Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  18. tölublað  107. árgangur  BRYNJÓLFUR HLAUT LJÓÐSTAF JÓNS ÚR VÖR 30 ÁR FRÁ UPPHAFI SPAUGSTOFU VIKTOR GÍSLI ER EFNILEGUR MARKVÖRÐUR KARL ÁGÚST 12 ÍÞRÓTTIRMIKILL HEIÐUR 30 Morgunblaðið/Eggert Aðskilin Hjónin Jónína Þ. Arndal og Hjalti Skaptason á leið til Húsavíkur í gær, þar sem hún fer í hvíldarinnlögn. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Hjalti Skaptason fór með eigin- konu sinni til 35 ára, Jónínu Þor- steinsdóttur Arndal, með áætl- unarflugi til Húsavíkur í gær- morgun þar sem hún mun dvelja í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili á Húsavík. Jónína er greind með heilabil- unarsjúkdóm og búa þau hjónin í Hafnarfirði. Þar sem Jónína þigg- ur ekki alla þjónustu sem í boði er kemst hún ekki á forgangslista fyrir hvíldarinnlögn eða dvöl á hjúkrunarheimili, að sögn Hjalta, sem segir Jónínu ekki gera sér neina grein fyrir aðstæðum en hún hefur á tveimur árum misst alla færni til þess að hugsa um sig sjálf. Hjalti segir Jónínu eiga erfitt með að koma á ókunna staði og innan um fólk sem hún þekkir ekki. Hann segir einu tenginguna við Húsavík vera dóttur Jónínu sem búi þar. Vill benda á ástandið Hjalti vonast til þess að kom- ast í heimsókn til konu sinnar einu sinni í þær sex vikur sem áætlað er að hún dvelji á Húsavík. „Ég kem fram með okkar sögu til þess að benda á ástandið í málefnum fólks með heilabilunar- sjúkdóma. Ég hef góðan stuðning en það eru ekki allir sem hafa hann,“ segir Hjalti sem saknar strax konu sinnar. 470 km skilja þau að  Jónína með heila- bilun en kemst ekki á forgangslista MFrá Hafnarfirði til … »14 Hjalti Skaptason fylgdi eiginkonu sinni, Jónínu Þ. Arndal, frá Hafnarfirði til Húsavíkur í hvíldarinnlögn  „Þegar kemur að sjúkrahús- þjónustu við eldra fólk þá bráðvantar öldr- unargeðdeild. Eldra fólk með geðrænan vanda er í mjög við- kvæmri stöðu,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækn- inga á Landspítalanum, í aðsendri grein í blaðinu í dag. Hann segir að með viðeigandi sérhæfðri meðferð geti fólk náð undraverðum bata og sjálfsbjargargetu. Að sögn Pálma var opnun öldrunargeðdeildar á dagskrá þáverandi heilbrigðis- ráðherra árið 2008 en hrunið kom í veg fyrir það. »20 Telur bráðvanta öldrunargeðdeild Pálmi V. Jónsson Sala á mjólkurafurðum minnkaði á nýliðnu ári. Er það í fyrsta skipti í um áratug sem salan minnkar en á þessu tímabili hefur hún aukist stórlega, sérstaklega sala á fituríkum afurðum. Í yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) sést að sala á mjólk og sýrðum vörum hefur minnk- að um 2,8% á milli ára. Sala á flestum öðrum afurðaflokkum, eins og viðbiti og ostum, minnkar á milli ára. Einar Einarsson, framkvæmda- stjóri tekjusviðs MS, segir að aukn- ingin sé aðallega drifin áfram af feit- ari afurðum eins og smjöri, feitari gerðum af osti, sneiðum og rifnum osti en samdráttur sé í magrari osti. Framleiðslan aldrei meiri Mjólkursamlögin tóku við 152,4 milljónum lítra af mjólk á síðasta ári og hefur framleiðslan aldrei verið meiri. Salan er talsvert minni eða 145 milljón lítrar ef hún er reiknuð á fitu- grunni en 129 milljón lítrar á prótein- grunni. Þrátt fyrir framleiðslu um- fram innanlandsmarkað hafa ekki orðið teljandi breytingar á birgðum á árinu, enda umframframleiðslan flutt á erlendan markað. »6 Sala á mjólkurafurð- um minni en áður  Endurvinnslan hefur tekið við 2,4 milljörðum eininga af einnota drykkjarvöruumbúðum á þeim tæp- lega 30 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Alls hafa verið greiddir 38,4 milljarðar kr. fyrir plast-, ál-, og glerumbúðir á þessu tímabili, á núverandi verðlagi. Á nýliðnu ári var tekið á móti 145 milljónum eininga, að sögn Helga Lárussonar, framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar. Sögulega séð þá fara skilin niður þegar vel gengur í þjóðfélaginu og aukast ef illa geng- ur. Hins vegar hefur vitund okkar batnað frá því í uppsveiflunni 2007 og hafa skil ekki farið jafn langt niður í þessari uppsveiflu. »4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Plast Sagan sýnir að færri umbúðum er skilað í góðæri en þegar verr árar. 2,4 milljarðar um- búða í endurvinnslu Seðlabanki Íslands mun efna til sýn- ingar á listaverkum sínum á Safna- nótt, 8. febrúar næstkomandi, þeirra á meðal brjóstamyndum Gunnlaugs Blöndal sem teknar voru niður á skrifstofu eins starfsmanns, að beiðni undirmanna hans. Samkvæmt svörum bankans hafði hann til hliðsjónar stefnu sína í jafn- réttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti þegar myndir Gunnlaugs voru teknar niður og settar í geymslu. Bandalag íslenskra listamanna hefur lýst furðu sinni á ákvörðun Seðlabankans. „Þessi ákvörðun vek- ur margar spurningar, bæði hvað varðar safneign, umgengni og vörslu listaverka stofnunarinnar og ekki síður þá undarlegu tímaskekkju puritanisma að ritskoða list með þessum hætti,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu bandalagsins. „Það blikka ákveðin viðvörunar- ljós þegar við finnum að fólki er mis- boðið við það sem við köllum klass- ískt myndmál,“ segir Harpa Þórs- dóttir hjá Listasafni Íslands. »31 Verða sýndar á Safnanótt  Seðlabankinn ætlar að sýna brjóstamyndir Gunnlaugs List Eitt þekktasta málverk Gunn- laugs Blöndal, Stúlka með greiðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.