Morgunblaðið - 18.01.2019, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
✝ Rafn EðvarðSigurðsson
fæddist á Akranesi
20. ágúst 1938.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 6.
janúar 2019.
Foreldrar hans
voru Sigurður Eð-
varð Hallbjörnsson,
f. 28.7. 1887, d. 3.7.
1946, og Ólöf Guð-
rún Guðmunds-
dóttir, f. 30.12. 1894 d. 18.1.
1983.
Systkini Rafns voru: 1)
Magnús Eðvarð, f. 12.7. 1913, d.
2.2. 1946. 2) Sigrún, f. 28.11.
1914, d. 22.2. 1986. 3) Guðrún
Lovísa, f. 30.3. 1916, d. 22.7.
2010 4) Guðmundur Ásgrímur,
f. 20.1. 1919, d. 19.4. 1983. 5)
Þórður, f. 2.9. 1920, d. 6.11
2006. 6) Aðalheiður, f. 13.1.
1924, d. sama dag. 7) Rafn Eð-
varð, f. 20.9. 1928, d. 15.11.
1933. 8) Ólafur Eðvarð, f. 12.1.
1926, d. 13.6. 1964. 9) Leifur, f.
22.7. 1929, d. 19.8. 1998. 10)
Karl, f. 27.11. 1930, d. 15.8.
2001, 11) Agnes, f. 24.11. 1931,
d. 4.5. 2017.
Hinn 25.6. 1960 kvæntist
Rafn Rannveigu Ernu Þórodds-
19.6. 2013, lögmaður, giftur
Gerði Guðjónsdóttur, f. 24.7.
1963, endurskoðanda. Þeirra
börn eru: A) Auður Íris, f. 29.8.
1992, tölvunarfræðingur, B)
Sigurður Eðvarð, f. 29.11. 1997,
nemi, unnusta hans er Ásdís
Inga Magnúsdóttir, f. 5.5. 1998,
nemi C) Sigrún Björg, f. 19.6.
2001, nemi.
Rafn ólst upp á Akranesi og
lauk þar barna- og gagnfræða-
námi. Árið 1957 hélt hann til
Kaupmannahafnar og stundaði
nám við Hotel og Restaurant-
skolen þar í borg og lauk þaðan
prófi á þremur árum með góð-
um árangri.
Rafn byrjaði ungur á sjó á
Akranesi. Hann fór þaðan til
Eimskips sem messadrengur og
aðstoðarmatsveinn. Eftir nám
var hann matsveinn á Gullfossi
og bryti á Goðafossi og Brúar-
fossi. Eftir sjómennsku varð
hann framkvæmdastjóri Skip-
hóls í Hafnarfirði en frá 1973
til 1998 starfaði hann sem for-
stjóri Hrafnistu.
Rafn var virkur í félags-
málum og sat í ýmsum stjórn-
um og var m.a. formaður
stjórnar Félags stjórnenda í
öldrunarþjónustu í sjö ár.
Útför Rafns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18.
janúar 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
dóttur leikskóla-
kennara, f. 1.2.
1936. Hún er dóttir
Þórodds Gissurar-
sonar, f. 7.5. 1986,
d. 10.4. 1974, og
Guðbjargar Elísa-
betar Einars-
dóttur, f. 1.10.
1896, d. 5.3. 1952.
Börn þeirra eru:
1) Sigþór, f.
23.4. 1961, stýri-
maður og útgerðartæknir. Syn-
ir hans og barnsmóður hans
Sigríðar Andersdóttur leik-
skólakennara, f. 24.10. 1963,
eru: A) Anders Rafn, f. 2.9.
1995, lögfræðingur, og B) Ósk-
ar, f. 8.7. 1998, nemi, og unn-
usta hans er Gunnur Jónsdóttir,
f. 15.2. 2000, nemi. 2) Elísabet,
f. 7.4. 1963, fótaaðgerðar- og
snyrtifræðingur. Gift Bergþóri
Inga Leifssyni, f. 10,7 1964, raf-
eindafræðingi. Þau skildu.
Þeirra börn eru: Erna, f. 4.6.
1990, snyrtifræðingur, og Fann-
ar Logi, f. 9.6. 1993, vélvirki, í
sambúð með Bryndísi Ingi-
björgu Einarsdóttur, f. 9.8.
1993, þroskaþjálfa, og þeirra
barn er Magni Snær, f. 14.11.
2018. 3) Ólafur, f. 7.4. 1963, d.
Elsku pabbi minn.
Nú ert þú búinn að fá hvíld-
ina eftir að Alzheimer-sjúkdóm-
urinn tók þig allan. Það má
segja að hvíldin sé líkn þegar
heilsan er búin. Það passaði
ekki þínum mikla persónuleika
að vera gleyminn og vita ekki
hvað var að gerast í kringum
þig.
Pabbi minn sem hafði sínar
sterku skoðanir á öllu sem eng-
inn fékk breytt.
Þú varst upp á þitt besta
þegar þú hafðir orðið og athygl-
ina. Enda hélst þú oft ræður og
fylgdist með öllum fréttum sem
og því sem var að gerast í heim-
inum.
Rökræður við þig voru oft
ekki til neins og ef þér líkuðu
ekki skoðanir eða gjörðir þá átt-
irðu til að vera fúll og langræk-
inn.
Þú varst ákveðinn maður og
dugnaðarforkur eins og aðrir í
ættinni þinni enda þurfti slíkan
mann til að stjórna Hrafnistu-
heimilunum í tugi ára, reka veit-
ingahúsið Skiphól og elda fyrsta
flokks dýrindis mat ofan í
mannskapinn á Fossunum hjá
Eimskip.
Árið 1963, þá ung að aldri,
voruð þið mamma búin með
dugnaði og útsjónarsemi að
byggja einbýlishús handa fjöl-
skyldunni. Þá var Sigþór
tveggja ára gamall og við tví-
burarnir nýfæddir. Árið 1972
byggðuð þið svo sumarhús í
paradísinni okkar í Vesturhóp-
inu, Leyniborg. Í æsku var okk-
ur tamið að vera dugleg, að
vinna sjálf fyrir hlutunum og
kunna að meta það sem við
hefðum.
Ég er svo innilega þakklát
fyrir að hafa átt þig sem pabba
og að hafa fengið að alast upp
við öryggi og gott atlæti alla tíð.
Það eru forréttindi að fá að búa
á sama stað, ganga í sama skóla
alla skólagönguna, eiga paradís
úti á landi og eiga góða að.
Allar góðu minningarnar sem
þú festir á filmu og gafst okkur
ylja okkur um hjartarætur. Sem
og allar albúmastæðurnar þar
sem þú límdir inn myndir, skrif-
aðir atburðarásina og lést fylgja
með brandara sem þú hafðir
valið af kostgæfni. Allar slides-
myndirnar sem þú varpaðir upp
á sýningartjald og allar vídeó-
spólurnar sem þú lést svo setja
í stafrænt form fyrir okkur til
að eiga. Myndir og minningar
frá því við vorum lítil heima við
hin ýmsu tilefni, á ferðalögum, í
bústaðnum, að veiða úti á bát,
að borða góðan mat sem þú
varst meistari í að elda.
Loksins þegar Erna, fyrsta
barnabarnið þitt, fæddist tókst
þú nokkur myndaalbúm bara af
henni og auðvitað seinna af öll-
um hinum barnabörnunum líka.
Toppurinn á öllum myndatök-
unum var svo ógleymanlega
ferðin sem þú bauðst okkur öll-
um í til Flórída um jólin þegar
mamma varð sjötug.
Ég kveð þig pabbi minn með
miklum kærleika, frið, sátt og
þakklæti fyrir allt sem þú hefur
kennt mér.
Í framtíðinni mun ég gera
mitt besta til að búa til góðar
minningar í Leyniborg, við að
leggja silunganet, kveikja upp í
arninum, grilla góðan mat og
halda mér og bústaðnum í fínu
formi eins og þú kenndir mér að
gera.
Hvíl í friði.
Elísabet Rafnsdóttir.
Nú hefur tengdafaðir minn,
Rafn E. Sigurðsson eða Rabbi,
kvatt þennan heim. Á síðustu
árum hefur heilsuleysi hrjáð
hann þar sem Alzheimer-sjúk-
dómurinn tók hægt og bítandi
yfirhöndina og persónan hans
breyttist með tímanum og
hvarf. Síðasta ár var Rabba og
fjölskyldunni afar erfitt og er
því hvíldin nú kærkomin.
Það var í mars 1984 sem ég
hitti fyrst verðandi tengdaföður
og tengdamóður, hana Rann-
veigu, eða hana Sissu, þegar við
Óli sonur þeirra fórum að rugla
saman reytum. Ég man vel eftir
fyrstu yfirheyrslu þeirra hjóna
og gleymi ekki svipnum á
Rabba. Honum leist ekkert á
nýju dömuna hans Óla, hún vissi
ekkert um ættir sínar, þekkti
ekkert til sjómennsku, var ekki
frá Hafnarfirði eða Akranesi og
svo var hún líka gikkur. Við
frekari kynni breyttist viðhorf
hans og ég tekin í sátt. Síðan þá
hefur ekki borið skugga á vin-
áttu okkar eða samskipti þrátt
fyrir ólíkt skap og skoðanir. Það
lærðist líka fljótt að ráðlegra
var að andmæla ekki um of
skoðunum hans á málefnum líð-
andi stundar því það gat kostað
nokkrar viðbótarræður og jafn-
vel föðurlegt tiltal.
Rabbi var ekki þolinmóður
maður og það reyndi mikið á
þolinmæði hans hversu seint
hann varð afi. Börn og tengda-
börn fengu heldur betur að
heyra það hversu ósáttur hann
var með þennan hægagang hjá
okkur. Þegar hann varð „loks-
ins“ afi stóð hann sig afar vel í
því hlutverki. Tíðar morgun-
heimsóknir um helgar vöktu
lukku hjá börnunum en ekki al-
veg sömu lukku hjá okkur full-
orðna fólkinu sem vildi taka því
rólega um helgar.
Rabbi og Sissa voru oftar en
ekki boðin og búin að passa
börnin okkar hvort sem um var
að ræða eina kvöldstund eða
jafnvel nokkra daga. Þá var
Rabbi okkur ómetanlegur þegar
hann passaði Sigrúnu Björgu á
fyrsta ári alla virka daga í rúm-
an mánuð en fyrir þann tíma
hafði hann aldrei skipt á barni.
Hann naut þess að hjálpa okkur
og á þessum tíma myndaðist
einstakt samband á milli þeirra
tveggja. Eftir fráfall Óla var
Rabbi boðinn og búinn að að-
stoða okkur enn frekar og varð
hann sjálfskipaður einka
„chauffeur“ hennar Sigrúnar en
hann sá um að skutla henni á
milli íþróttahúsa á æfingar eða
alveg þangað til heilsan brást.
Árlega heimsótti Rafn móður
mína og færði henni silung úr
Vesturhópsvatni. Í þessum
heimsóknum var mikið talað og
barnabörnin dásömuð en þau
voru alveg sammála um ágæti
þeirra. Rabba var umhugað um
börnin sín og barnabörn en
bæði veikindi Sigþórs og ótíma-
bært fráfall Óla hafði mikil áhrif
á hann og gat hann illa sætt sig
við þau áföll.
Margs er að minnast og það
ber að þakka. Góðar minningar
frá skemmtilegum samveru-
stundum, glæsilegum matarboð-
um, ferðalögum, íþróttaviðburð-
um og heimsóknum í Leyniborg
munu lifa með okkur.
Mikið hefur reynt á Sissu á
síðustu árum en að vera maki
Alzheimer-sjúklings er bæði
krefjandi og erfitt. Rabbi var
heppinn að eiga hana Sissu sína,
hún var kletturinn hans, enda
sýndi hún honum ávallt mikla
umhyggju og þolinmæði.
Farsælu lífi er lokið og hafðu
bestu þakkir fyrir allt, Rabbi
minn. Hvíldu í friði, minn kæri.
Gerður Guðjónsdóttir.
Elsku afi.
Þú talaðir alltaf um hvað þú
varst heppinn, heppinn að eiga
okkur sem barnabörn, heppinn
að eiga börnin þín og tengda-
börn og heldur betur heppinn
með hana ömmu. Þú sagðir
þetta mjög oft og nú situr þetta
í okkur. Eftir á að hyggja sjáum
við hversu þakklátur þú varst
fyrir það hvað þú áttir og hvað
þú kunnir að meta litlu hlutina í
lífinu. Við erum gríðarlega
heppin að hafa fengið að eiga
þig sem afa.
Þú varst alltaf tilbúinn að
gera allt fyrir okkur - elda „súp-
erafakjötbollurnar“, skutla okk-
ur hvert sem er á hvaða tíma
sem er í hvaða færð sem er, gefa
okkur ís - þar var náttúrlega
Sigrún fremst í flokki að plata
afa sinn í að gefa sér bæði stórar
og margar kúlur. Þú varst mjög
stoltur af okkur öllum og við
fundum fyrir því. Þú hafðir ekki
mikla þolinmæði fyrir stríðni en
engu að síður var alltaf stutt í
brosið og grínið.
Undir lokin var hrikalega erf-
itt að horfa á þig svona veikan
og káti karlinn hann afi var ekki
eins og við þekktum. Við vitum
að þú heldur áfram að fylgjast
með okkur á þeim stað sem þú
ert. Nú hefur þú fengið frið og
hlotið hina hinstu hvíld.
Allar samverustundir okkar
voru dýrmætar, skipti ekki máli
hvort um var að ræða heimsókn-
ir í Leyniborg, ferðir til útlanda
eða stuttar skutlferðir á æfingu.
Takk fyrir okkur.
Hvíldu í friði, elsku afi okkar.
Auður Íris, Sigurður
Eðvarð og Sigrún Björg.
Fyrsta minningin sem kemur
í hugann er fyrir norðan í Vest-
ur-Húnavatnssýslunni. Sum-
arbústaðurinn heitir Leyniborg
og er við Vesturhópsvatn. Flest-
ar minningar mínar um hann
Rabba afa minn eru þaðan, þar
eyddum við fjölskyldan góðum
stundum. Oft man ég eftir því
hvað við sváfum mikið, afi gat nú
stundum hneykslast á því. Hann
var alltaf fyrstur fram úr klukk-
an sex á morgnana og fór oftast
fyrstur upp í rúm, það fór nú
ekki framhjá neinum hvenær
fólk var sofnað í bústaðnum því
veggirnir náðu ekki til lofts og
þegar leið á nóttina hrutu allir í
kór. En það var ekki einungis
sofið, margt sem þurfti að gera.
Afi var með sínar leiðir og
sagði manni ítarlega hvernig
hann gerði hlutina. Það að fara
niður í bátaskýli, koma bátnum
fyrir, setja í hann veiðarfæri,
blanda rétt í tankinn, setja mót-
orinn í gang, setja á sig vesti,
sigla út á vatn, kasta neti, snúa
við að skýlinu og ganga frá bátn-
um var heldur betur röð aðgerða
sem afi þuldi fyrir mann. Stund-
um hefur það örugglega reynt á
þolinmæðina hans afa þegar við
barnabörnin höfðum ekki fulla
athygli yfir öllu en alltaf hélt
hann áfram að segja manni til.
En alltaf var hann afi einstak-
lega æðislegur um jólin, ég
eyddi öllum mínum æskujólum
með honum og Sissu ömmu. En
ekki vantaði kennsluna frá kall-
inum sem var nú mikill kokkur.
Jólin voru nefnilega hátíð góðs
matar og það er algerlega hon-
um að þakka að ég kunni að
sykra kartöflur eins og há-
menntaður kokkur í dag. „Mikið
er gaman að gefa ykkur öllum
að borða, munið svo að borða vel
og rólega,“ sagði hann nokkrum
sinnum yfir matartímann.
Ég man líka eftir því hvað afi
talaði um sína lukkutölu, sjö, að
við barnabörnin værum sko sjö,
og allir hans Subaru-bílar væru
með 7 í endastaf og hvað þeir
hefðu reynst vel. Alltaf talaði
hann um það hvað hann væri
heppinn, gerði meira að segja
ævisögu sína og nefndi hana
Heppinn. En heppnastur var
hann með hana Sissu ömmu,
það er alveg á hreinu.
Fannar Logi Bergþórsson.
Ég á margar góðar minning-
ar um hann afa minn. Ég var
fyrsta barnabarnið hans sem
hann hafði beðið lengi eftir.
Hann var svo glaður að mamma
hefur sagt mér að hún þurfti að
loka mig inni í herbergi ef ég
var sofandi þegar afi kom í
heimsókn svo að hann vekti mig
ekki til þess að halda á mér. Ég
á nokkur myndaalbúm sem
hann tók saman og voru mest-
megnis myndir sem hann tók af
mér. Held ég mikið upp á þær í
dag.
Það eru forréttindi að hafa
átt hann sem afa því hvernig
hann sinnti okkur barnabörn-
unum var ólýsanlegt. Hann var
svo stoltur af okkur öllum.
Hann talaði margoft um hvað
hann væri heppinn og skrifaði
heila bók, ævisögu, sem ber
nafnið Heppinn og gaf okkur.
En við fjölskyldan erum líka
heppin að hafa átt hann að og
verð ég alltaf þakklát fyrir það.
Ég á margar minningar úr
sumarbústaðnum í Vesturhóp-
inu, Leyniborg. Meðal annars
þegar hann fór með okkur út á
bát til þess að leggja net. En
það skemmtilega var að við
barnabörnin fengum samt sem
áður að gera mest lítið því hann
gerði þetta jú best sjálfur.
Matarboðin hjá honum og
ömmu voru stórkostleg bæði í
bústaðnum og heima enda naut
hann þess að elda ofan í mann-
skapinn og var dýrindis kokkur.
Og svo þurfti hann að stilla okk-
ur barnabörnunum upp til þess
að taka myndir en alltaf var ein-
hver sem gat ekki verið kyrr og
tautaði hann mikið yfir því.
Ég sé mig stundum mikið í
honum því hann var maður sem
alltaf þurfti að hafa eitthvað
fyrir stafni og gat þess vegna
lítið slakað á og leið líklegast
best við að hafa nóg að gera þó
að hann hafi átt það til að
kvarta yfir því að enginn hjálp-
aði til.
Hann kenndi mér mikið í líf-
inu enda var hann algjör dugn-
aðarforkur, ákveðinn, mjög
stundvís og skipulagður maður.
Þó að hann hafi ekki alltaf verið
sá þolinmóðasti. Hann kenndi
mér að vinna fyrir mínu og að
vera þakklát fyrir það sem ég
hef.
Hvíldu í friði, elsku Rabbi afi,
nú er það okkar sem eftir lifum
að deila þeirri þekkingu og ást
sem þú gafst okkur.
Erna Bergþórsdóttir.
Rafn E. Sigurðsson
Hulda Steins-
dóttir er látin,
rúmlega níræð að
aldri. Hulda sá um
rekstur flutningafyrirtækis
Hilla frænda, Hilmars Stein-
ólfssonar, og ók út vörum í
verslanir í Willy’s-jeppa sínum,
rauðum og hvítum. Við bræður
aðstoðuðum við útkeyrsluna um
leið og við gátum orðið að ein-
hverju liði.
Hulda fékk lömunarveiki um
Hulda Steinsdóttir
✝ Hulda Steins-dóttir fæddist
4. febrúar 1927.
Hún lést 13. desem-
ber 2018.
Útför Huldu fór
fram 21. desember
2018.
þrítugt og átti upp
frá því ekki auð-
velt með gang en
viljastyrkurinn var
slíkur að okkur
fannst hún aldrei í
raun eiga við neina
fötlun að stríða.
Við vorum eigin-
lega meira á Suð-
urgötunni hjá
Huldu og Hilmari
en hjá ömmu og
foreldrum okkar á Hvanneyr-
arbrautinni þegar við komum
norður. Það var alltaf svo mikið
líf í kringum fyrirtækið og
heimilislífið; eitt sumarið var
heimalningur á tröppunum sem
þurfti sífellt að fá sitt, í stof-
unni var grammófónn á stöð-
ugum þönum og við sungum
látlaust heima eða við útkeyrsl-
una. Þess á milli var farið í
veiði inn í Fljót, en þangað átti
Hulda rætur að rekja, eða í
berjamó inn á Hólsdal – fram á
fjörð eins og það var kallað eða
inn í Leyning þar sem amma
ólst upp. Einu sinni fórum við
bræður með mömmu að veiða í
Hólsánni og þurftum að stytta
okkur leið yfir hálffulla skurði.
Mamma tók sér stöðu klofvega
yfir einn pyttinn og ætlaði að
handlanga okkur yfir. Þá tókst
ekki betur til en svo að hún féll
aftur fyrir sig á bólakaf ofan í
mórauða mýrardrulluna.
Hún saup hveljur en tókst að
krafla sig upp á bakkann. Þá
kom sér vel að Hulda bjó syðst
í bænum. Hún tók fagnandi á
móti okkur, færði mömmu í
hrein föt af sér og Bogga og
tengdamamma hennar, systir
Gunnsteins afa, gaf okkur dýr-
indis bakkelsi eftir allt volkið.
Hulda stofnaði á Siglufirði
ásamt þrettán öðrum fyrsta
Sjálfsbjargarfélagið á Íslandi
árið 1958 og var kjörin fyrsti
gjaldkeri félagsins. Hún lét sig
málefni fatlaðra miklu skipta
og barðist fyrir kjörum þeirra.
Dag nokkurn kom Hulda þar
sem starfsmenn bæjarins voru
að lagfæra gangstétt. Henni
fannst kanturinn of hár, svo
hún spurði verkstjórann hvort
hann héldi að eldra fólk eða
fatlað gæti stigið upp á svona
stétt.
Hann sagði að þeir sem ekki
gætu nýtt sér stéttina ættu
bara að vera heima hjá sér.
Sem betur fer eru slíkir for-
dómar að mestu horfnir. Sjálfs-
björg setti á fót vinnustofu fyr-
ir fatlaða þar sem framleiddir
voru vinnuvettlingar, stóð fyrir
spilakvöldum og árlegri sum-
arferð og svo mætti lengi telja.
Árið 1983 fluttu Hulda og
Hilmar suður til Reykjavíkur.
Hulda hóf störf í Samvinnu-
bankanum en Hilmar gerðist
bílstjóri hjá ÁTVR. Eflaust
hefur henni verið lífið léttara í
snjóleysinu syðra, auk þess
sem það var henni til hægð-
arauka að flytja úr tvílyftu húsi
sem stóð í nokkrum bratta í
íbúð á jarðhæð.
Hulda lét oft í ljós þá ósk að
mega njóta leiðsagnar minnar
um Svartaskóg þar sem ég
stundaði nám. Aldrei varð af
því en hún ferðaðist engu að
síður víða, bæði um Evrópu og
um Íslendingabyggðir vestan-
hafs; tók hjólastólinn með og
brunaði á vit ævintýranna.
Hulda og Hilmar voru ein-
staklega samrýnd hjón og alltaf
var gaman að heimsækja þau.
Afkomendum þeirra sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gunnsteinn Ólafsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar