Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Allar vörur sem framleiddar eru, sama hvaða nafni þær nefn- ast, þarf að selja vilji maður hafa eitthvað upp úr framleiðslunni. Það þarf að vera mark- aður fyrir þær. Mark- aðurinn byggist á því að einhverjir vilji kaupa vöruna á því verði sem framleiðandinn er tilbú- inn að selja á. Sam- hengið er nokkuð augljóst. Íslenskan fisk þarf alltaf að flytja á markað; annaðhvort með flugi eða skipi, frystan eða ferskan. Því fylgir óhjákvæmilega kostnaður sem ekki verður hjá komist. Samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs er lakari, því lengra sem flytja þarf fiskinn. Nefna má að flutningskostnaður er umtals- vert hærri hjá íslenskum fyrir- tækjum en norskum, en Norðmenn eru okkar helsta samkeppnisþjóð í sjávarútvegi. Alþjóðlegir og staðbundnir Markaðir geta verið alþjóðlegir eða staðbundnir. Markaður fyrir súra ís- lenska hrútspunga, er nokkuð stað- bundinn; á Íslandi. Öðru máli gegnir um íslenskt sjávarfang. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni eru um 98% af íslenskum fiski seld á alþjóð- legum markaði. Þar fer baráttan um hylli neytenda fram, þar er víglína íslensks sjáv- arútvegs. Sá sem situr eftir í samkeppninni er fljótt afskrifaður. Ís- lenskum sjávarútvegs- fyrirtækjum hefur tek- ist vel í sölu á sinni framleiðslu. Sem betur fer. Það eru þó blikur á lofti sem ber að taka al- varlega. Hverjar eru þær? Samkeppni og vinnuafl Samkeppnin á mörkuðum þar sem íslensks fyrirtæki hafa komið ár sinni fyrir borð miðast ekki eingöngu við það að íslenskur þorskur keppi við þorsk frá öðrum þjóðum, eða ýsa við ýsu. Markaðssetning á fiski snýst öðr- um þræði um að fá fólk til að borða fisk, síðan er hægt að reyna að fá fólk til að kaupa ákveðnar tegundir af fiski frá ákveðnum löndum. Íslenskt sjáv- arfang keppir við sjávarfang frá öllum heimshornum. Einnig frá löndum þar sem vinnuafl er margfalt ódýrara en hér á landi. Segja má að þarna séu í uppsiglingu tvær áskoranir sem tengjast. Fyrst er að nefna hið augljósa að ódýrt vinnuafl í útlöndum verði til þess að unninn fiskur frá Íslandi miss- ir að nokkru leyti samkeppnishæfni. Við það færist virðisauki vinnslunnar og að lokum vinnslan úr landi. Hið síð- ara er að þegar hallar undan fæti hjá fiskvinnslunni minnkar getan til fjár- festinga. En það er einmitt með auk- inni fjárfestingu í nýjustu tækni sem hægt er að mæta samkeppni. Þarna leiðir eitt af öðru. Önnur áhrif – tæknifyrirtæki Fleiri áskoranir munu þó fylgja, sem eru kannski ekki eins augljósar. Mikið af þeirri tækni sem notuð er í ís- lenskri fiskvinnslu og íslenskum skip- um, er hannað og framleitt af íslensk- um fyrirtækjum. Þessi iðn- og tæknifyrirtæki hafa á undanförnum árum flutt út tæki og tól fyrir tugi milljarða króna. Tilvist margra þeirra og tilurð er vegna íslensks sjávar- útvegs. Án öflugs sjávarútvegs og getu til fjárfestinga hefðu mörg þess- ara fyrirtækja ekki komist á legg. Inn- an iðn- og tæknifyrirtækja vinnur vel menntað fólk úr ýmsum geirum og störfin eru vel borguð. Þarna hefur orðið til raunveruleg auðlind við hlið hinnar hefðbundnu í sjónum. Þessi þróun er afar jákvæð og þjóðhagslega mikilvæg. Skert samkeppnishæfni ís- lensks sjávarútvegs mun hafa nei- kvæð áhrif á hana. Æxlist hlutir á þann veg væri það afar dapurlegt og í raun ábyrgðarhluti að láta svo fara. Heimatilbúnar hindranir – hætta Þá ber að nefna að íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki njóta í engu ríkis- styrkja eins og sjávarútvegur víða um heim. Einnig eru gjöld á íslenskan sjávarútveg þau hæstu í heimi og ís- lenskur sjávarútvegur er einn örfárra sem greiðir auðlindagjald. Allt þetta verður til þess að draga úr samkeppn- ishæfninni. Eitt lítið dæmi um skatt- lagningu sem er umfram það sem ger- ist í okkar helsta samkeppnislandi. Á Íslandi er lagt á kolefnisgjald, eins og í Noregi. Hér á landi er það tæpar 10 krónur á hvern lítra olíu, en í Noregi 4 krónur. Þarna munar um minna, því eldsneytiskostnaður er að jafnaði ann- ar stærsti kostnaðarliður í útgerð. Eitt er það að ákvarðanir til heima- brúks dragi tennurnar úr samkeppn- ishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi. Annað er að vinna upp stöðu á mörkuðum, tapist hún á annað borð. Þótt margir vilji fisk á sinn disk, eru ákveðin fyrirtæki úti í hinum stóra heimi sem hafa mikið um það að segja hvaða fiskur endar í hvaða búðum. Traust og viðvarandi viðskipta- sambönd hafa verið fléttuð milli ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja og út- lendra kaupenda. Þar skiptir afhendingaröryggi mestu máli. Það er, að kaupendur fái sinn fisk þegar þeir vilja og það með reglubundnum hætti. Ábyrgð á uppnámi Álögur á íslenskan sjávarútveg og óróleiki í starfsumhverfi hans heima fyrir skemma fyrir og draga úr sam- keppnishæfni sjávarútvegsins og hættan við þær aðstæður er sú að tengslin við kaupendur trosna. Slitni þau alveg er hægara sagt en gert að koma þeim á, á nýjan leik. Þar með væri þurrkað út áratuga samstarf á milli erlendra kaupenda og íslenskra framleiðenda. Því skyldum við, að ástæðulausu, setja þann góða árang- ur sem náðst hefur í markaðs- setningu á fiski í uppnám; hver ætlar að taka ábyrgðina á því að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki missi sam- keppnishæfni og þar með fótfestu á alþjóðlegum markaði? Stolt Okkur Íslendingum er tamt að guma af því sem við erum góð í. Það er sjálfsagt og eðlislægt hverri þjóð. Íslendingar eru óvíða í forystu á heimsvísu. En ef við getum einhvers staðar talist fremst á meðal jafningja þá er það í sjávarútvegi. Okkur er al- veg óhætt að vera stolt af íslenskum sjávarútvegi, fyrir því er full inni- stæða, alla vega á meðan hann er samkeppnishæfur. Markaður fyrir súra íslenska hrútspunga, er nokkuð staðbundinn; á Íslandi. Öðru máli gegnir um ís- lenskt sjávarfang. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Okkur er alveg óhætt að vera stolt af íslenskum sjávar- útvegi, fyrir því er full innistæða, alla vega á meðan hann er sam- keppnishæfur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Samkeppnishæfni sjávarútvegs og 98% Einn ágætur guðsorða- maður segir í Postillu sinni: „ Það gengur tregt að venja vonda náttúru á hið góða, hitt er létt að temja góða á hið vonda“. Sennilega hefur Postilluhöfundurinn þetta eftir Páli postula í Rómverja- bréfinu þar sem postulinn segir: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“ Postulinn heldur áfram og segir: „En ef ég gjöri það, sem ég vil ekki þá er það ekki lengur ég sjálfur, sem fram- kvæmi það, heldur syndin, sem í mér býr.“ Sennilega er rétt hjá postulanum að fría sig viljanum og gera syndina ábyrga. Því er eins farið með verðbólgu og hið góða, fáir vilja verðbólgu en nokkrir telja verðbólgu blessun sína. Verðbólga Verðbólga er ein mesta efnahagslega meinsemd sem um getur. Verðbólga er or- sök flestra annarra efnahagslegra og fé- lagslegra meinsemda. Verðbólga er orsök fátæktar og misskiptingar í heiminum. Verðbólga færir nánast undantekningar- laust verðmæti frá snauðum til velmegandi. Verðbólga færir verðmæti frá fólki til fyrir- tækja. Verðbólga ívilnar skuldakóngum á kostnað sparsemi og ráðdeildar. Skulda- kóngarnir greiða ekki lán sín til baka í raun og efnast vel. Því er verðbólga til að greiða leið til fjársvika. Fórnarlömb þessara fjár- svika eru börn og eldri borgarar. Í einni fræðibók er verðbólga útskýrð með þeim orðum að „ verð á vöru og þjón- ustu hækki umfram framboð á vöru og þjónustu vegna þess að of miklir peningar eltist við of lítið magn af vöru og þjónustu, sem er í boði“. Verðbólga stafar af misvægi á markaði. Þannig getur verðbólga orðið til vegna peningaprentunar seðlabanka, eða innstreymis lánsfjár án þess að vörufram- boð aukist. Ef sveitaskáldið hefði lifað annan tíma en sinn, þá hefði verið ort á annan veg en hér: Sálarskip mitt fer hallt á hlið hrekur til skaðsemdanna af því að illa gengur við andviðri freistinganna. (Bólu Hjálmar.) Þarna á sveitaskáldið sennilega við að Þeir, sem þurfa að njóta sérstakrar verndar, eru lífeyrisþegar. Það er mikil freistni, sem felst í því að höndla með eignir lífeyrissjóða. Vandinn við eignir lífeyrissjóða er að mestur hluti eignanna er skilyrtar eignir lífeyrisþega, þ.e. í sameignarkerfinu. Aðeins lítill hluti þeirra er séreign lífeyrisþega. Það er því mikill freistnivandi, sem lýð- sleikjur standa andspænis, þegar lýð- sleikjurnar vilja nota eignir lífeyrissjóða til að „tryggja fulla atvinnu“ eða þegar verst lætur, „að það er siðferðisleg skylda lífeyrisjóða að standa undir hag- vexti í landinu“. Það er víst hægt að klæða af sér frost en það klæðir enginn af sér skrum. Það er lögbundin skylda stjórnenda líf- eyrissjóða að tryggja það að eignir lífeyr- issjóðanna haldi verðgildi sínu og standi undir því hlutverki, sem lífeyrissjóðunum er ætlað. Það hlutverk er aðeins að greiða sjóðsfélögum lífeyrisgreiðslur eft- ir að starfsævi er lokið, svo og að greiða örorkubætur þegar við á. Blessun, böl og samviska Þegar stjórnvöld og stjórnendur lífeyr- issjóða vinna samkvæmt sínu hlutverki, fylgir því blessun. Þegar stjórnvöld eða stjórnendur lífeyrissjóða bregðast hlut- verki sínu fylgir því böl. Þegar skilur á milli verður hver að eiga það við sína samvisku. En eins og handritasafnarinn segir: „ Samviska manns er valtur dómari á rétt og rangt. Hún er aðeins sá hundur í oss, þó misvel vaninn, sem hlýðnast húsbónda sínum, lögboði umhverfisins. Hún getur átt góðan eða vondan húsbónda eftir at- vikum. Stundum getur hún átt húsbónda sem sjálfur er skálkur.“ Lýðsleikjur hafa ekki samvisku, eða hafa húsbónda, sem er skálkur. freistingarnar með sínu and- viðri séu verðbólga sem hrekur til skaðsemda, eins og þess sem að framan er rakið. Nú er svo komið að það er sæl tilfinning að sjá umliðna verðbólgu fyrri ára stíga til himins í logum og rísa sjálfur úr öskunni nýr maður. Verðbólgumæling Verðbólga er mæld með því að mæla með hlutlægum hætti breytingar á verði vöru og þjónustu. Hagstofur hvers lands annast slíkar mæl- ingar. Sennilega er mæliskekkja þegar verð vöru og þjónustu er mælt, en sú skekkja hverfur þegar breyting á milli mánaða er metin. Verðbólga rýrir verð- mæti peninga. Sú rýrnun er í réttu hlut- falli við breytingar á verðlagi. Þegar verð- breytingar eru meiri innanlands en utanlands gefur gengi gjaldmiðils gagn- vart öðrum myntum eftir með gengissigi ellegar gengissigi í stóru stökki, sem þá heitir gengisfelling. Gengi gjaldmiðils verður aldrei handstýrt til lengdar. Að lokum fer „sálarskipið hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna“. Gengisfelling er færsla fjármuna frá heimilum til fyrir- tækja. Þeim er þetta ritar finnst ekkert eins dásamlegt á jörðinni og að hafa fengið að frelsast úr dýflissu verðbólgu þegar óða- verðbólgu linnti. Verðbólga liðinna 6 ára er sem næst 2,9% á ári samanborið við 10,9% á viðreisnarárunum eða 64,5% verðbólgu á árunum frá 1980 til 1983. Það voru hrakningar til skaðsemda. Ekki er ástæða til að greina orsakir verðbólgu þegar óðaverðbólga ríkti. Þar kennir hver öðrum um. Vissulega er verð- bólga mannanna verk og kunna henni að valda aðgerðir eða aðgerðarleysi manna. Hættulegast er þó þegar lýðsleikjur kom- ast til verka. Þannig er nokkuð víst að svokölluð „leiðrétting“ skilaði sér í 1% verðbólgu á ári í 4 ár af þeim 6, sem rætt var um hér að framan. Þeir sem ekki fengu „leiðréttingu“ bera þann harm sem leiðréttingarverðbólgan olli. Velsæld Í flestum löndum er það markmið stjórnvalda að viðhalda stöðugu verðlagi. Það er vegna þess að þeir sem minna mega sín verða fórnarlömb verðbólgu. Þeir sem betur mega sín kunna alltaf að nýta sér flóttaleiðir í opnu hagkerfi. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Í flestum löndum er það markmið stjórnvalda að viðhalda stöðugu verðlagi. Það er vegna þess að þeir sem minna mega sín verða fórnarlömb verðbólgu. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Verðbólga, böl eða blessun? Í langri Morgunblaðs- grein kastar Inga Sæland illmælgi að þremur mönn- um sem vildu hjálpa henni. Þeir sem til þekkja, vita hvernig ég hjálpaði henni, sem kunni ekki til verka í stjórnmálum, stjórnun eða hvernig með reikningshald skyldi farið. Við þetta tækifæri ætla ég ekki að rekja það frekar, því það myndi meiða hana, sem ég í fyrstu heillaðist af fyrir fljúgandi mælsku og kjark, en kynntist síðar heift hennar, öfund og einræði, sem blaðagreinin ber skýr- an vott um. Þá umræðu bíð ég með að taka á rétt- um vettvangi innan flokks- ins. Uppistaða greinar Ingu Sæland er réttlæting hennar fyrir að hafa rekið tvo þingmenn flokksins, þá þingmenn sem báru uppi málefnastarf þingflokks- ins, fluttu ræður með rök- um, en ekki upphrópunum, létu vinna skýrslur og lögðu fram fyrirspurnir til ráðherra til undirbún- ings fyrir flutning mála. Réttlætingin finnst ekki ef að er gáð. Í yfirlýs- ingu sem ég gaf á vef Morgunblaðsins, útskýrði ég hvernig Karl Gauti Hjaltason hefði aftur og aftur gagnrýnt fjármálastjórn hennar í áheyrn hennar og því hefðu þau fáu orð tekin upp eftir honum á barnum, átt að vera henni skiljanleg. Engin orð gegn henni voru sögð af dr. Ólafi Ísleifssyni, frem- ur að hann lagði henni gott til í þessari ólöglegu, samansettu upptöku, sem tók átta daga að vinna úr og koma á framfæri við tvö dagblöð. Það eitt að hún skilji ekki að formaður stjórn- málaflokks geti ekki látið kjósa sig gjaldkera flokksins og verið með prókúru flokksins, segir allt um hæfi hennar og skilning á meðferð reiknings- halds. Karlar sem vildu hjálpa konu Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson » Grein Ingu er réttlæting hennar fyrir að hafa rekið tvo þingmenn flokksins, sem báru uppi mál- efnastarf þing- flokksins með rökum en ekki upphrópunum. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Holti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.