Morgunblaðið - 18.01.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
www.gilbert.is
VELDU ÚR MEÐ SÁL
FRISLAND 1941
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Við viljum aðstöðu fyrir öllökutæki,“ segir SesseljaTraustadóttir, fram-kvæmdastýra Hjólafærni
á Íslandi. Á vegum Hjólafærni og
Landssamtaka hjólreiðamanna var
nýlega farið í hjólreiðatúr um mið-
borgina og bílastæðahúsin þar skoð-
uð. Forsvarsmenn Bílastæðasjóðs
Reykjavíkur, samgöngustjóri og
formaður umhverfis- og skipulags-
sviðs Reykjavíkur voru þar og svör-
uðu ýmsum spurningum hjólreiða-
fólksins, sem vill úrbætur á
aðstöðunni.
Nýtingin er upp og ofan
Bílastæðahúsin í miðborginni
eru Vitatorg við Lindargötu, á Vest-
urgötu 7, í Hörpu, við Bergstaða-
stræti, Hverfisgötu, Stjörnuport of-
arlega á Laugavegi, í Ráðhúsinu svo
og í gamla Kolaportinu. Nýtingin á
þessum mannvirkjum er – með al-
mennum orðum sagt – upp og ofan.
Í sumum tilvikum eru hún ekki
nema um 50% en þó meiri í og við
Kvosina, svo sem í Ráðhúskjall-
aranum og við Hverfisgötuna, á ská
á móti Þjóðleikhúsinu.
Stefna Reykjavíkurborgar í
samgöngumálum er að skapa að-
stöðu fyrir aðra ferðamáta en fara á
einkabíl með því að byggja upp og
efla aðgengi fyrir hjólreiðar, strætó
og gangandi vegfarendur.
„Víða eru komnir fínir hjól-
reiðastígar og því mætti fylgja að
komið væri upp grindum fyrir reið-
hjól í bílastæðahúsunum. Í stæði
fyrir einn bíl komast tíu reiðhjól ef
öllu er raðað rétt. Forsvarsmenn
borgarinnar virtust alveg kveikja á
því og vera áhugasamir um úrbætur
þegar við ræddum við þá um málið,“
segir Sesselja.Fyrir þessu sama efni
hefur hún einnig talað við stjórn-
endur stóru verslunarmiðstöðvanna
og bíður viðbragða og úrbóta þar.
„Þjónusta verður fylgja þróun
samfélagsins. Að hægt sé að leggja
og geyma reiðhjól í bílastæðahúsum
ætti að vera alveg sjálfsagt, því
hjólreiðar eru í dag sérlega góður
samgöngumáti í borginni. Því vil ég
tala skýrt og frekar kalla þetta öku-
tækja- en bílastæðahús,“ segir Sess-
elja og heldur áfram og að lokum:
„Bensínstöðvum í borginni hef-
ur á síðustu árum verið breytt og
þær eru nú orðnar einskonar þjón-
ustumiðstöðvar fyrir fólk á ferðinni.
Við viljum því gjarna sjá í þessum
ökutækjahúsum góð hjólastæði, að-
stöðu til að hlaða rafmagnshjólin
okkar og viðgerðarstanda til léttra
viðgerða eins og eru við Hlemm í
dag. Eins viljum við sjá í húsunum
úrvals langtímastæði sem væru
vöktuð og aðgangsvarin. Að slíku
væri mikil bót.“
Hjóluðu milli húsa
Reiðhjól í bílastæða-
húsin! Könnuðu að-
stæður og vilja úrbætur.
Morgunblaðið/Hari
Heimsókn Hjólreiðafólkið heimsótti meðal annars bílastæðahúsið Stjörnutorg, sem er ofarlega við Laugaveg.
Morgunblaðið/Eggert
Hjólreiðakona Fínir stígar um alla borgina, segir Sesselja Traustadóttir.
Eitt frægasta kennileitið í New York,
Chryslerbyggingin á Manhattan, var
á dögunum auglýst til sölu og kost-
ar drjúgan skildinginn. Sérfræðingar
sem fréttaveitan Bloomberg vitnar
til segja markaðsverðið rokka á
bilinu 135 til 218 milljarðar íslenskra
króna. Hafa skal þó þann fyrirvara
að fasteignamarkaðurinn vestanhafs
er í lægð um þessar mundir og því
ósennilegt að uppgefið verð fáist
nokkru sinni fyrir bygginguna.
Það voru forsvarsmenn bílarisans
Chrysler sem létu reisa umrædda
byggingu sem var fullbúin árið
1930. Hún er stálklædd með áber-
andi turnspíru, 77 hæðir, 318 metra
há og sú 6. hæsta í New York. Meðal
eigenda hennar í dag er fjárfest-
ingasjóðurinn Mubadala, sem aðset-
ur hefur í Abu Dabí í Sameinuðu ar-
abísku furstadæmunum. „Þetta hús
er ein af helgimyndum hér í borg,
því fylgir tign og virðing,“ segir
talsmaður sjóðsins í samtali við
CNN.
Í mörgum bíómyndum er Chrysler
sviðsmynd og sögustaður. Þar má
nefna myndirnar Men in Black 3,
Armageddon, Two Weeks Notice og
Independence Day að ógleymdum
sjálfum Spider-Man.
Chryslerbyggingin á Manhattan er á söluskrá
Helgimynd í heimsborginni
AFP
Spíra Chryslerhúsið er þekkt kennimark og gnæfir yfir Manhattan.
Handverkskaffi í Borgarbókasafninu í
Árbæ heldur áfram mánudaginn 21.
janúar nk. kl. 17. Þar mun Elínborg
Ágústsdóttir, nemi í kjólasaumi og
klæðskurði við Tækniskóla Íslands,
leiðbeina karlmönnum á öllum aldri,
sem og öðrum áhugasömum, við
minniháttar fataviðgerðir. Tilefnið er
að þorrinn hefst á bóndadegi 25. jan-
úar og „karlmennskan í algleymingi“,
eins og segir í tilkynningu safnsins.
Farið verður yfir helstu grunnatriði
í saumaskap t.d. að festa tölur og
hnappa eða stytta buxur. Námskeiðið
stendur yfir í einn til einn og hálfan
klukkutíma.
„Þegar þorrinn er á næsta leiti og
karlmennskan í algleymingi er ekki úr
vegi fyrir herra að athuga ástandið á
fatnaðinum. Ef til vill eru tölur farnar
að losna, saumsprettur og jafnvel göt
myndast á uppáhaldsflíkinni. Hvað er
þá til ráða fyrir sjálfstæðan og óháð-
an karlmann sem alltaf hefur dreymt
um gera sjálfur við sinn fatnað?“
segir í tilkynningu safnsins.
Fataviðgerðir í Borgarbókasafninu í Árbæ
Örnámskeiði beint til karla þar
sem þorrinn er að ganga í garð
Saumaskapur Nú er lag fyrir karla að læra að gera við fötin fyrir þorrann.
Stofnfundur byggingarfélags sam-
taka um bíllausan lífsstíl verður hald-
inn á morgun, laugardag, kl. 14.30 í
Norræna húsinu.
Félagið hefur nú þegar þróað
skipulag og húsa- og íbúðagerðir sem
„ná miklum þéttleika á fáum hæðum
með því að takmarka forgang bif-
reiða“, segir í tilkynningu um stofn-
fundinn.
Markmið félagsins er að fá reiti
miðsvæðis í Reykjavík og byggja á
þeim á þessum forsendum.
Byggingarfélagið var skammt frá
því að fá úthlutað byggingarreit við
Sjómannaskólann í fyrra og mun
kynna sína sýn og hönnun á Hönn-
unarmars 2019.
Byggingarfélag samtaka um bíllausan lífsstíl
Stofnfundur haldinn á morgun
Morgunblaðið/Hari
Skipulag Margir kjósa hjólreiðar.