Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 10
Morgunblaðið/Ómar
Iðnaður Kjaraviðræður Samiðnar
og SA halda áfram í vikunni.
Samtök atvinnu-
lífsins (SA) og iðn-
aðarmannafélögin
ræddu um stytt-
ingu vinnuvik-
unnar í síðustu
viku og sam-
kvæmt frétt á vef
Samiðnar er ekki
ósennilegt að
hægt verði að
landa því máli í
kjaraviðræðunum.
Hilmar Harðarson, formaður Sam-
iðnar, segir í samtali við Morgun-
blaðið að stytting vinnuvikunnar
verði áfram rædd á fundi í dag.
„Við höldum áfram að ræða þessi
mál, við erum allavega ekki búin að
slíta viðræðum út af þessu. Við erum
allavega að skoða þetta. Við höfnum
því ekki fyrirfram, það er nokkuð
ljóst. Við sjáum allavega að það séu
einhverjir möguleikar í þessu,“ segir
Hilmar.
Efling og VR hafa hafnað breyttu
vinnufyrirkomulagi í sínum kjara-
viðræðum. „Þetta er rúmlega stytt-
ingin á klukkutímanum sem er verið
að ræða. Í okkar kjarasamningum
hafa verið ákveðnir möguleikar að
gera tilfærslur og það hefur verið
gert á nokkrum stöðum og þar sem
þetta hefur verið gert hefur það bara
fest í sessi. Þarna er þá mögulega
verið að teikna upp dæmi fyrir fleiri.“
mhj@mbl.is
Samiðn
skoðar
vinnutíma
Hilmar
Harðarson
Stytting vinnuvik-
unnar enn á borðinu
10 FRÉTTIRinnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019
AÐ EIGNAST CITROËN BERLINGO
Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI
2.048.000 KR. ÁN VSK
NÚ ER SÍÐASTI SÉNS!
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 8
Sími 515 7040
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ
EIGNAST FJÖLNOTA SENDIBÍL Á
FRÁBÆRU VERÐI. KOMDU Í KAFFI!
citroen.is
Citroën Berlingo er sparneytinn og fjölnota
sendibíll með þremur framsætum, ríflegu
hleðslurými og 850 kg burðargetu.
Citroën Berlingo 1,6 BlueHDi dísil 5 gíra.
Verðlistaverð 2.790.000 kr. m.VSK.
Nú aðeins 2.490.000 kr. m.VSK/2.048.000 kr. án VSK.
-300.000KR.
AFSLÁTTUR
+ vetrardekk
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Niðurstöður átakshóps um hús-
næðismál verða kynntar í kjölfar
fundar samráðshóps stjórnvalda og
heildarsamtaka á vinnumarkaði á
morgun, en hópurinn lauk störfum
um helgina. Þetta segir Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kallað hefur verið eftir aðgerð-
um af hálfu ríkisins í tengslum við
kjaraviðræður sem nú standa yfir,
en Ragnar Þór Ingólfsson, formað-
ur VR, sagði í síðustu viku að ljóst
væri að stjórnvöld þyrftu að koma
að deilunni með einhverjum hætti.
Öðruvísi myndi hún ekki leysast.
„Nú eru viðræð-
urnar komnar af
stað fyrir alvöru
milli atvinnurek-
enda og launa-
fólks. Þetta þok-
ast áfram og
þokast hægt, en
það er ljóst að
fólk situr við
borðið af fullri
alvöru, sem er
mikilvægt,“ segir Katrín. „Ég hef
fundað með formönnum átakshóps-
ins á meðan vinnan hefur staðið yf-
ir og ég er ekki í nokkrum vafa um
að þetta verða góðar tillögur, bæði
til skemmri og lengri tíma,“ segir
hún og nefnir að einnig sé unnið að
breytingum á skattkerfinu sem
muni koma sérstaklega til móts við
lágtekjuhópa.
Komist lengra í viðræðunum
Katrín segir að þegar hafi margt
verið gert til að greiða fyrir við-
ræðunum, t.d. hvað varðar breytt
launafyrirkomulag æðstu embætt-
ismanna. „Fyrir utan það, þá er að
störfum hópur hjá félags- og
barnamálaráðherra um félagsleg
undirboð sem ég á líka von á að
skili niðurstöðum á næstunni. Við
höfum unnið mikla undirbúnings-
vinnu til að geta greitt fyrir þegar
aðilarnir eru komnir lengra og sjá
fyrir sér einhverjar lausnir,“ segir
hún.
Spurð hvort framlag stjórnvalda
sé nægilegt segir Katrín að það
liggi skýrt fyrir að þeir sem sitji
við samningaborðið komist áfram í
samningum áður en stjórnvöld
komi að málum. „Hins vegar erum
við reiðubúin til að gera allt sem
við getum til að greiða fyrir því að
hægt sé að lenda málunum. Þessir
þrír þættir, húsnæðis-, skattamál
og félagsleg undirboð, eru það
þrennt sem verkalýðshreyfingin
hefur lagt hvað mesta áherslu á.
Við höfum unnið að þessu í kjölfar
samtala okkar við forsvarsmenn
hennar,“ segir hún.
Kynna niðurstöður á morgun
Átakshópur um húsnæðismál skilar tillögum sínum „Góðar tillögur til
skemmri og lengri tíma“ Leggja sitt af mörkum í viðræðunum á síðari stigum
Katrín
Jakobsdóttir
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir að hlutverk stjórnvalda
muni ráða úrslitum um framhaldið í
yfirstandandi kjaraviðræðum. Fundi
félagsins með ríkissáttasemjara sem
átti að fara fram í dag hefur verið
freistað til morguns vegna veikinda.
Stjórn VR og samninganefnd félags-
ins kom saman á föstudaginn þar
sem farið var yfir stöðu mála eftir
fundi síðustu daga. „Meginstefið
liggur fyrir frá bæði stjórnvöldum og
nú erum við búin að fá ákveðna mynd
frá SA. Við munum bara leggja það
fyrir okkar samninganefnd og okkar
bakland, trúnaðaráð. Við munum
taka ákvarðanir um næstu skref út
frá því hvort viðræðum verði haldið
áfram,“ segir Ragnar.
Enginn ákvörðun á morgun
Hann segir enga ákvörðun um
framhaldið verða tekna á morgun en
hins vegar ætlar félagið ekki að gefa
langan tíma til að ljúka kjara-
viðræðum. „Við
ætlum að reyna
að gefa okkur ein-
hvern tíma-
ramma í að reyna
að ná lendingu
með stjórnvöld-
um og SA. Það er
ekki búið að
ákveða hvað sá
tímarammi verð-
ur þröngur en það
verður ekki langur tími sem við mun-
um gefa þessum aðilum að loka
þessu með okkur.“
Spurður um hvernig aðkomu
stjórnvalda hann vilji sjá í kjara-
samningsviðræðum nefnir hann hús-
næðismálin helst. „Við höfum bent á
það ítrekað að það þurfi að koma til
einhverjar kerfisbreytingar sem
geta þá bætt lífskjör okkar félags-
manna, okkar hópa, verulega. Við
vorum að klára, starfshópur um hús-
næðismál, núna um helgina. Ég bind
miklar vonir við þær tillögur. Starfs-
hópur og skil eru eitt og svo er
spurning bara hvað stjórnvöld muni
gera við þær tillögur. Húsnæðis-
málin eru auðvitað eitt af stóru mál-
unum og svo erum við að tala um
kerfið í skattamálum og þeim málum
sem sannarlega geta breytt miklu
fyrir lífskjör og framtíð okkar félags-
manna, bæði varðandi vexti og verð-
tryggingu og húsnæðismálin al-
mennt.“
Spurður hvort aðkoma stjórnvalda
myndi valda því að félagið myndi
slaka á launakröfum sínum segir
hann það líklegt. „Ef stjórnvöld
koma með myndarlegum hætti að
kjarasamningum með raunveruleg-
um kerfisbreytingum sem skipta
raunverulegu máli þá hefur það áhrif
á kaupkröfuhlutann hjá okkur. Það
liggur í hlutarins eðli. Við erum að
reyna að búa hér til samfélag og
samning sem á endanum mun leiða
til þess að fólk getur lifað og náð end-
um saman á dagvinnulaunum og það
er grunnmarkmiðið.“
Hann segir VR nálgast málin af
mikilli ábyrgð og gera sér grein fyrir
ábyrgð sinni sem stéttarfélag. „Að
sama skapi er ábyrgð stjórnvalda og
Samtaka atvinnulífsins líka mikil. Ef
fólk almennt stendur undir þeirri
ábyrgð held ég að við náum saman á
endanum. Ég held að við munum nú
alveg ná saman á endanum. Ég held
að það liggi nú alveg fyrir en að sjálf-
sögðu erum við að nálgast viðfangs-
efnið þannig að það gerist án átaka,“
segir Ragnar.
Hafna breyttum vinnutíma
Efling hafnaði fyrir helgi tillögum
SA um breytt vinnufyrirkomulag og
möguleikann á að stytta vinnuvik-
una. Ragnar segir VR hafna þeim til-
lögum einnig. „Við höfum mjög
slæma reynslu af breytingu á vinnu-
fyrirkomulaginu, það var samið um
það á sínum tíma hjá VR að hífa upp
dagvinnugrunninn á kostnað þess að
það var búinn til eftirvinnutími sem
var lægra hlutfall heldur en yfirvinna
þannig að á þeim tíma var dagvinnu-
grunnurinn hífður upp,“ segir Ragn-
ar og bætir við að þessar tillögur
komi ekki til greina. „Það er búið að
hafna þessu og þetta er ekki til um-
ræðu lengur.“
Stuttur tímarammi til að ljúka málum
Fundi með ríkissáttasemjara frestað VR búin að fá ákveðna mynd frá SA,
segir formaður Kerfisbreytingar í húsnæðis- og skattamálum efst á baugi
Ragnar Þór
Ingólfsson