Morgunblaðið - 18.01.2019, Page 20

Morgunblaðið - 18.01.2019, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilhneigingintil að málaskrattann á vegginn getur verið rík. Dóms- dagsspár geta verið áhrifaríkar og að sama skapi erfitt að hrekja fullyrðingar um hið óorðna. Í vikunni birtist skýrsla Hag- fræðistofnunar Háskóla Ís- lands, sem unnin var fyrir at- vinnuvegaráðuneytið um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Meginniðurstaða skýrslunnar þarf ekki að koma á óvart. Þar segir að gögn bendi ekki til að hvalveiðar hafi haft slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki sé að finna marktækar vísbend- ingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga til landsins að neinu ráði. Á árunum 1986 til 1990 hafi erlendum ferðamönn- um fjölgað um 34% á Íslandi þrátt fyrir mikla áróðurs- herferð Grænfriðunga og ann- arra umhverfissamtaka í því skyni að fá fólk til að ferðast ekki til landsins. Á þessum tíma hafi ferðamönnum til dæmis fjölgað meira á Íslandi en á Bretlandi. Í skýrslunni segir einnig að ekki sé að sjá nein merki þess að hvalveiðar fæli fólk frá Ís- landi þegar horft er til þeirrar fjölgunar, sem orðið hefur á ferðamönnum frá árinu 2009. „Ekki er heldur að sjá að hval- veiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land,“ segir einnig. Í skýrslunni er síðan rakið að frá banni Alþjóðahval- veiðiráðsins árið 1986 hafi hlutfall Ís- lendinga af veiddum hvölum í heiminum aðeins verið um 3%. Þá er vísað til þess að vísindalegar rann- sóknir og niðurstöður hafi verið að baki stjórn veiðanna hér við land. Til vitnis um það sé að hér hafi verið bannað að veiða úr stofnum, sem standa illa. Hvalveiðar hafa í hálfan mannsaldur valdið nokkrum titringi hér á landi. Hörðustu andstæðingarnir hafa ítrekað spáð því að þær gætu leitt til þess að landið einangraðist í samfélagi þjóðanna og ferða- langar myndu að miklu leyti ef ekki alfarið sniðganga landið. Ísland átti að verða Kúba norðursins yrðu Icesave- samningarnir ekki samþykktir, verðbréfamarkaðir að hrynja og efnahagslegt svartnætti taka við yrði Trump forseti og breskt efnahagslíf leggjast af yrði útgangan úr Evrópusam- bandinu samþykkt. Allt gerðist þetta en hrakspárnar reyndust innihaldslausar og fræðin að baki þeim innihaldsrýr, enda tilgangurinn einkum að vekja ugg og ótta. Sama bragðið virk- ar hins vegar ekki ítrekað, sér- staklega ekki þegar reynslan sýnir hið gagnstæða. Sama bragðið virkar ekki ítrekað, sér- staklega ekki þegar reynslan sýnir hið gagnstæða} Að mála skrattann á vegginn Kínverskir dóm-stólar ákváðu á mánudaginn að dæma ungan Kan- adamann til dauða fyrir aðild sína að stórfelldu fíkni- efnasmygli. Maðurinn hafði áð- ur verið dæmdur í 15 ára fang- elsi, en í desember bárust þau boð frá æðri dómstól að rétta þyrfti aftur í máli hans, þar sem refsingin væri of væg. Það er svo sem ekki nýlunda að kínversk stjórnvöld taki er- lenda ríkisborgara af lífi fyrir fíkniefnasmygl, en það sem vekur sérstaka athygli í þessu tilfelli er að grunnt hefur verið á því góða á milli kínverskra og kanadískra stjórnvalda síð- ustu mánuði, eða síðan Kan- adamenn handtóku Meng Wanzhou, stjórnanda í Hua- wei-fjarskiptafyrirtækinu, að kröfu Bandaríkjamanna. Meng er grunuð um að hafa brotið gegn viðskiptabanni Bandaríkjanna við Írani, en reiði kínverskra stjórnvalda hefur fyrst og fremst beinst að Kanadamönnum. Þannig þótti grunsamlegt að tveir Kanadamenn voru handteknir fljótlega eftir handtöku Meng og sakaðir um njósn- ir. Dauðarefsingin nú, sérstaklega þar sem skyndilega var ákveðið að rétta á ný yfir þeim grunaða, vekur upp enn frekari grun- semdir um að kínversk stjórn- völd vilji senda skilaboð til Kanadamanna. Kanadamenn hafa í það minnsta tekið þessu sem skilaboðum, því að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lét í það skína að líf- látsdómurinn væri af pólitísk- um rótum runninn, og hafa helstu bandamenn Kanada- manna á alþjóðavettvangi tekið undir þau orð. Löngum hefur verið vitað að réttarkerfi Kínverja fylgir mjög þeim boðum sem berast frá kínverska kommúnista- flokknum. Engu að síður er verulegt áhyggjuefni ef réttar- kerfi landsins er misbeitt svo gróflega til að senda skilaboð í milliríkjadeilum. Deila Kínverja og Kanadamanna tekur á sig annan og mun ógeðfelldari svip} Dómskerfinu misbeitt? Á mánudag kemur Alþingi saman til fyrsta fundar eftir jólafrí. Það er ljóst að næstu vikur og mánuðir verða afar krefjandi þar sem þingsins bíður fjöldi vandasamra verkefna sem þarf að leysa. Ég hef gjarnan kallað eftir samstöðu þvert á flokka. Talað um að við tökum saman höndum hvar í flokki sem við stöndum. Það sýndi sig t.d nú fyrir jólin hvað við getum gert ef við stöndum saman þó ekki væri nema vegna málefna sem bersýnilega eru sanngirnis- og réttlætismál. Það var ein- mitt eitt slíkra mála sem allur þingheimur tók í fangið þegar við stóðum öll að breyt- ingum sem fela í sér að uppbætur á lífeyri vegna tiltekins kostnaðar og uppbætur vegna rekst- urs bifreiðar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, skyldu ekki lengur teljast til skattskyldra tekna og um leið ekki lengur skerða lífeyrisgreiðslur almanna- trygginga. Þrátt fyrir að það hafi verið Flokkur fólksins sem hóf þessa vegferð þá hefði málið ekki náð fram að ganga nema með velvild og vilja meiri- hlutans. Nýju lögin tóku gildi þann 1. janúar 2019. Nýir samningar Kjarabarátta láglaunafólks mun verða fyrirferðar- mikil í þingstörfunum nú strax á nýju ári. Óréttlætið í samfélaginu og það hyldýpi sem hefur skapast á milli ríkra og fátækra er það sem helst brennur á fólkinu okkar í dag. Hvernig á nokkur maður sem ekki á til hnífs og skeiðar að skilja eilífan lofsöng um góðæri og hag- sæld allra þegar hann veit að það er ósatt. Hvernig eiga fátæk börn að skilja hvers vegna þau fá ekki að taka þátt í íþróttum, tónlist og leikjum til jafns á við aðra. Mörg þeirra eiga foreldra sem vinna myrkranna á milli fyrir launum sem ekki uppfylla lágmarks frumþarfir, þ.e. fyrir fæði, klæði og húsnæði. Flokkur fólksins var stofnaður til að útrýma fátækt á Ís- landi. Fátækt sem valdhafarnir afneita leynt og ljóst. Fátækt sem er að rústa framtíð þúsunda barna og fjölskyldna þeirra. Flokkur fólksins hefur lagt fram margar raunhæfar og vel framkvæmanlegar lausnir til úrbóta og munum við halda ótrauð áfram að berj- ast fyrir þeim af öllu afli. Enda miða þær allar að því að bæta hag þeirra sem bágust hafa kjörin. Lokaorð Ég óska þess að okkur auðnist sú gifta að vinna saman að því að uppfylla hóflegar kröfur verkafólks- ins okkar. Við ættum að virða í auðmýkt þolinmæði þeirra og fórnfýsi gagnvart því misrétti sem þau hafa mátt búa við allt of lengi. Útrýmum fátækt og gerum það saman. Inga Sæland Pistill Vorþing framundan Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Heimtur á rafhlöðum tilendurvinnslu hafa aukistsíðustu ár og eru yfirmarkmiðum stjórnvalda samkvæmt tilskipun og reglugerð Evrópusambandsins. Markmið eru sett um söfnun sem hlutfall af því sem sett er á markað að meðaltali í þrjú ár. Markmiðin eru sett til að ná spilliefnum og koma í veg fyrir að þau fari í óæskilegan farveg. Árið 2017 var safnað rúmlega 100 tonnum af rafhlöðum, sem gerir 47% af með- altali innflutnings á þremur árum. Þetta magn er talsvert meira en áð- ur, en innflutningur hefur aukist á sama tíma. Engin teikn eru um annað en að þessi þróun hafi haldið áfram á síð- asta ári að sögn Írisar Gunnars- dóttur, rekstrarstjóra hjá Úr- vinnslusjóði. Hún segir að góður árangur 2017 hafi vonandi ekki verið tilviljun heldur þróun sem haldi áfram. Markmiðið fyrir næsta ár er að heildarsöfnun á blýsýrurafgeym- um og rafhlöðum verði komin í 65% af innflutningi samkvæmt fyrr- nefndri reiknireglu um meðaltal þriggja ára. Rafgeymarnir einir og sér voru árið 2017 nánast komnir í þá viðmiðun. Ekki allt sem sýnist Ekki er þó allt sem sýnist varð- andi söfnun á rafhlöðum því raftæki eru mörg hver flutt inn með raf- hlöðum og má þar nefna tölvur og síma. Úrvinnslugjald er þá lagt á tækið, en ekki á rafhlöður sem eru hluti af tækjum og vélum. Gjaldið er hins vegar lagt á stakar rafhlöður samkvæmt vigt og bera þær mis- munandi úrvinnslugjald. Íris segir að árangurinn kunni því að vera lak- ari heldur en hann virðist við fyrstu sýn. Unnið sé að því að meta hversu mikið af rafhlöðum komi inn sem hluti af raftækjum. Þjónustufyrirtæki með samn- ing við Úrvinnslusjóð hafa veg og vanda af söfnun á rafhlöðum og raf- geymum og flutningi á þeim úr landi til endurvinnslu. Rafhlöður og raf- geymar frá Íslandi fara til vinnslu í Evrópu og er ákveðið gjald greitt fyrir hvern vöruflokk og á hver þeirra að standa undir sér. Brúnsteinskolin algengust Úrvinnslusjóður greiddi á upp- gjörsárinu 2017 fyrir endurvinnslu og meðhöndlun á rúmlega 72 tonn- um af rafhlöðum, alls um 22 millj- ónir króna. Þar vógu þyngst raf- hlöður með brúnsteinskolum, sem eru algengastar, alls 57 tonn. Rúm- lega sex tonn af hvoru tveggja líþí- um og nikkelkadmíum rafhlöðum voru send til endurvinnslu, þá söfn- uðust 450 kíló af rafhlöðum með kvikasilfri. Fyrir málma og kol úr brún- steinsrafhlöðum greiðir Úrvinnslu- sjóður nú 258 krónur á kíló, auk flutningsjöfnunar. Dýrasti flokk- urinn er kvikasilfursrafhlöður, en 1416 krónur eru greiddar fyrir kíló af þeim. Rafgeymar (blýsýrurafgeymar eða startgeymar), eru þungir og fyrirferðamiklir ólíkt rafhlöðunum. Alls voru tæplega 1.540 tonn af raf- geymum send til endurvinnslu 2017. Sumir þeirra bera lítinn kostnað fyrir þjónustuaðila og eru seldir í endurvinnslu. Úrvinnslusjóður greiðir því lágmarksgjald fimm krónur á kíló fyrir söfnun á þeim fyrst og fremst til þess að afla upp- lýsinga. Í þessari samantekt er ekki fjallað um drifrafhlöður úr rafbílum þar sem þær eru ekki í kerfi Úr- vinnslusjóðs. Úrvinnslugjald hefur ekki verið lagt á slíkar rafhlöður við innflutning og skortir heimild í lög- um til þess. Úrvinnslusjóður hefur sent erindi til umhverfis- og auð- lindaráðuneytis og segir Íris brýnt að koma meðferð á drifrafhlöðum í ferli. Yfir markmiðum um söfnun á rafhlöðum Innfl utningur á rafhlöðum og söfnunarhlutfall 250 200 150 100 50 0 tonn skil 50% 40% 30% 20% 10% 0% Innfl utningur (tonn) Söfnun (tonn) Söfnunarhlutfall, % af meðaltali þriggja ára innfl utnings 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Heimild: Úrvinnslusjóður 20% 31% 35% 34% 33% 31% 47% Á markaðnum eru þúsundir ólíkra gerða rafhlaðna sem hægt er að flokka með mismun- andi hætti. Hvort sem er á heimili eða í vinnu eru tæki með rafhlöðu yfirleitt innan seil- ingar. Algengastar eru brúnkols- rafhlöður sem yfirleitt innihalda ekki spilliefni og eru yfirleitt einnota. Fjarstýringar og vasa- ljós innihalda gjarnan slíkar raf- hlöður og alls konar minni tæki. Mikið af hnapparafhlöðum er með kvikasilfri. Tækjum með liþíumrafhlöðum hefur fjölgað mjög. Þær eru endurhlaðan- legar og má finna í fartölvum, rafrettum, farsímum, mynda- vélum og vasahljómflutnings- tækjum svo dæmi séu tekin. Nikkelkadmíumrafhlöður eru oft endurhlaðanlegar og gjarn- an að finna í eldri borvélum og slíkum tækjum. Alltaf við höndina ALLS KONAR RAFHLÖÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.