Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 11

Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vinnu við að endurnýja búnað „súlu- varpsins“ úr Eldey er lokið. Útsend- ingar lágu niðri frá því um miðjan desember vegna skemmda á sólar- rafhlöðum en þær komast í samt lag einhvern næstu daga. Stefnt er að því að lengja beinar útsendingar úr Eldey. Sigurður Harðarson rafeindavirki og aðstoðarmenn hans fóru út í Eld- ey í byrjun desember til að bæta tækjabúnaðinn. Settu þeir upp 4G- beini til viðbótar við örbylgju- sambandið sem flutt hefur mynd- efnið í land. Þá kom í ljós að „virkj- unin“ í eyjunni, það er að segja sólarsellurnar, voru úr lagi gengnar. Ein þeirra hafði fokið fyrir björg ásamt festingum og hinar tvær höfðu skemmst. Það þýddi að fara þurfti aðra ferð. Nýjar sólarsellur og festingar Þorsteinn Erlingsson, útgerðar- maður í Keflavík, beitti sér fyrir því að súluvarpið yrði gert aðgengilegt með því að koma þar upp tækjabún- aði. Það var gert á árinu 2008. Hefur Þorsteinn sjálfur kostað tækjakaup síðustu árin og Sigurður unnið verk- ið í sjálfboðavinnu. Landhelgisgæslan styður við þetta verkefni með því að flytja Sig- urð og aðstoðarmenn hans út í Eld- ey, þegar þörf er á lagfæringum á búnaði. Það er gert í tengslum við eftirlits- eða æfingaflug. Nú fyrir helgi gafst tækifæri til að setja upp nýjar sólarrafhlöður og tryggar fest- ingar og endurnýja rafleiðslur. Tel- ur Sigurður að þessi búnaður ætti að þola það mikla veðurálag sem er uppi á Eldey. Eitt stærsta súluvarp í heimi er í Eldey. Eyjan er friðuð og þarf sér- stakt leyfi Umhverfisstofnunar til að fara þangað og það þarf að gerast utan varptíma. Sigurður segir að ferðin hafi gengið eins og í lygasögu. Veðrið hafi ekki getað verið betra. Eyjan hallast það mikið að þyrlan getur ekki lent. Hún tyllir nefhjólinu á jörðina og hangir að öðru leyti í loftinu á meðan mennirnir fara út. Sigurður segir að það sé svolítið bras enda vindur undir spöðunum og stutt út á brún. Allt hafi þetta þó gengið vel undir öruggri stjórn áhafnar þyrlunnar. Auk þess að skipta út tækjabúnaði „súluvarpsins“ mældi Sigurður sprunguna stóru í Eldey fyrir Um- hverfisstofnun. Telur hann að ekki hafi orðið breytingar á henni frá því fyrir tveimur árum að hann mældi hana síðast. Fuglinn að nálgast Sigurður segir að enginn fugl hafi sést á eða við eyjuna í fyrri ferðinni en núna sé hann að nálgast varp- stöðvarnar. Súlur hafi sést á flugi í nágrenni eyjarinnar. Súluvarpið er þannig að tekið er upp eitt myndskeið á dag og það síð- an endurbirt allan sólarhringinn. Slóðin er eldey.is. Sigurður segir að nýja netsambandið skapi möguleika til að lengja hina daglegu beinu út- sendingu og stefnir hann að því að gera það þegar súlan sest upp nú um mánaðamótin. Lengja beinar útsendingar úr Eldey  Búið er að endurnýja allan tækjabúnað í Eldey  Ein sólarrafhlaðan hafði fokið fyrir björg Eldey Magnús Jaro Magnússon, Sigurður Harðarson, Einar Gíslason og Guðmundur Örn Magnússon voru ánægðir með dagsverkið. Ljósmyndir/Sigurður Harðarson Klofningur Sprungan í Eldey virðist ekki hafa breyst í tvö ár. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skútustaðahreppur hefur ákveðið, með stuðningi Vegagerðarinnar, að leggja göngu- og hjólastíg meðfram þjóðveginum frá Reykjahlíð að af- leggjaranum að Dimmuborgun. Er þetta fyrsti áfangi af langþráðum göngu- og hjólastíg í kringum Mý- vatn. Mikil umferð bíla og gangandi og hjólandi fólks er í Mývatnssveit, sér- staklega á kaflanum frá Reykjahlíð- arþorpi, sem er þjónustumiðstöð ferðamanna, um Voga og í Dimmu- borgir sem eru vinsælasti áfangastað- ur ferðafólks í Mývatnssveit. Vegur- inn er mjór og skapar það hættu þegar umferð hjólandi/gangandi er ekki aðskilin frá umferð bíla. Þorsteinn Gunnarsson, sveitar- stjóri Skútustaðahrepps, segir að lengi hafi verið barist fyrir því að fá lagðan göngu- og hjólastíg í kringum vatnið. Það sé mikið öryggisatriði. Sveitarfélagið hefur sótt um styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða en ekki fengið undirtekir. Nú var sótt í öryggissjóð Vegagerðarinnar um stuðning við fyrsta áfangann. Vega- gerðin samþykkti að leggja 30 millj- ónir á ári í þrjú ár í verkefnið. Kostar 170 milljónir Áætlað er að þessi fyrsti áfangi kosti 170 milljónir kr. og mun Vega- gerðin greiða 70%, eða um 120 millj- ónir króna alls, og sveitarfélagið 50 milljónir. Þótt loforð Vegagerðarinn- ar nái til þriggja ára er reiknað með að þær 30 milljónir sem út af standa verði greiddar á fjórða ári fram- kvæmda. Verið er að hanna stíginn og vonast Þorsteinn til að hægt verði að hefjast handa í sumar. Reiknað er með að verkið verði tvískipt; fyrri áfangi verði frá Reykjahlíð í Voga og seinni áfangi frá Vogum að afleggjaranum í Dimmuborgir og verkið verði unnið á fjórum árum. „Við erum mjög ánægð með þenn- an áfanga. Þetta verður mikið fram- faraskref fyrir samfélagið,“ segir hann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Við Mývatn Mikil framför verður af lagningu göngu- og hjólastígs sem lagður verður á umferðarmesta kaflanum innansveitar við Mývatn. Fyrsti áfangi göngu- og hjólastígs  Öryggissjóður Vegagerðarinnar styð- ur lagningu nýs stígar í Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.