Morgunblaðið - 18.01.2019, Side 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Ítalskt nautsleður
Stærð: 214 cm Verð frá 270.000 kr
Stærð: 194 cm Verð frá 258.000 kr.
Stærð: 172 cm Verð frá 235.000 kr.
Roby sófar fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Skólastarfið er lifandi og lærdómsríkt,“ segir Hjálmar Bogi Haf-liðason, grunnskólakennari, bæjarfulltrúi á Húsavík og vara-þingmaður, sem er 39 ára í dag. „Á afmælisdeginum mínum
ætla ég inn á Akureyri þar sem skólastjórnendur á Norðurlandi
eystra ætla að hittast á ráðstefnu sem ber yfirskriftina Skóli framtíð-
arinnar. Titillinn og ekki síður efnið er spennandi, því það er ljóst að
skólinn og lærdómssamfélagið stendur andspænis miklum breyting-
um. Leggja þarf meira upp úr að kenna börnum í dag góðar dygðir
eins og þrautseigju og að vinna rétt úr því flóði upplýsinga sem að
þeim rennur.“
Hjálmar Bogi er innfæddur á Húsavík og hefur búið þar lengst af.
Eftir stúdentspróf var hann leiðbeinandi við grunnskóla og fann þar
sína fjöl. Fór því í kennaranám við Háskólann á Akureyri og hefur í
um áratug starfað við Borgarhólsskóla á Húsavík. Er deildarstjóri
eldra stigs, þ.e. 6. til 10. bekkjar þar sem eru um 150 nemendur.
„Á hverjum degi gef ég mér stund til að spjalla við krakkana um
daginn og veginn. Það eru gæðastundirnar í starfinu,“ segir Hjálmar
sem er virkur í félagsmálum í sinni heimabyggð. Hefur lengi sungið
með Karlakórnum Hreim svo og kirkjukórnum á Húsavík og segir
það gefa sér mikið. Hann er formaður golfklúbbs Húsavíkur og í
svæðisstjórn björgunarsveitanna. „Sennilega enda ég afmælisdaginn
með góðu sprelli með vinum mínum. Einnig þarf ég að fara í matar-
stúss með móður minni og útbúa sviðasultu fyrir þorrablót okkar Hús-
víkinga sem haldið verður á laugardagskvöldið. Til þess hlakka ég
mikið og við getum kallað þetta annan í afmæli.“ sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsvíkingur Gæðastundir í starfinu, segir Hjálmar Bogi Hafliðason.
Kenni góðar dygðir
Hjálmar Bogi Hafliðason er 39 ára í dag
G
eorg Helgi Seljan Jó-
hannsson fæddist 18.
janúar 1979 í Reykja-
vík. Hann ólst upp í
Kópavogi þar sem
hann gekk í Snælandsskóla til 12
ára aldurs en fluttist þá ásamt
fjölskyldunni til Reyðarfjarðar.
Hann dvaldi á sumrin í sumarbúð-
unum á Ástjörn nokkur sumur
auk þess að dvelja um lengri eða
skemmri tíma hjá ömmum og öf-
um á Reyðarfirði og í Flatey á
Breiðafirði.
Helgi lauk grunnskólaprófi frá
Grunnskóla Reyðarfjarðar 1995.
„Ég stundaði síðan nám við eina
fimm framhaldsskóla með mis-
slöppum árangri og lauk ekki
stúdentsprófi.“
Helgi starfaði hjá SR Mjöl í
síldarverksmiðju á Reyðarfirði og
var svo lengi á sjó á Eskifirði og
Reyðarfirði, lengst á Sveini Bene-
diktssyni SU á síld, loðnu og kol-
munna.
Hann fór í land 2002 og hóf
störf hjá Netagerð Egersund á
Eskifirði. „Ég stofnaði ásamt fé-
lögum og vinum stjórnmálahreyf-
inguna Biðlistann, sem bauð fram
til bæjarstjórnarkosninga í Fjarða-
byggð 2002. Var oddviti framboðs-
ins sem átti stærstan þátt í að fella
áratuga hreinan meirihluta vinstri-
manna í Neskaupstað og síðar
Helgi Seljan – blaðamaður 40 ára
Hjónin Helgi og Katrín kynntust þegar þau voru blaðamenn á DV, en þau eiga von á sínu þriðja barni eftir mánuð.
Sjómaður í stuttu fríi
Morgunblaðið /RAX
Aktívisti Helgi mótmælir Íraksstríðinu á blaðamannafundi sveitarstjórnar
Fjarðabyggðar. „Þetta friðarmerki hafði ekki nein áhrif á að stöðva þau átök.“
Fréttamaðurinn „Ég veit ekki hvort það er til marks um kurteisi mína að
beygja mig svona svo kollegar mínir sæju betur, eða þá hreina frekju að ég
hef skriðið milli fóta þessara sömu kollega til að komast framar.“
Kópavogur Óliver
Sigurjón Blöndal
Sigurðsson fædd-
ist á Land-
spítalanum 10.
október 2017
klukkan 13:57.
Hann vó 3.945 g
og var 53 cm að
lengd. Foreldrar
hans eru Ása Mar-
grét Sigurjóns-
dóttir og Sigurður
Garðar Flosason.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is