Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Morgunblaðið/Hari Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir hóf umræður á Alþingi í gær. Þing kom aftur saman eftir jólafrí í gær og hóf Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra almennar stjórnmála- umræður á Alþingi. Hún sagði stjórnvöld undanfarið hafa unnið mikið starf í því að styrkja samtal aðila vinnumarkaðar- ins og stjórnvalda og fjórtándi fund- ur milli aðila færi fram í dag þar sem kynntar yrðu niðurstöður átakshóps um húsnæðismál. Sagði hún að hóp- urinn ætlaði að vinna tillögur að lausn á framboðsvanda á húsnæðis- markaði, réttindum leigjenda og inn- komu fyrstu fasteignakaupenda. Endurskoðun stjórnarskrár „Það er forgangsmál að búa við ör- yggi og fyrirsjáanleika í húsnæðis- málum,“ sagði Katrín í ræðu sinni og bætti við að ljóst væri að þörf væri á 5-8 þúsund íbúðum á markað. „Við þurfum að taka höndum saman og leysa þennan vanda. Tryggja viðráð- anlegt húsnæði fyrir okkur öll,“ sagði Katrín og bætti við að hún von- aðist til að breytingar stjórnvalda á skattkerfinu og húsnæðismálum yrðu til þess að hægt yrði að lenda kjarasamningum með farsælum hætti á vinnumarkaði. Um endurskoðun stjórnarskrár sagði Katrín að níu fundir hefðu farið fram um endurskoðun stjórnar- skrárinnar þar sem helst hefði verið til umfjöllunar hvernig viðfangsefnin yrðu tekin fyrir og hvernig vinnu við endurskoðunina yrði háttað. „Ég tel vinnuna hafa gengið vel,“ sagði Katrín en endurskoðuninni er ætlað að fara fram á þessu kjörtíma- bili og því næsta. Hún lagði áherslu á að formenn flokkanna og þeir sem kæmu að vinnunni tækju þátt í henni af fullri alvöru. Þá lagði þingflokkur Pírata fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem byggist á frumvarpi stjórnlagaráðs og þeirri vinnu sem Alþingi fór í í kjölfarið. Að sögn Pírata veitir frum- varpið möguleika á að halda vinnunni við nýju stjórnarskrána áfram þar sem frá var horfið árið 2013. ash@mbl.is »18 Húsnæðismálin í forgangi  Unnið að tillögum að lausn á framboðsvanda á húsnæðismarkaði  Vinna að nýrri stjórnarskrá gengur vel  Fjórtándi fundur með aðilum vinnumarkaðarins í dag Helgi Bjarnason Magnús Heimir Jónasson Ráðherra samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, og fulltrúar Vega- gerðarinnar funduðu í gær með fulltrúum sveitarstjórna Reykhóla- hrepps, Vesturbyggðar og Tálkna- fjarðarhrepps um vegamálin. Sveit- arstjórn Reykhólahrepps kemur saman til aukafundar í dag. Á dag- skránni er tillaga um að setja svo- kallaða Reykhólaleið inn á skipulag í stað Teigsskógarleiðar. Samgönguráðherra boðaði til fundanna og varð það til þess að sveitarstjórn frestaði afgreiðslu vegamálsins í síðustu viku. Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhóla- hrepps, segir að nokkuð sé síðan beð- ið var um fund með ráðherra. Hann segir að fulltrúar hreppsnefndar hafi farið yfir sín sjónarmið. Á fundinum hafi verið farið yfir ýmsa möguleika. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjar- stjóri Vesturbyggðar, segir að fulltrúar bæjarstjórnar hafi farið vel yfir sín sjónarmið. Fundurinn hafi verið ágætur en fátt nýtt að frétta. Fulltrúar Reykhólahrepps fóru einnig á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til að fara yfir af- stöðu sína í málinu og stöðu sveitar- félagsins til að vernda náttúrperlur í sveitarfélaginu ef það yrði þvingað inn í Teigsskógarleiðina. Ákvörðun sveitarfélagsins Fyrir aukafundi sveitarstjórnar í dag liggur tillaga meirihluta skipu- lags-, bygginga-, húsnæðis- og hafn- arnefndar um að velja Reykhólaleið R fyrir Vestfjarðaveg og setja inn á skipulag í stað Teigskógarleiðar ÞH sem er á núgildandi aðalskipulagi en færa þurfti aðeins til vegna breyttrar hönnunar hjá Vegagerðinni. „Framhaldið er í raun og veru að sveitarfélagið taki þessa ákvörðun sína um hvaða leið það vill að sé á að- alskipulagi. Ef það verður ÞH leiðin, í kjölfar staðfestingar Skipulags- stofnunar, mun Vegagerðin væntan- lega sækja um framkvæmdaleyfi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. „Hún er lág- lendisleið með öruggum vegi og langhagkvæmust í fjármunum. En það voru nokkrar leiðir sem voru taldar hafa verulega neikvæð áhrif á umhverfið og ÞH leiðin er ein þeirra,“ segir Sigurður og bætir við að ef svokölluð R leið verði valin sé óljósara hvað gerist næst. Hún hafi ekki hlotið umhverfismat og því ljóst að ferlið muni lengjast. Teigsskógarleið líklegri  Framhaldið óljósara ef Reykhólaleiðin verður fyrir valinu Mál Ágústs fari til siða- nefndar Erindi hefur bor- ist til forsætis- nefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústs- sonar, þing- manns Sam- fylkingarinnar, til siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd hefur ekki tekið afstöðu til erindis- ins, en mun ræða málið á næsta fundi forsætisnefndar á þriðjudag- inn í næstu viku. Sá sem sendi erindið til forsætis- nefndar óskar nafnleyndar og gæti það því verið hver sem er í samfél- aginu, enda er öllum almenningi frjálst að senda erindi til forsætis- nefndar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pí- rata og 5. varaforseti Alþingis, staðfesti í samtali við mbl.is að á fundi forsætisnefndar í gær hefði erindi varðandi mál Ágústs Ólafs verið kynnt og að sendanda yrði send staðfesting á móttöku þess. Ágúst Ólafur Ágústsson  Sendandi óskaði eftir nafnleynd Kjarasamningaviðræðum samn- inganefndar verkalýðsfélaganna og ríkissáttasemjara, sem áttu að fara fram í dag, hefur verið frestað til morguns vegna veikinda sátta- semjara. Iðnaðarmannafélögin funduðu hins vegar í SA í gær og segir Hilmar Harðarson, formaður Sam- iðnar, að ekkert sé í hendi eins og er. „Við erum bara í viðræðum og höldum áfram í vikunni,“ segir Hilmar. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Samiðn væri enn að ræða um styttingu vinnuvikunnar. Hilm- ar vildi ekki gefa upp að svo stöddu hvað fór fram á fundinum í gær. „Þetta er bara allt á viðræðustigi.“ Viðræðum frestað til morguns Veturinn hefur minnt á sig síðustu daga og nú finnst varla auður blettur á landinu þegar styttist í að þorrinn gangi í garð. Ferðamenn sem sækja landið heim búast að sjálfsögðu við Íslandi snævi þöktu og þeim verður sannarlega að ósk sinni þessa dagana. Í gær voru ferðamenn að leik á Austurvelli og hlóðu snjóvörðu. Morgunblaðið/Hari Ferðamenn leika sér í snjónum Ísland snævi þakið frá fjöru til fjalla þegar líður að þorra Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiði síðustu tvo daga. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi fór flutn- ingabíll út af veginum skömmu eftir hádegi í gær og annar í fyrradag. Í hvorugu tilfellinu urðu slys á fólki. Þá fór rúta með fjölda ferða- manna út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall, nokkru vestan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær. Engan sakaði en þetta er fjórða rútu- slysið á tveimur dögum. Tveir flutningabílar og rúta utan vegar Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, óháðir þingmenn sem vikið var úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfar Klaust- urmálsins, gagnrýndu forseta Alþingis við upphaf þingfundar í gær. Allir forystumenn þingflokka á Alþingi tóku þátt í almennum stjórnmálaumræðum en óháðu þingmennirnir tveir fengu ekki að taka þátt í umræðunum. „Þetta er óboðlegt,“ sagði Karl Gauti í ræðustól. Fengu ekki ræðutíma ÓHÁÐIR ÞINGMENN Karl Gauti Hjaltason Ólafur Ísleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.