Morgunblaðið - 18.01.2019, Side 27

Morgunblaðið - 18.01.2019, Side 27
fegurð himins sést í fjölmörgum myndum ásamt ljóðum þínum sem margir hafa fengið að njóta. Ég heyrði þig ekki tala illa um nokkurn mann, þú varst kurteis og fólk naut sannmælis. Veikindi þín voru erfið en þú kveinkaðir þér ekki, tókst örlögum þínum af yfirvegun og ró uns yfir lauk. Jóni og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Takk fyrir allt, elsku Didda. Valur Þ. Norðdahl og fjölskylda. Mig langar að minnast Diddu í nokkrum orðum. Hugurinn fer víða er horft er til baka. Didda var sú vinkona mömmu sem hefur verið einn tryggasti og hjartahlýjasti fjöl- skylduvinur okkar og hefur hún tilheyrt fjölskyldu minni frá því ég fór að muna eftir mér og vel áður. Didda og Nonni voru ómiss- andi í öll afmælisboð, jólaboð, þorrablót ásamt óteljandi kaffi- boðum. Flestar stundir ein- kenndust af hlátri og gleði ásamt mikilli hlýju. Didda var mjög framsækin og tileinkaði sér notkun tölvu með miklum eldmóði. En á síðustu ár- um kom hún upp vefsíðunni bar- dus.is með ljóðum og ljóðabókum sem vert er að minnast. Læt ég eitt fylgja eitt af ljóð- um hennar, Gangur lífsins, að lokum: Æ hvað fölna blómin fljótt, blöðin fella og höfði drúpa. Fagurt rósarblómið rjótt, minningarnar um það hjúpa. (I.E.D) Tilveran verður tómlegri án hennar. Votta ég Nonna og sonum Diddu mína dýpstu samúð. Takk fyrir allt, Yngvi Tómasson. Elskuleg vinkona hefur kvatt. Mikið er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um elsku Búggu okkar eins og við köll- uðum hana alltaf. Við vissum að það kæmi að þessum degi en lifðum í voninni um að hún fengi að vera lengur hjá okkur. Hún átti stórafmæli á gamlársdag sl., það var falleg mynd sem við sáum af henni með sonum sínum fagna deginum með 75 rauðum rósum sem þeir færðu henni. Við vorum búnar að vera vin- konur frá því á táningsárum og brölluðum margt og mikið sam- an, dönsuðum í Gúttó – fórum í útilegurnar með stúkunni okkar og alltaf var jafn gaman að rifja upp þessa gömlu skemmtilegu daga. Búgga var alltaf elskuleg og trygg, hún átti fallegt heimili og yndislega fjölskyldu. Mikið hvað allt er orðið breytt, Áslaug ein úr okkar hópi hefur kvatt okkur líka. Þeirra verður sárt saknað en við yljum okkur við góðar og skemmtilegar minningar sem við áttum saman. Við sendum Jóni eiginmanni hennar og sonum og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning elsku Búggu Þínar æskuvinkonur, Helga Stígs, Elísabet, Marta og Helga. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 ✝ Stefán Jónssonfæddist á Akureyri 10. september 1944. Hann lést á Akur- eyri 6. janúar 2019. Foreldrar hans voru Jón Arason Jónsson málara- meistari, f. 3. júní 1913, d. 26. febr- úar 1974, og Hjör- dís Stefánsdóttir húsmóðir, f. 18. desember 1918, d. 12. apríl 2004. Bræður Stefáns eru Eiríkur, f. 5. október 1945, verkfræð- ingur, kvæntur Sigríði Jó- hannesdóttur, kennara og tannsmíðameistara, og Teitur, f. 8. mars 1947, dósent við Tannlæknadeild Háskóla Ís- lands, kvæntur Valgerði Magnúsdóttur sálfræðingi. Hálfsystir Stefáns samfeðra er starfaði við þá iðn alla tíð, lengst af sem framkvæmda- stjóri eigin fyrirtækis, sem fjöl- skyldan hefur tekið við rekstri á. Stefán sinnti félagsstörfum í stjórnmálum frá 1960 og gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum. Hann sat í starfs- greinaráði bygginga- og mann- virkjagreina, stjórnum og nefndum fyrir byggingasvið Ið- unnar og í fagnefnd málara. Hann sat m.a. í bygginganefnd og skólanefnd Verkmennta- skólans, nefnd vegna bygg- ingar íbúða fyrir aldraða við Víðilund, bygginga- og skipu- lagsnefnd sem og í umhverfis- ráði. Þá var hann virkur í félagsstarfi innan Samtaka iðn- aðarins, sat í ráðgjafaráði sam- takanna og var formaður Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi. Einnig var hann félagi í Rótarýklúbbi Akureyrar frá árinu 1986. Útför Stefáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 18. janúar 2019, klukkan 13.30. Svala Jónsdóttir Mambert, f. 4. nóvember 1939, bú- sett í Suður- Karólínu í Banda- ríkjunum. Stefán giftist 14. október 1967 Heið- rúnu Björgvins- dóttur rekstrar- stjóra, f. 10. ágúst 1947, en við sömu athöfn giftust bræður hans báðir einnig. Börn Stefáns og Heiðrúnar eru 1) Hjördís, málarameistari og kennari, f. 4. mars 1970, maki Heiðar Konráðsson, mál- ari og húsasmíðameistari, f. 27. nóvember 1967. Dætur þeirra eru Heiðrún Valdís, háskóla- nemi, f. 7. ágúst 1997, og Hildur Védís, nemi, f. 4. ágúst 2003. 2) Jón Ari, viðskiptafræðingur, f. 19. apríl 1975. Stefán var málarameistari og Ef lýsa ætti afa Stebba í þremur orðum eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann góður, traustur og metnaðarfullur. Við systur vorum svo heppnar að búa í næsta nágrenni við afa og ömmu, fyrst heima hjá þeim þegar Hildur fæddist og síðan um 300 skrefum frá þeim sam- kvæmt vísindalegum mælingum. Það voru því ófáar heimsókn- irnar sem við fórum til afa og ömmu í Bakkahlíðina, þá sér- staklega í hafragraut með súru slátri og bláberjum. Afi kenndi okkur líka aðra mikilvæga matarsiði, Heiðrúnu eins árs að borða piparmyntusúkkulaði og á einhvern undraverðan hátt fékk hann fjögurra ára gamla Hildi til að smakka svið, sem henni þóttu ágæt. Mikilvægasta framlag hans til matarmenningar fjölskyldunnar er þó sennilega afakexið, sem reyndar er frá LU en fékk nafn- ið því afi átti það alltaf til og Hildur hélt lengi að það héti einfaldlega afakex. Við systur höfum báðar unnið við málningarvinnu nokkur sum- ur hjá afa enda var það honum mikið kappsmál að sem flestir í ættinni hæfu starfsferil sinn hjá honum. Í raun var ekki rætt hvort heldur hvenær við mynd- um byrja að vinna hjá honum. Afi var alltaf helsti stuðnings- maður okkar hvort sem var í námi, íþróttum eða í lífinu og var duglegur að minna á að ef okkur vantaði eitthvað ættum við að láta hann vita. Þannig var afi Stebbi, hann vildi og sá alltaf til þess að sitt fólk hefði það sem best. Við munum sakna þín mikið, afi, en minnast þín með þakk- læti fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Heiðrún Valdís og Hildur Védís. Stefán var elstur okkar bræðranna, en aldursbilið var aðeins tvö og hálft ár og því vor- um við Stebbi, Eiki og Teitur að mörgu leyti eins og þríburar. Við vorum skírðir allir í einu þegar pabbi hafði hitt kunningja sinn séra Lárus á Miklabæ á förnum vegi og nefnt að hann ætti þrjá óskírða stráka heima. Þannig gekk eitt yfir alla og margir könnuðust við þessa líf- legu drengi í Norðurgötunni sem einn hóp, enda vorum við þar að auki oft allir eins klæddir í fötum sem Hlín frænka hafði saumað. Í fyllingu tímans bætt- um við um betur og giftum okkur allir í einu og fetuðum síðan æviveginn með svipuðum hætti, hver með sinni konu, börnum og barnabörnum. Há- punktur þeirrar sögu var hátíð- legt þrefalt gullbrúðkaup fyrir rúmu ári. Stebbi var að sjálfsögðu for- ingi okkar í bernsku og stjórn- aði til dæmis ferðum okkar í þrjúbíó á sunnudögum þegar við héldum til móts við Tarsan eða Gög og Gokke. Í þá daga fóru smápattar ein- ir ferða sinna um bæinn og for- eldrarnir gátu notið stundar- friðar á heimilinu á meðan. Stefán var á sumrin í sveit hjá afa og ömmu í Haganesi við Mývatn og naut sín vel í sveita- störfunum. Afi Stefán hafði mikið dálæti á nafna sínum og kenndi honum leyndardómana um vatnið, ána, veiðiskapinn, eggjatínsluna og fjárbúskapinn. Stebbi gleypti þetta allt í sig, var fjárglöggur með afbrigðum og átti margar góðar stundir í göngum og réttum. Veiðiskap- urinn átti líka vel við hann en snemma kom í ljós að honum nægði ekki að rölta um bakkana með stöng, nei, betra væri að draga fyrir á Bárunni með afa og reyna að fá fimmtíu bröndur. Hann hafði vissulega það sem þurfti til að feta í fótspor for- feðranna í Haganesi, Stefáns afa og Helga langafa, en ekki varð þó af því og framtíðin beið hans á Akureyri. Meðal þeirra eiginleika sem einkenndu Stebba alla tíð voru ráðdeild og útsjónarsemi, en þó aldrei á kostnað annarra. Dag- inn sem hann varð 15 ára fór hann og keypti sér nýja skelli- nöðru og á sama hátt keypti hann sér nýjan bíl um leið og hann var kominn með bílprófið. Þessir eiginleikar voru augljósir alla ævi og stundum virtist hann búa yfir sérstöku skilningarviti þegar fjármunir voru annars vegar. Bankahrunið um árið sá hann til dæmis fyrir með góðum fyrirvara og gerði þá hiklaust viðeigandi ráðstafanir. Á sumrin unnum við bræður allir við húsamálun hjá föður okkar og Stefán lauk náminu, fékk meistararéttindi og tók síð- an við rekstrinum. Hann rak fjölskyldufyrirtækið í áratugi og var farsæll í starfi, enda gátu viðskiptavinirnir treyst því að vandvirkni og sanngirni yrðu alltaf höfð að leiðarljósi. Stefán var mannblendinn og tók af lífi og sál þátt í stjórnmálastarfi og nefndum og stjórnum í tengslum við vinnuna. Í pólitík- inni var hann dálítið sérstakur að því leyti að vinnan kringum kosningar var hápunkturinn; að koma saman lista, halda fundi, skipuleggja verkefni á kosninga- daginn og loks telja atkvæði. Rausnarskapur Stefáns var framúrskarandi og hvert tæki- færi notað til að halda smáar og þó helst stórar veislur. Fjöl- skyldan var honum kærari en allt annað og afastelpurnar dýr- gripirnir, enda fékk hann líka umhyggjuna ríkulega endur- goldna þegar sjúkdómar sóttu að í lokin. Við bræður þökkum á kveðju- stundu Stefáni fyrir samfylgd- ina og fyrir alla hjálpsemi hans og vináttu sem aldrei bar skugga á. Eiríkur og Teitur. Mývatnssveit var unaðsreitur okkar frændsystkinanna í æsku, í skjóli afa og ömmu í Haganesi. Stebbi var mættur þangað áður en snjóa leysti á vorin í sauð- burðinn og fór síðastur okkar heim, eftir réttir á haustin. Hann var svolítið stríðinn með glampa í augum, hláturmildur og skemmtilegur, laus við kerskni og í endurminningunni finnst mér að okkur hafi alltaf komið vel saman. Afi smíðaði skammel handa okkur barna- börnunum svo við gætum setið á tröðinni og hlustað á ömmu segja sögur og kenna okkur kvæði. Um leið og hún bauð okkur góða nótt, þá fylgdi stundum piparmyntubrjóst- sykur með, sem þætti nú ekki góð latína í dag. Aldrei kom neitt alvarlegt fyrir okkur krakkana þessi sumur, sem hún þakkaði almættinu. Oft var mik- ið líf við eldhúsborðið. Ívar, er síðar tók við búi foreldra sinna, færði fréttir úr sveitinni en amma hélt uppi stjórnmála- umræðunni og gleymist ekki hve inngangan í NATO gekk nærri henni. Afi var rólyndari, kaus Framsóknarflokkinn, svo ekki kom á óvart að Stebbi fylgdi þeirri skoðun þegar hann fékk kosningarétt. Vera okkar í sveitinni hefur haft ótrúlega mótandi áhrif á skoðanir okkar í lífinu. Stebbi var hægri hönd afa við búskap- inn, á varptímanum hlotnaðist honum heiðurinn við að skríða að hreiðri sem var við Tjörnina, hann var grannur og lipur og eins gott að láta öndina vita áð- ur en skriðið var inn, því ekki var útskot til að mætast á þeirri leið. Aldrei hefði Stebbi stigið á unga í Kálfshólmanum, eins og ég gerði, hann var svo næmur á umhverfið. Fjárglöggur var hann svo orð var á haft. Ég fylgdist með honum einu sinni í réttum, hann átti ekki í vand- ræðum með að draga Haganes- kindurnar úr hjörðinni, en fyrir mér voru allar kindur suður- sveitunga eins. Eitt sinn lögðum við frænkur netspotta fyrir smá vík í Selhagalæknum í þeirri von að veiða eins og Stebbi. Var þá ekki urriði fastur í spott- anum þegar við vitjuðum hans næsta dag. Nú voru góð ráð dýr, við kunnum ekki að drepa urriðann og komum með hann hálflifandi heim. Þetta fannst Stebba ekki í lagi og sýndi okk- ur réttu handtökin. Hann tók þátt í öllu sem sneri að veiði- skap í Haganesi, hann hefði orð- ið góður bóndi. Að vorlagi fékk ég hringingu frá Hjördísi mömmu hans, þar sem hún fór þess á leit að ég tæki hann í fæði, því hann væri að fara að vinna hjá SÍS í Austurstræti. Ástæða beiðn- innar tengdist áhyggjum yfir því,að ef hann víkkaði ekki út matseðilinn yrði honum fljótlega skilað, ef hann færi að búa. Þetta var heiður fyrir mig, nú gæti ég kennt Stebba eitthvað. Frá Siglufirði kom svo annar frændi, það var ekki leiðinlegt að hafa þessa hressu stráka ásamt föður mínum við mat- borðið um veturinn, því þeir voru nú að læra fleira en að borða fjölbreyttari mat. Heiðrún og Stefán hafa tekið höfðinglega á móti okkur hjón- um á ferðum norður. Ég hitti þau síðastliðið sumar og glamp- inn var þá enn í augum frænda. Við töluðum fátt, en inni á skrif- stofunni sýndi hann mér gamlar myndir úr sveitinni, þeim unaðs- reit sem umfaðmaði okkur í æsku. Blessuð sé minning Stefáns Jónssonar frænda míns. J. Bryndís Helgadóttir. Stefán föðurbróðir minn er fallinn frá og mig langar að minnast hans með örfáum orð- um. Ég átti þeirri gæfu að fagna að fá fyrstu „alvöru“ sumar- vinnu mína við húsamálun hjá Stefáni sumarið 1980, þegar ég var 13 ára. Hann hafði alltaf mikinn metnað til að við skil- uðum vönduðu verki og sýndum fagmennsku. Ýmist var unnið í tímavinnu eða verkin mæld upp og viðskiptavinurinn greiddi þá visst gjald fyrir hvern fermetra af veggjum, lengdarmetra af gluggalistum og svo framvegis. Ég hélt áfram að mála á sumrin upp í gegnum allan menntaskóla og háskóla og sumrin urðu tólf á endanum. Stefán naut trausts hjá stórum fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og ég fékk fjölbreytt kynni af atvinnu- lífinu í gegnum málarastarfið. Á meðal eftirminnilegra verkefna vil ég nefna Mjólkursamlag KEA, sem var vígt sumarið 1980, og Útgerðarfélag Akur- eyringa, þar sem við máluðum öll þökin í einmuna blíðu sum- arið 1985. Stefán kenndi mér að veiða silung á stöng í Laxá í Mývatns- sveit þegar ég var fimm ára. Hann brýndi fyrir mér að fara mjög varlega að veiðistöðunum, helst að skríða á maganum síð- ustu metrana niður að ánni, því að urriðinn væri ákaflega var um sig. Þarna notuðum við mest flugu og flotholt en líka stund- um spún. Við Stefán fórum seinna til laxveiða saman í Skjálfandafljóti og Víðidalsá og alltaf var hann aflasæll og áhugasamur um veiðina og um- hverfið. Nú þegar Stefán er genginn og ég velti fyrir mér spurning- unni „hvernig var hann?“ kemur fyrst upp í huga minn að Stefán var sérstaklega félagslyndur og gestrisinn, mikill fjölskyldumað- ur og ættrækinn, glaðlyndur, heiðarlegur og vandvirkur. Ég minnist Stefáns með djúpu þakklæti og virðingu. Elsku Heiðrún og fjölskylda, missir ykkar er mikill og dag- arnir dimmir en ég vona að þið finnið styrk á þessum erfiðu tímum. Andri Teitsson. Við sitjum hvort á móti öðru, ég að reyna að taka mynd af honum við lunninguna með lygnan Eyjafjörðinn og Vaðla- heiðina í bakgrunni. Hann horfir fram á við, lítur svo til mín og brosir, fullkomlega afslappaður og glaður – eitt andartak er óör- yggið sem fylgir versnandi gleymskunni horfið úr augna- ráðinu og hann bara nýtur þess eins og við hin að finna goluna á vangann og bátinn rugga í öld- unni. Og það rennur upp fyrir mér að það er ekki einhver ljós- mynd sem ég vil ná sem er mikilvæg, það mikilvæga er að njóta þess að vera með frænda þarna og þá. Sitja í bátnum hans pabba með Stebba föður- bróður og sigla út fjörðinn til að draga upp nokkra þorska. Taka pásu og drekka kaffibolla og borða kleinur. Hlæja svo það gellur í fjöllunum, segja sögur, hjálpast að við að slægja aflann, spekúlera í örnefnum, skyggn- ast eftir hvölum, kasta slóginu til mávanna, hlæja meira. Bara vera. Hann Stefán Jónsson málari, föðurbróðir minn, dó 6. janúar síðastliðinn. Sjúkdómar eins og hans setja ekki bara mark sitt á þann sem veikist; þeir hafa áhrif á alla umhverfis, sérstaklega nánustu aðstandendur. Það eru hetjur í öllum sögum, oftast stórir og sterkir karlar, en í sögunni hans frænda er hetjan ósköp venjuleg kona frá Dalvík. Það verður sennilegast aldrei skrifuð „Útkallsbók“ um hana Heiðrúnu hans Stebba þó að hún hafi unnið þrekvirki sem fá- ir munu líkja eftir. Að sinna veikum maka af natni og alúð eins og hún gerði er meira en beinin í flestum okkar myndu bera; en það er greinilega seigt í konunum úr Svarfaðardalnum. Og betri skilgreiningu á fölskva- lausri ást á ég erfitt með að finna. Stebbi var sérstaklega hlýr, umhyggjusamur og bóngóður maður. Hann hló hátt og með sérstökum hlátri, eiginlega bæði á inn- og útsoginu, aldrei annað en innilega og alltaf þannig að maður hreifst með. Síngirni var svo fjarri honum sem hægt er að komast; vantaði mann hjálp við að flytja var það sjálfsagt að fá lánaðan pikkuppinn, vantaði málningu var það bara að koma við í bílskúrnum og fá eina eða tvær fötur sem maður svo aldrei fékk að borga, vantaði gistingu var sko ekki talandi um annað en að búa í kjallaranum í Bakkahlíð 2. Hann var græjukall og þegar hann eignaðist eitt af fyrstu lita- sjónvörpunum í bænum var okk- ur krökkunum að sjálfsögðu boðið að koma og horfa á Prúðuleikarana í lit. Það er erfitt að gefa mynd af manneskju með nokkrum orð- um, en hann frændi var sóma- maður, hreinn og beinn og vissi ekki hvað tilgerð eða snobb var. Mér finnst það svo lýsandi fyrir hann að hann sem elskaði mat var ekki fyrir neinn uppskrúf- aðan veitingahúsamat með þremur dropum af grænni sósu og tveimur munnbitum á disknum, heldur skyldi það vera alvöru matur, helst góð steik með bernaise, takk! Hann bar ómælda umhyggju fyrir okkur krökkunum, vildi okkur alltaf það besta og var jafn stoltur þegar okkur gekk vel og hann var styðjandi þegar eitthvað bjátaði á. Hann var einn af föstu punkt- unum í tilverunni og ég á eftir að sakna hans mikið. Hvíl í friði, frændi minn. Ég geymi innra með mér myndina af þér þennan dag á bátnum. Ása Eiríksdóttir. Stefán Jónsson Lokað Skrifstofa Landssamtakanna Þroskahjálpar verður lokuð frá kl. 13:00 föstudaginn 18. janúar vegna útfarar KONRÁÐS STEFÁNS KONRÁÐSSONAR. Landssamtökin Þroskahjálp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.