Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Veður víða um heim 21.1., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Hólar í Dýrafirði -2 alskýjað Akureyri -3 léttskýjað Egilsstaðir 2 léttskýjað Vatnsskarðshólar 2 skýjað Nuuk -9 skýjað Þórshöfn 5 rigning Ósló -5 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 súld Stokkhólmur -12 þoka Helsinki -17 heiðskírt Lúxemborg 0 heiðskírt Brussel 1 heiðskírt Dublin 6 rigning Glasgow 4 skúrir London 4 alskýjað París 0 heiðskírt Amsterdam 2 léttskýjað Hamborg -1 léttskýjað Berlín -2 heiðskírt Vín 0 heiðskírt Moskva -9 snjóél Algarve 16 heiðskírt Madríd 8 léttskýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Róm 9 rigning Aþena 11 skýjað Winnipeg -16 alskýjað Montreal -20 snjókoma New York -13 léttskýjað Chicago -12 snjókoma Orlando 8 heiðskírt  22. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:38 16:42 ÍSAFJÖRÐUR 11:05 16:25 SIGLUFJÖRÐUR 10:49 16:07 DJÚPIVOGUR 10:13 16:06 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart, en stöku él við ströndina. Frost 2 til 15 stig. Á fimmtudag Gengur í allhvassa eða hvassa suð- austanátt með slyddu eða snjókomu. Suðvestlægar áttir og kólnar í veðri, frost víða 2 til 12 stig. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á þeim tæplega 30 árum sem liðin eru frá því að Endurvinnslan tók til starfa hefur fyrirtækið tekið við um 2,4 milljörðum eininga af einnota drykkjarvöruumbúðum. Alls hafa verið greiddar fyrir plast-, gler- og ál- umbúðir um 38,4 milljarðar á núver- andi verðlagi á síðustu þremur ára- tugum. Smærri einingar Helgi Lárusson, framkvæmda- stjóri Endurvinnslunnar, segir að á nýliðnu ári hafi verið tekið á móti rúmlega 145 milljónum eininga og fyrir þær hafi verið greiddar tæplega 2,3 milljarðar króna. Þessar tölur eru þó með fyrirvara um endanlegt upp- gjör vegna desembermánaðar. Núna eru greiddar 16 krónur í skilagjald og hækkaði heildargreiðslan um tæp- lega 300 milljónir frá árinu 2017, en þá var tekið á móti um 131 milljón eininga. Helgi segir að þessar tölur verði fyrst og fremst skýrðar með aukinni neyslu Íslendinga og miklum fjölda erlendra ferðamanna. Einnig sé greinilegt að neyslan sé að breytast og fólk kaupi í auknum mæli minni umbúðir, oft tíu 0,33 lítra dósir í pappakassa. Fólk drekki því ekki endilega meira þó svo að það kaupi fleiri einingar, en slíkt sé þekkt í góð- æri. Lakari skil í góðæri Hann segist heyra á meðal fram- leiðenda að þeir íhugi að taka skrefið enn lengra og auka framleiðslu á minni einingum. „Skilahlutfallið var svipað í fyrra og hittifyrra eða um 83% og er það nokkru lakara en árin eftir hrun þeg- ar það var 86-90% á árunum 2011- 2014,“ segir Helgi. „Í góðærinu fyrir hrun voru skilin mun lakari og til dæmis voru endurheimtunar um 77% árið 2007. Sögulega séð fara skilin niður þeg- ar vel gengur í þjóðfélaginu og aukast ef illa gengur. Hins vegar hefur vit- und okkar batnað frá því í uppsveifl- unni 2007 og núna förum við ekki eins langt niður í skilum og þá gerðist. Vit- und neytandans er sem betur fer að aukast í þessum efnum og fólk gerir sé grein fyrir að það getur ekki verið stikkfrí í umhverfismálum.“ Helgi segir að vel hafi gengið að selja plastumbúðir sem fari til endur- vinnslu í Hollandi. Gott verð hafi fengist fyrir plastið og lykillinn að því sé að plast frá þeim sé hreint og flokkað. Yfir 38 milljarðar í skilagjald á 30 árum  Endurvinnslan hefur tekið við 2,4 milljörðum drykkjar- umbúða  Fólk getur ekki verið stikkfrí í umhverfismálum Kolefnisávinningur af endurvinnslu drykkjarumbúða nemur árlegri kolefnisbindingu um 6 milljónum trjáa 2.395.000.000 800 tonn af drykkj-arumbúðum úr áli eru flutt út árlega og um 1.600 tonn af umbúðum úr plasti fl öskum og dósum hefur verið skilað í endurvinnslu frá árinu 1989 til ársloka 2018 Orkusparnaður af endurvinnslunni er ígíldi orkunotkunar íbúa bæjarfé- lags eins og Kópavogs Ef hver fl aska eða dós er um 23 cm að lengd og þeim raðað enda í enda, myndi vegalengdin samanlagt vera um 550.000 kílómetrar Til samanburðar þá er vegalengdin til tunglsins um 384.400 kílómetrar FÖSSARI 2018 ÞAÐ ER GOTT AÐ ENDURVINNA Í KÓPAVOGI Skil á drykkjarumbúðum 1989-2018 Seldur fjöldi Fjöldi skilað í endurvinnslu 47% skilahlutfall árið 1989 83% skilahlutfall árið 2018 Heimild: Endurvinnslan Morgunblaðið/Kristinn Magnússon olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með þarfir sem flestra íbúa í Mýr- dalshreppi í huga er þorrablótið á Leikskálum í Vík um næstu helgi auglýst á íslensku, ensku og pólsku á heimasíðu hreppsins. Sjálfsagt ekki vanþörf á því samfélagið í Mýrdals- hreppi er fjölþjóðlegt og þar er hæst hlutfall erlendra ríkisborgara í sveit- arfélögum lands- ins. Alls eru 40% skráðra íbúa í Mýrdalshreppi með erlent ríkis- fang eða 280 íbúar af 687 miðað við 1. desember. Fólki hefur enn fjölgað þar síðustu vikur. Þorbjörg Gísla- dóttir sveitar- stjóri segir að margt ungt fólk alls staðar að úr heiminum starfi í lengri eða skemmri tíma í Vík. Af einstökum sveitar- félögum á landinu hafi orðið mest fjölgun í Mýrdalshreppi í fyrra og skortur á leiguhúsnæði fyrir almenn- ing sé erfitt vandamál. Vonandi takist að fá Íbúðalánasjóð og/eða aðra til að koma að uppbyggingu í Vík. Nú sé staðan þannig að ef einhver er aflögu- fær með húsnæði séu tekjurnar margfaldar í ferðaþjónuustu borið saman við almennan leigumarkað. Ekki þörf á skólabyggingum „Það segir sína sögu um samfélagið að hér eru um 700 manns, en ekki nema 83 börn á leik- og grunnskóla- aldri,“ segir Þorbjörg. „Þrátt fyrir mikla fjölgun í fyrra þurftum við ekki að huga að byggingu leik- eða grunn- skóla. Ef fólk vill setjast hér að og stofna fjölskyldu þá er ekkert hús- næði í boði. Mikið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á síðustu árum en skorturinn er alltaf sá sami. Þetta er ekki það sem við kjósum og tæpast sjálfbært til lengri tíma og við bjóðum barnafjölskyldur velkomnar til okkar. Við viljum gjarnan að sem flestir setj- ist hér að og stofni fjölskyldu.“ Hún segir að sumir þeirra útlend- inga sem komi til Víkur setjist þar að. Hún nefnir að á skrifstofu sveitarfé- lagsins séu fimm starfsmenn, þar af sé einn frá Póllandi og einn frá Rúm- eníu. Báðir tali þeir íslensku og séu hluti af samfélaginu. Misjafnt sé hversu vel erlendum ríkisborgurum gangi að samlagast, en margir þeirra mæti til dæmis reglulega í íþrótta- húsið og nýti það sem er í boði. „Hér er óneitanlega sérstakt sam- félag og margir í 2-3 störfum. Þeir sem voru vanir því að fara út í búð til að ræða við mann og annan, hitta nú aðallega ferðamenn eða erlenda starfsmenn. Samt sem áður erum við sátt og ekkert lát er á komum ferða- manna. Það er góður gangur í at- vinnulífinu og hér fá allir vinnu sem vilja vinna,“ segir Þorbjörg. Enginn í Árneshreppi Samkvæmt tölum Þjóðskrár um fjölda erlendra ríkisborgara sem voru búsettir hér á landi 1. desember er hlutfallið mjög misjafnt eða frá rúm- um 40% niður í engan skráðan. Mýr- dalshreppur er með hæsta hlutfallið eins og áður er komið fram, en næst- hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skaftárhreppi eða 28,3% og Blá- skógabyggð með 25,7%, samkvæmt því sem fram kemur á skra.is. Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er í Árneshreppi en enginn íbúi sem er með skráða búsetu í hreppnum er með erlent ríkisfang. Skagabyggð kemur næst með 1,1% en þar er aðeins einn íbúi sveitarfé- lagsins með erlent ríkisfang. 22,3% á Suðurnesjum Þegar horft er til landshluta er hæsta hlutfall íbúa með erlent ríkis- fang á Suðurnesjum, eða 22,3% og Vesturland kemur næst með 15,5%. Lægsta hlutfallið er á Norðurlandi vestra eða 6,8%. Í Reykjavík eru 18.435 íbúar með erlent ríkisfang eða 14,3%. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu má nefna að hlutfallið er 10,6% í Hafnarfirði, 9,8% í Kópavogi, 7,9% í Kjósarhreppi, 7,8% í Mosfellsbæ, 7,4% á Seltjarnarnesi og 4,4% í Garðabæ. Fjölþjóðlegt samfélag í Vík  40% íbúa með erlent ríkisfang  Fá börn á leik- og grunnskólaaldri  Skortur á leiguhúsnæði vandamál Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Þorbjörg Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.