Morgunblaðið - 18.01.2019, Page 19

Morgunblaðið - 18.01.2019, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 • www.rafkaup.is Ármúla 24 • S. 585 2800 Almyrkvi á tungli verður aðfaranótt mánu- dagsins kemur og sést þá í vestanverðri Evr- ópu og í Ameríkulöndum. Ef vel viðrar sést allur almyrkvinn á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem almyrkvi á tungli sést á Íslandi frá 28. september 2015. Næst sést þetta fyrirbæri hér á landi 16. maí 2022. Tunglmyrkvar verða þegar sólin, jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Þeir verða því aðeins þegar tunglið er fullt og gengur inn í skugga jarðar, að því er fram kemur í grein eftir Sævar Helga Bragason á stjörnufræðivefnum, stjornufraedi.is. Blóðmáni í rúma klukkustund Tunglmyrkvinn hefst klukkan 2.37 að ís- lenskum tíma aðfaranótt mánudagsins kemur og deildarmyrkvi verður kl. 3.34 þegar tungl- ið snertir alskugga jarðar. Almyrkvinn hefst klukkan 4.41, þegar tunglið verður allt í al- skugga jarðar, og hann stendur í eina klukkustund og tvær mínútur, eða til klukk- an 5.43. Deildarmyrkvanum lýkur síðan klukkan 6.51. Þegar tunglið er inni í alskugga jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ og litinn má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki, að sögn Sævars Helga. „Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hin- um litunum. Ljósið berst til tunglsins og gef- ur því rauðan lit.“ Almyrkvi á tungli er því oft kallaður blóð- máni. „Rauða ljósið er nógu mikið til að lýsa tunglið upp, þannig að við sjáum það,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Walter Freeman, að- stoðarprófessor við Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. „Í stað þess að vera bjart og hvítt verður tunglið mjög dökkt og rautt, um 10.000 sinnum dimmara en venjulega.“ Ekki þarf nein hjálpartæki til að sjá tungl- myrkva og hægt er að skoða hann með berum augum, ólíkt sólmyrkva. „Tunglið er aldrei svo bjart að það skaði augun eins og sólin,“ segir Freeman. Almyrkvinn séstSést við tunglris Sést ekki Sést við tunglsetur Varar í 62mínútur aðfaranótt mánudagsins kemur Svæði þar sem tunglmyrkvinn sést Blóðrauður máni Þegar tunglið er inni í alskugga jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ Almyrkvi á tungli Alskuggi 06.51 Deildarmyrkvi hefst 04.41 Hálfskuggi 05.43 03.34 Almyrkva lýkur Deildarmyrkva lýkur Almyrkvi hefst 4 4 2 2 3 3 1 1 Hreyfing tungslins N Að íslenskum tíma TUNGLMYRKVINNJÖRÐIN TUNGL Braut tunglsins Hálfskuggi Al- skuggiSÓLIN Almyrkvi á tungli og blóðmáni í nánd Vari París. AFP. | Þörf er á róttækum breytingum á matvælaframleiðslu og mataræði fólks til að afstýra milljónum dauðsfalla og alvarlegum spjöllum á jörðinni vegna mannfjölgunar í heiminum á næstu áratugum, að sögn vísinda- manna í skýrslu sem birt var í læknablaðinu The Lancet í gær. Vísindamennirnir segja í skýrslunni að jarðarbúar þurfi að minnka neyslu sína á sykri og rauðu kjöti um helming að meðaltali og borða um tvöfalt meira af grænmeti, ávöxt- um og hnetum en nú. Skýrslan er 50 blaðsíður og byggist á rann- sókn 37 vísindamanna, meðal annars sérfræð- inga í landbúnaði, loftslagsmálum og nær- ingarfræði. Þar segir m.a. að nær milljarður manna sé vannærður en tveir milljarðar borði of mikið af óhollri fæðu sem stuðli að offitu, hjartasjúkdómum og sykursýki. Talið er að óholl fæða valdi allt að ellefu milljónum ótíma- bærra dauðsfalla sem hægt sé að koma í veg fyrir. Á sama tíma veldur matvælaframleiðslan mikilli losun gróðurhúsalofttegunda, auk þess sem hún er helsta ástæða þess að tegundum dýra og plantna hefur fækkað í heiminum og er meginorsök skaðlegs þörungablóma í sjó og vötnum. Nær helmingur af yfirborði alls lands er nýttur til landbúnaðar sem notar einnig um 70% af vatnsforða heimsins. Íbúar jarðar eru nú um 7,7 milljónir og gert er ráð fyrir því að þeim fjölgi í um tíu milljónir fyrir árið 2050. „Til að hægt verði að fæða tíu milljarða manna árið 2050 með sjálfbærum hætti þurfum við að temja okkur hollara mataræði, minnka matarsóun og fjárfesta í tækni sem dregur úr umhverfisáhrifum mat- vælaframleiðslunnar,“ segir einn höfunda skýrslunnar, Johan Rockström, forstöðu- maður rannsóknastofnunarinnar PIK í Þýskalandi. „Þetta er hægt en krefst algerrar byltingar í matvælaframleiðslu í heiminum.“ Vísindamennirnir leggja til viðmið um æskilegt mataræði þar sem miðað er við að orkuþörfin sé 2.500 hitaeiningar á dag. „Við erum ekki að segja að allir þurfi að borða það sama,“ sagði einn skýrsluhöfundanna, Tim Lang, prófessor við Lundúnaháskóla. „En í megindráttum felur þetta í sér, einkum í auð- ugum ríkjum, að fólk þarf að draga úr neyslu á kjöti og mjólkurvörum en auka mjög neysl- una á grænmeti og ávöxtum.“ Segja þörf á að ger- breyta matarvenjum  Hvatt til byltingar í matvælaframleiðslu Vísindamenn hafa lagt til miklar breytingar á matvælaframleiðslu í heiminum ogmataræði fólks til að jörðin geti fætt 10 milljarða manna með sjálfbærum hætti fyrir árið 2050. Þeir spá því að með þessu verði hægt að afstýra 11,6 milljónum dauðsfalla á ári. Mataræði sem á að bjarga jörðinni og fólki Heimild: The Lancet Helmingi minni neysla á rauðu kjöti Tvöfalt meiri neysla á ávöxtum og grænmeti 2.500 kcal.* fæði á dag** 14 g nauta- svína- eða lambakjöt 13 g egg (um 1,5 egg á viku) Trjáhnetur (valhnotur, möndlur) 25g Jarðhnetur 25g Sojaafurðir 25g 300 grömm grænmeti 5 g svína- feiti, tólg Mjólkurafurðir (t.d. nýmjólk, ostar)250 g Heilkorn (t.d. hrísgrjón, heilhveiti) 232 g ávextir 200 g Baunir 50g Ómettuð feiti (t.d. ólífu-, soja- og sólblómaolía) 40g Viðbættur sykur 31g Alifuglakjöt 29g Mjölvaríkar matjurtir (t.d. kartöflur) 50g Fiskur (m.a. skelfiskur) 28g *kcal. =1.000 kaloríur **meðalorkuþörf 70 kg karlmanns, 60 kg konu á þrítugsaldri, sem hreyfir sig hæfilega eða mikið 6,8 g pálmaolía Hestur stekkur með knapa yfir bál- köst á árlegri eldhátíð, Las Lumin- arias, í þorpinu San Bartolome de Pinares, nálægt Madríd, höfuðborg Spánar. Um 130 reiðmenn láta hesta sína stökkva yfir bálkesti á götum þorpsins á hátíðinni. Talið er að hún eigi rætur að rekja til helgi- siða heiðinna Kelta sem lifðu á þessum slóðum fyrir meira en 3.000 árum, að því er fréttaveitan AFP hefur eftir Salvador Saez, 64 ára gömlum kennara í þorpinu, sem hefur rannsakað sögu hátíðarinnar. Hann segir að Keltarnir hafi litið á stökkin sem hreinsunar- og frjó- semisathöfn, trúað því að eldurinn verndaði hrossin gegn sjúkdómum og færði reiðmönnunum frjósemi. Eldhátíðin var seinna löguð að hefðum kaþólskra manna, að sögn Saez. Eftir skrúðgöngu á götunum og stökkin yfir eldana koma íbúar San Bartolome de Pinares og nálægra þorpa saman til að skemmta sér langt fram á nótt. Daginn eftir eru bálkestirnir kveiktir aftur á göt- unum til heiðurs heilögum Anton- íusi sem er álitinn verndari dýra. Hross látin stökkva yfir bálkesti á eldhátíð AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.