. Það væri fjölgun stöðugilda
um 72%. Ljóst þykir í ljósi niður-
staðna að héraðsskjalasöfnin geti
varla sinnt öllum lögbundnum verk-
um sínum eins og þau eru mönnuð í
dag.
Skanni fyrst elstu gögnin
Sveitarfélögin reka héraðsskjala-
söfnin en Þjóðskjalasafn Íslands er
ríkisstofnun. Þjóðskjalasafnið hefur
eftirlit með héraðsskjalasöfnunum og
setur reglur fyrir allt sviðið, bæði
sveitarfélög og ríki. Á fjárlögum er
rekstrarstyrkur til héraðsskjalasafna
upp á 15 milljónir á ári sem Þjóð-
skjalasafnið deilir út eftir umfangi og
starfsemi héraðsskjalasafnanna.
Einnig er styrkur til skönnunar og
birtingar skjala í héraðsskjalasöfnum
upp á 16 milljónir króna á ári sem
Þjóðskjalasafn úthlutar einnig. Eirík-
ur segir að við útdeilinguna sé lögð
áhersla á að menn skanni fyrst elstu
gögnin og einnig geti það þjónað því
markmiði að taka afrit af því mikil-
vægasta. Litið er á þau afrit sem ör-
yggisafrit.
Öryggisafritunin situr á hakanum
Morgunblaðið/Ómar
Þjóðskjalasafnið Geymslurnar eru yfirfullar og þarf meira húsnæði svo
hægt sé að taka við skjölum. Skjölin eru nú hjá ýmsum stofnunum.
Staða héraðsskjalasafnanna er veik Ekki er búið að uppfylla kröfur sem gerð-
ar voru með nýjum lögum 2014 Héraðsskjalasöfnin þurfa að fjölga starfsfólki
Helga Vala Helgadóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, hefur óskað
eftir því við embætti ríkislögreglu-
stjóra að fá um
sig allar upplýs-
ingar úr LÖKE,
upplýsingakerfi
lögreglunnar.
Þetta staðfesti
hún í samtali við
mbl.is í gær, en
tilefni þessa er
að undanfarna
daga hafa gengið
um hana sögu-
sagnir þess efnis
að hún sé haldin stelsýki og að hún
hafi stolið varningi úr verslunum.
„Sem lögmaður veit ég að það er
gott að geta slengt fram gögnum
máli sínu til stuðnings,“ sagði
Helga Vala, sem sagðist hafa hleg-
ið að sögusögnunum til að byrja
með.
„Það er mér í blóð borið að fara
þessa leið. Brandarinn var orðinn
aðeins of súr,“ sagði hún.
Sögð hafa stolið sódavatni
Hún hefur þegar fengið staðfest-
ingu frá Högum hf. þess efnis að
hún hafi ekki verið tekin fyrir
refsiverða háttsemi í verslunum
Haga, sem reka meðal annars
verslanir Hagkaupa og Bónuss.
Umræddar sögusagnir snerust
aðallega um það að Helga Vala
hefði ýmist verið gripin við að stela
úr Hagkaupum, Bónus eða 10-11.
Sögunni fylgdi að hún hefði átt að
hafa tekið sódavatnsflösku ófrjálsri
hendi.
Helga Vala óskar
eftir LÖKE-gögnum
Hló að sögusögnunum í byrjun
Helga Vala
Helgadóttir
Eiríkur G. Guðmundsson þjóð-
skjalavörður segir að Þjóð-
skjalasafnið þyrfti að hafa fleiri
starfsmenn en það hefur, að
mati ráðgjafa. Safnið vantar
meira geymslurými og í heilt ár
hafa ekki verið samþykktar nýj-
ar afhendingar pappírsskjala.
Skjöl sem ættu að vera í safninu
eru í geymslu hjá stofnunum.
Allt frá 2013 hefur verið í
undirbúningi að laga hús 5 við
Laugaveg 164 svo það henti
sem skjalageymsla. Þar mun
bætast við pláss upp á 15.000
hillumetra. Upphaflega var
stefnt að því að þetta húsnæði
yrði tilbúið 2017. Áætlanir hafa
ekki gengið eftir og útboð á
verkinu ekki enn farið fram.
„Þetta er verulega slæmt og
ekki komin lausn á málinu,“
segir Eiríkur. „Við eigum von á
að hitta ráðherra vegna þessa
máls á næstunni.“
Einnig er áformað að byggja í
framtíðinni nýtt húsnæði á lóð-
inni en talið er að Þjóðskjala-
safnið geti verið til frambúðar
við Laugaveg 162-164 verði þar
nægur húsakostur.
Vantar pláss
og starfsfólk
ÞJÓÐSKJALASAFNIÐ
Eiríkur G.
Guðmundsson