Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 He 1 1lluhraun 6- 8 Fiskislóð 1 Við eru í þínu hverfi m Kunnugir telja að þá sterkuhefð sem er í Frakklandifyrir margvíslegum að-gerðum í mótmælaskyni megi rekja allt aftur til frönsku bylt- ingarinnar árið 1789. Þar í landi hafa svonefndir gulvestungar látið að sér kveða á síðustu mánuðum og fjöl- mennar vakningarsamkomur hafa verið haldnar víða í landinu, svo sem í höfuðborginni París hvar Lýðveld- istorgið, Champs-Elysees og ná- grenni Eiffelturnsins hafa verið vettvangur margvíslegra funda- halda fólks í alþýðustétt, sem krefst betri lífskjara og bættrar opinberrar þjónustu. Margvíslegar truflanir hafa orðið í París að undanförnu vegna þessara aðgerða. Gerum betur „Við getum og verðum að gera betur,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem ávarpaði þjóðina á dögunum úr Élysée-höll og hét úrbótum. En ólíkt hafast höfðingjarnir að. Lars Løkke Rasmussen og Sólrun Jákupsdóttir kona hans brugðu und- ir sig betri fætinum og eru þessa dagana í heimsókn á Indlandi. Sendiráð Dana í höfuðborginni Nýju-Delí var opnað í nýju húsnæði sl. laugardag og var það tilefni ferð- arinnar. Þau hjónakornin skruppu svo í framhaldinu til borgarinnar Agra, hvar ástarhofið Taj Mahal er áberandi kennimark og vinsæll ferðamannastaður. Af forseta Íslands, Guðna Th. Jó- hannessyni, er það hins vegar að frétta að hann brá sér til Þýskalands til að fylgjast með landsliði okkar í handbolta keppa á HM. Liðið vekur eftirtekt, en ekki síður fagurlega farðaðir áhorfendur, sem fönguðu auga ljósmyndara AFP-fréttastof- unnar. sbs@mbl.is Veröld í deiglu Á líðandi stundu. Litríkur gangur tilverunnar birtist í myndum fréttaveitunnar AFP. Veröldin öll er undir og margt brasar mannfólkið! Fögnum fjölbreytileika. Barcelona Spænskir leigubílstjórar eru ósáttir við reglufargan ESB og til að leggja áherslu á afstöðu sína stöðvuðu þeir umferðina með táknrænum hætti. Gulvestungur Hefð fyrir hverskonar mótmælum er sterk í Frakkland. Þar í landi gerir fólk í gulum vestum sig nú gildandi og stóð fyrir margvíslegum aðgerðum í gær, meðal annars í París þar sem Eiffel-turninn gnæfir yfir allt. AFP Ást Danski forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen og Sólrún kona hans í gær í ástahofinu Taj Mahal, en þau eru nú í opinberri heimsókn austur á Indlandi. Þjóðlegur Stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins vekja alltaf eftirtekt á alþjóðlegum stórmótum, eins og nú á HM, þótt árangurinn á keppnisvellinum sé upp og ofan. Fyrir helgina var Sólveig Pálsdóttir rithöfundur útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Þetta var í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnar- ness var valinn, sem nú er í fyrsta sinn rithöfundur. Nafnbót þessari fylgir einnar millj. kr. starfsstyrkur. Sólveig hefur búið á Seltjarnarnesi til fjölda ára og lagt mikið af mörkum til menningarmála í bænum. Var meðal annars formaður menningar- nefndar í 8 ár, á árunum 2002-2010, og vann þá mörgum góðum málum framgang, segir í frétt frá Seltjarnar- nesbæ. Í grunninn menntuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands og starfaði sem slík auk þess að sinna dagskrár- gerð hjá RÚV. Einnig hefur hún leikið í sjónvarpsmyndum og sinnt kennslu. Frá 2013 hefur Sólveig starfað sem rithöfundur. Þegar hafa komið út eft- ir hana fjórar glæpasögur sem allar hafa hlotið góða dóma og vinnur Sól- veig nú að sinni fimmtu bók sem kemur út í haust, segir í frétt frá Sel- tjarnarnesbæ. Fyrsta skáldsagan hennar, Leikarinn, kom út árið 2012, Hinir réttlátu 2013, Flekklaus 2015 og Refurinn 2017. Bækur hennar hafa verið gefnar út erlendis og bíómynd eftir Leikaranum hefur verið í undir- búningi. Að auki vinnur breskt kvik- myndafyrirtæki að fjármögnun sjón- varpsþáttaraðar sem byggist á Refnum. Sólveig Pálsdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019 Rithöfundur í fyrsta sinn valinn Seltirningur Sólveig Pálsdóttir lætur nú að sér kveða sem rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.