Morgunblaðið - 18.01.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
„Mannamót er mikill suðupottur og
hér verða mikil verðmæti til á ein-
um degi. Það er margt að gerast
hjá fyrirtækjum á landsbyggðinni
sem tengjast ferðaþjónustu,“ segir
Arnheiður Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Markaðsskrifstofu
Norðurlands. Mannamót Markaðs-
stofu landshlutanna, MAS, sem í
gær var haldið í Kórnum í sjöunda
sinn, er kynningarvettvangur fyrir-
tækja sem tengjast ferðaþjónustu á
landsbyggðinni. Á Mannamóti fá
landsbyggðarfyrirtæki tækifæri til
þess að kynna fjölbreyttar vörur og
þjónustu fyrir ferðaþjónustuaðilum
á höfuðborgarsvæðinu í því skyni
að þeir selji ferðir á landsbyggðina
til erlendra ferðamanna.
„Hingað til höfum við verið í
samstarfi við Flugfélagið Erni og
haldið Mannamót í flugskýli félags-
ins. Í ár bættist Isavia við og sýn-
ingin flutt í Kórinn. Með því fengust
50 fleiri sýningarbásar, en allir 270
sem í boði voru seldust upp,“ segir
Arnheiður sem bendir á að einungis
aðilar innan MAS fái aðstöðu á sýn-
ingunni. Hún segir að 800 gestir
hafi skráð sig á sýninguna en fleiri
hafi mætt. „Það er gríðarleg
gróska í ferðaþjónustu á lands-
byggðinni. Bæði á nýjum svæðum
og gamalgrónum,“ segir Arnheiður
og bætir við að á Mannamóti gefist
tækifæri til samvinnu innan svæða.
Markaðsstofur landshlutanna
eru sex og eru á Vesturlandi, Vest-
fjörðum, Norðurlandi, Austurlandi,
Reykjanesi og Suðurlandi og starfa
með 800 fyrirtækjum í 66 sveitar-
félögum.
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölmenni Margir komu við á Mannamóti, ferðaráðstefnu í Kórnum, í gær.
Suðupottur á
Mannamóti MAS
Mikil verðmætasköpun á einum degi
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Allt á 2.000-
5.000 kr.
VERÐ-
HRUN
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Super control dress
Aðhaldskjóll sem kemur undir
brjóst. Styður vel við maga,
bak og mjaðmir og með
sílikoni neðst svo kjóllinn
fari ekki upp.
Stærðir S-XXL
Verð 12.850kr
Aðhaldssamfellur
og -kjólar
Super control body
Aðhaldssamfella sem kemur
undir brjóst, styður vel við
maga og bak með mjúkri
teyjanlegri blúndu yfir rass
og mjaðmir.
Stærðir S-XXL
Verð 9.850 kr.
Starf forstjóra Barnaverndarstofu
hefur verið auglýst laust til um-
sóknar og er umsóknarfrestur til
28. janúar. Forstjóri Barnaverndar-
stofu stýrir starfi stofnunarinnar
og heyrir undir félags- og barna-
málaráðherra.
Á vefsíðu félagsmálaráðuneytis-
ins segir að í störfum Barnavernd-
arstofu felist m.a. að hafa eftirlit
með störfum barnaverndarnefnda,
annast leyfisveitingar til fósturfor-
eldra og fara með yfirstjórn heim-
ila og stofnana sem ríkinu ber að
sjá til að séu tiltæk og hlutast til um
að slík heimili og stofnanir verði
sett á fót. Stofan hefur yfirumsjón
með vistun barna á þessum heim-
ilum og stofnunum.
Félags- og barnamálaráðherra
skipar forstjóra Barnaverndarstofu
til fimm ára í senn. Bragi Guð-
brandsson lét af starfi forstjóra í
febrúar í fyrra eftir að hafa tekið
sæti í Barnaréttarnefnd Sameinuðu
þjóðanna fyrir Íslands hönd og tek-
ið að sér sérverkefni á vegum vel-
ferðarráðuneytisins.
Staðgengill hans, Heiða Björg
Pálmadóttir, hefur frá þeim tíma
gegnt starfi forstjóra Barnavernd-
arstofu tímabundið.
Starf forstjóra Barnaverndarstofu auglýst
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Barnaverndarstofa Félagsmála-
ráðuneytið auglýsir stöðu forstjóra.
Lína á röngum stað
Í grafi sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær með grein um
minnkandi frjósemi var lína sem
sýndi frjósemi íslenskra kvenna á
röngum stað. Rétt er að frjósemi
íslenskra kvenna hefur undan-
farna áratugi verið um og yfir tvö
börn en ekki eitt eins og lesa
mátti úr grafinu. Rétt línurit sést
hér til hliðar. Beðist er velvirð-
ingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Heimurinn allur
Frjósemi á Íslandi
Frjósemi til að
viðhalda mann-
fjölda = 2,1
Frjósemi kvenna
1949 til 2017
Heimild: Hagstofa Íslands og healthdata.org
4,5
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
’49 ’66 ’83 ’00 ’17
1,71 var frjósemi kvenna á
Íslandi árið 2017
Flestir myndu kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í
dag og næstflestir Samfylkinguna.
Þetta kemur fram í nýrri könnun
MMR sem birt var í gær. Fylgi Mið-
flokksins og Flokks fólksins hefur
aukist og eru þeir einu flokkarnir
sem auka fylgi sitt á milli kannana.
Könnunin var framkvæmd dagana
4.-14. janúar. Fylgi Sjálfstæðis-
flokksins mældist 22,2% og er nær
óbreytt frá síðustu mælingu sem var
gerð fyrri hluta desembermánaðar
og Samfylkingin er með 15% sem er
tæpum tveimur prósentustigum
minna en í síðustu mælingu. Fylgi
Vinstri-grænna mælist nú 11,3%, en
var 12,9% síðast, og Framsókn er
með 11,7%, var með 12,5% í síðustu
könnun.
Fylgi Viðreisnar mælist nú 7,8%
en var 8,5% í síðustu könnun, fylgi
Miðflokksins eykst úr 5,9% í 6,9% og
fylgi Flokks fólksins eykst úr 4,2% í
6,7%. Aðrir flokkar mældust samtals
með 4,6% fylgi.
Einnig var stuðningur við ríkis-
stjórnina kannaður. Hann hefur auk-
ist lítillega, nú sögðust 41,1% styðja
hana samanborið við 40,3% áður.
Flestir kysu
Sjálfstæðisflokk
41,1% segist styðja ríkisstjórnina
Alþingi Fylgi flokkanna breytist á milli kannana, tveir þeirra bæta við sig.