Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Afburðagóð hey sem bændurnir á Hóli í Svarfaðardal öfluðu sumrin 2017 og 2018 skjóta þeim á topp listans yfir afurðamestu kúabúin á nýliðnu ári. „Ég held að við höfum aldrei verið með jafngóð hey og þessi tvö sumur. Nytin er ekki að aukast vegna kjarnfóðurgjafar því við höfum heldur minnkað hana,“ segir Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli. Meðalafurðir kúnna á búi Karls Inga og konu hans, Erlu Hrannar Sigurðardóttur, jukust um 546 kíló á milli ára og varð það efst á kúabúa- lista Ráðgjafarmiðstöðvar landbún- aðarins. Þetta eru þó bráðabirgðatöl- ur enn sem komið er og leiðréttingar kunni að vera gerðar á einstaka töl- um. Árið áður jókst meðalnytin um 600 kíló þannig að stökkið er hátt. Hólsbúið hefur verið ofarlega und- anfarin ár en þó í skugga Brúsastaða í Vatnsdal þar sem Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður Eggertz Ólafsson reka afburðabú. Brúsastaðir hafa verið afurðamesta búið undan- farin ár og oftast í fyrsta sæti. Karl Ingi gerði sér ekki vonir um að ná efsta sætinu og líkti stöðunni við ensku knattspyrnuna í samtali við Morgunblaðið fyrir ári: „Ég held líka að þetta sé eins og með Manchester City í enska boltanum að ekki er hægt að ná efsta sætinu af þeim.“ Karl er harður Liverpool-maður og vonar að árangur hans í mjólkur- framleiðslunni á nýliðinu ári viti á gott í ensku knattspyrnunni og liðið hans haldi efsta sætinu. Ekki unnið við eldhúsborðið Þótt gæði heysins skipti mestu máli um árangur í kúabúskapnum viðurkennir Karl að aðrir þættir komi einnig til. Notkun á mjaltaþjóni gefi tækifæri til að ná meira út úr grip- unum en það kosti eftirfylgni. „Þótt tæknin sé til staðar ræður mannlegi þátturinn úrslitum um árangurinn. Þú vinnur þetta ekki við eldhús- borðið, án þess að fara út í fjós,“ segir hann. Þau hjónin njóta þess að for- eldrar Karls, fyrrverandi bændur á Hóli, aðstoða þau við verkin. „Þetta gengur aldrei nema með samheldni.“ Hann segir að gestir sem komi til að skoða fjósið spyrji ekki hvað kýrn- ar mjólki mikið heldur hvort þær fari út. „Kýrnar hjá okkur hafa fengið að fara út 10-11 vikur á sumrin. Ég er ánægður með að þær nái þessum ár- angri, þótt svo sé. Við eigum að verða við óskum viðskiptavinanna, eftir því sem hægt er,“ segir Karl Ingi. Auknar meðalafurðir kúnna auka mjög mjólkurframleiðslu búsins, ef ekkert er að gert. Karl segist hafa tekið til í gripahópnum, slátrað kúm fyrr en annars hefði verið þörf á. Það hafi hitt svo vel á að hann hafi aðeins farið 269 lítra yfir kvótann. „Það er ekki eftirsóknarvert að framleiða of mikið af mjólk. Bændur, sérstaklega ungir bændur, skulda peninga í bönkunum og við þurfum að greiða þá til baka. Það er ábyrgðar- laust tal að við getum tekið á okkur lækkun á afurðastöðvaverði, það eru engar forsendur til þess,“ segir hann. Greiða atkvæði í næsta mánuði Í næsta mánuði greiða mjólkur- framleiðendur atkvæði um það hvort viðhalda eigi kvótakerfi eða afnema það. Karl segist hafa haldið sig að mestu frá umræðunni en hefur ákveðnar skoðanir á málinu sem koma í ljós þegar hann er spurður: „Við verðum að stýra framleiðslunni. Við getum ekki búið við kerfi þar sem hver sem er getur byggt fjós og fram- leitt að vild. Þótt gaman sé að vera kúabóndi er ekki hægt að hafa grein- ina alveg opna. Við höfum ákveðinn markað sem tekur við þessari vöru og verður að sníða framleiðsluna að hon- um.“ Heyin skutu þeim á toppinn  Kýrnar á Hóli í Svarfaðardal mjólkuðu mest á nýliðnu ári  Verðum að stýra framleiðslunni segir Karl Ingi Atlason bóndi  Meðalafurðir kúnna á búinu jukust um 546 kíló á milli ára Ljósmynd/Hörður Kristjánsson Kúabóndi Karl Ingi Atlason þakkar góðum heyjum sem aflað var síðustu tvö sumur góða nyt á kúabúinu á Hóli. Kýr Kg mjólkur Bú 1. Randafl uga 13.947 Birtingaholt 4 2. Nr. 1038 13.736 Hólmur 3. Nr. 1639001-0848 13.678 Flatey 4. Nr. 482 13.521 Syðri-Grund 5. Drottning 13.481 Birtingaholt 1 6. Krissa 13.142 Brúsastaðir 7. Nr. 1526461-2113 13.018 Hranastaðir 8. Rúna 12.897 Hóll 9. Lóa 12.895 Bakki 10. Nr. 765 12.707 Espihóll Heimild: RML, með fyrirvara um leiðréttingarAfurðamestu kúabúin 2018 Meðaltal eftir hverja árskú Bú Skýrsluhaldarar Árskýr Kg mjólkur 1. Hóll Karl Ingi og Erla Hrönn 49,0 8.902 2. Brúsastaðir Brúsi ehf. 52,1 8.461 3. Hraunháls Guðlaug og Eyberg 26,6 8.452 4. Hvanneyri Hvanneyrarbúið ehf. 72,2 8.289 5. Syðri-Grund Félagsbúið Syðri-Grund 50,4 8.237 6. Skáldabúðir Gunnbjörn ehf. 60,4 8.223 7. Hólmur Garðar Guðmundsson 62,0 8.192 8. Hvammur Ólöf og Valgeir 46,1 8.187 9. Reykjahlíð Búkostir ehf. 73,2 8.166 10. Moldhaugar Þröstur Þorsteinsson 64,1 8.144 Afurðamestu kýrnar 2018 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Veður víða um heim 20.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjókoma Hólar í Dýrafirði -1 skýjað Akureyri 0 léttskýjað Egilsstaðir -5 heiðskírt Vatnsskarðshólar 1 snjókoma Nuuk -9 alskýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló -9 þoka Kaupmannahöfn 0 þoka Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -11 léttskýjað Lúxemborg -2 heiðskírt Brussel 0 heiðskírt Dublin 6 skýjað Glasgow 4 heiðskírt London 3 heiðskírt París 2 þoka Amsterdam 0 heiðskírt Hamborg -3 þoka Berlín -2 skýjað Vín 0 skýjað Moskva -4 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 8 skýjað Barcelona 10 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 8 rigning Aþena 12 rigning Winnipeg -29 léttskýjað Montreal -18 snjókoma New York 4 rigning Chicago -12 snjókoma Orlando 17 skýjað  21. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:41 16:39 ÍSAFJÖRÐUR 11:08 16:21 SIGLUFJÖRÐUR 10:52 16:03 DJÚPIVOGUR 10:16 16:02 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Vestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s á vestanverðu landinu með éljum. Frost 1 til 10 stig. Á miðvikudag Norðaustan 5-10 og snjókoma á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 4 stig. Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s á og él í flestum landshlutum. Gengur líklega í vestan 15-20 syðst á landinu eftir hádegi með snjó- komu. Kólnandi veður, frost víða 0 til 5 stig seinnipartinn. 595 1000 GRAN CANARIA Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st 29. janúar í 7 nætur Einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga Verð frá kr. 69.995 Flugsæti frá kr. 39.950 * Verð á mann m.v. 2 fullorðna saman í herbergi á Roque Nublo Apartamentos „Mér finnst alltaf gott að koma í fjós og vera í fjósi og inn- an um kýrn- ar. Þær eru yndislegar og gaman að vera með þeim. Þetta er með því skemmti- legra sem ég geri,“ segir Fjóla Kjartansdóttir, bóndi í Birtinga- holti 4 í Hrunamannahreppi. Besta kýrin á búi þeirra Sig- urðar Ágústssonar, Randafluga, var nythæsta kýr landsins á síð- asta ári. Randafluga mjólkaði 13.947 kg á árinu 2018, samkvæmt bráðabirgðatölum úr skýrslu- haldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Er þetta næst- besta nyt sem sést hefur í sögu skýrsluhalds í nautgriparækt. Aðeins kýr nr. 851 í Innri-Kleif hefur sýnt betri tölu en hún mjólkaði 14.199 kg á árinu 2017. Á árinu 2018 voru nokkrar af- burðakýr og lítið lakari, eins og sést á töflunni. Fjóla hefur sögu að segja um nafnið á Randaflugu. Mamma hennar hét Fluga og ákvað Fjóla að nefna alla hennar afkom- endur með flugnanöfnum. Það sé þægilegt til að greina sundur ættirnar. Meðal afkomenda Randaflugu eru Mýfluga, Bý- fluga og Hunangsfluga og dóttir hennar heitir Dægurfluga. Randafluga er bröndótt og huppótt þannig að Randaflugu- nafnið var nánast sjálfgefið. Fjóla segir að Randafluga sé ekki aðeins afburðakýr heldur þægileg og góð í umgengni. Hún neitar því að meira sé dekrað við hana en aðrar kýr í fjósinu. Hún sé hins vegar dugleg að bera sig eftir fóðrinu og komi oft að mjólkurþjóninum til að láta mjólka sig. Dugleg að bera sig eftir fóðrinu RANDAFLUGA HJÓ NÆRRI ÍSLANDSMETINU Metkýr Hún Randafluga ber nafn með rentu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.