Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 ✝ Laufey Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1920. Hún lést á Sólvöllum á Eyrarbakka 5. jan- úar. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Eiríksdóttir, f. 1. október 1886, og Guðmundur Magnússon, f. 11. maí 1887. Laufey kom með móður sinni að Egilsstöðum I á öðru ári til hjónanna Helgu Hannesdóttur og Einars Einarssonar og ólst þar upp með fjórum uppeldis- systkinum, sem öll eru látin. Hálfsystkini Laufeyjar voru fimmtán, og eru eftirlifandi Helga, f. 1917, Ingibjörg, f. 1925, og Hrefna, f. 1927. Eigin- maður Laufeyjar var Hermund- ur Þorsteinsson, f. 8. október 1913, d. 31. desember 1999. Börn þeirra eru Helga Elín, f. 22.10. 1944, maki Halldór Sigurþórs- son, f. 6.10. 1942, þau eiga tvo syni, fimm barnabörn og eitt langömmu- barn. Sigurbjörg, f. 6.6. 1947, maki Árni Guðmunds- son, f. 10.10. 1946, þau eiga tvö börn og fimm barna- börn. Guðsteinn Frosti, f. 25.8. 1953, maki Krist- ín Tómasdóttir, f. 29.11. 1954, þau eiga fjögur börn og átta barnabörn. Einar, f. 23.11. 1955, maki Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, f. 3.1. 1960, þau eiga fimm börn og sjö barna- börn. Laufey og Hermundur gengu í hjónaband 10. júlí 1943 og bjuggu allan sinn búskap í Eg- ilsstaðakoti. Útför Laufeyjar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 18. janúar 2019, klukkan 13. Amma Laufey er ógleymanleg kona og eigum við öll góðar minningar um hana. Við barna- börnin virðum þá ósk ömmu að skrifa ekki um hana minningar- greinar, en þökkum henni sam- fylgdina alla okkar tíð. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Gott er að eiga góðs að minnast. Guð geymi þig. Herleifur, Bergþór, Sig- ríður, Guðmundur, Margrét Harpa, Hermundur, Bjarn- fríður Laufey, Tómas Karl, Guðbjörg Hulda, Þorsteinn Logi, Halla, Laufey, Sveinn Orri og fjölskyldur. Mig langar í nokkrum orðum að minnast elskulegrar frænku minnar Laufeyjar Guðmunds- dóttur, húsmóður í Egilsstaða- koti. Laufey var alla tíð í fyrsta sæti á frænkulistanum hjá mér og minni fjölskyldu. Laufey frænka var bóngóð, hlý og heilsteypt manneskja. Frábær heim að sækja, vildir öll- um vel. Minningar mínar eru ótal margar alveg frá barnæsku, en móðir mín og hún voru miklar vinkonur. Sumarferðir Ingibjargar og mömmu í Egilsstaðakot liðu seint úr minni er þær skemmtu sér vel. Þá var Sigga ömmusystir, móðir Laufeyjar, boðin og búin að veita aðstoð ef þörf var á og nefni ég þar árið sem Magnús afi dó þá var Sigga komin og studdi okkur í gegnum það tímabil. Sigga hafði komið með Lauf- eyju nýfædda í Melshús til ömmu Jónu og afa og dvalið þar um skeið. Svo liðu árin og Laufey brá búi og fluttist að Sólbakka. Hún hringdi til mín strax og hún hafi komið sér fyrir á Eyr- arbakka til að segja mér frá nafninu á herberginu sínu á Sól- bakka en það bar nafnið Mels- hús. Í Melshúsum byrjaði ég og í Melshúsum mun ég enda sagði hún. Hún var sátt við það. Ekki er hægt að minnast Laufeyjar án þess að nefna Munda, sem var einstakur mað- ur, yndislegur. Alltaf var gaman að koma til þeirra og fá frábærar móttökur en bæði voru mjög gestrisin. Þakka fyrir ómetanlegan stuðning þeirra er móðir mín lést. Þakka fyrir allt annað er okkur var rétt. Elsku Laufey, þakka fyrir tryggð þína við mig alla tíð. Þakka allt kvöldspjallið í síma. Ég mun sakna þín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Samúðarkveðjur til fjölskyldu Laufeyjar frá mér og minni fjöl- skyldu. Guðríður Guðbjartsdóttir. Það var ekki fyrr en 1991 sem ég kynntist henni Laufeyju föðursystur minni almennilega. Laufey og Hermundur komu stundum í heimsókn að Blesa- stöðum og ég fékk að njóta þeirra heimsókna og nærveru eftir að ég flutti austur til að að- stoða mömmu með Dvalarheim- ilið. Það gustaði af Laufeyju, hún hafði sterkar skoðanir og var frekar hávær en Hermundur var afskaplega rólegur en kíminn, mér fannst þau flott hjón. Her- mundur lést árið 1999 og var það Laufeyju mikill missir. En Lauf- ey var kjarnakona, vinskapur og heimsóknir héldu áfram, hún hafði alltaf einhver ráð með að fá vini og vandamenn til að keyra sig þangað sem hún vildi kom- ast. Einhvern veginn æxlaðist það svo að mamma og Laufey ákváðu að hún kæmi og aðstoð- aði við sláturgerð á Dvalarheim- ilinu á Blesastöðum og það var góð ákvörðun. Mamma lést 2007 en það breytti því ekki að Lauf- ey hélt áfram að koma, hún hringdi gjarnan og spurði hvort ætti ekki að taka slátur því við hefðum gert það um þetta leyti í fyrra. Eins leiðinleg og sláturgerð getur verið þá varð það nú eigin- lega hátíðisdagur hjá okkur á Blesastöðum því Laufey lýsti daginn svo sannarlega upp með léttleika og gleði, fór með vísur og spjallaði. Hún var ekki búin að vera lengi í húsi þegar hún setti rúsínukassa á borðið og svuntuna á sig. Ef henni fannst við dvelja of lengi við kaffiboll- ann leit hún á okkur og sagði: „Hverslags er þetta, á bara ekk- ert að gera hér í dag?“ Hún var ekkert að pakka hlutunum inn. Það segir kannski hversu góðir tímar þetta voru að haustið 2017 ákváðum við nokkrar sem höfð- um unnið saman að hittast og eiga dagstund með Laufeyju. Við vorum ekki alveg tilbúnar að sleppa samverudegi með henni þó að formlegri sláturgerð væri hætt. Þó að ég hafi ekki kynnst Laufeyju fyrr en síðari ár fannst mér ég kynnast henni vel. Við töluðum oft saman í síma og átt- um gott spjall, sérstaklega eftir að hún kom á Sólvelli. Hún hafði svo mikinn áhuga á því sem var að gerast, spurði frétta og lét sig hlutina varða af væntumþykju. Hún var þakklát og stolt af fjöl- skyldunni sinni, fylgdist vel með hverjum og einum. Í ágúst sl. kom hún í hlað á Blesastöðum með Guðmundi dóttursyni sínum, en þau voru að koma úr brúðkaupi Höllu sonar- dóttur hennar í Skálholtskirkju. Hún var uppábúin í upphlut eins og drottning og sagðist bara hafa ákveðið að drífa sig þó að heilsan væri kannski ekki sem best. Þannig var hún Laufey, hún kunni að njóta og vildi verja tíma sínum með fjölskyldu og vinum. Nú er komið að leiðarlokum. Við Kristján sendum fjölskyldu Laufeyjar innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu hennar. Hildur Hermannsdóttir. Ég kynntist Laufeyju þegar ég var tíu ára sumarið 1987 en fékk þá að vera eina viku í sveit í Egilsstaðakot. Upp frá því var ég í mörg sumur í röð, „til að fá á mig fjósalykt“, eins og Laufey orðaði það alltaf. Þetta voru yfir- leitt um ein eða tvær vikur í senn en nokkur sumur lengri tími. Þó að við værum ekki skyld voru Laufey og Mundi á margan hátt mér eins og auka-amma og -afi, slík var alúðin. Heimili þeirra einkenndist af gestrisni, hlýju og væntumþykju og birtist það meðal annars í því að margir af þeim sem hjá þeim höfðu dvalið í gegnum tíðina héldu tryggð við þau hjónin og komu reglulega í heimsókn. Það gat því verið margt um manninn á heimilinu og flesta daga á sumr- in var gestagangur enda fjöl- skyldan líka stór og náin. Þar kynntist ég líka fjölskyldu Lauf- eyjar og Munda. Tryggðin og skylduræknin var jafnframt gagnkvæm. Þannig lagði Laufey sig fram við að halda sambandi við þá sem hún þekkti, ekki síst á afmælisdögum sem hún var minnug á. Þá var einnig til taks gömul afmælisdagabók sem margir höfðu skrifað í og auðvit- að lítil bók með öllum símanúm- erunum. Laufey var íslensk sveitakona sem hafði upplifað miklar breyt- ingar á búskaparháttum og sam- félagsgerð. Mér þótti merkilegt að þekkja þessa konu sem hafði upplifað horfna tíma fyrri hluta tuttugustu aldar þar sem enn eimdi eftir af fornum lifnaðar- háttum fyrri alda. Þannig var gaman að ræða við Laufeyju um það hvernig hitt eða þetta gekk fyrir sig í gamla daga. Ég man að hún sagði mér til dæmis frá því hvernig brúðkaup þeirra Munda fór fram. Þá riðu Laufey og Mundi á hestum til kirkju og þau voru gefin saman af prest- inum án þess að nokkrir gestir væru til staðar – sem þótti ekk- ert óvanalegt. Þar á eftir var ný- giftu hjónunum boðið í kaffi á prestssetrinu. Laufey minntist þess að prestsfrúin hefði sagt oftar en einu sinni: „Má bjóða frúnni kaffi?“ – en Laufey áttaði sig ekki strax á því að það væri verið að tala við sig þar sem hún var ávörpuð í fyrsta skipti sem frú. Nú fækkar þeim óðum sem muna þessa tíma og Laufey var sú síðasta af þessari kynslóð sem ég þekki. Ég myndi lýsa Laufeyju sem jákvæðri, góðlyndri, góðhjart- aðri og umhyggjusamri. Henni var sérstaklega umhugað um þá sem áttu erfitt af einhverjum ástæðum. Þegar ellin færðist yf- ir flutti Laufey á elliheimili á Eyrarbakka en aldrei bar á nei- kvæðni og andinn var jafnan hinn sami. Þá minntumst við ósjaldan fyrri tíma í Egilsstaða- koti og gátum enn hlegið að gömlum bröndurum. Samt töl- uðum við mest um það hvað væri að frétta. Laufey var nefnilega með fullt minni og rænu allt fram á hina síðustu daga. Mér er minnisstætt úr samtölum okkar fallegt íslenskt orðfæri með skýrum sunnlenskum hv-fram- burði og glaðlegum tón í rödd- inni. Úr Egilsstaðakoti og af kynn- um mínum af Laufeyju á ég margar dýrmætar minningar sem ég er þakklátur fyrir. Pétur Snæbjörnsson. Það er með mikilli hlýju og virðingu sem ég vil með nokkr- um orðum minnast Laufeyjar Guðmundsdóttur frá Egilsstaða- koti. Fyrstu kynni mín af Lauf- eyju voru þegar ég var 11 ára. Vorið 1948 kom ég til sumar- dvalar í Egilsstaðakot til að passa Sigurbjörgu á fyrsta ári og hjálpa til við uppvask og fleira er tilheyrði eldhúsverkun- um. Þá tók á móti mér lágvaxin kona með útbreiddan faðminn og hlýja brosið sitt og bauð mig vel- komna. Það var auðvelt að láta sér líða vel hjá Laufeyju. Hvort sem það snerti mat, svefn, sár á höndum eða eitthvað annað þá var því sinnt af einstakri um- hyggju og hlýju. Þetta átti ekki bara við gagnvart mér og það fann ég best þegar ég sagði þeim nokkrum árum síðar að ég ætti von á barni og eignaðist dóttur sem fékk nafnið Laufey. Þú varst mjög stolt af henni og því að hafa eignast nöfnu. Nöfnu þinni hefur lánast vel nafnið þitt. Alltaf voru Laufey og Mundi til staðar fyrir mig, sýndu mér ást og umhyggju líkt og ég væri þeirra eigið barn. Ég fann strax að mér leið virkilega vel hjá þeim í kotinu og urðum við mjög góðir vinir og sú vinátta varði alla tíð síðan. Það er erfitt að fjalla um ævi- feril Laufeyjar án þess að minn- ast á hann Munda, Hermund Þorsteinsson, eiginmann hennar. Þau voru mjög samheldin hjón og gerðu svo margt skemmtilegt saman, voru bæði traust og skemmtileg. Það var mikil gæfa að kynnast þeim hjónum. Samband okkar Laufeyjar var náið og einlægt, þótt við hitt- umst ekki oft töluðum við þess oftar saman í síma. Vináttan dýpkaði bara með árunum og heimsóttum við Hlöðver þau hjón oft og þau okkur norður í land. Þau voru höfðingjar heim að sækja og minnist ég með hlýju allra þeirra stunda sem við höfum átt saman og allra skemmtilegu ferðalaganna sem við fórum í um landið okkar. Það eru vissulega forréttindi að eiga slíkar minningar. Án þeirra hefði lífið og tilveran verið fátæklegri. Laufey ólst ekki upp með silfurskeið í munni en hún taldi sig vera heppna og ríka konu, hún hafði verið alin upp af góðu fólki, eignast góðan eiginmann, góð börn og afkomendur og átt góð systkini. Í því væri auðurinn fólginn að hennar mati og þá var hún þakklát fyrir natni og um- hyggju starfsfólksins á Sól- völlum á Eyrarbakka og það er ég einnig, þar leið henni greini- lega vel. Þau orð sem mér finnst lýsa henni Laufeyju minni best eru skörungur, klettur, úrræða- góð, réttsýn, ósérhlífin, óeigin- gjörn, ekki íþyngjandi, sam- viskusöm, hjálpsöm, skapmikil, skemmtileg og einstakur gleði- gjafi. Ég mun sakna þín mikið. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér, það hefur verið gott veganesti í gegnum lífið. Ljúf er hvíld að loknum degi langur vegur genginn er, inn í landið ljóss og friðar lífsins englar fylgja þér. (G.H.) Ég vil votta Helgu, Sigur- björgu, Guðsteini, Einari, tengdabörnum og barnabörnum innilegustu samúð mína. Erla Guðvarðardóttir. Laufey Guðmundsdóttir Ástkær bróðir, mágur og frændi, SVANUR ARNAR JÓHANNSSON skipstjóri, Kleppsveg 128, lést sunnudaginn 13. janúar á Skjóli. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju - félag langveikra barna. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Jóhannsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS BJARNASON, Klapparholti 12, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 9. janúar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. janúar klukkan 13. Ólöf Haraldsdóttir Júlía Magnúsdóttir Ingibergur Gunnar Jónsson Sæunn Magnúsdóttir Haraldur Sigurðsson Bjarni Magnússon Ólína Helgadóttir Sigurborg Skjaldberg Baldur Snæhólm Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg dóttir mín, fósturdóttir, systir og mágkona, AÐALHEIÐUR HALLDÓRA ARNÞÓRSDÓTTIR, Heiða, Kjalarsíðu 1b, Akureyri, áður Kambagerði 3, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 13. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 22. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Ásdís Sigurpálsdóttir Árni Þorsteinsson Ómar Þ. Árnason Helga Sigríður Valdimarsdóttir María S. Árnadóttir Örvar Davíð Þorvaldsson Ástkær faðir minn, JÓNAS BENEDIKT BJARNASON, Húnabraut 14, Blönduósi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 20. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Friðgeir Jónasson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kópavogstúni 12, lést á Landspítalanum 15. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 24. janúar klukkan 13. Hilmar Viggósson Viggó Einar Hilmarsson Elín Jóhannesdóttir Hilmar Óli Viggósson Sigrún Anna Viggósdóttir Valur Ari Viggósson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.