Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019
Útivist &
ferðalög
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir mánudaginn 28. janúar.
SÉRBLAÐ
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Útivist og ferðalög
föstudaginn 1. febrúar
Meira fyrir lesendur
Bruno Le Maire, efnahags- og
fjármálaráðherra Frakklands seg-
ir stjórnvöld þar í landi vinna að
því að innleiða nýjan skatt á net-
fyrirtæki. Verður skatturinn lagð-
ur á félög sem velta meira en 750
milljónum evra alþjóðlega og 25
milljónum evra innan Frakklands,
að því er AFP greinir frá.
Í viðtali sem birt var á sunnu-
dag í dagblaðinu Journal du Dim-
anche sagði Le Maire að í frum-
varpi sem kynnt verður ríkis-
stjórninni í lok febrúarmánaðar
verði ákvæði um að nýi skatturinn
verði afturvirkur og gildi frá 1.
janúar á þessu ári. Gæti skattur-
inn orðið allt að 5% og væri lagð-
ur á sölu ýmiss konar vöru og
þjónustu.
Hugmyndir um skatt af þessum
toga eru ekki nýjar af nálinni í
Frakklandi og hefur hann gengið
undir heitinu GAFA-skattur í dag-
legu tali, sem vísar til þess að
skatturinn á einkum að leggjast á
fyrirtæki á borð við Google,
Apple, Facebook og Amazon.
Hafa ráðamenn víða í Evrópu
áhyggjur af að netrisarnir greiði
ekki nægilega háa skatta af við-
skiptum sínum innan álfunnar.
ESB-skattur í pípunum
Ráðherrann sagði jafnframt að
Evrópusambandið allt gæti verið
búið að innleiða sams konar skatt
fyrir lok marsmánaðar. „Við kom-
umst að samkomulagi við Þýska-
land í desember og ég er þess full-
viss að [skatta] samningur er
innan seilingar,“ sagði Le Maire.
„Það eru aðeins nokkrir mánuðir
þar til gengið verður til Evrópu-
þingskosninga og kjósendum á
eftir að þykja það óskiljanlegt ef
við gefumst upp á þessu máli.“
Að sögn Reuters mistókst fjár-
málaráðherrum ESB í desember
að komast að samkomulagi um að
leggja nýjan skatt á tekjur af
starfrænni starfsemi. Lögðu ráð-
herrar Frakklands og Þýskalands
í sameiningu til að skatturinn yrði
aðeins lagður á allra stærstu al-
þjóðlegu netrisana. ai@mbl.is
Styttist í franskan
skatt á netrisa
AFP
Skotmark Bruno Le Maire væntir þess að ESB-ríkin samþykki að leggja á
netverslunarskatt áður en gengið verður til Evrópuþingkosninga í vor.
stærri endurbótaverkefnum innan-
húss. Meðal verkefna sem fóru mik-
ið fram úr áætlun á því tímabili sem
rannsóknin náði til má nefna nýja
öryggisrannsóknastofu á Keldum,
Ný skýrsla Framkvæmdasýslu rík-
isins (FSR) bendir til að kostnaðar-
stjórnun hins opinbera hafi farið
batnandi undanfarin ár, og það
heyri til undantekninga að mikil
frávik verði frá kostnaðaráætlun-
um.
Höfundar skýrslunnar, sem send
var fjölmiðlum í gær, sunnudag,
skoðuðu framkvæmdir á vegum
FSR á tímabilinu 1998 til 2016 og
fór veginn raunkostnaður þeirra
um 4,5% fram úr áætlunum. Segir
FSR það vel viðunandi árangur í al-
þjóðlegum samanburði.
Þá hefur kostnaðarstjórnun farið
batnandi á tímabilinu sem skoðað
var; mældist framúrkeyrslan 7,7%
á fyrri hluta tímabilsins en 1,9% á
seinni hlutanum.
60% fara fram úr áætlun
Hafði Framkvæmdasýsla ríkisins
umsjón með 139 framkvæmdum
sem lauk á tímabilinu og voru 40%
þeirra, eða 56 verkefni, innan áætl-
unar á meðan 60% eða 83 verkefni
voru yfir áætlun. Þar af var 61
verkefni sem fór meira en 5% fram
úr áætlun. Segir FSR að Verkefna-
stjórnunarfélag Bandaríkjanna (e.
Project Management Institute) telji
eðlilegt frávik frá kostnaðaráætlun-
um vegna nýbygginga á bilinu -5%
til +10%. Af nýbyggingarverkefn-
um FSR fór kostnaður meira en
10% fram úr áætlun í 27% tilvika.
Mestu framúrkeyrsluárin voru
2000, 2004, og 2014 þegar vegið frá-
vik frá áætlunum innan árs mældist
15,6%, 18,5% og 29,4%.
Hættan meiri við
endurbætur innanhúss
Leiðir skýrslan í ljós að vegið
meðaltal frávika frá áætlun er 6,1%
þegar um er að ræða nýbyggingar,
7,1% í tilviki viðbygginga en fer upp
í um það bil 14% í bæði minni og
nýja lögreglustöð á Hólmavík,
heilsugæslustöð í Kópavogi, ofan-
flóðavarnir á Fáskrúðsfirði og end-
urbætur á Þjóðminjasafninu.
ai@mbl.is
Framúrkeyrsla opinberra
framkvæmda á niðurleið
Morgunblaðið/Golli
Útgjöld Af framkvæmdunum sem skýrslan skoðar má nefna endurbætur á
Þjóðminjasafni sem kostuðu rösklega 980 milljónum meira en til stóð.
Myndin sýnir þegar bátnum Ingjaldi var komið fyrir í endurbættu húsi.
Um 27% nýbygginga fóru meira en 10% fram úr áætlun
Bjartsýni á að takist að finna far-
sæla lausn á viðskiptadeilum
Bandaríkjanna og Kína er talin ein
helsta skýringin á að bandarísku
hlutabréfavísitölurnar hækkuðu
töluvert í síðustu viku. Var það
fjórða vikan í röð sem markaðurinn
vestanhafs fikraðist upp á við eftir
að hafa náð botni seint í desember.
Að sögn Reuters er nam viku-
hækkun Dow Jones-vísitölunnar
2,96%, en S&P 500 hækkaði um
2,87% og Nasdaq um 2,66%. Fjög-
urra vikna hækkun vísitalnanna
þriggja er sú mesta sem mælst hef-
ur síðan í október 2011. Þrátt fyrir
að árið virðist hafa byrjað á já-
kvæðu nótunum þá benda markaðs-
greinendur á að velta hafi verið til-
tölulega lítil í vikunni sem leið og
bendir það til þess að fjárfestar bíði
enn átekta.
Föstudagurinn var dagur hækk-
ana vegna fréttar Bloomberg um að
Kína hygðist semja um að auka inn-
flutning á bandarískum vörum upp
í samtals rösklega 1.000 milljarða
dala, með það fyrir augum að ná
fullkomnu jafnvægi á viðskiptum
landanna árið 2024. ai@mbl.is
AFP
Uppsveifla Vikuhækkun stóru vísitalnanna þriggja var frá 2,66 til 2,96%.
Wall Street réttir
enn úr kútnum
Fjárfestar virðast þó enn bíða átekta