Morgunblaðið - 21.01.2019, Page 6

Morgunblaðið - 21.01.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hjúkrun er starf möguleika og tækifæra,“ segir Guðbjörg Páls- dóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Það er gef- andi að vera með fólki á þess erf- iðustu sem gleðilegustu stundum. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjar- stykkið í heilbrigðiskerfinu og ný- lega hvatti Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin, WHO, til þess að þekking okkar og reynsla verði nýtt betur en nú er. Sú áhersla er skynsamleg; í heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar er sjúklingurinn í aðalhlutverki og þörfum hans mætt af hópi fagfólks úr ýmsum grein- um, gjarnan undir stjórn hjúkrunarfræðinga.“ Eftirsótt nám Opnunarhátíð aldarafmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga var í síðustu viku, 15. janúar. Á næstu mánuðum verður efnt til ýmissa viðburða þar sem tímamót- anna verður minnst. Alls eru starf- andi á landinu um 3.000 hjúkr- unarfræðingar. „Hjúkrunarnám við háskóla er eftirsótt, en þar gilda fjöldatak- markanir. Ég tel mikilvægt að hægt verði að taka inn fleiri nem- endur eins og þörf er á. Fyrst áhugi á náminu er fyrir hendi er ástæðu- laust að myndist staða sem er lík því sem er í leikskólunum, þar sem vantar kennara með menntun sem ekki hefur verið nægjanleg aðsókn í. Fjöldi kannana yfir langan tíma sýnir stöðugan skort á hjúkrunar- fræðingum á Íslandi,“ sagði Guð- björg. Niðurstöður könnunar sem gerð var á síðasta ári sýna að hjúkrunarfræðingar eru yfirleitt sáttir við starf sitt sem slíkt: þykir það gefandi og áhugavert. Vilja hins vegar og eðlilega hærri laun, breytt vaktafyrirkomulag, styttri vinnuviku og betra starfsumhverfi, svo tiltekið sé nokkuð sem tekið verður fyrir í kjaraviðræðum á næstunni. Launamur er kynbundinn „Konur eru um 98% hjúkr- unarfræðinga á landinu og finna því fyrir kynbundnum launamun, sem er að meðaltali um 20% borið saman við aðrar háskólamenntaðar stéttir sem starfa hjá ríkinu og eru með sambærilega menntun. Þetta verður að leiðrétta, sem og algeng- ustu grunnlaun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga sem í dag eru um 415 þúsund krónur á mánuði. Sömuleiðis er brýnt að rjúfa þann vítahring að hjúkrunarfræðingar hífi upp heildarlaunin sín með yfir- vinnu. Hér er allt að 16% af heildar- launum okkar yfirvinna en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall um 1-4%. Þróun undanfarin ár hef- ur hlutfall yfirvinnu af heildar- launum farið hækkandi. Það er ekki rétta leiðin til að hækka laun, því nú er sá tími liðinn að nokkur fórni sér algjörlega fyrir starf sitt. Yngri kynslóðin dregur skýrari mörk gagnvart vinnu og telur hana ekki vera lífsstíl,“ segir Guðbjörg og heldur áfram: „Við þurfum líka að fá hjúkr- unarfræðinga sem horfið hafa til annarra starfa aftur í fagið. Við þekkjum að mörg úr okkar stétt eru í dag, til dæmis flugfreyjur eða -þjónar. Þar bjóðast önnur starfs- kjör, hvíldartíminn virtur, launa- kjörin eru betri og öryggismálin einnig. Auk þess er hjúkrunar- menntunin talin nýtast vel í fluginu. Jú, og svo þurfum við líka að fá fleiri karlmenn í hjúkrun, í dag eru þeir aðeins 2% af stéttinni. Til þess að jafna þennan mun ætlar félagið okkar til dæmis að endurgreiða karlmönnum sem standast hvert námsár skráningargjöld og það teljum við brýnt þó umdeilt hafi verið. Til þess að geta sinnt fjöl- breyttum hópi skjólstæðinga sem best þarf að jafna þennan mun milli kynja.“ Þunginn eykst Samkvæmt mannfjöldaspám mun fólki á Íslandi sem er sextugt og eldra fjölga mikið á næstu árum. Það eykur þungann á heilbrigðis- kerfið og skapar jafnframt meiri þörf fyrir fólk með hjúkrunarfræði- menntun. Áskoranirnar sem blasa við eru því marg, segir Guðbjörg. „Þegar hjúkrunarfræðingar á Íslandi stofnuðu með sér félag fyrir öld síðan var það fyrst og fremst til að efla menntunarmálin. Þau eru sem fyrr ofarlega á baugi að við- bættu svo mörgu öðru því þróast samfélagið hratt og kröfur eru miklar ekki síst í heilbrigðiþjón- ustu.“ Stöðugur skortur á hjúkrunarfræðingum og brýnt að þeim fjölgi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjúkrun Samfélagið þróast og kröfur eru miklar ekki síst í heilbrigðiþjónustu, segir Guðbjörg Pálsdóttir. Áskoranir eru margar  Guðbjörg Pálsdóttir er fædd 1966. Ólst upp í Reykjavík og er stúdent frá Verslunarskóla Íslands. Útskrifaðist úr hjúkr- unarfræði frá HÍ árið 1990 og með meistaragráðu í bráða- hjúkrun frá Maryland- háskólanum í Baltimore í Bandaríkjunum 1997.  Er sérfræðingur í bráða- hjúkrun og hefur lengi starfað á því sviði. Hefur auk þess víð- tæka kennslu- og stjórnunar- reynslu. Í stjórn Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga frá 2008 og formaður frá 2016. Hver er hún? Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Póstnúmeranefnd hefur ekki fengið neitt formlegt erindi varðandi breyt- ingu á póstnúmeri á Vatnsmýrinni í 102. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á föstudaginn tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póst- númeranefnd Íslandspósts að Vatns- mýri fái póstnúmerið 102, en lagt var til að sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póst- númerið 102 en mörk við 107 og 105 haldist óbreytt. Fimm umsagnir bár- ust vegna þessara fyrirhuguðu breyt- inga, fjórar jákvæðar, frá Knatt- spyrnufélaginu Val og uppbyggingaraðilum á Hlíðarenda, en ein afar neikvæð, frá íbúasamtök- unum í Skerjafirði. Þau mótmæla áformunum harðlega. Flokkunarkerfi Íslandspósts Anna Bender, formaður íbúasam- takanna, hafði samband við póstnúm- eranefnd vegna málsins sem segir að ekkert erindi sé á þeirra borði vegna málsins. „Öðru hvoru höfum við séð um- ræðu í fjölmiðlum er varðar póst- númerið 102, þessari umræðu hefur verið haldið uppi af aðilum sem ekk- ert hafa með póstnúmer að gera. Póstnúmerakerfið er fyrst og fremst flokkunarkerfi sem Íslandspóstur skipuleggur og styðst við til að ein- falda á hverjum tíma vinnslu póst- sendinga og til hafa hana sem skil- vísasta. Samt sem áður hafa ýmsir aðilar notað póstnúmerakerfið í sín- um rekstri t.d. tryggingafélögin, en slík notkun er alfarið á ábyrgð við- komandi aðila,“ segir í svari póst- númeranefndar. Segir þar enn fremur að nefndin skoði öll erindi sem henni berast og meti þau út frá hagsmunum Íslands- pósts og þá einnig hvaða póstnúmer yrði notað ef þau teldu breytinguna þjóna hagsmunum Íslandspósts. Í umsögn aðalfundar íbúasamtakana til borgarráðs segir að „yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga“ vilji halda póst- númeri 101, enda sé meðal annars mikið undir fyrir íbúa hvað varðar húsnæðisverð, en Skerfirðingar telja að það eitt að breyta póstnúmerinu sunnan Hringbrautar hafi áhrif til lækkunar húsnæðisverðs. Í bókun Mörtu Guðjónsdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, og Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnar- fulltrúa Miðflokksins, segir að mark- laust sé að kalla eftir sjónarmiðum íbúa ef ekki sé tekið tillit til þeirra. Ekkert erindi borist póstnúmeranefnd  „Póstnúmerakerfið er fyrst og fremst flokkunarkerfi sem Íslandspóstur skipuleggur og styðst við“ Morgunblaðið/Eggert Hlíðarendi Valur var jákvæður fyrir breytingunni í umsögn sinni. Kennsla hefst seinna í grunnskólan- um NÚ í Hafnarfirði heldur en hjá skólum hins opinbera og hefur fyrir- komulagið reynst vel, en í janúar og desember hefst kennslan klukkan 10 og er til kl. 15. Gísli Rúnar Guðmunds- son, skólastjóri NÚ, segir fyrirkomu- lagið gera það að verkum að nemend- ur fái að hvílast betur í svartasta skammdeginu. „Við höfum framkvæmt innra mat nokkrum sinnum og þetta mælist ein- staklega vel fyrir bæði af hálfu nem- enda og foreldra. Nemendur finna mikinn mun þannig að ég skora á allar unglingadeildir landsins að taka þetta upp,“ segir Gísli. Skólinn hóf starfsemi 22. ágúst 2016 og hefur nú um 60 nemendur í 8.-10. bekk. Áhersla er lögð á heilsu og íþróttir en skólinn starfar samkvæmt aðalnámskrá, sem kveður á um að nemendur sitji í skólanum yfir skil- greindan tíma. Yfir alla mánuði að jan- úar og desember undanskildum hefst skólinn klukkan 09.00 og er til kl. 15.00, sem gerir það að verkum að hægt er að stytta skóladaginn í janúar og desember, að sögn Gísla. Hann segir að spurningin sé einungis um að taka ákvörðun um að breyta skipulagi, málið sé í raun ekki flóknara en svo. „Við tókum strax þá afstöðu að tengja okkur gangi sólar á norður- hveli og höfðum í byrjun mjög metn- aðarfull markmið að láta mánuð fyrir mánuð fylgja klukkunni alfarið en þetta er stórt skref í rétta átt. Með þessu sýnum við viðleitni til að koma til móts við okkar nemendur sem eru íþróttakrakkar og æfa seint á kvöldin. Þeir hafa þá tækifæri til að hvílast ein- um klukkutíma lengur en aðrir og tveimur tímum lengur í desember og janúar.“ Í vor útskrifuðust nemendur sem höfðu byrjað árið 2016. Skólastarf- semin flutti í nýtt hús um áramótin og sjá skólastjórnendur fram á að geta tekið við um 80 nemendum í nýja hús- næðinu á Reykjavíkurvegi 50. ,,Þetta er stórt skref í rétta átt“  Unglingaskólinn NÚ hefur kennslu klukkan tíu í janúar og desember Ljósmynd/Gísli Rúnar Guðmundsson Kennsluumhverfi Skólinn leggur áherslu á heilsu, hentar íþróttafólki. Alls hafa borist 1.146 umsagnir um greinargerð um tímareikn- ing á Íslandi á vef Samráðs- gáttar. Til skoðunar er hvort færa eigi staðartíma nær sólar- tíma miðað við hnattræna legu landsins. Ljóst er að málið brennur á mörgum lands- mönnum þar sem umsagnir hófu að berast 10. janúar og hrannast þær enn inn á vefinn. 1.146 umsagnir TÍMAREIKNINGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.