Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fyrir stjórnmálin og sam-félagið almennt er nauð-synlegt að fjölmiðlar hafi ádagskrá pósta þar sem
sagt er frá atburðum líðandi stundar
á gamansaman hátt. Hver sá sem hef-
ur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa
settur og sama máli gegnir þó að heil
þjóð eigi í hlut. Að því leyti tel ég að
Spaugstofan hafi verið afar mikil-
væg,“ segir Karl Ágúst Úlfsson.
Tækifæri með fjórum þáttum
Í gær, 21. janúar voru liðin rétt
þrjátíu ár frá því fyrsti þáttur Spaug-
stofunnar var sýndur á RÚV. Næstu
fimmtán árin eftir þetta voru þætt-
irnir í sjónvarpinu á hverju laugar-
dagkvöldi frá hausti til vors, fyrst á
RÚV en síðustu fjögur árin á Stöð 2
eða til 2014. Árið eftir ákváðu Spaug-
stofumenn, þeir Karl Ágúst, Pálmi
Gestsson, Sigurður Sigurjónsson,
Örn Árnason og Randver Þorláksson
að láta leik endanlega lokið. Leik-
verkið Yfir til þín sem sýnt var í Þjóð-
leikhúsinu var lokapunkturinn.
„Spaugstofan byrjaði árið 1985
en þá gerðum við áramótaskaup og
nokkra útvarps- og sjónvarpsþætti í
kjölfarið. Seint á árinu 1987 vorum við
í viðræðum við Stöð 2 um vikulega
þætti og málið var nánast í höfn þegar
allt hrökk í baklás. Við Örn og Siggi
snerum okkur því til RÚV. Hrafn
Gunnlaugsson var þá dagskrárstjóri,
og hann ákvað að gefa okkur tæki-
færi. Efaðist reyndar um að gaman-
þættir einu sinni í viku um atburði líð-
andi stundar væru framkvæmanlegir.
Sagðist þó vilja gefa okkur tækifæri
með fjórum þáttum, sem fengu góðar
viðtökur. Því var okkur falið að gera
fimmta þáttinn og þann sjötta og þar
með fór boltinn að rúlla,“ segir Karl
Ágúst.
Viðbrögðin voru sterk
„Að setja þessa þætti í loftið
markaði tímamót því þetta var djörf
ákvörðun. Það sannaði sig þó fljótt að
hún var rétt. Strax í upphafinu hjá
RÚV fengum við Gunnar Baldursson
sem samstarfsmann, en hann hannaði
leikmyndir og muni og kom einnig að
upptökum. Hann var að því leyti al-
gjör lykilmaður og átti sinn þátt í
góðum viðtökum. Fyrstu árin mæld-
ist áhorfið oft á bilinu 54-56% sem er
afar gott. Viðbrögðin voru afar sterk
og það hélst líka alla tíð. Allir höfðu
skoðanir á Spaugstofunni því vissu-
lega var hreyft við málum. Þess voru
líka dæmi að áhrifamiklir menn í
samfélaginu reyndu að setja okkur
stólinn fyrir dyrnar og fá þættina
tekna af dagskrá, sem segir að
Spaugstofan hafði mikil áhrif – að
minnsta kosti á þessa tilteknu menn,“
segir Karl Ágúst.
Þegar Spaugstofuþættirnir hófu
göngu sína í janúar 1989 undir titl-
inum ’89 á Stöðinni sat að völdum rík-
isstjórn Steingríms Hermannssonar
með litríka ráðherra í sínum röðum.
Spaugstofumenn voru líka lagnir við
að pikka út og setja sig í gervi Stein-
gríms, Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og
Ólafs Ragnars Grímssonar og seinna
Davíðs Oddssonar og Halldórs Ás-
grímssonar, svo örfáir séu nefndir.
Listinn er endalaus.
„Virkur í athugasemdum“
„Þegar við fórum fyrst í loftið
var talsverð eftirvænting í loftinu því
1. mars 1989 tóku gildi lög sem leyfðu
sölu á bjór á Íslandi. Vera kann, þó að
ég muni það ekki nákvæmlega, að í
því andrúmi hafi rónarnir á Arnar-
hóli, þeir Bogi og Örvar, orðið til. Mér
finnst alltaf svolítið vænt um þá kar-
aktera, enda leyfðist þeim allskonar
aulafyndni. Svo stóð Ragnar Reykás
alltaf fyrir sínu sem verðugur fulltrúi
Íslendingsins sem röflara og hefur
skoðanir á öllu, eina í dag en aðra
morgun. Þetta er karakterinn sem í
dag væri „virkur í athugasemdum“ í
spjallþráðum á netinu,“ segir Karl
Ágúst um Spaugstofuþættina sem
urðu alls 470 talsins.
„Já, vissulega væri þarft ef RÚV
eða Stöð 2 færu aftur í loftið með
þætti sem sýna atburði líðandi stund-
ar með líkum þætti og við gerðum.
Ég sé á hverjum degi eitthvað í frétt-
um sem mér finnst eiga erindi í þætti
eins og Spaugstofan var. “
Spaugstofan var afar mikilvæg
Þjóðarspé! 30 ár voru í
gær liðin frá því Spaug-
stofan hóf göngu sína.
Þættirnir voru á dagskrá
RÚV og seinna á Stöð 2.
Nutu vinsælda í 15 ár.
Spaugstofan Frá vinstri Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Karl Ágúst
Úlfsson, í miðið Sigurður Sigurjónsson og fremstur er Örn Árnason.
Morgunblaðið/Valli
Hættulegir „Áhrifamiklir menn í samfélaginu reyndu að setja okkur stólinn
fyrir dyrnar og fá þættina tekna af dagskrá,“ segir Karl Ágúst Úlfsson.
Morgunblaðið/RAX
Rútukarlar Spaugstofan kom víða við á ferðum sínum um þjóðlífið.
Rúnar Unnþórsson, frumkvöðull og
prófessor í iðnaðarverkfræði við Há-
skóla Íslands, flytur ásamt Árna
Kristjánssyni, prófessor í sálfræði,
fyrirlestur í röðinni Nýsköpun –
hagnýtum hugvitið í Hátíðasal Há-
skóla Íslands á morgun, 23. janúar,
kl. 12. Verkefnið hlaut fyrstu verð-
laun í flokknum Tækni fyrir sam-
félag í úrslitum Nýsköpunar-
verðlauna framkvæmdastjórnar ESB
sem afhent voru í Vín á dögunum.
„Nýsköpun snýst um að mæta
þörfum og síauknum kröfum um
umhverfisvænni lausnir og aukið ör-
yggi,“ segir Rúnar um erindi þeirra
félaga, sem er í boði Jóns Atla Ben-
diktssonar, rektors Háskóla Íslands.
Rúnar mun segja frá verkefninu
Sound of Vision, það er þróun há-
tæknibúnaðar sem hjálpar blindum
og sjónskertum að skynja umhverfi
sitt. Myndavélum er þá komið fyrir
á höfði notandans og upplýsingum
úr þeim svo miðlað með tæknibún-
aði til notandans, það er hvort ein-
hverjar hindranir séu á veginum
framundan. Notandinn er með
heyrnartól og er þá í raun sagt
hvort hlutir eru til hægri eða
vinstri, hurð eða stigi framundan
eða hola í jörðinni.
Blindir eiga með þessu að geta
staðsett sig án þess að nota hvíta
stafinn. „Þeir munu bara sjá, innan
gæsalappa, það sem er fram-
undan,“ segir Árni Kristjánsson og
bætir við að mannsheilinn hafi afar
mikla hæfni til að endurskipuleggja
sig. „Í þessu verkefni nýtum við
þessa miklu hæfni heilans. Ef við
missum skilningarvit, til dæmis
sjón, þá geta önnur skynfæri tekið
við.“
Ný tækni kynnt á fyrirlestri í Háskóla Íslands
Blindir fá sýn innan gæsalappa
AFP
Blindir Mikil fötlun og til mikils er að
vinna með öllum úrbótum og tækni.
Rúnar
Unnþórsson
Árni
Kristjánsson
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR
Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár.
Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora.