Morgunblaðið - 18.01.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 18.01.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sérfræðingar í auglýsinga- og mark- aðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélafram- leiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Í auglýsing- unni er tekin afstaða með #MeToo byltingunni og karlmenn hvattir til að breyta hegðun sinni. Skilaboðin eru að gamalgrónar hugmyndir um sterka karlmenn og hin svokallaða „eitraða karlmennska“ sé á undan- haldi. Velþekktu slagorði Gillette var til að mynda breytt í spurningu, „Is this the best a man can get?“ Margir karlar móðgaðir Auglýsingin fór í loftið á sunnudag og hefur vörumerkið fengið hrós þeirra sem telja að hugrekki þurfi til að senda þessi skilaboð frá sér. Ís- lenska utanríkisráðuneytið sendi til að mynda frá sér velþóknunartíst í vikunni. En það eru ekki allir á einu máli um ágæti auglýsingarinnar sem hafði fengið tæp 17 milljón áhorf á Youtube seinnipartinn í gær. Ríflega 400 þúsund létu sér líka við auglýs- inguna, gáfu henni þumal upp, en yfir 800 þúsund lýstu sig ósátta. Af hátt í 250 þúsund ummælum virðist mikill meirihluti ósáttur við auglýsinguna. Margir karlmenn virðast móðgaðir við skilaboð auglýsingarinnar og sumir segjast aldrei munu nota vörur Gillette aftur. Talsmaður fyrirtækis- ins vestanhafs segir á móti að þar sem fyrirtækið hvetji karlmenn til að vera besta útgáfan af sjálfum sér sé mikilvægt að taka þátt í þessu sam- tali. „Við viljum hvetja til breytinga með því að viðurkenna að gamla við- kvæðið, „strákar munu alltaf vera strákar,“ er engin afsökun.“ Skiptir máli að þora María Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins og formaður ÍMARK, lýsir ánægju með auglýsingu Gillette. „Mér finnst mik- ilvægt fyrir auglýsingabransann al- mennt að það séu fyrirtæki sem þori að segja það sem máli skiptir án þess að hræðast þá sem eru mótfallnir hugmyndinni. Staðreyndin er sú að þeir sem þora, hvort sem það er Gil- lette, Nike eða aðrir, eru þeir sem raunverulega ná árangri. Þeir sem fíla skilaboðin og eru með þeim í liði fylgja þeim enn frekar og þeir sem gera það ekki virða þá fyrir að þora,“ segir hún. Veðmál sem borgar sig Almannatengillinn Andrés Jóns- son kveðst telja að Gillette sé að slá hárréttan tón með þessari auglýs- ingu og rifjar upp fræga auglýsingu Nike með ruðningskappanum Colin Kaepernick. „Þrátt fyrir svipuð við- brögð og núna jók Nike sölu sína töluvert. Það eru flestir markaðs- menn sammála um að þú færð aukna athygli með þessum hætti og svo eru kannski 40 prósent fólks á móti. Af þeim er bara lítill hluti sem er aktí- vistar sem beita sér gegn þér og hætta að kaupa vöruna. Þetta er veð- mál sem borgar sig. Ég hugsa að fleiri fyrirtæki muni gera þetta í framtíðinni en þú verður að hafa af- stöðu, þetta má ekki bara vera brella. Pepsi ætlaði að gera eitthvað svipað en það var bara ekki trúverðugt.“ „Það er mjög djarft að fara þessa leið því þetta fer misjafnlega ofan í menn. En til lengri tíma er þetta gott og mun alveg virka. Fólk vill að stór vörumerki taki afstöðu,“ segir Hrafn Gunnarsson, hugmynda- og hönnun- arstjóri hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hann bendir á að Gillette sé ekki fyrsta fyrirtækið sem breytir um stefnu í markaðsmálum með þessum hætti. „Stór vörumerki vilja vera með í umræðunni og skipta máli. Það er jákvætt að komast inn í stór mál, það heppnaðist til dæmis vel hjá Always og hjá Nike sem tók mikla áhættu. Þú færð alltaf ýktustu viðbrögðin fyrst og það hafa eflaust verið ófáar umræðurnar um auglýsinguna við vatnskælana í vikunni. Svo kemur meginstraumurinn og svo allt í einu eykst kannski salan.“ Ekki bara barátta kvenna Gyða Margrét Pétursdóttir, dós- ent í kynjafræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsing Gillette sé áhuga- verð því þar birtist það sem kallað hafi verið eftir, ekki síst í kjölfar #MeToo byltingarinnar, að karlar skoði sjálfan sig og verði breyting- arafl. Það sé ekki bara kvenna að berjast fyrir jafnrétti, karlar verði að vera meðvitaðir um sinn þátt í því. „Mér finnst auglýsingin áhuga- vert innlegg í þessa umræðu. Hún er í anda þess sem alþjóðastofnanir hafa verið að gera, til að mynda á Barbershop-ráðstefnum, um að það sé á ábyrgð karla að beita sér í karlahópnum.“ Hún segir að viðbrögðin komi sér ekki á óvart. „Það væri óeðlilegt ef viðbrögðin væru ekki sterk. Skila- boðin sem karlar hafa verið að fá; vera sterkur, láta ekki bilbug á sér finna, það er hluti af því að vera karl- maður að reyna við konur, þarna eru skilaboð sem ganga þvert á það sem búið er að segja þér allt þitt líf. Eðli- lega upplifa einhverjir það sem árás á sig og ég held að það megi skýra eitthvað af þessum kommentum á Youtube á þeim nótum. Þessi nei- kvæðu viðbrögð tengjast líka ákveðnu bakslagi gagnvart #MeToo þar sem því er haldið á loftið að það megi ekki lengur segja neitt og póli- tískur rétttrúnaður sé allt að drepa.“ Gillette á hvers manns vörum  Umdeild auglýsing rakvélaframleiðandans Gillette  „Eitruð karlmennska“ á undanhaldi  Mark- aðsfólk telur auglýsinguna vel heppnaða  Dósent í kynjafræði segir viðbrögð karla ekki koma á óvart Umdeild Ný auglýsing Gillette þar sem hjólað er í gamalgrónar hugmyndir um karlmennsku hefur vakið umtal. Hrafn Gunnarsson María Hrund Marinósdóttir Andrés Jónsson Gyða Margrét Pétursdóttir Tækifæri til umbreytinga. Hvernig bregst líkaminn við? Getur andleg líðan breyst? Hormónalyf eða ekki? Skiptir mataræði og hreyfingmáli? Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast leiðum til að takast á við möguleg einkenni breytingaskeiðs. Á námskeiðinu tvinnast saman áhugaverð fræðsla og reynslusögur og þátttakendur kynnast ýmsum tækifærum sem felast í því að fara í gegnum þetta spennandi tímabil og verða sterkari í seinni hálfleik. Hressandi og fróðleg dagskrá, áhersla lögð á gleðina í lífinu, hugað að mataræði, hreyfingu og slökun. HAMSKIPTI BREYTINGASKEIÐIÐ sterkari í seinni hálfleik 17.-23. febrúar 2019 Umsjón: Árelía Eydís Guðmundsdóttir – dósent í leiðtogafræðum Benedikt Ó. Sveinsson – kvensjúkdómalæknir Margrét Grímsdóttir – hjúkrunarfræðingur Geir Gunnar Markússon – næringarfræðingur Þóra Sif Sigurðardóttir – íþróttafræðingur Verð 165.000 kr. 20 % afsláttur fyrir félagsmenn NLFR og NLFA Innifalið: Gisting, ljúffengur og hollur matur, fræðsla og hóptímar, núvitund, jóga og göngur, leikfimi eða vatnsþrek, aðgangur að baðhúsi, sundlaugum og líkamsræktarsal. Bókin Sterkari í seinni hálfleik. Sex daga námskeið frá sunnudegi til laugardags á Heilsustofnun í Hveragerði. Þetta námskeið er fyrir konur sem vilja auka þekkingu sína á þessu æviskeiði. Berum ábyrgð á eigin heilsu www.heilsustofnun.is nesdekk.is / 561 4200 REYKJAVÍK | GARÐABÆR | REYKJANESBÆR | AKUREYRI Fyrir öryggið og umhverfið! Brotist var inn á 67 heimili í desember og eru það talsvert fleiri innbrot en ef miðað er við fjölda síðustu sex og tólf mánaða á undan. Þá hefur inn- brotatilkynningum fjölgað en alls bárust 123 tilkynningar vegna innbrota. Þetta er meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir desembermánuð 2018. Alls bárust 684 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember og fækk- aði tilkynningum því milli mánaða. Tilkynningum um þjófnað fækkaði verulega ef miðað er við síðustu 6 mánuði á undan og einnig fækkaði til- kynningum um eignaspjöll. Þá fjölgaði tilkynningum um kynferðisbrot einnig, en alls bárust lögreglu þá 26 tilkynningar. Innbrotum fjölgar í höfuðborginni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.