Morgunblaðið - 21.01.2019, Qupperneq 26
Þegar á hólminn var komið reyndist
ekkert svo auðvelt að fá að sýna perlur
kvikmyndasögunnar Hjá Bíó Paradís
er fjárhagshliðin loksins komin í ágætis
horf og úthugsað markaðsstarf skilar
því að gestum fjölgar ár frá ári.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það tók nokkur ár fyrir fólkið á
bak við Bíó Paradís að ná tökum á
rekstrinum og segir Hrönn Sveins-
dóttir að lykillinn að góðri aðsókn
hafi verið fólginn í að byggja upp
stemningu í kringum sýningarnar:
„Þær sýningar sem fólk var að
biðja um á Facebook voru ekki
alltaf vel sóttar. Ef t.d. fimmtíu
manns höfðu verið að grenja yfir
því á netinu að við þyrftum að
sýna Predator, þá mættu kannski
ekki nema sjö – þegar búið var að
eyða bæði miklum tíma og pen-
ingum í að bóka myndina og aug-
lýsa,“ segir hún. „Svo hjálpaði ekki
að fyrstu árin vorum við ekki með
sýningarbúnað sem mætti kröfum
neytenda – vorum jafnvel að sýna
myndir af Blue-ray-diskum með
myndvörpum sem gerðir voru fyrir
skrifstofur frekar en fyrir hvíta
tjaldið, og með hljóðkerfi sem var
komið til ára sinna. Borgin var líka
tvístíga með það hvort hún ætti að
leggja okkur til rekstrarstyrk eftir
að hafa hjálpað félaginu að komast
af stað.“
Kannski kemur það sumum les-
endum á óvart að það skuli vera
flókið að reka listrænt kvikmynda-
hús – því hvaða Hollywood-smellir
geta keppt við endalaust framboð
af bestu kvikmyndum sem gerðar
hafa verið? „Þegar við byrjuðum
héldu margir að við gætum ein-
faldlega sýnt frönsku nýbylgjuna
eins og hún leggur sig og allir
myndu mæta – eða að það væri
hægur vandi að ætla að sýna eina
vikuna allar myndir Bill Murray
og þá næstu taka Bond eins og
hann leggur sig og svo Hitch-
cock.“
Raunin er að perlur kvik-
myndasögunnar liggja ekki á
lausu, og jafnvel þegar meistara-
verk eru borin á borð er það eng-
in trygging fyrir fullum sal af
fólki, eins og getið var hér að of-
an. „Það tók okkur sumsé nokkur
ár að átta okkur á að það sem fær
fólk til að kom á klassískar mynd-
ir er fyrst og fremst félagsskap-
urinn. Það geta allir streymt Die
Hard og horft á flatskjá heima í
stofu fyrir jólin, en það er enn
betra að horfa á myndina í
stórum bíósal með vinum og öðru
fólki sem elskar þessa mynd, og
helst með jólalegan drykk í
hendi.“
Hugmynd sem náði
flugi á Facebook
Það var í ágúst 2010 að félagið
Heimili kvikmyndanna var stofn-
að af kvikmyndaunnendum og
hugsjónafólki, og 15. september
sama ár var fyrsta myndin sýnd í
Bíó Paradís, Backyard eftir Árna
Sveinsson. „Sena hafði um nokk-
urt skeið rekið á þessum sama
stað kvikmyndahúsið Regnbogann
með tapi. Húsið var byggt árið
1976 og var þá fyrsta fjölsala-bíó
Norðurlandanna, en varð smám
saman barn síns tíma og gestir
leituðu frekar í kvikmyndahúsin á
stöðum eins og Kringlunni og
Smáralind þar sem var meira
pláss og fleiri bílastæði. Ákvað
Sena að loka Regnboganum og
kviknaði þá sú hugmynd hjá hópi
fólks á Facebook að í húsinu gæti
fyrsta listræna bíó landsins átt
heima,“ útskýrir Hrönn en það
voru þrjú fagfélög kvikmynda-
gerðarmanna, Alþjóðleg kvik-
myndahátíð í Reykjavík og Félag
kvikmyndaunnenda sem tóku
höndum saman um að opna Bíó
Paradís. „Ásgrímur Sverrisson
var aðalsprautan á bak við verk-
efnið og fékk fjölda góðs fólks til
lið við sig. Hafði hugdettan svo
mikinn meðbyr að þau hugsuðu
sem svo að ef aðeins helmingur
þeirra sem sýndu áhuga á Face-
book myndu kaupa árskort þá
gæti bíóið alveg rekið sig.“
Hrönn, sem var fengin til starfa
í desember 2011, segir að fljót-
lega hafi komið í ljós að meira
þurfti til en það. „Á þessum tíma
er t.d. 35 mm filman að fara út og
í staðinn að rándýr ný sýningar-
tækni, DCP, ryður sér til rúms.
Þurfti því að kaupa slíkan búnað
sem kostar ekki undir 10 millj-
ónum á sal.“
Þá þurfti að rækta gott sam-
band við íslensku dreifingarfyrir-
tækin þrjú, sem hafa gert samn-
inga við öll helstu kvikmynda-
stúdíó heims. „Þú veður ekki bara
í svona rekstur og sýnir hvað sem
er, og er bæði flókið og dýrt að
sýna gamlar myndir,“ útskýrir
Hrönn.
Lykillinn að því að láta rekstur-
inn ganga vel reyndist vera að
búa til úthugsaða dagskrá og
skapa réttu umgjörðina. Voru
Sigurjón Kjartansson, Hugleikur
Dagsson, Sjón og Páll Óskar
Hjálmtýsson (sem síðar heltist úr
lestinni) fengnir til að skipa dag-
skrárnefnd Svartra sunnudaga –
vikulegs viðburðar sem helgaður
er sígildum myndum. „Þeirra
verkefni var að velja á dagskrá
myndir sem fólk myndi vilja horfa
á í bíó frekar en heima hjá sér.
Síðan fengum við listamenn og
grafíska hönnuði til að bú til nýtt
plaggat fyrir hverja mynd, og
lögðum töluverða vinnu í að búa
til stemningu fyrir þessum sýn-
ingum á samfélagsmiðlum. Í að-
draganda hverrar sýningar gæti
því þurft margra vikna pepp, og
að byggja upp stemningu þar sem
„Þú veður ekki bara í svona rekstur
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
* Til að DHA skili jákvæðum áhrifum
þarf að neyta 250 mg á dag.
OMEGA-3
FYRIR SJÓN
OG AUGU
Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi
sem er einkumætlað að viðhalda
eðlilegri sjón.
Omega-3 augu inniheldur lútein,
zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt
omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og
ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla
að viðhaldi eðlilegrar sjónar.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi
Gilitrutt Heiða Rafnsdóttir teiknaði, hér ásamt dóttur, Þórdísi Rafnsdóttur.
Bókin Næturdýrin Bergrún Íris Sævarsdóttir og Hrannar Þór Andrason.
Mikilvægi „Fyrir ekki svo löngu hefðu Íslendingar
ekki getað gengið að því sem vísu að sigurmyndir
kvikmyndahátíðarinnar í Cannes eða Berlín yrðu
sýndar í kvikmyndahúsum hér á landi,“ segir
Hrönn Sveinsdóttir.