Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eitt af þvímarkverð-ara sem gerðist á árinu 2018 var óvænt þíða í samskiptum Norður-Kóreu við nágranna sína í suðri, sem og við Bandaríkja- menn. Þó að það væri full- djarft til orða tekið að tala um sögulegar sættir af því tilefni er þó ljóst að útlitið á Kór- euskaganum við árslok 2018 var ögn bjartara en ári fyrr. Munar þar mest um sögu- lega fundi Kims Jong-un, ein- ræðisherra Norður-Kóreu, með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu og síðar Donald Trump Bandaríkjaforseta, en á þeim skuldbundu leiðtog- arnir sig til þess að stíga skref í átt að varanlegum friði á skaganum. Minna var um aðgerðir sem gætu tryggt þá niðurstöðu, en orð eru til alls fyrst. Nú er í bígerð að Trump og Kim hittist aftur og ræði mál- in. Enn er óvíst um vænt- anlegan fundarstað og -tíma, en talað er um að fundurinn gæti farið fram eftir um það bil mánuð. En hverju mun annar leið- togafundur skila? Þrátt fyrir þá jákvæðu strauma sem fylgdu fundunum í fyrra virð- ist sem að Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn hafi enn mjög ólíkar hugmyndir um það hvaða leiðir eigi að fara að því markmiði að Kór- euskaginn verði á ný laus við kjarnorkuvopn. Þannig hafa Bandaríkja- menn lagt áherslu á að Kim stígi fyrsta skrefið og eyði kjarn- orkuvopnum sín- um áður en refsi- aðgerðum verði aflétt, en Norður- Kóreumenn vilja fara öfuga leið, þannig að byrjað verði að aflétta þvingunum áður en þeir stígi markverð skref í átt til afvopnunar. Þetta bendir ekki beinlínis til að árangur sé innan seilingar. Þá hefur hegðun Norður- Kóreu á alþjóðavettvangi ekki orðið til þess að auka traust á stjórnvöldum þar í landi, auk þess sem mann- réttindabrot ríkisins gegn þegnum sínum munu líklega halda áfram, hvað sem sam- komulagi líður. Spurningin hvort hegðun Norður- Kóreumanna verði óbreytt innanlands sem utan fari kjarnorkuvopnin verður þeim mun áleitnari í ljósi þess að í nýlegri skýrslu sem fjallaði um hernaðarmátt Norður- Kóreu var niðurstaðan sú að það stafaði jafnvel enn meiri hætta af sýklavopnum stjórn- valda í Pyongjang en kjarn- orkuvopnum þeirra. Litlar líkur eru hins vegar taldar á að sýklavopnin eða mannréttindabrotin verði gerð að ásteytingarsteini í viðræðum Trumps og Kims, enda gæti það teflt þeim ár- angri sem þó hefur náðst í samskiptum ríkjanna í tví- sýnu. Þetta gæti aftur á móti þýtt að kjarnorkuvopnin yrðu dýru verði keypt. Enn hefur lítið gerst eftir fundinn í fyrra. Vonandi verður meiri árangur af næsta fundi} Trump og Kim: Taka 2 Rúmlega ár erliðið frá því að Robert Mu- gabe, þáverandi forseti Zimbabwe, lét af embætti eftir að hafa verið steypt af stóli af sam- flokksmönnum sínum. Hann hafði þá haft tögl og hagldir í ríkinu í um 38 ár. Arftaki Mugabes, Emmerson Mnan- gagwa, hét því þá að sumum af verstu stefnumálum Muga- bes yrði snúið við, en áralöng óstjórn hafði breytt Zim- babwe í hálfgert útlagaríki á alþjóðavettvangi. Minna hefur orðið um efnd- ir en vonir stóðu til, og brut- ust út fjöldamótmæli í síðustu viku þegar ríkisstjórnin kynnti áform sín um að nærri því tvöfalda eldsneytisverð, en olíuskortur hefur háð Zim- babwe síðustu vikurnar. Við- brögð lögreglu og örygg- issveita við mótmælunum hafa ekki verið til fyrirmyndar. Mörg hundruð hafa verið handteknir í kjöl- far mótmælanna og tugir hafa leitað á sjúkrahús með skot- sár. Þá er áætlað að á annan tug hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda. Eitt af yfirlýstum mark- miðum Mnangagwa á sínum tíma var að laða aftur erlenda fjárfestingu að Zimbabwe, en Mugabe hafði svo gott sem einangrað landið algjörlega frá umheiminum að þessu leyti. Þóttu það jákvæð teikn um að Zimbabwe gæti með tíð og tíma rétt aftur úr kútnum. Mótmælin nú og hin hörðu viðbrögð stjórnvalda benda hins vegar frekar til að Mnan- gagwa hafi lítið lært af mis- tökum fyrirrennara síns. Arftakar Mugabes taka gagnrýni illa}Brugðið á gömul ráð R annsóknastofa í tómstunda- fræðum birti á dögunum nið- urstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem unnin er að tilstuðlan Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (e. WHO). Niðurstöðurnar byggjast á svörum rúmlega 7.000 nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni í fyrra. Rannsóknin er á fjög- urra ára fresti lögð fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk. Þar koma fram margar áhuga- verðar niðurstöður en mig langar að nefna hér þrennt sem vekur sérstaka athygli mína. Í fyrsta lagi svara um 90% nemenda að þeim líði þokkalega eða mjög vel í skól- anum. Um 10% nemenda segja að sér líði ekki vel en 2,7-4,2% nemenda líður mjög illa samkvæmt rannsókninni. Þessi niðurstaða er í sam- ræmi við aðrar rannsóknir og það er mjög ánægjulegt hversu háu hlutfalli nemenda líður vel í skólanum sín- um. Hins vegar þarf að huga sérstaklega að þeim nem- endum sem ekki líður vel og gera bragarbót þar á. Í öðru lagi telja flestir nemendur að kennurum sé annt um þá eða um 81% nemenda í 6. bekk og 65% í 10. bekk, sem er jákvæð niðurstaða og rímar vel við al- menna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysta kennara sínum vel og virðist það eiga við nem- endur í öllum landshlutum. Þetta eru afar já- kvæð tíðindi fyrir kennara landsins. Í þriðja lagi telja um 70% nemenda í öllum árgöngum sig sjaldan eða aldrei finna fyrir depurð. Hins vegar ber að skoða þessar niðurstöður gaumgæfilega því marktæk aukning er milli fyrirlagna í 6. og 10. bekk þar sem 10-15% nemenda í 6. bekk segjast upplifa depurð einu sinni eða oftar í viku en um 20% nemenda í 10. bekk grunnskóla. Séu niðurstöður skoðaðar eftir kyni nemenda kemur í ljós að stelpur eru mun líklegri til að finna fyrir depurð á hverjum degi og ástand- ið versnar eftir því sem unglingar eldast. Þessar niðurstöður þarf að taka alvarlega, skoða hvað veldur þessari þróun og hvernig við sem samfélag getum unnið gegn henni. Meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins er að nemendum líður vel og mikið traust ríkir á milli kennara og nemenda. Í þessu felast mikil sóknarfæri sem hægt er að byggja á og nýta til að efla menntun í landinu enn frekar. Það er samvinnuverkefni skóla- samfélagsins, foreldra, sveitarfélaga og atvinnulífs. Séu styrkleikarnir nýttir sem skyldi og tekist á við áskor- anir á réttan hátt eru okkur allir vegir færir til þess að byggja upp framúrskarandi menntakerfi til framtíðar. Mikið traust til kennara og vellíðan nemenda Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lægri þjónustugjöld verðavegna kreditkortanotk-unar og lægra vöruverð tilneytenda verði frumvarp fjármálaráðherra um svonefnd milli- gjöld fyrir kortatengdar greiðslur lögfest á Alþingi. Er breytingin talin til þess fallin að lækka kostnað söluaðila og neyt- enda og auka samkeppni í greiðslu- miðlun, einkum þvert á landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins, að mati fjármála- og efnahagsráðu- neytisins. Ráðherrann hefur birt drög að frumvarpinu á samráðsgátt stjórn- valda en með því yrði innleidd reglu- gerð Evrópuþingsins og -ráðsins um milligjöld vegna kortanotkunar sem taka á upp í samninginn um EES. Sett verða hámörk á milligjöld vegna neytendagreiðslukorta, 0,2% af fjár- hæð greiðslu vegna debetkorta og 0,3% vegna kreditkorta. Er reglun- um ætlað að lækka kostnað söluaðila og neytenda og bæta samkeppni. Talið er að mikilvægustu áhrifin af innleiðingu milligjaldareglnanna verði lækkun þessara gjalda vegna kreditkortaviðskipta. Hins vegar verður hámark milligjalda vegna debetkortaviðskipta óbreytt í kjölfar sáttar Samkeppniseftirlitsins við kortaútgefendur og færsluhirða sem náðist fyrir nokkrum árum. Gæti numið 2,1 milljarði kr. Í mati ráðuneytisins á áhrifum þessara breytinga kemur fram að kreditkortavelta heimila innanlands í fyrra nam um 351 milljarði króna. „Ef gert er ráð fyrir því að um 0,6% þeirrar fjárhæðar hafi verið vegna milligjalda sem færsluhirðar greiddu til útgefenda kreditkorta þá nam sá kostnaður um 2,1 milljarði króna á tímabilinu. Miðað við þá for- sendu og það að milligjöld vegna kreditkortafærslna lækki um 0,3 prósentustig við lögfestingu milli- gjaldareglugerðarinnar lækkar kostnaður færsluhirða um ríflega einn milljarð króna á ári og tekjur kortaútgefenda um sömu fjárhæð vegna lögfestingar frumvarpsins. Sú lækkun ætti að skila sér í lægri þjón- ustugjöldum sem færsluhirðar krefja söluaðila um og þar með í lægra vöruverði til neytenda,“ segir í mati á áhrifunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í svari til Morgunblaðsins að endanleg mat eða afstaða samtakanna liggi ekki fyrir, þar sem málið er enn í skoðun, en hann bendir á að samkvæmt áðurnefndu mati fjármálaráðuneyt- isins muni lækkun milligjalda skila sér í lægri þjónustugjöldum og þar með í lægra vöruverði til neytenda. ,,Það er svo alltaf spurning um hvernig þetta skilar sér í veski neyt- enda á endanum, en fjármálaráðu- neytið metur þessa upphæð vera um 2,1 [milljarð kr.] á ári,“ segir Breki. „Neytendasamtökin gera þá sjálfsögðu kröfu að lækkunin skili sér að fullu til neytenda, þó sagan sýni að það kunni að vera erfitt að fylgjast nákvæmlega með því, meðal annars vegna flökts krónunnar og landlægrar dýrtíðar,“ bætir hann við. Gæti dregið úr hvata til útgáfu korta Fram kemur í sérstöku mati ráðumeytsins á kostnaði og öðrum áhrifum breytinganna að lækkun milligjalda kunni að draga úr hvata til útgáfu korta. Líklega sjái við- skiptabankar og sparisjóðir sér þó áfram hag í að bjóða upp á greiðslu- kort til að halda í viðskiptavini sem vilja notast við greiðslukort. Vöruverð lækki með lækkun milligjalda Morgunblaðið/Hari Kortagreiðsla Lækkun gjaldanna ætti að skila sér í lægri þjónustugjöldum sem færsluhirðar krefja söluaðila um og þar með í lægra vöruverði. Í greinargerð frumvarpsins er opnað á þann möguleika að há- mark á milligjöld vegna debet- kortafærslna verði einnig lækk- að. Í ljósi örrar þróunar smágreiðslumiðlunar, m.a. vegna breytinga á tækni og regluverki, gætu skapast for- sendur í framtíðinni til að nýta heimild til að ákveða lægra há- mark á milligjöld vegna inn- lendra debetkortafærslna. ,,Smáforritum (öppum) fjölgar ört sem nota má til miðlunar greiðslna í rauntíma, innlendum sem og erlendum. Hér á landi hafa debetkort verið talin meðal mikilvægustu greiðslumiðla í viðskiptum og litið á greiðslur með þeim sem ígildi stað- greiðslna. Af þessum sökum er gert ráð fyrir því að fjármála- og efnahagsráðsherra verði falið að meta innan tveggja ára frá gildistöku laganna hvort tilefni sé til að leggja til lægra hámark á milligjöld vegna innlendra debetkortafærslna en 0,2%.“ Lækkun á debetkort? ÞAK Á MILLIGJÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.